Mok í Tungulæk og Geirlandsá í opnun

Bjarki Bóasson með flottan áttatíukall úr Geirlandsá í dag. Hann …
Bjarki Bóasson með flottan áttatíukall úr Geirlandsá í dag. Hann naut aðstoðar Arnar Jón Agnarsson, hinn örvhenti. Veiðin í dag var frábær í Geirlandinu. Ljósmynd/Bjarki Bóasson

Veiðimenn sem opnuðu Geirlandsá voru í sannkallaðri mokveiði. Mikið er af fiski í Ármótum, eins og oft vera, en það gerist ekki á hverju ári að opnunardagur gefi yfir sextíu birtinga og það upp í 86 sentímetra.

Bjarki Bóasson er einn þeirra sem er að opna Geirlandsána. „Algert mok. Logn og veisla. Best í heimi,“ sagði Bjarki aðspurður um daginn. Nokkrir fiskar voru yfir áttatíu sentímetrar „Algerir tankar. Við hættum klukkan 19. Þetta var orðið gott. Það var alveg sama hvað var undir.“

Stór hluti veiðinnar var á straumflugur og líka hina fögru Squirmy. Sá stóri sem Fannar Vernharðsson fékk „tók eitthvað bleikt ógeð,“ upplýsti Bjarki.

Lokatalan þegar þeir hættu var eins og fyrr segir 64 sjóbirtingar.

Fannar Vernharðsson landaði þeim stærsta í dag í Geirlandsá. Þessi …
Fannar Vernharðsson landaði þeim stærsta í dag í Geirlandsá. Þessi mældist 86 sentímetrar. Fannari leiðist þetta ekki. Ljósmynd/Bjarki Bóasson

Nokkru vestar var opnunarhollið í Tungufljóti að glíma við erfiðar aðstæður. Blankalogn og áin með eindæmum vatnslítil. Mikið var að fiski við brúna en eftir að þeir höfðu landað tveimur var komin mikil styggð að fiskinum. Helsta bón Tungufljótsmanna var vindur og smá gára á ána. Þeir voru þó komnir með eitthvað af fiski, en eiga mikið inni á morgun þegar bæta mun í vind. En þá er spáð sól.

Tungulækur var að gefa fína veiði eins og von er við þær aðstæður sem nú ríkja. 69 birtingar var lokatala dagsins og fer slík tala í flokkinn mokveiði. Tungulækur var hreint út sagt frábær í fyrra en þar tóku menn eftir því að stóru sleggjurnar voru fágætari. Stærsti birtingurinn á opnunardegi var 86. En það var sá eini sem fór yfir 80 sentímetrana. Það getur þó átt eftir að breytast.

Húseyjarkvísl var á góðu róli eins og við greindum frá fyrr í dag og opnunardagurinn þar var á fínum nótum.

Black Ghost virkaði á þennan hjá Sindra Guðmundssyni í Ytri …
Black Ghost virkaði á þennan hjá Sindra Guðmundssyni í Ytri Rangá. Veiðistaðurinn er Húsabakki. Ljósmynd/IO

Þeir voru að fá hann í Ytri Rangá og fengum við sendar myndir af ánægðum veiðimönnum þaðan. Ytri hefur verið drjúg í sjóbirtingnum síðari ár. Raunar voru menn líka að setja í niðurgöngulaxa, eins og getur gerst á þessum tíma og ein bleikja náðist.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert