Gæðunum verulega misskipt í vorveiðinni

Guðmundur Birgisson með 91 sentímetra birting úr Tungulæk í morgun. …
Guðmundur Birgisson með 91 sentímetra birting úr Tungulæk í morgun. Sá stærsti til þessa þar á bæ, það sem af er veiðitímabilinu. Ljósmynd/Theodór K. Erlingsson

Eins og oft áður hef­ur gæðunum verið af­skap­lega mis­skipt í sjó­birt­ingsveiðinni á fyrstu dög­um veiðitím­ans. Mun­ur­inn nú er þó meiri en oft áður þegar kem­ur að fjölda fiska. Tungu­læk­ur er enn og aft­ur með af­bragðsveiði að vori. Þar voru á há­degi í dag komn­ir í bók 326 birt­ing­ar og það á þrjár stang­ir á átta og hálf­um degi. Það læt­ur nærri að vera þrett­án fisk­ar á stöng á dag og það er hlut­fall sem þykir gott hvar sem er í heim­in­um.

Veiðin í Geir­landsá byrjaði af krafti og opn­un­ar­hollið var með góða veiði. Vatna­mót­in hafa verið að gefa hörku veiði síðustu daga eft­ir að eng­inn fisk­ur var skráður þar fyrstu dag­ana, hver sem ástæðan kann að vera fyr­ir því.

Ef við horf­um til Eld­vatns­ins og Tungufljóts þá er byrj­un­in þar mjög ró­leg. Sér­stak­lega í Eld­vatn­inu í Meðallandi. Ein­ung­is 33 sjó­birt­ing­ar eru bókaðir þar fyrstu átta dag­ana. Miðað við sex stang­ir í átta daga nær það ekki fiski á dag á stöng. Vissu­lega spil­ar margt inn í og enn get­ur veiðin glæðst. Óvenju mild­ur mars og apríl get­ur líka haft áhrif og fisk­ur­inn verið kom­inn neðarlega í vatna­kerfið.

Tungufljót er að sama skapi mik­ill eft­ir­bát­ur Tungu­lækj­ar. Þar var í gær­kvöldi búið að bóka ríf­lega átta­tíu fiska. Það læt­ur nærri að gefa veiði upp á 2,5 fiska á dags­stöng­ina.

Eft­ir því sem Sporðaköst kom­ast næst er veiðin í Geir­landsá í kring­um 180 fisk­ar sem er þá mun betri veiði en bæði í Tungufljóti og Eld­vatni, en langt á eft­ir Tungu­læk sem virðist enn og aft­ur í sér­flokki þegar kem­ur að vor­veiði. En þetta er staðan í dag og hún get­ur hæg­lega tekið breyt­ing­um þegar líður á mánuðinn.

Dag­arn­ir í Tungu­læk hafa verið mjög mis­jafn­ir. Opn­un­ar­dag­ur­inn gaf 69 fiska en afla­hæsti dag­ur­inn til þessa var 4. apríl með sam­tals 72 birt­inga. Svo hafa komið ró­legri dag­ar og til að mynda í gær veidd­ust aðeins fimm birt­ing­ar. En svo er þetta spurn­ing um magn eða gæði. Þannig veidd­ist 91 sentí­metra birt­ing­ur í Hol­unni í morg­un. Sá stærsti til þessa í Tungu­læk og einn af þrem­ur stærstu birt­ing­um í byrj­un veiðitím­ans, sem við vit­um um. Guðmund­ur Birg­is­son fékk hann á Green Dumm sem virðist vera rík­is­flug­an í Tungu­læk. Af ríf­lega þrjú hundruð fisk­um hafa 125 tekið Green Dumm.

Stærsti fisk­ur­inn til þessa veidd­ist í Tungufljóti og skráður 100 sentí­metr­ar þó að ekki sé um staðfesta mæl­ingu að ræða. Þá hafa veiðst tveir 91 sentí­metra fisk­ar, ann­ar í Tungu­læk og hinn í Eyja­fjarðará.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert