Fordómar, vanmat og viðmiðunarlaus bönn

Áki Ármann Jónsson formaður SKOTVÍS segir fordóma í garð skotveiðimanna …
Áki Ármann Jónsson formaður SKOTVÍS segir fordóma í garð skotveiðimanna lifa góðu lífi. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Fé­lög­um í Skot­veiðifé­lagi Íslands, SKOTVÍS hef­ur fjölgað gríðarlega hin seinni ár. Árið 2018 var fé­laga­fjöld­inn um þúsund manns en er í dag kom­inn yfir þrjú þúsund. Með þess­ari aukn­ingu hef­ur fé­lagið eflst og hags­muna­bar­átt­an skilað meiri ár­angri.

Í dag eru um 55% virkra skot­veiðimanna aðilar að fé­lag­inu. Áki Ármann Jóns­son er í ít­ar­legu viðtali í ný­út­komnu tíma­riti Veiðihorns­ins, Veiði XIV þar sem hann fer yfir sviðið. Fé­laga­aukn­ing er eitt­hvað sem Áki horf­ir til sem merki um ár­ang­ur. En hann og stjórn SKOTVÍS stefna hærra. Mark­miðið er að ná um 80% skot­veiðimanna inn í fé­lagið, en það er hlut­fallið sem þekk­ist víða í ná­granna­lönd­un­um.

Í Veiði XIV ræðir Áki mörg þeirra mála sem brenna á skot­veiðimönn­um. Hann ger­ir að um­tals­efni hvernig mörg til­vik hafi komið upp þar sem aðilar sem ekk­ert hafa að gera með veiðistjórn­un ætli sér að ráðskast með slíka hluti. Slík­ar til­raun­ir hef­ur SKOTVÍS hrakið oft­ar en einu sinni. Hann er í fram­haldi af því og umræðu um hvernig stjórn­mál­in hafa höndlað veiðimál spurður hvernig standi á þess­ari fram­komu. Hann svar­ar:

Formaður SKOTVÍS fer yfir fjölmarga hluti í ítarlegu viðtali í …
Formaður SKOTVÍS fer yfir fjöl­marga hluti í ít­ar­legu viðtali í Veiði XIV, tíma­riti Veiðihorns­ins. Ljós­mynd/​Veiðihornið

„Það eru ein­fald­lega for­dóm­ar í okk­ar garð. For­dóm­ar í garð veiði og veiðimanna er því miður mjög víða að finna. Sjálf­bær­ar veiðar eru af hinu góða og mik­il­væg­ar. En við sjá­um þetta svo víða. Það er stöðugt verið að skipta fólki upp í fylk­ing­ar og flokka. Marg­ir virðast trúa því að ef þú ert veiðimaður þá hljót­ir þú að vera dýra­hat­ari og ekki nátt­úru­vernd­arsinni. Þetta er fás­inna. All­ir veiðimenn sem ég þekki hafa ekki gam­an af því að drepa dýr en finnst gam­an að veiða og borða og njóta. Það að vera að búa til ein­hverja vondukalla ímynd af veiðimönn­um er óá­sætt­an­legt.“

Lyga­f­rétt í The In­depend­ent ekki leiðrétt

Áki nefn­ir fjöl­miðla sem dæmi þar sem hon­um finnst vinnu­brögðin mjög lé­leg og sér­stak­lega þegar kem­ur að skot­veiði og veiðimönn­um al­mennt. „Gott dæmi er þegar In­depend­ent í Bretlandi birti fregn­ir af því að þúsund­ir breskra veiðimanna færu til Íslands að skjóta lunda og flyttu út tugþúsund­ir upp­stoppaðra lunda til að selja. Það var hringt í mig frá FACE sem eru Evr­ópu­sam­tök veiðimanna. Ég var spurður hvort þetta væri rétt. Ég út­skýrði fyr­ir þeim að þetta væri al­ger vit­leysa og ætti ekki við nein rök að styðjast. Ég hafði svo sam­band við In­depend­ent og benti þeim á að þetta væri bara til­bún­ing­ur. Svo hafði sam­band við mig blaðamaður frá Times til að spyrja út í þetta. Sá aðili ætlaði að birta frétt og reka vit­leys­una ofan í In­depend­ent. Þetta var um versl­un­ar­manna­helgi og ekki náðist í neinn form­leg­an aðila á Íslandi þannig að þá varð ekk­ert úr þessu. Eft­ir helg­ina var momentið ein­hvern veg­in búið. Ég sendi samt skjöl og gögn á In­depend­ent og bað þá um að leiðrétta og draga frétt­ina til baka. Nei. Það var ekki hægt af því að frétt­in hafi fengið svo marga smelli og hafði skapað svo mikla umræðu.“

Framvarðarsveit SKOTVÍS. Jón Víðir Hauksson, varaformaður, Áki Ármann Jónsson, formaður …
Fram­varðarsveit SKOTVÍS. Jón Víðir Hauks­son, vara­formaður, Áki Ármann Jóns­son, formaður og Dagný Rut Kjart­ans­dótt­ir, meðstjórn­andi. Ljós­mynd/​SKOTVÍS

Áki seg­ir að því miður sé þetta sá veru­leiki sem veiðimenn búi við þó svo að veiðimenn séu þversk­urður af sam­fé­lag­inu. Pabb­ar, mömm­ur, afar, ömm­ur, bræður, syst­ur, syn­ir og dæt­ur stunda skot­veiði.

Grá­gæs­in lík­lega van­met­in

Í viðtal­inu í Veiði XIV fer Áki yfir stöðu hinna ýmsu fugla­stofna sem nytjaðir eru á Íslandi. Hann bend­ir á grá­gæs­ina og er ekki einn um það. Sporðaköst hafa heyrt frá veiðimönn­um og þeim sem til þekkja, svipaða umræðu. Áki seg­ir:

„Taln­ing­ar á grá­gæs klikkuðu í Covid og niðurstaðan var að stofn­inn væri mjög lít­ill. Alþjóðlegt sam­ráð leiddi til þess að við vor­um beðnir um að draga mjög úr veiðum, í sam­vinnu við Íra og Breta. Þar af leiðandi var ráðist í sölu­bann á grá­gæs. Það átti líka að stytta veiðitím­ann en við lögðumst gegn því fyrst og fremst vegna þess að þá hefðum við ekki getað metið áhrif sölu­banns­ins ef gripið hefði verið til tveggja aðgerða á sama tíma. Ráðherra féllst á þau rök og setti bara á sölu­bann. Við það dró snar­lega úr veiðum. Við telj­um að stofn­inn hafi verið stór­lega van­met­inn á þess­um tíma. Það kem­ur í ljós fljót­lega hvort það sé rétt.“

Þorir eng­inn af aflétta bönn­um

Eft­ir að hafa farið yfir helstu nytja­stofna bend­ir Áki að bönn eru sett á en án þess að hafa ein­hver viðmið hvað taki við ef hlut­ir breyt­ast.

„Vanda­málið hér á Íslandi er að við setj­um á bönn en það fylgja aldrei nein viðmið. Hvenær má byrja aft­ur að veiða? Það eru bara sett á bönn en ekki hugað að neinu viðmiði. Af hverju settu menn ekki eitt­hvert viðmið varðandi sölu­bann á grá­gæs. Ef stofn­inn fer yfir ákveðna stærð, þá má aft­ur byrja að selja hana. Nei. Það er bara sett á bann. Svo þorir aldrei neinn að taka ákvörðun­ina um að bann­inu skuli aflétt. Þess vegna er svo mik­il­vægt að hafa fengið stjórn­un­ar- og verndaráætl­un um rjúp­una. Þar eru viðmið í kerf­inu.“

Veiði XIV er tíma­rit Veiðihorns­ins og þar er hægt að nálg­ast blaðið en opið er í Síðumúl­an­um í dag.

Veiðihornið er sam­starfsaðili Sporðak­asta.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert