Ævintýri á færibandi síðustu daga

Góður urriði úr Laugarvatni. Víkingur Manúel Elíasson fékk hann á …
Góður urriði úr Laugarvatni. Víkingur Manúel Elíasson fékk hann á maðk og var alsæll en mældist hann ríflega 50 sentímetrar. Ljósmynd/Páll Gísli

Það er víða búið að vera gam­an hjá sil­ungsveiðimönn­um í ám og vötn­um á síðustu dög­um. Hlý­ind­in og birt­an kveikja á líf­inu. Skor­dýr­in fara á stjá og þá aukast lík­ur á fiski og svo er það veiðimaður­inn sem er kom­inn á fullt.

Veiðimenn sem hafa verið í sam­bandi við Sporðaköst hafa sagt frá veiði og æv­in­týr­um í kring­um þau. Er engu lík­ara en að þau æv­in­týri komi á færi­bandi þessa síðustu daga. Þeir Vík­ing­ur Manú­el Elías­son og Páll Gísli Jóns­son gerðu góða ferð í það van­metna veiðivatn Laug­ar­vatn um helg­ina. Þeir settu í nokkra urriða, bæði á maðk og flugu. „Þetta var þræl skemmti­legt. Aðeins kalt en það fylg­ir þess­um árs­tíma. Vana­lega hef ég verið að veiða bleikju þarna en núna var urriði á svæðinu. Við lönduðum tveim­ur og þetta voru flott­ir urriðar,“ sagði Páll í sam­tali við Sporðaköst. Hann er einn af þess­um sem er með ódrep­andi veiðidellu. Er það ekki? „Jú. Það er víst. Við fór­um eitt árið í Laug­ar­vatnið í fe­brú­ar og vor­um þá að kasta flugu á ís­inn og draga hana fram af skör­inni. Við vor­um að nota Langskegg og þær negldu þetta um leið og Langskegg­ur­inn datt út í. Við feng­um á stutt­um tíma ein­hverj­ar tíu bleikj­ur,“ hlær hann. 

Unnur og Árni Kristinn lentu í ævintýrum í Þingvallavatni. Það …
Unn­ur og Árni Krist­inn lentu í æv­in­týr­um í Þing­valla­vatni. Það var alda en þá er bara að hafa gam­an af hlut­un­um, eins og Unn­ur er ein­stak­lega lag­in við. Ljós­mynd/Á​rni Krist­inn Skúla­son

Hólaá sem renn­ur í Laug­ar­vatn er ein af þess­um sil­ungsperl­um sem frá­bært er að skreppa í dag­stund eða hálfa. Hún Unn­ur Guðný María Gunn­ars­dótt­ir, leiðsögumaður er þegar búin að taka nokkra daga þar í vor. „Kulda­boli var á svæðinu en það er mökk­ur af fiski í Hóla­ánni. Svo var gam­an að sjá að bleikj­an er kom­in þó að urriðinn sé enn í miklu magni. Æ. Það er svo gam­an að vertíðin sé byrjuð,“ sagði þessi öfl­ugi leiðsögumaður.

Góðar stundir. Fluga sem stóð svo sannarlega undir nafni. Það …
Góðar stund­ir. Fluga sem stóð svo sann­ar­lega und­ir nafni. Það er það sem skipt­ir máli. Árni Krist­inn hannaði þessa. Ljós­mynd/​Unn­ur Guðný

Sjálf hef­ur hún kom­ist að veiða í vor og lenti í al­geru æv­in­týri. „Bara moki,“ lýs­ir hún. Árni Krist­inn Skúla­son var með henni og það var flug­an Góðar stund­ir sem stóð svo sann­ar­lega und­ir nafni. Áfram var kalt en þegar veiðist þá á kulda­boli ekki roð í veiðimann­inn. Vill­inga­vatnið hef­ur líka verið að gefa og þar var Unn­ur með ánægða og þakk­láta veiðimenn sem lönduðu sum­ir sín­um fyrstu fisk­um á Íslandi.

Þessi erlendi veiðimaður upplifði skemmtilegt ævintýri í Villingavatni. Unnur var …
Þessi er­lendi veiðimaður upp­lifði skemmti­legt æv­in­týri í Vill­inga­vatni. Unn­ur var leiðsögumaður og dag­ur­inn varð góður þrátt fyr­ir smá kulda. Ljós­mynd/​Unn­ur Guðný

Enn eitt æv­in­týrið smíðuðu þau sam­an veiðip­arið Anna Lea Friðriks­dótt­ir og Haf­steinn Már Sig­urðsson. Vett­vang­ur­inn var Vill­inga­vatn og fal­leg­ir urriðar sem Anna Lea hélt bet­ur en Haf­steinn Már. Hún landaði tveim­ur eðal ein­tök­um og mátti heyra á mynd­broti sem Haf­steinn deildi á sam­fé­lags­miðlum að hann átti fullt í fangi með háfinn og stöðug hlaup til veiðifé­lag­ans að háfa. En þess­ir fisk­ar voru vand­lát­ir. „Veðrið var held­ur hryss­ings­legt. Blautt og hvasst og tals­verður öldu­gang­ur á vatn­inu og pusaðist upp með bökk­un­um.

Anna Lea með glæsilegan 62 sentímetra urriða úr Villingavatni. Þessi …
Anna Lea með glæsi­leg­an 62 sentí­metra urriða úr Vill­inga­vatni. Þessi tók flug­una með langa nafn­inu Hot Head Blue Flash Damsel. Ljós­mynd/​Haf­steinn Már

Við ákváðum því að hafa straum­flug­ur und­ir og prófuðum ým­is­legt en það eina sem hann leit við þenn­an dag var flug­an Hot Head Blue Flash Damsel. Ég fékk báða urriðana á hana en ekk­ert líf á aðrar flug­ur. Við feng­um fleiri tök­ur á hana og tog. Haffi missti svo einn í lok­in sem var vænn. Við sáum hann vel þegar hann hreinsaði sig al­veg upp úr. Það var ein­mitt á þessa flugu,“ sagði Anna Lea í sam­tali við Sporðaköst.

Svona lítur Damsel út eftir að hafa tekið sundsprett. Það …
Svona lít­ur Damsel út eft­ir að hafa tekið sund­sprett. Það eina sem urriðinn leit við þann dag­inn. Ljós­mynd/​Haf­steinn Már

Framund­an er skemmti­leg­asti tími árs­ins í vatna­veiðinni. Þegar allt er að kvikna og marg­ir veiðimenn reyna að líkja eft­ir klaki skor­dýra sem nú er á mik­illi ferð. Svo eru straum­flug­urn­ar ein­mitt oft gott ráð þegar er vind­ur og lítið um flugu.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert