Það er stöðugt að bætast við þá möguleika sem veiðimenn hafa úr að spila Vorveiðin í Elliðaánum er hafin og er það kærkomið fyrir marga veiðimenn. Leiðsögumaðurinn Sindri Rósenkranz leit við í borgarperlunni í gær. Hann féllst á að senda okkur skýrslu um vaktina.
„Skrapp á morgunvakt í Elliðaárnar á öðrum degi veiðitímabilsins en þær opnuðu þann 1. maí. Hef lagt það í vana minn að taka eina vakt á þessum tíma til að ná úr mér hrollinum. Byrjaði í Höfuðhyl og það var augljóst að sumarið er komið, hef aldrei séð jafn mikið af flugu á yfirborðinu á þessum tíma, nóg á boðstólum.
Landaði einum fínum urriða þar á Pheasant tail áður en gengið var niður að Ármótum. Þar voru fiskar einnig í uppítöku en ég reyndist ekki vera með aðalrétt dagsins í boxinu þennan daginn, flest allt prófað. Það er stundum þannig að maður skilur réttu fluguna eftir heima. Pheasant tailinn vakti aftur áhuga áður en heim var haldið en sá festi sig ekki nægilega vel. Það er gaman að sitja við bakkann á þessum árstíma og virða fyrir sér lífríkið og láta sér hlakka til frekari veiða þetta tímabilið.
Gleðilegt veiðitímabil.“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |