„Nú er lag en þetta er klikkuð þolinmæði“

Þolinmæði er leynivopnið og finna rétta staðinn þar sem fiskur …
Þolinmæði er leynivopnið og finna rétta staðinn þar sem fiskur er að vaka. Hrafn með einn af fiskum gærdagsins. Ljósmynd/Hrafn Ágústsson

Nú er lag í Elliðavatni. Topp­flug­an er að klekj­ast út og mun það ástand vara næstu daga og jafn­vel vik­ur. Hrafn Ágústs­son ann­ar af Cadd­is­bræðrum var við veiðar í vatn­inu í gær, á sjálf­an plokk­dag­inn og veiddi á flugu sem hnýtt var úr rusli.

Ef þú ert einn af þeim veiðimönn­um sem átt erfitt með að fá fisk í Elliðavatni, eins og er með rit­stjóra Sporðak­asta þá er nú lag. Hrafn Ágústs­son landaði níu urriðum í gær og öll­um á þurrflugu. Hann var með litla cdc Shipman buzzer und­ir. „Já. Næstu dag­ar gætu orðið góðir. Topp­flug­an er að klekj­ast og urriðinn er að éta hana. En þetta er klikkuð þol­in­mæði,“ sagði sér­fræðing­ur­inn Hrafn Ágústs­son þegar Sporðaköst leituðu til hans.

Buzzerarnir sem líka eftir Toppflugunni. Hrafni fannst viðeigandi að veiða …
Buzzer­arn­ir sem líka eft­ir Topp­flug­unni. Hrafni fannst viðeig­andi að veiða á þær á sjálf­an plokk­dag­inn. Ljós­mynd/​Hrafn Ágústs­son

„Lang­ur taum­ur og frammjókk­andi. Svona 4 til 5 pund næst flug­unni,“ upp­lýs­ir Hrafn. Hann seg­ir það betra að aðeins sé gára á vatn­inu. Svo er að kom­ast í tæri við vak­andi fisk. Þegar hann er að vaka er hann nefni­lega að taka topp­flug­una rétt und­ir eða í yf­ir­borðinu.

Hver er svo leynd­ar­dóm­ur­inn?

„Ef maður er í yf­ir­borðsveiði þá þarf að bíða eft­ir klaki og síðan að finna stað þar sem gol­an hjálp­ar til við að skila flug­unni í stemm­ing­una og bara bíða og stara,“ seg­ir Hrafn. Spurður um tíma­setn­ing­ar dags þá horf­ir hann mest til klukk­an 10 til 12 fyr­ir há­degi og svo aft­ur seinnipart­inn milli klukk­an 16 og 18. Auðvitað er þetta ekki und­an­tekn­inga­laust og fer vænt­an­lega eft­ir hvernig dag­ur­inn þró­ast. Bæði hita­stig og vind­ur. 

Þessi urriði taldi sig vera að ná gómsætri Toppflugu en …
Þessi urriði taldi sig vera að ná góm­sætri Topp­flugu en ó nei. Fluga sem Hrafn hafði hnýtt. Hann fékk frelsið aft­ur. Von­andi ekki reynsl­unni rík­ari. Ljós­mynd/​Hrafn Ágústs­son

Í gær var plokk­dag­ur­inn þar sem marg­ir kepp­ast við að tína upp rusl eft­ir vet­ur­inn. Hrafn er kom­inn skrefi lengra. Hann hnýtti buzzer­ana sem sjást á mynd­inni úr rusli að hluta. Bæði búk­ur og stél eru úr plast­pokaræmu. Not­ar smá brúnt túss og cdc fjöður.

Hér er kom­in upp­skrift sem vert er að reyna við í Elliðavatn­inu ein­hvern næstu daga þegar skil­yrði eru rétt. Mik­il­vægt að muna að þetta er mik­il þol­in­mæði. Hrafn landaði sjálf­ur níu urriðum í gær í vatn­inu, eins og fyrr seg­ir og það var með þeim hætti sem lýst er hér að ofan.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert