Alger samstaða gegn áformum um eldi

Fundarmenn rétta upp hönd, þeir sem eru á móti áformum …
Fundarmenn rétta upp hönd, þeir sem eru á móti áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Ljósmynd/Sporðaköst

Fjölmennur fundur landeigenda og áhugamanna um laxveiðiár á Norðausturlandi og ferskvatnslífríki þeirra lýsti eindreginni samstöðu gegn áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Afstaða fundarmanna til málsins var könnuð með handauppréttingu og voru allir á móti áformunum.

Fundurinn var haldinn á Vopnafirði í dag á vegum Six Rivers Iceland sem leigir og rekur laxveiðiár í landshlutanum. 

Yfirskrift fundarins var staða laxins, ógnir og tækifæri. Fimm fyrirlesarar fluttu erindi og ræddu stöðuna eins og hún blasir við. Stefán Hrafnsson gerði grein fyrir afar merkilegum rannsóknum sem Six Rivers Iceland stundar í ánum á svæðinu. Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga fór yfir störf landssambandsins og nefndi mikilvægi þess að raddir almennings heyrðust þegar kæmi að náttúruvernd og þeirri hagsmunabaráttu sem stöðugt stendur yfir.

Guðni Guðbergsson, sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun fór yfir sviðið eins og það blasir við vísindunum.

Haraldur Eiríksson, leigutaki í Laxá í Kjós flutti áhugavert erindi þar sem hann setti fram þróun á verði veiðileyfi í nokkrum af helstu laxveiðiám landsins og voru tölurnar núvirtar. Þar mátti glögglega sjá að þegar laxastofnar eiga undir högg að sækja lækkuðu verðin umtalsvert. Haraldur taldi upp fleiri áhugaverðar ástæður sem hafa haft áhrif á verðmætasköpunina í gegnum tíðina.

Katrín Oddsdóttir flutti sannkallaða eldmessu á fundinum.
Katrín Oddsdóttir flutti sannkallaða eldmessu á fundinum. Ljósmynd/Sporðaköst

Svo kom hún Katrín...

Svo kom hún Katrín Oddsdóttir, lögmaður. Hún flutti hreina og klára eldmessu um reynslu sína af baráttu við stofnanir á Íslandi þegar kemur að ábyrgð og ákvarðanatöku í tengslum við leyfisveitingar og heimildir fyrir sjókvíaeldi. Hún lýsti endalausri þrautagöngu til allra þeirra stofnana sem hafa með leyfisveitingar að gera. „Ég tók gömlu íslensku leiðina á þetta og mætti á staðinn,“ upplýsti Katrín. Niðurstaðan hennar er í það minnsta þríþætt. Forystumenn þeirra stofnana sem hún ræddi við voru mjög uppteknir af því að þeir bæru „bara ábyrgð á þessum hluta“ og engu öðru. Þá sagði Katrín að „freki kallinn“ næði sínu fram og einhvers konar meðvirkni virtist ríkja þegar kemur að þessum iðnaði.

Sölvi Jónsson á Síreksstöðum sá um veitingar á fundinum. Hér …
Sölvi Jónsson á Síreksstöðum sá um veitingar á fundinum. Hér ber hann fram hluta af hjónabandssælu fyrir fundargesti. Var gerður góður rómur að frammistöðu Sölva og hans fólks. Ljósmynd/Sporðaköst

Pallborðsumræður fylgdu í kjölfarið og snerust þær að mestu um sjókvíaeldi og áhyggjur fundarmanna af stöðu þeirra mála. Guðni Guðbergsson frá Hafrannsóknastofnun fékk flestar spurningarnar og snerust þær að stærstum hluta um þær áhyggjur sem áður er vísað til. Í lok fundar voru gestir beðnir um að rétta upp hönd ef þeir væru á móti áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Virtist sem allar hendur færu á loft. Þegar spurt var hverjir styttu sömu áform var engin hendi á lofti.

Fundurinn var virkilega áhugaverður fyrir margra hluta sakir og munu Sporðaköst á næstu dögum gera ítarlega grein fyrir ýmsu því sem hæst bar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka