Mok í Tungulæk og Geirlandsá í opnun

Bjarki Bóasson með flottan áttatíukall úr Geirlandsá í dag. Hann …
Bjarki Bóasson með flottan áttatíukall úr Geirlandsá í dag. Hann naut aðstoðar Arnar Jón Agnarsson, hinn örvhenti. Veiðin í dag var frábær í Geirlandinu. Ljósmynd/Bjarki Bóasson

Veiðimenn sem opnuðu Geir­landsá voru í sann­kallaðri mokveiði. Mikið er af fiski í Ármót­um, eins og oft vera, en það ger­ist ekki á hverju ári að opn­un­ar­dag­ur gefi yfir sex­tíu birt­inga og það upp í 86 sentí­metra.

Bjarki Bóas­son er einn þeirra sem er að opna Geir­landsána. „Al­gert mok. Logn og veisla. Best í heimi,“ sagði Bjarki aðspurður um dag­inn. Nokkr­ir fisk­ar voru yfir átta­tíu sentí­metr­ar „Al­ger­ir tank­ar. Við hætt­um klukk­an 19. Þetta var orðið gott. Það var al­veg sama hvað var und­ir.“

Stór hluti veiðinn­ar var á straum­flug­ur og líka hina fögru Squir­my. Sá stóri sem Fann­ar Vern­h­arðsson fékk „tók eitt­hvað bleikt ógeð,“ upp­lýsti Bjarki.

Loka­tal­an þegar þeir hættu var eins og fyrr seg­ir 64 sjó­birt­ing­ar.

Fannar Vernharðsson landaði þeim stærsta í dag í Geirlandsá. Þessi …
Fann­ar Vern­h­arðsson landaði þeim stærsta í dag í Geir­landsá. Þessi mæld­ist 86 sentí­metr­ar. Fann­ari leiðist þetta ekki. Ljós­mynd/​Bjarki Bóas­son

Nokkru vest­ar var opn­un­ar­hollið í Tungufljóti að glíma við erfiðar aðstæður. Blanka­logn og áin með ein­dæm­um vatns­lít­il. Mikið var að fiski við brúna en eft­ir að þeir höfðu landað tveim­ur var kom­in mik­il styggð að fisk­in­um. Helsta bón Tungufljóts­manna var vind­ur og smá gára á ána. Þeir voru þó komn­ir með eitt­hvað af fiski, en eiga mikið inni á morg­un þegar bæta mun í vind. En þá er spáð sól.

Tungu­læk­ur var að gefa fína veiði eins og von er við þær aðstæður sem nú ríkja. 69 birt­ing­ar var loka­tala dags­ins og fer slík tala í flokk­inn mokveiði. Tungu­læk­ur var hreint út sagt frá­bær í fyrra en þar tóku menn eft­ir því að stóru sleggj­urn­ar voru fá­gæt­ari. Stærsti birt­ing­ur­inn á opn­un­ar­degi var 86. En það var sá eini sem fór yfir 80 sentí­metr­ana. Það get­ur þó átt eft­ir að breyt­ast.

Hús­eyj­arkvísl var á góðu róli eins og við greind­um frá fyrr í dag og opn­un­ar­dag­ur­inn þar var á fín­um nót­um.

Black Ghost virkaði á þennan hjá Sindra Guðmundssyni í Ytri …
Black Ghost virkaði á þenn­an hjá Sindra Guðmunds­syni í Ytri Rangá. Veiðistaður­inn er Húsa­bakki. Ljós­mynd/​IO

Þeir voru að fá hann í Ytri Rangá og feng­um við send­ar mynd­ir af ánægðum veiðimönn­um þaðan. Ytri hef­ur verið drjúg í sjó­birt­ingn­um síðari ár. Raun­ar voru menn líka að setja í niður­göngulaxa, eins og get­ur gerst á þess­um tíma og ein bleikja náðist.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka