Umtalsverður fiskadauði í Varmá

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar tóku myndir og sýni úr Varmá. Hér má …
Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar tóku myndir og sýni úr Varmá. Hér má sjá hluta af þeim seiðum og einn stærri fisk sem þeir fundu í ánni. Ljósmynd/Hrafnkell Karlsson

Um­tals­vert magn af fiski hef­ur drep­ist í Varmá í Hver­gerði. Starfs­menn frá Haf­rann­sókna­stofn­un ásamt veiðirétt­ar­eig­end­um könnuðu aðstæður í dag og ber­ast bönd­in að sund­laug­inni í Hvera­gerði.

Hrafn­kell Karls­son bóndi á Hrauni í Ölfusi og einn af veiðirétt­ar­höf­um í Varmá og Þor­leifs­læk staðfesti að hann og formaður Veiðifé­lags­ins hefðu kannað aðstæður. 

„Þetta er bara hrika­legt mál að þetta skuli ger­ast. Við fór­um um þetta svæði í dag og þeir komu á vett­vang tveir starfs­menn Hafró á Suður­landi og staðfestu þetta. Tóku mynd­ir og sýni. Það varð vart við þetta fyrst í gær­kvöldi og þá sást tals­vert af stærri fiski. En við sáum bara tvo stóra núna og við reikn­um með að það sé vegna þess að bæði er fugl­inn að hirða þetta og hann rúll­ar bet­ur eft­ir botn­in­um en smá­seiðin. Við sáum mest árs­göm­ul seiði sem eru frá fimm og upp í 10 sentí­metra löng sem lágu þarna í hundraðatali,“ sagði Hrafn­kell í sam­tali við Sporðaköst.

Held­urðu að þetta sé mikið magn af fiski sem drapst?

„Það vit­um við ekki. Það er mjög lík­legt að líf­ríkið fari mjög illa ef þetta er klór eins og gerðist hérna um árið. Þá varð aldauði á líf­rík­inu á kafla og það var mörg ár að jafna sig. Þó að þetta sé að öll­um lík­ind­um tak­markaður hluti ár­inn­ar þá er þetta einn viðkvæm­asti hluti henn­ar, þetta svæði.

Það sem okk­ur finnst al­var­legt er að þetta hafi gerst aft­ur þrátt fyr­ir það að það var gerð krafa af okk­ar hálfu að það yrði sett þró fyr­ir fram­an úr­rennsli laug­ar­inn­ar þannig að það væri hægt að koma í veg fyr­ir að klór færi út í ána.“

Dauð seiði sem þeir Hrafnkell og formaður veiðifélagsins gengu fram …
Dauð seiði sem þeir Hrafn­kell og formaður veiðifé­lags­ins gengu fram á í dag í Varmá. Ljós­mynd/ Hrafn­kell Karls­son

Eng­in til­kynn­ing barst

Hrafn­kell seg­ir að það hafi ekki verið gert. „Svo er einnig mjög al­var­legt að þegar þetta ger­ist, senni­lega í fyrra­dag. Það er komið í ljós að það var eitt­hvað verið að gera í laug­inni. Það er búið að staðfesta það. Það er al­var­legt að þetta skuli ekki til­kynnt. Það er mjög al­var­legt. Þegar svona kem­ur fyr­ir þá ber viðkom­andi stofn­un eða fyr­ir­tæki að til­kynna það strax til heil­brigðis­eft­ir­lits og annarra aðila eins og stjórn­ar veiðifé­lags­ins. Þetta var ekki gert.“

Hrafn­kell seg­ir að það hafi verið at­hug­ull úti­vist­armaður sem var á ferli sem tók eft­ir dauðum fisk­um í gær­kvöldi. „Við veiðirétt­ar­haf­ar lít­um þetta mjög al­var­leg­um aug­um. Við mun­um taka þetta sér­stak­lega fyr­ir á okk­ar vett­vangi.

Seiðin sem þeir fundu voru þar sem straumlag var hægara.
Seiðin sem þeir fundu voru þar sem straum­lag var hæg­ara. Ljós­mynd/​Hrafn­kell Karls­son

Þétt­býlið í Hvera­gerði hef­ur gengið mjög hart að ánni. Við vor­um mjög ánægðir þegar þriggja þrepa hreins­un­ar­stöð var sett upp árið 2002. Síðan hafa af­köst henn­ar verið auk­in en alls ekki í takt við þá fjölg­un sem hef­ur orðið í bæn­um. Það hef­ur ekk­ert verið hugsað til framtíðar og þeir hafa flotið sof­andi að feigðarósi.

Þetta er þriðja árið sem við verðum að loka á veiði í ánni vegna meng­un­ar. Þeir tala um að vera bún­ir að leysa þetta fyr­ir veiðitíma­bilið 2026, en það verður alls ekki miðað við þær fjár­hæðir sem verið er að tala um, þó að bær­inn hafi fengið vil­yrði um styrk frá Evr­ópu­sam­band­inu upp á tvö til þrjú hundruð millj­ón­ir.

Sár og leiður

Svo kem­ur þetta ofan á allt annað. Ég segi það nú bara sem veiðirétt­ar­hafi þá er bara mæl­ir­inn full­ur. Þetta geng­ur ekki leng­ur. Ég ótt­ast að það sem við sáum í dag hafi bara verið topp­ur­inn á ís­jak­an­um. Maður verður svo sár og leiður að sjá horfa upp á þetta,“ sagði Hrafn­kell.

Beno­ný Jóns­son, líf­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un á Sel­fossi fór á staðinn í dag og kannaði aðstæður. Hann sagði að þeir hefðu skoðað ána frá Reykja­fossi og niður að bæn­um Þúfu. Ekki sam­fellt en skoðað á nokkr­um stöðum. Þeir fundu dauða fiska frá út­rennsl­inu af sund­laug­inni og niður að skólp­hreins­istöðinni sem er aðeins fyr­ir neðan þjóðveg.

Beno­ný vildi ekki slá neinu föstu um um­fang fiska­dauða eða ástæðu en taldi ljóst að fisk­ur­inn hefði drep­ist af völd­um eitr­un­ar. Hann sagði þó að telja mætti lík­legt að stóri sjó­birt­ing­ur­inn hefði verið kom­inn neðar í ána og því að öll­um lík­ind­um sloppið að mestu. Hafi verið um klór að ræða þá þynn­ist hann út þegar neðar dreg­ur.

„Við hvetj­um fólk til þess að hafa sam­band ef það er á ferli við ána og sér dauða fiska. All­ar slík­ar upp­lýs­ing­ar eru vel þegn­ar,“ sagði Beno­ný.

Við síðasta slys 2007 mátti meta áhrif­in frá sund­laugar­út­fall­inu og al­veg niður að þjóðvegi. Við skoðun á aðstæðum í dag bar mest á dauðum seiðum um fjög­ur til fimm hundruð metr­um neðan við út­fallið. Hér að neðan er link­ur á frétt mbl.is um málið.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert