Stærsti urriðinn hans í Laxá frá upphafi

75 sentímetrar. Það er verðlaunafiskur þegar um er að ræða …
75 sentímetrar. Það er verðlaunafiskur þegar um er að ræða staðbundinn urriða. Baldur Guðmundsson fékk þennan á squirmy. Ljósmynd/Veiðifélagarnir

„Ég hélt all­an tím­ann að ég væri að glíma við væn­an hoplax,“ seg­ir stang­veiðimaður­inn og blaðamaður­inn Bald­ur Guðmunds­son í sam­tali við Sporðaköst. Hann gerði sér lítið fyr­ir og landaði 75 sentí­metra staðbundn­um urriða á urriðasvæðinu í Laxá í Aðal­dal í morg­un.

Bald­ur hef­ur veitt urriðasvæðin í Aðaldaln­um ár­lega frá ár­inu 2009 og hef­ur landað þar að sögn fleiri hundruð fisk­um. Þetta er stærsti urriðinn sem Bald­ur hef­ur dregið þar að landi.

„Við erum hér í góðu yf­ir­læti með leigu­tak­an­um Matth­íasi Há­kon­ar­syni hjá Ice­land Fis­hing Gui­de í veiðihús­inu í Mýr­arkvísl. Við hóf­um veiðar í gær í blíðskap­ar­veðri og náðum nokkr­um ágæt­um urriðum – og tveim­ur ho­plöx­um – seinnipart­inn í Mýr­arkvísl í gær,“ seg­ir Bald­ur sem rak í rogastans þegar hann vaknaði í morg­un. „Við sáum ekki bíl­ana á bíla­stæðinu þegar við fór­um á fæt­ur. Það var blind­byl­ur. Við fór­um ekki út fyrr en eft­ir há­degi.“

Hér er einn sem mældist 58 sentímetrar sem er ágætur …
Hér er einn sem mæld­ist 58 sentí­metr­ar sem er ágæt­ur urriði en allt virk­ar smátt í sam­an­b­urði við 75 kall­inn. Ljós­mynd/​Veiðifé­lag­arn­ir

Í dag veiddu þeir í Laxá, fyr­ir neðan Laxár­virkj­un. „Það var frek­ar ró­leg taka enda hafði loft­hiti fallið um ansi marg­ar gráður frá því í gær,“ seg­ir Bald­ur sem var klædd­ur í for­láta lopa­bux­ur sem amma hans prjónaði um árið – bux­ur sem hafa iðulega komið að góðum not­um í vor­veiðinni. Hann reyndi púp­ur og straum­flug­ur en allt kom fyr­ir ekki. „Ég hnýtti þá squir­my á taum­inn, sem ég fékk hjá hnýt­ar­an­um Árna Kristni Skúla­syni fyr­ir ferðina. Ég hef enga for­dóma fyr­ir squir­my, enda finnst mér fyrst og fremst gam­an að fá fisk,“ seg­ir hann.

Vetur konungur ræskti sig aðeins síðustu nótt og svona var …
Vet­ur kon­ung­ur ræskti sig aðeins síðustu nótt og svona var út­sýnið úr veiðihús­inu við Mýr­arkvísl í dag. Ljós­mynd/​Veiðifé­lag­ar

Ekki leið á löngu þar til töku­var­inn hvarf sjón­um. Tak­an var þung. „Fyrsta hugs­un var að fast væri í botni því lín­an haggaðist varla fyrstu sek­únd­urn­ar. Þegar „botn­inn“ svo synti í burtu varð mér ljóst að stór fisk­ur væri und­ir. Ég var viss um að þetta væri vænn lax á niður­leið,“ seg­ir hann. Eft­ir um 20 mín­útna viður­eign, á fimmu með sjö punda taum, stýrði hann fiskn­um í hroll­kald­ar hend­urn­ar á Matth­íasi leigu­taka, sem fann lengi á eft­ir ekki fyr­ir hönd­un­um á sér. Háf­ur­inn hafði orðið eft­ir í bíln­um.

Að mynda­töku lok­inni var fiskn­um sleppt. „Svona höfðingja hitt­ir maður ekki oft – og þeir fá að njóta vaf­ans,“ seg­ir hann. 75 sentí­metra lang­ur staðbund­inn urriði er fisk­ur sem flokk­ast sem drauma­fisk­ur.

Og önnur til af Baldri með stærsta urriðann sem hann …
Og önn­ur til af Baldri með stærsta urriðann sem hann hef­ur fengið á þess­um slóðum. Hann hef­ur veitt þarna ár­lega frá 2009. Ljós­mynd/​Veiðifé­lag­arn­ir

Með Baldri á stöng var Óli Jón Gunn­ars­son, sem er að stíga sín fyrstu skref í veiðinni. Hann landaði sín­um fyrsta urriða á sömu flugu, skömmu síðar. „Það er alltaf gam­an að fá væna fiska – en gleðin sem fylg­ir því að horfa upp á veiðifé­laga landa sín­um fyrsta fiski slær stór­fisk­inn út,“ seg­ir Bald­ur al­vöru­gef­inn.

Skammt er stórra högga á milli. Þeir fé­lag­ar munu veiða í Mýr­arkvísl, Laxá og Reykja­dalsá fram á föstu­dag. Viku síðar held­ur Bald­ur svo Hús­eyj­arkvísl í Skagaf­irði, sem opnaði með stæl þetta árið.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert