Gen Haffjarðarárlax fryst til framtíðar

Óttar Yngvason greinir frá því hvernig stóra slysasleppingin á frjóum …
Óttar Yngvason greinir frá því hvernig stóra slysasleppingin á frjóum norskum laxi úr sjókvíum varð til þess að hann er að byggja upp erfðabanka. Óttar er í ítarlegu viðtali í Veiði XIV sem kom út í gær. Ljósmynd/Veiðihornið

Óttar Yngva­son, lögmaður og laxveiðibóndi við Haffjarðará hef­ur gripið til þess ráðs að taka svil úr villt­um laxi ár­inn­ar og hafa þau verið fryst til framtíðar við al­k­ul, eða 190 gráður í mín­us. Óttar stefn­ir að því að taka sýni fimm ár í röð, eða sem nem­ur ein­um kyn­slóðahring í Haffjarðará. Hann stefn­ir að því að sýn­in verði geymd í þrem­ur heims­álf­um.

Þetta kem­ur fram í ný­út­komnu tíma­riti Veiðihorns­ins í Síðumúla, Veiði XIV.

„Aðgerðir sem við fór­um í, í sam­starfi við okk­ar fiski­fræðinga, var að fara um haustið þó að seint væri og taka laxa til að ná í svil. Það gekk vel og við tók­um sam­tals um tutt­ugu laxa á þrem­ur stöðum í ánni, til að fá breidd úr stofn­in­um. Það voru tek­in svil úr þess­um fisk­um og hver og einn skráður og svil­in voru fryst niður í mín­us 190 gráður. Þannig að þau eru í al­kuli. Það voru tek­in tutt­ugu sýni úr hverj­um fiski. Enda fer ekki mikið fyr­ir hverju sýni. Svil­in eru fryst í plaströr­um sem eru hálf­ur milli­metri í þver­mál. Þetta var allt gert hjá öðlingn­um Svein­birni Eyj­ólfs­syni á Hvann­eyri, þar sem nauta­sæði er fryst og geymt.

Óttar ætlar ekki bara að bíða og sjá hvað gerist. …
Óttar ætl­ar ekki bara að bíða og sjá hvað ger­ist. Hann hef­ur látið frysta svil til framtíðar. Örkin hans Ótt­ars er á Hvann­eyri en hann stefn­ir að því að svil­in verði geymd í þrem­ur heims­álf­um. Ljós­mynd/​Veiðihornið

Við höf­um nú gert þetta tvö ár í röð og geng­um að sjálf­sögðu úr skugga um að þetta væri villt­ur ís­lensk­ur lax. Við erum kom­in með tveggja ára sett og við horf­um til þess að hafi klak­ist út erfðablönduð seiði, þá eru þau í ánni þrjú ár að minnsta kosti og jafn­vel fjög­ur. Svo ganga þau til sjáv­ar og koma aft­ur í ána eft­ir eitt til tvö ár til hrygn­ing­ar. Þannig að þetta eru vænt­an­lega fimm ár eft­ir að al­var­leg erfðablönd­un verður. Með svilja­tök­unni erum við að tryggja að til sé erfðaefni af upp­runa­lega stofn­in­um. Það er reynd­ar ekki hægt að frysta hrogn­in því að þau springa við fryst­ing­una,“ seg­ir Óttar í viðtal­inu. Hann bæt­ir því svo við síðar að til standi að halda þessu áfram næstu þrjú ár þannig að fimm sett verði til reiðu fari illa.

María og Óli voru afar ánægð og stolt, enda mikil …
María og Óli voru afar ánægð og stolt, enda mik­il vinna að baki að koma 124 síðna tíma­riti út. Hér er fyrsta ein­tak­inu flett í gær í Síðumúl­an­um. Ljós­mynd/​Sporðaköst

Kveikj­an að þessu var stóra slysaslepp­ing­in sem varð haustið 2023. Hann ætlaði ekki bara að sitja hjá með hend­ur í skauti og vona það besta. Komi til þess að nota þurfi svil­in í framtíðinni þarf að finna sem bestu hrygn­urn­ar á móti. Óttar viður­kenn­ir að komi til þess að þessi ör­ygg­is­svil verði notuð verður það vænt­an­lega löngu eft­ir hans tíð. En hér er kom­in trygg­ing til að stofn­inn glat­ist ekki.

Hvaða veiðistaður og hversu marg­ir lax­ar?

Og þá aft­ur að tíma­rit­inu. Það er hið glæsi­leg­asta og efn­is­mikið. Ólíkt svo flest­um tíma­rit­um ligg­ur blaðið frammi í versl­un Veiðihorns­ins og er vorglaðning­ur til viðskipta­vina. Forsíðumynd blaðsins er eft­ir verðlauna­ljós­mynd­ar­ann Golla, Kjart­an Þor­björns­son. Hvaða veiðistað er um að ræða og hvað sérðu marga laxa?

Í til­efni af út­komu blaðsins og þeirri staðreynd að vorið er nán­ast að flýta sér að taka við af vetri, jú og vor­veiðin er kom­in á fullt þá verður Veiðihornið opið alla helg­ina og hægt að nálg­ast blaðið þar fyr­ir áhuga­sama. Nú eða kíkja á vortil­boðin sem Óli og María montuðu sig af í gær þegar þau voru að stafla blaðinu í búðinni.

Katka Svagrova, heimsmeistari í fluguveiði og leiðsögumaður í Laxá í …
Kat­ka Svagrova, heims­meist­ari í flugu­veiði og leiðsögumaður í Laxá í Kjós hef­ur veitt heim­inn síðustu ár. Hún lít­ur á Ísland sem sitt annað heim­ili. Ljós­mynd/​Veiðihornið

Meðal efn­is er viðtal við Áka Ármann formann SKOTVÍS, mak­ríld­rottn­ing­una fyrr­ver­andi, Örn sil­unga­hvísl­ara, Hafliða gæsa­bónda, Kötku að veiða heim­inn, spenn­andi áfangastaðir í veiði víða um heim og síðast en ekki síst: upp­lýst er hvenær lax­inn mæt­ir.

Veiðihornið er sam­starfsaðili Sporðak­asta
mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert