Staða laxins – ógnir og tækifæri

Veiðimaður togast á við stórlax í hinum tilkomumikla veiðistað Fossi …
Veiðimaður togast á við stórlax í hinum tilkomumikla veiðistað Fossi 2 efst í Hofsá í Vopnafirði. Á opna fundinum á morgun verður rædd staðan og farið yfir nýjar upplýsingar úr rannsóknum Six Rivers Iceland. mbl.is/Einar Falur

Six Rivers Iceland sem leigir og rekur laxveiðiár á Norðausturhorni landsins heldur opinn upplýsingafund á Vopnafirði á morgun. Farið verður yfir stöðu, tækifæri og ógnir sem blasa við þegar kemur að villtum fiskistofnum í ferskvatni á Íslandi. Vísindamenn, hagsmunaðilar og landeigendur fara yfir stöðuna og horfa til framtíðar, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Markmiðið með fundinum er að veita upplýsingar og um leið að kalla eftir skoðanaskiptum við hagsmunaaðila og landeigendur sem eiga og gæta þeirra náttúruauðlinda sem íslenskar laxveiðiár og lífríki þeirra eru. 

Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði, á morgun laugardaginn 29. mars. Hann er öllum opinn á meðan að húsrúm leyfir.

„Við höfum staðið fyrir margvíslegum ráðstefnum og fundum með hagsmunaaðilum í gegnum árin. Við lítum á þetta sem lið í því að miðla upplýsingum til landeigenda og áhugafólks um lífríkið og þá með sérstakri áherslu á laxinn. Félagið stundar viðamiklar rannsóknir á hegðun laxins í þeim ám sem við leigjum og rekum. Þær niðurstöður eiga erindi til allra. Það er ljóst að Atlantshafslaxinn á mjög undir högg að sækja vegna ógna sem að honum steðja. Þær ógnir er bæði af mannavöldum og einnig er náttúran breytingum háð. Til þess að eiga von um að hjálpa laxinum er nauðsynlegt að hafa sem gleggstar upplýsingar um hvar áhrifin eru mest. Þær rannsóknir sem Six Rivers Iceland stundar í sínum ám eru umfangsmiklar og eru stöðugt að bæta í þá þekkingu sem til er. Á fundinum verður meðal annars farið yfir hvað bæst hefur í þann þekkingarbrunn. Með upplýsingagjöf af þessu tagi erum við líka að hvetja okkar samstarfsfólk sem eru landeigendur og hagsmunaaðilar að taka þátt í baráttunni sem snýst um umhverfisvernd og ábyrgð á þeim náttúruperlum sem laxveiðiárnar á Íslandi eru,“ er haft eftir Gísla Ásgeirssyni í fréttatilkynningu um fundinn.

Feðgar losa úr laxi í Hofsá. Þeir Gísli Ásgeirsson og …
Feðgar losa úr laxi í Hofsá. Þeir Gísli Ásgeirsson og Óskar Hængur dást að laxinum. Ljósmynd/Gísli Ásgeirsson

Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði, á morgun laugardaginn 29. mars. Hann er öllum opinn á meðan að húsrúm leyfir.

Fundaformið verður með þeim hætti að flutt verða stutt erindi af sérfróðum aðilum og að þeim erindum loknum verða umræður og geta fundargestir tekið þátt í þeim.

Erindi á fundinum flytja:

Stefán Hrafnsson, Six Rivers Iceland

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnssvið Hafrannsóknastofnunar

Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga

Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós

Katrín Oddsdóttir, lögmaður og baráttukona gegn sjókvíaelda

Fundurinn hefst klukkan 11 og er eins og fyrr segir öllum opinn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert