Veiðifélagið Hreggnasi hefur undirritað nýjan leigusamning um Svalbarðsá í Þistilfirði Samningurinm er til tí ára, eða til ársins 2036 Hreggnasi hefur sent frá sét tilkynningu vegna þessa.
„Veiðifélagið Hreggnasi hefur undirritað nýjan langtímasamning um rekstur og leigu á veiðirétti í Svalbarðsá í Þistilfirði, einni af gjöfulustu laxveiðiám landsins, mælt í fjölda veiddra laxa á stöng með hátt hlutfall stórlaxa. Með þessum samningi er staðfest áframhaldandi traust og gott samstarf milli Hreggnasa og landeigenda við Svalbarðsá – samstarf sem á rætur að rekja allt aftur til ársins 2006.
Samningurinn markar tímamót í sögu árinnar og tryggir áframhaldandi uppbyggingu og vönduð vinnubrögð í þágu náttúru og veiðimanna
Samhliða samningnum verður ráðist í endurnýjun og stækkun veiðihússins við ána. Nýja húsið mun bjóða upp á aukin þægindi og bætta aðstöðu fyrir veiðimenn, sem styrkir enn frekar stöðu Svalbarðsár sem eftirsóknarverðs áfangastaðar fyrir veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda.
Með nýjum samningi er tryggt að áfram verði lögð rík áhersla á vöktun og verndun árinnar, í samræmi við stefnu Hreggnasa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.
Veiðifélagið Hreggnasi hefur undirritað nýjan langtímasamning um rekstur og leigu á veiðirétti í Svalbarðsá í Þistilfirði, einni af gjöfulustu laxveiðiám landsins, mælt í fjölda veiddra laxa á stöng með hátt hlutfall stórlaxa. Með þessum samningi er staðfest áframhaldandi traust og gott samstarf milli Hreggnasa og landeigenda við Svalbarðsá – samstarf sem á rætur að rekja allt aftur til ársins 2006.
Samningurinn markar tímamót í sögu árinnar og tryggir áframhaldandi uppbyggingu og vönduð vinnubrögð í þágu náttúru og veiðimanna
Samhliða samningnum verður ráðist í endurnýjun og stækkun veiðihússins við ána. Nýja húsið mun bjóða upp á aukin þægindi og bætta aðstöðu fyrir veiðimenn, sem styrkir enn frekar stöðu Svalbarðsár sem eftirsóknarverðs áfangastaðar fyrir veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda.
Með nýjum samningi er tryggt að áfram verði lögð rík áhersla á vöktun og verndun árinnar, í samræmi við stefnu Hreggnasa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.“
Hreggnasi er félag með fleiri rótgrónar og vel þekktar laxveiðiár á keigu. Má þar nefna Grímsá í Borgarfirð og Laxá í Dölum. Skammt er síðan að Hreggnasi tók við Tungufljóti í Vestur Skaftafellssýslu.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |