Myndband: „Ótrúlegt að dýrið lifði af“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:24
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:24
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Lax sem veidd­ist í Selá í fyrra var nán­ast skor­inn í sund­ur, eft­ir að hafa, að því er virðist synt inn í plast­hring sem seiði. Hring­ur­inn sat fast­ur við bak­ugg­ann og eft­ir því sem lax­inn stækkaði þrengdi hring­ur­inn meira og meira að hon­um. Að end­ingu hafði hring­ur­inn skorist svo langt inn í holdið að svöðusár myndaðist á fisk­in­um. Þessi lax var veidd­ur í Lang­hyl í Selá, sem er næst neðsti veiðistaður­inn í ánni. Hann var ný­geng­inn úr sjó og ákvað leiðsögumaður­inn sem var Stefán Hrafns­son að leyfa lax­in­um að njóta vaf­ans og var hon­um sleppt. Viður­kenn­ir Stefán í sam­tali við Sporðaköst að hann hafi haft mikl­ar efa­semd­ir um að lax­inn myndi lifa af. Stefán klippti plast­hring­inn af lax­in­um. Er greini­lega um að ræða inn­sigl­is­hring á ein­hvers kon­ar olíu­brúsa. Að lok­um merkti hann lax­inn með grænu slöngu­merki. Bara ef svo kynni að fara að hann lifði.

Laxinn kominn í háfinn í klakveiði. Örið er mikið eftir …
Lax­inn kom­inn í háfinn í kla­kveiði. Örið er mikið eft­ir svöðusárið. Plast­merkið tek­ur líka af all­an vafa um að þetta er sami lax­inn. Ljós­mynd/​Hugó Bend­er

Leið og beið og sum­arið kláraðist og haustið var tekið við. Kla­kveiði í Selá er býsna um­fangs­mik­il. Sækja þarf tölu­vert mikið magn af fiski vegna þeirra aðgerða sem ráðist er í til að stækka búsvæði. Hrogn eru graf­in í hliðarlækj­um þar sem lax­inn hef­ur ekki hrygnt og einnig eru flutt­ir lif­andi lax­ar langt upp með vatna­kerf­inu. Nokkr­um af þess­um löx­um hef­ur meðal ann­ars verið sleppt í Hrútá sem er ein af hliðarám Selár og erum við þá kom­in mjög langt frá sjó.

Plasthringurinn sem laxinn hefur líkast til synt inn í og …
Plast­hring­ur­inn sem lax­inn hef­ur lík­ast til synt inn í og skarst meira og meira inn í hold hans eft­ir því sem hann stækkaði. Stefán klippti hring­inn af hon­um og sleppti lax­in­um. Ljós­mynd/​Stefán Hrafns­son

Jón Hugó Bend­er, leiðsögumaður var að veiða í klak þann 10. sept­em­ber. Hann var stadd­ur á Bryggj­um sem er veiðistaður nokkuð fyr­ir ofan Selár­foss. Hugó setti í fín­an fisk sem barðist kröft­ug­lega. Hugó náði hon­um í háfinn og þá blasti við hon­um áhuga­verð sjón. Lax með gróið ör um sig miðjan. Hugó hafði séð mynd­bandið hjá Stefáni og áttaði sig strax á því að þetta var hinn stór­skaddaði lax sem hafði veiðst í Lang­hyl í júlí. Græna slöngu­merkið tók svo af all­an vafa. „Mér fannst þetta al­veg magnað. Ég ákvað að þessi fisk­ur færi ekki í kistu. Hann fengi frelsi eft­ir að hafa lifað þess­ar hremm­ing­ar af. Þetta var bara vin­ur. Þannig að hann fór aft­ur út í,“ sagði Hugó í sam­tali við Sporðaköst. Hér að neðan er mynd­band þar sem Hugó land­ar lax­in­um.

Þessi fisk­ur hef­ur án efa tekið tekið þátt í hrygn­ingu enda var hraust­ur og ekki að sjá að þetta mikla svöðusár sem hann hafði fengið væri að há hon­um nokkuð. „Ótrú­legt að dýrið lifði af,“ sagði Hugó þegar hann fór yfir þessa sögu með Stefáni í sam­tali við Sporðaköst. Þessi lax fékk að njóta vaf­ans og kannski geymdi hann dýr­mætt erfðaefni sem mun áfram nýt­ast Selá og kom­andi kyn­slóðum.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert