Draumafiskur á heimasmíðaðar græjur

Svona lítur draumafiskur út. Urriði úr Minnivallalæk. Veiddur á heimasmíðaða …
Svona lítur draumafiskur út. Urriði úr Minnivallalæk. Veiddur á heimasmíðaða stöng og heimasmíðaða púpu. Ljósmynd/Helga Gísla

Drauma­fisk­ar geta verið svo mafgvís­leg­ir. Oft eru það risa­fisk­ar eða sá stærsti sem viðkom­andi veiðimaður hef­ur landað. Það get­ur líka verið ný teg­und eða, eins og í þessu til­felli, við sér­stak­ar aðstæður. Helga Gísla­dótt­ir veiðikona og ein af kvenna­nefnd­ar­kon­um SVFR veiddi drauma­fisk um helg­ina.

Hann var ekki risa­vax­inn en virki­lega flott­ur fimm­tíu sentí­metra urriði. Það voru hins veg­ar aðstæðurn­ar sem lyftu þess­um fiski upp fyr­ir meðallagið og það hressi­lega. Helga var í góðum veiðihópi að heim­sækja Minni­valla­læk í fyrsta skipti. Aðstæður voru glugga­veður. Sól og bjart en svo þegar út var komið, frek­ar hvasst og kalt.

Helga var meðal ann­ars vopnuð stöng sem hún hafði smíðað sjálf und­ir dyggri hand­leiðslu Júlí­us­ar Guðmunds­son­ar, sem kenn­ir slíka smíð. Stöng­in hafði þegar sannað sig en ekki skilað fiski. Að þessu sinni var und­ir púpa sem Helga hannaði sjálf og kall­ast Moons­hine sem gæti út­lagst sem landi eða heima­brugg. Flug­an á ekk­ert skylt við sjón­varpsþátt­inn Land­ann.

Moonshine púpan í nokkrum afbrigðum. Hefur virkað víða og nú …
Moons­hine púp­an í nokkr­um af­brigðum. Hef­ur virkað víða og nú bætt­ist Minni­valla­læk­ur við. Ljós­mynd/​Helga Gísla

Helga hafði aflað sér allra mögu­legra upp­lýs­inga hjá reynd­um lækj­ar­mönn­um. Öllum bar sam­an um það að Stöðvar­hyl­ur væri besta veðmálið. Með heima­smíðuðu púp­una og stöng­ina var haldið í hyl­inn. Fyrst reyndi hún Moons­hine en án ár­ang­urs. Fleiri púp­ur fóru und­ir en áhug­inn var lít­ill. Eig­in­lega bara eng­inn. Aft­ur fór Moons­hine und­ir, annað af­brigði og að þessu sinni stoppaði lín­an allt í einu. Viðbragð. Urriði hafði tekið púp­una og var ekki sátt­ur. Óð um all­an hyl eins og urriða er siður þegar svona stend­ur á. Helga landaði þess­um fiski og mældi. Slétt­ir fimm­tíu. „Já. Veistu þetta var al­veg svona drauma­fisk­ur. Fyrsti á stöng­ina sem ég smíðaði og tók flugu sem ég hannaði og í fyrsta skipti í þess­ari á. Ég setti í ann­an fisk en missti hann. Svo öskraði á tvo aðra sem voru á ferðinni. En þetta voru erfiðar aðstæður og sér­stak­lega þegar hvessti á okk­ur. En ég var mjög hrif­in af Minni­valla­læk og á ör­ugg­lega eft­ir að fara þarna aft­ur,“ upp­lýsti Helga í sam­tali við Sporðaköst.

Moons­hine hef­ur vissu­lega gefið fiska áður, bæði urriða í Laxár­dal og bleikj­ur í veiðivötn­um en þetta var sá fyrsti sem kom á land á stöng­ina.

Frek­ar ró­leg veiði hef­ur verið í Minni­valla­læk í apríl. 21 urriði er færður til bók­ar og ein bleikja. Eng­inn regn­bogi hef­ur veiðst í ár. Eins og svo oft áður er Stöðvar­hyl­ur­inn sá staður sem hef­ur gefið flesta fiska eða níu sam­tals.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert