Hundrað fiska holl í Vatnamótunum

Páll Gísli Jónsson tók þennan á Dímon í Vatnamótunum. Mældist …
Páll Gísli Jónsson tók þennan á Dímon í Vatnamótunum. Mældist 74 sentímetrar. Páll segir að aðstæður hafi verið hreint úr sagt frábærar. Þeir hafa veitt þarna árum saman og séð allar útgáfur. Ljósmynd/PGJ

Hóp­ur sem lauk veiðum í Vatna­mót­un­um á há­degi í dag gerði hreint út sagt frá­bæra veiði. Þegar upp var staðið lönduðu fé­lag­arn­ir 106 birt­ing­um á tveim­ur veiðidög­um.

Páll Gísli Jóns­son var einn þeirra sem var við veiðar í holl­inu. „Þetta var al­veg magnað. Mikið af fiski og við vor­um að finna hann út um allt. Feng­um nátt­úru­lega frá­bært veður og þetta voru magnaðir dag­ar. Þetta er mikið labb og maður er að leita að álum til að kasta á. Ég per­sónu­lega fíla svo­leiðis veiðiskap,“ sagði Páll í sam­tali við Sporðaköst.

Ólafur Þórir með 85 sentímetra birting. Þessi var stærsti í …
Ólaf­ur Þórir með 85 sentí­metra birt­ing. Þessi var stærsti í holl­inu. Ljós­mynd/​PGJ

Hollið á und­an þeim fé­lög­um gerði líka góða veiði en ekk­ert hafði verið bókað eft­ir fyrstu dag­ana. Páll vissi ekki hvort að menn hefðu ekki haft tíma til að skrá eða hrein­lega eng­in verið að veiða.

Fisk­ur­inn sem þeir fé­lag­ar fengu var mikið í kring­um fimm­tíu til sex­tíu sentí­metr­ar en líka gott hlut­fall af birt­ingi sem var á bil­inu 74 og upp í 85 sentí­metr­ar.

Mikið af fiskinum var í kringum sextíu sentímetrar. Eiður Ingvarsson …
Mikið af fisk­in­um var í kring­um sex­tíu sentí­metr­ar. Eiður Ingvars­son er hér með einn slík­an. Ljós­mynd/​PGJ

„Við vor­um að fá þetta á allskon­ar. Best var að virka fyr­ir mig hvítt og silf­ur. Dím­on var að gefa mér vel. Já ég hugsa að ég hafi fengið mest á hana. Svo voru menn að fá á Dýr­bít og ým­is­legt. Það var fisk­ur úti um allt. Við höf­um veitt þarna í mörg ár og oft hef­ur fisk­ur­inn verið á þrem­ur til fjór­um stöðum. Núna var hann úti um allt. Efst upp frá og niður úr öllu.“ upp­lýsti Páll.

Aðstæður voru eins góðar og hægt er að hugsa sér. Þeir fengu milt veður og skýjað. Oft hef­ur frost bitið á þess­um tíma og snjór verið mik­ill. „Það var svo sann­ar­lega vor í lofti fyr­ir aust­an,“ sagði Páll að lok­um.

Veitt er á fimm stang­ir í Vatna­mót­un­um

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert