Samið um Svalbarðsá til 2036

Frá Svalbarðsá í Þistilfirði.
Frá Svalbarðsá í Þistilfirði. hreggnasi.is

Veiðifé­lagið Hreggnasi hef­ur und­ir­ritað nýj­an leigu­samn­ing um Sval­b­arðsá í Þistil­f­irði  Samn­ing­ur­inm er til tí ára, eða til árs­ins 2036 Hreggnasi hef­ur sent frá sét til­kynn­ingu vegna þessa.

„Veiðifé­lagið Hreggnasi hef­ur und­ir­ritað nýj­an lang­tíma­samn­ing um rekst­ur og leigu á veiðirétti í Sval­b­arðsá í Þistil­f­irði, einni af gjöf­ul­ustu laxveiðiám lands­ins, mælt í fjölda veiddra laxa á stöng með hátt hlut­fall stór­laxa. Með þess­um samn­ingi er staðfest áfram­hald­andi traust og gott sam­starf milli Hreggnasa og land­eig­enda við Sval­b­arðsá – sam­starf sem á ræt­ur að rekja allt aft­ur til árs­ins 2006.
Samn­ing­ur­inn mark­ar tíma­mót í sögu ár­inn­ar og trygg­ir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu og vönduð vinnu­brögð í þágu nátt­úru og veiðimanna

Sam­hliða samn­ingn­um verður ráðist í end­ur­nýj­un og stækk­un veiðihúss­ins við ána. Nýja húsið mun bjóða upp á auk­in þæg­indi og bætta aðstöðu fyr­ir veiðimenn, sem styrk­ir enn frek­ar stöðu Sval­b­arðsár sem eft­ir­sókn­ar­verðs áfangastaðar fyr­ir veiðimenn jafnt inn­lenda sem er­lenda.

Með nýj­um samn­ingi er tryggt að áfram verði lögð rík áhersla á vökt­un og vernd­un ár­inn­ar, í sam­ræmi við stefnu Hreggnasa um sjálf­bæra nýt­ingu nátt­úru­auðlinda.

Veiðifé­lagið Hreggnasi hef­ur und­ir­ritað nýj­an lang­tíma­samn­ing um rekst­ur og leigu á veiðirétti í Sval­b­arðsá í Þistil­f­irði, einni af gjöf­ul­ustu laxveiðiám lands­ins, mælt í fjölda veiddra laxa á stöng með hátt hlut­fall stór­laxa. Með þess­um samn­ingi er staðfest áfram­hald­andi traust og gott sam­starf milli Hreggnasa og land­eig­enda við Sval­b­arðsá – sam­starf sem á ræt­ur að rekja allt aft­ur til árs­ins 2006.
Samn­ing­ur­inn mark­ar tíma­mót í sögu ár­inn­ar og trygg­ir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu og vönduð vinnu­brögð í þágu nátt­úru og veiðimanna

Sam­hliða samn­ingn­um verður ráðist í end­ur­nýj­un og stækk­un veiðihúss­ins við ána. Nýja húsið mun bjóða upp á auk­in þæg­indi og bætta aðstöðu fyr­ir veiðimenn, sem styrk­ir enn frek­ar stöðu Sval­b­arðsár sem eft­ir­sókn­ar­verðs áfangastaðar fyr­ir veiðimenn jafnt inn­lenda sem er­lenda.

Með nýj­um samn­ingi er tryggt að áfram verði lögð rík áhersla á vökt­un og vernd­un ár­inn­ar, í sam­ræmi við stefnu Hreggnasa um sjálf­bæra nýt­ingu nátt­úru­auðlinda.“

Hreggnasi er fé­lag með fleiri rót­grón­ar og vel þekkt­ar laxveiðiár á keigu. Má þar nefna Grímsá í Borg­ar­f­irð og Laxá í Döl­um. Skammt er síðan að Hreggnasi tók við Tungufljóti í Vest­ur Skafta­fells­sýslu. 

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert