Tæp 10% laxa skiptu um á síðsumars

Denni, eða Sveinn Björnsson að merkja og föndra með laxfiska …
Denni, eða Sveinn Björnsson að merkja og föndra með laxfiska síðasta sumar. Merkingar þeirra félaga í rannsóknarteymi Six Rivers Iceland hafa skilað áhugaverðum upplýsingum. Ljósmynd/SRI

Staðfest hef­ur verið meira flakk laxa á milli veiðiáa en al­mennt hef­ur verið talið. Hér er um ræða rann­sókn­ir í ám Six Ri­vers Ice­land sem leig­ir og rek­ur laxveiðiár á Norðaust­ur­horn­inu.

Merkt­ir voru 404 lax­ar með slöngu­merkj­um. Hver á var með sinn lit á slöngu­merkj­um. Þessi merki gáfu sér­lega áhuga­verða niður­stöðu. Ef við skoðum fyrst end­ur­veiðina þá voru merkt­ir 178 lax­ar í Selá í Vopnafirði. 42 þeirra eða 25% end­ur­veidd­ust og fjór­um var landað þris­var. Í Hofsá voru merkt­ir 137 lax­ar og 30 eða 24% end­ur­veidd­ust. Tveim­ur var svo landað í þriðja skiptið. Í Hafralónsá voru 42 fisk­ar merkt­ir með slöngu­merkj­um og 8 þeirra, eða 18% veidd­ust aft­ur. Ein­um úr þess­um hópi var svo landað í þriðja skipti.

Stefán Hrafnsson starfsmaður Six Rivers Iceland og einn úr rannsóknarteyminu. …
Stefán Hrafns­son starfsmaður Six Ri­vers Ice­land og einn úr rann­sókn­art­eym­inu. Hér upp­lýs­ir hann fund­ar­gesti á opn­um fundi fyr­ir land­eig­end­ur og áhuga­menn, sem hald­inn var í Vopnafirði í lok mars. Ljós­mynd/​Sporðaköst

En þá kannski að því sem kom mest á óvart og það var flakkið á milli áa. Rétt er að ít­reka að sér­stak­ur lit­ur slöngu­merkja var notaður fyr­ir hverja á. Þannig að ekki fór á milli mála þegar fisk­ur veidd­ist með slöngu­merki í hvaða á hann hafði verið merkt­ur. Þannig veidd­ust þrír lax­ar sem voru merkt­ir í Selá í öðrum ám. Tveir þeirra veidd­ust í Hofsá, þar sem ekki er langt á milli ósa þeirra áa. En svo var einn sem skipti um skoðun og gekk niður úr Selá í sjó á nýj­an leik og synti norður fyr­ir Langa­nes og upp í Hafralónsá.

Flakkið á milli ársvæða. Eins og sjá má er hver …
Flakkið á milli ár­svæða. Eins og sjá má er hver á með sinn lit. Það leyndi sér því ekki þegar lax með grænt slöngu­merki úr Selá veidd­ist í Hafralónsá, þar sem ein­göngu voru notuð rauð merki. Flakkið er talið vera hátt í tíu pró­sent. Ljós­mynd/​SRI

Einn lax sem merkt­ur var í Hofsá veidd­ist á nýj­an leik í Hafralónsá. Sá hafði líka farið fyr­ir Langa­nesið. En Hafralónsá var greini­lega ekki það himna­ríki sem sum­ir fisk­ar héldu því einn lax slöngu­merkt­ur í Hafralónsá veidd­ist í Hofsá.

Stefán Hrafns­son, leiðsögumaður, ásamt þeim Sveini „Denna“ Björns­syni og hinum danska vís­inda­manni, Rasmus Lauridsen sem jafn­framt er rann­sókna­stjóri Six Ri­vers Ice­land, hafa haft veg og vanda að þeim rann­sókn­um sem SRI hef­ur stundað með merk­ing­um.

Rasmus Lauridsen, rannsóknarstjóri SRI við vinnu sína á heiðum uppi. …
Rasmus Lauridsen, rann­sókn­ar­stjóri SRI við vinnu sína á heiðum uppi. Um­fangs­mikl­ar rann­sókn­ir hafa farið fram á veg­um fé­lags­ins og þeim á að halda áfram. Ljós­mynd/​SRI

Stefán Hrafns­son kynnti þess­ar niður­stöður á opn­um land­eig­enda­fundi sem hald­inn var í Vopnafirði í lok mars­mánaðar. Þegar horft er til flakks­ins þá end­ur­veidd­ust 89 af 404 slöngu­merkt­um löx­um á svæði SRI. Átta þeirra, eða 9% veidd­ust í öðrum ám en þeir voru merkt­ir í. Sagði Stefán i sinni kynn­ingu að ef horft væri til þess að um þrjú þúsund lax­ar gengju upp í ár fé­lags­ins þá jafn­gilti það því að 270 lax­ar flökkuðu milli áa á svæðinu. Þá bætti Stefán við að það hefðu líka verið fisk­ar með radíó­merki sem þeir stóðu að þess­um bú­ferla­flutn­ing­um. Bæta á í við þess­ar rann­sókn­ir í sum­ar til að sjá bet­ur hversu al­gengt þetta flakk milli áa er.

Góð mæting var á upplýsingafundinn sem haldinn var í Vopnafirði. …
Góð mæt­ing var á upp­lýs­inga­fund­inn sem hald­inn var í Vopnafirði. Land­eig­end­ur á Norðaust­ur­horn­inu mættu og einnig áhuga­fólk um fiska og líf­ríki. Ljós­mynd/​Sporðaköst

Þetta er af­skap­lega fróðlegt og ekki síst í ljósi þess að mikið er rætt um rat­vísi lax­ins. Stund­um er jafn­vel talað um þef­skyn lax­ins. Ef við skoðun bet­ur mynd­ina sem sýn­ir hvernig lax­ar flökkuðu milli áa þá er ljóst að upp­tök þess­ara áa er allt á mjög af­mörkuðu svæði. Kannski bara nokk­ur hundruð metr­ar sem skil­ur á milli hvort bráðinn snjór úr sama fjalli rat­ar í þessa eða hina ána. Svo kunna að vera aðrar ástæður fyr­ir þessu flakki. En það kem­ur sjálfsagt mörg­um á óvart að lax sem hef­ur aðlag­ast fersku vatni skuli ganga aft­ur í salt­an sjó og synda um lang­an veg fyr­ir Langa­nes.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert