Sjóbirtingurinn snemma í niðurgöngunni?

Hann er á í Tungulæk, fyrr í mánuðinum. Breskir veiðimenn …
Hann er á í Tungulæk, fyrr í mánuðinum. Breskir veiðimenn gerðu mikla veiði eins og algengt er snemma í apríl í Tungulæk. Veðrið var milt og kom Bretunum í opna skjöldu. Áttu von á snjó og frosti. Ljósmynd/Theodór K. Erlingsson

Það er ró­legt yfir sjó­birt­ingsveiðinni ef marka má töl­ur úr þeim lyk­i­lám sem Sporðaköst fylgj­ast með. Sól­skinið er vissu­lega ekki að hjálpa og sjaldn­ast eiga veiðimenn sam­leið með meg­inþorra þjóðar­inn­ar þegar kem­ur að veðri. Ýmis­legt bend­ir til þess að birt­ing­ur­inn sé snemma í niður­göng­unni.

Tungu­læk­ur hef­ur gefið lang­bestu veiðina eins og alla jafna. Samt er læk­ur­inn mik­ill eft­ir­bát­ur síðasta árs. Nú er búið að landa 458 sjó­birt­ing­um en á sama tíma í fyrra voru þeir 586. Vissu­lega var árið í fyrra það allra besta sem menn hafa séð þar lengi. Allt árið 2024 veidd­ust 1.136 sjó­birt­ing­ar í Tungu­læk sem er al­gert metár miðað við síðustu ár. Þess þá held­ur hefðu menn átt von á áfram­hald­andi moki nú á vor­dög­um. En þá kom­um við að stóru spurn­ing­unni hvort birt­ing­ur­inn hafi verið snemma á ferðinni til sjáv­ar þetta árið. Sama gæti verið uppi á ten­ingn­um í Eld­vatni í Meðallandi. Veiðin þar í apríl er um 25% niður frá því sem var á sama tíma í fyrra. 61 birt­ingi hef­ur verið landað þar en voru komn­ir 85 á land á sama tíma í fyrra og 115 á sama tíma árið 2023. Miðað við veiðibók hef­ur besta veiðin verið neðarlega í Eld­vatn­inu og það styður þá hugs­un að milt vor, eða síðari hluti vetr­ar flýti fyr­ir hon­um og birt­ing­ur­inn haldi fyrr niður. Hins veg­ar er líka spurn­ing hvort veiðin eigi eft­ir að glæðast á nýj­an leik þegar al­vöru vor held­ur inn­reið sína. Áhuga­vert að hugsa til þess að í gær veidd­ist sjó­birt­ing­ur í Fossi og er það einn allra efsti veiðistaður Eld­vatns­ins.

Fallegur geldfiskur úr Tungulæk. Þar er öllum fiski sleppt eins …
Fal­leg­ur geld­fisk­ur úr Tungu­læk. Þar er öll­um fiski sleppt eins og víðast hvar tíðkast í dag þegar kem­ur að sjó­birt­ingi. Þess­ir gætu hist aft­ur síðar. Veiðimaður­inn er Breti sem var heillaður af lækn­um. Ljós­mynd/​Theo­dór K. Erl­ings­son

Svo er það Tungufljót. Þar hef­ur veiðin verið held­ur betri en í fyrra og hafa veiðst þar 135 birt­ing­ar. Það er um tíu pró­sent aukn­ing frá því á sama tíma í fyrra. Svipuð staða er uppi í Tungufljót­inu og Eld­vatni. Allra sterk­ustu staðirn­ir eru Syðri Hólmi og Flögu­bakki og er þeir jafn­framt með allra neðstu stöðum.

Hús­eyj­arkvísl­in er á svipuðu róli og Tungufljótið. Hef­ur gefið aðeins betri veiði en í fyrra. Er í dag í 141 birt­ingi en var á sama tíma í fyrra með 125.

All­ar árn­ar hér að ofan voru á ró­legu nót­un­um í gær. Þannig voru sex birt­ing­ar bókaðir í Tungu­læk, tveir í Eld­vatni, einn á þriðju­dag í Tung­fljóti og þrír á þriðju­dag í Hús­eyj­arkvísl.

Þá er ljóst að kyn­slóðaskipti eru að eiga sér stað í mörg­um þess­ara áa. Það komu ár, eins og 2022 þar sem hreint út sagt ótrú­leg­ur fjöldi sjó­birt­inga yfir níu­tíu sentí­metra veidd­ist. Það haust var svo toppað með 107 sentí­metra tröll­inu sem Stefán P. Jo­nes veiddi í Búr­hyl í Tungufljóti. Það var þriðji birt­ing­ur­inn það haustið í fljót­inu sem náði hundrað sentí­metr­um. Birt­ing­ur­inn í ár er minni og það gæti orðið nokkuð í annað sam­bæri­legt ár og 2022. Hins veg­ar mun það koma aft­ur. Nán­ast all­ar sjó­birt­ings­ár eru með veiða og sleppa og þess­ir fisk­ar verða fjörgaml­ir og líka um leið mjög stór­ir.

For­vitni­legt verður að sjá hvað páska­helg­in ger­ir í þess­um ám, því þær verða full­mannaðar kapps­full­um veiðimönn­um.

At­hygl­is­vert er að kíkja á töl­ur í Litluá í Keldu­hverfi. Í apríl hafa verið færðir til bók­ar þar 114 birt­ing­ar. Á sama tíma í fyrra voru þeir ekki nema 15. Hvað veld­ur er ekki gott að segja. En það er ljóst að sjó­birt­ingi er að fjölga þar mikið og er það í takt við ýms­ar aðrar ár á land­inu, eins og Eyja­fjarðará, svo dæmi sé tekið.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert