„Ekki má sleppa veiddum fiski“

Unadalsá rennur um Unadal og á ós á Hofsósi. Áin …
Unadalsá rennur um Unadal og á ós á Hofsósi. Áin er í útboði og nýr leigutaki tekur væntanlega við í sumar. Ljósmynd/Angling

„Ekki má sleppa veidd­um fiski.“ Svona hljóðar eitt af þeim atriðum sem sett er fram í útboðslýs­ingu á veiðirétti í Una­dalsá (Hofsá) í Skagaf­irði. Hjör­leif­ur Jó­hann­es­son formaður veiðifé­lags­ins staðfest­ir þetta og seg­ist ekki líta á veiða og sleppa sem veiðiskap. 

Una­dalsá er fyrst og fremst bleikjuá og er nú aug­lýst eft­ir til­boðum í veiðirétt til fimm ára. Frá og með 2025 og út sum­arið 2029. 

Fram kem­ur í útboðslýs­ingu að leyfðar eru þrjár stang­ir og ein­ung­is er heim­ilt að veiða á flugu með flugu­stöng nema sér­stak­lega sé samið um annað.

En að ekki megi sleppa veidd­um fiski er ný­mæli, í það minnsta eins langt aft­ur og Sporðaköst muna. „Okk­ur finnst þetta veiða og sleppa bara arg­asta snobb og þetta skil­ar engu. Það eru til töl­ur sem sýna það að þetta skil­ar engu til dæm­is til fjölg­un­ar á fiski,“ sagði Hjör­leif­ur í sam­tali við Sporðaköst.

Aðspurður hvaða viður­lög liggi við því ef veiðimaður yrði staðinn að því að sleppa fiski, hlær Hjör­leif­ur. „Hann yrði ekki lam­inn. Þarna fyr­ir norðan trú­um við því að menn séu heiðarleg­ir og að orð standi. Ég bý nú á höfuðborg­ar­svæðinu og hef séð að því miður er það hverf­andi eig­in­leiki að menn séu menn orða sinna. En við tök­um ennþá séns á því þarna fyr­ir norðan að menn séu verðugir orða sinna.“

Hjör­leif­ur seg­ir að Una­dalsá sé ein­göngu bleikjuá og að hún gangi í ána í mestu magni síðsum­ars. Þar hafi aldrei veiðst lax svo hann viti til. Ein­hvern tíma hafi verið gerð til­raun með að sleppa laxa­seiðum en áin sé of köld fyr­ir lax­inn. Veiði á hverju ári sé ekki mik­il. Nokkr­ir tug­ir af sjó­bleikju. „Við erum bara í sam­keppni við mink­inn um bleikj­una.“

En þetta er eins­dæmi sem skil­yrði í útboði á veiðiá.

„Okk­ur þarna í sveit­inni finnst veiða og sleppa af­skap­lega hallæris­leg aðferð við að skemmta sér. Menn gætu al­veg eins haft gam­an af því að sparka í hesta,“ seg­ir Hjör­leif­ur.

Ekki var ein­hug­ur í stjórn veiðifé­lags­ins um útboðsskil­mála. Seg­ir Hjör­leif­ur að full­trúa sveit­ar­fé­lags­ins sem á stór­an hlut í ánni, hafi fund­ist þetta af­leitt þegar samþykkt var að taka inn þetta skil­yrði. Hjör­leif­ur seg­ir að full­trúi sveit­ar­fé­lags­ins hafi lýst því yfir að þetta myndi rýra gildi ár­inn­ar. „Ég sagði hon­um að mér væri al­veg sama. Mér væri sama þó að kæmu færri karl­ar í dýr­um vaðstíg­vél­um og stæðu í ánni. Ég vil miklu frek­ar að komi þá færri og reyki fisk­inn eða éti bara beint. Við erum bara risaeðlur eins og þú seg­ir.“

Hjör­leif­ur rifjar upp þegar hann ung­ur maður veiddi Blöndu kol­mó­rauða með þríkrækj­um með föður sín­um. „Það þótti titt­ur ef hann var und­ir fimmtán pund­um. Það var aldrei rætt að sleppa fiski enda var maður orðinn kok­full­ur af reykt­um laxi þegar líða fór að vori.“

Frest­ur til að skila inn til­boðum er til 7. maí og verða þau opnuð á skrif­stofu Lands­sam­bands veiðifé­laga klukk­an 15 þann dag. Hjör­leif­ur seg­ist vita til þess að menn séu að sjóða sam­an til­boð, menn upp á gamla móðinn sem „veiði og éti.“

Una­dalsá renn­ur um Una­dal og í gegn­um Hofsós og á ós skammt sunn­an við höfn­ina á Hofsósi.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert