Átta buðu í Litluá í Kelduhverfi

Rússneskur veiðimaður með 80 cm bleikju úr Skjálftavatni í Kelduhverfi.
Rússneskur veiðimaður með 80 cm bleikju úr Skjálftavatni í Kelduhverfi. www.litlaa.is

Átta aðilar sendu inn samtals níu tilboð í veiðirétt í Litluá í Kelduhverfi. Mikill munur var á tilboðunum og hlupu þau á ríflega fimmtíu milljónum króna upp í 125,7 milljónir fyrir svæðið í samtals fimm ár.

Veiðifélag Litluárvatna óskaði eftir tilboðum á öllum veiðirétti félagsins í Litluá og Skjálftavatni í Kelduhverfi fyrir veiðitímabil áranna frá 2026 til og með 2030.

Tilboðsfrestur rann út í dag og voru tilboð opnuð á skrifstofu Landssambands veiðifélaga í dag. Stangaveiðifélag Reykjavíkur bauð upp á umboðssölu og sama má segja um Fish Partner og félagið R&R sem Kristinn hjá veiða.is er á bak við. 

RogM bauð 125,7 milljónir. Á bak við það tilboð er Matthías Þór Hákonarson sem meðal annars er með Mýrarkvísl á leigu.

Hópurinn Við lækinn bauð 115,5 milljónir. Þar á bak við er Björn K. Rúnarsson sem er einn af leigutökum Vatnsdalsár.

Flyfishing in Iceland var með 110 milljónir.

Fish Partner bauð 105 milljónir krónar

Hópurinn Litluárvinir sem leiddur er af Þórarni Blöndal bauð 100 milljónir.

Loks bauð félagið Seyrur rúmlega 51 milljón.

Nú mun veiðifélagið fara yfir tilboðin en kveðið var á um í auglýsingu að veiðifélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er og hafna öllum.

Ný leigutaki, væntanlega úr þessum hópi mun taka við svæðinu á næsta ári. 

Leiðrétting

Í upphaflegu fréttinni var sagt að Pálmi Gunnarsson leiddi hópinn Litluárvinir. Hið rétta er að driffjöðurin í hópnum er Þórarinn Blöndal, þó að Pálmi sé vissulega hluti af hópnum. Leiðréttist þetta hér með.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka