Tekur úr sér hrollinn í Elliðaánum

Sindri hefur lagt það vana sinn að taka eina vakt …
Sindri hefur lagt það vana sinn að taka eina vakt í vorveiðinni í Elliðaánum til að ná úr sér hrollinum. Að setja í fallegan urriða hjálpar mikið. Ljósmynd Sindri Rósenkranz

Það er stöðugt að bæt­ast við þá mögu­leika sem veiðimenn hafa úr að spila  Vor­veiðin í Elliðaán­um er haf­in og er það kær­komið fyr­ir marga veiðimenn. Leiðsögumaður­inn Sindri Ró­senkr­anz leit við í borgarperlunni í gær. Hann féllst á að senda okk­ur skýrslu um vakt­ina.

„Skrapp á morg­un­vakt í Elliðaárn­ar á öðrum degi veiðitíma­bils­ins en þær opnuðu þann 1. maí. Hef lagt það í vana minn að taka eina vakt á þess­um tíma til að ná úr mér hroll­in­um. Byrjaði í Höfuðhyl og það var aug­ljóst að sum­arið er komið, hef aldrei séð jafn mikið af flugu á yf­ir­borðinu á þess­um tíma, nóg á boðstól­um.

Kominn í háfinn. Veiðisumarið formlega hafið.
Kom­inn í háfinn. Veiðisum­arið form­lega hafið. Sindri Ró­senkr­anz


Landaði ein­um fín­um urriða þar á Pheas­ant tail áður en gengið var niður að Ármót­um. Þar voru fisk­ar einnig í upp­ítöku en ég reynd­ist ekki vera með aðal­rétt dags­ins í box­inu þenn­an dag­inn, flest allt prófað. Það er stund­um þannig að maður skil­ur réttu flug­una eft­ir heima. Pheas­ant tail­inn vakti aft­ur áhuga áður en heim var haldið en sá festi sig ekki nægi­lega vel. Það er gam­an að sitja við bakk­ann á þess­um árs­tíma og virða fyr­ir sér líf­ríkið og láta sér hlakka til frek­ari veiða þetta tíma­bilið.

Gleðilegt veiðitíma­bil.“

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert