„Augnablik sem maður gleymir aldrei“

Darrell með voldugu hrygnuna sem mældist 72 sentímetrar á lengdina …
Darrell með voldugu hrygnuna sem mældist 72 sentímetrar á lengdina og sverleikinn leynir sér ekki enda kölluð sú digra. Glæsilegur fiskur í alla Staði. Ljósmynd/Unnur Guðný

Þurrflug­an er far­in að virka og leiðsögu­menn í veiði eru að skríða úr vetr­ar­dval­an­um  Þannig er fyrr­um flug­freyj­an Unn­ur Guðný María Gunn­ars­dótt­ir löngu búin að taka fram vöðlurn­ar. Hún átti góða daga með heiðurs­mönn­um frá Banda­ríkj­un­um við Vill­inga­vatn um helg­ina. Þeir fé­lag­ar  Ken og Dar­rell nutu leiðsagn­ar Unn­ar og skemmtu sér kon­ung­lega. Raun­ar öll þrjú seg­ir Unn­ur  Vorið er fyrr á ferðinni í ár en oft áður. Þetta sá Unn­ur svo glögg­lega í viku­lok.

„Fyrsti fisk­ur­inn á þurrflugu tók hjá veiðimanni sem ég var að leiðsegja á Þing­völl­um á föstu­dag. Fé­lag­arn­ir Dar­rell og Ken komu hingað frá Banda­ríkj­un­um til að freista þess að ná í ís­ald­ar­urriða. Þeir voru við veiðar með mér á Þing­völl­um í tvo daga en halda svo í Vatna­mót í sjó­birt­ing,“ upp­lýs­ir Unn­ur. Hún held­ur áfram frá­sögn­inni.

Félagarnir Darrell og Ken á góðri stundu við Villingavatn. Það …
Fé­lag­arn­ir Dar­rell og Ken á góðri stundu við Vill­inga­vatn. Það sést líka lang­ar leiðir að leiðsögumaður­inn hef­ur gam­an af. Ljós­mynd/​Unn­ur Guðný

„Fyrri dag­inn hafi Ken fengið þrjá fiska á straum­flugu en misst einn stór­an sem stökk og losaði sig. Við vild­um því reyna aft­ur við vatnið á föstu­dag.
Morg­un­inn hafði verið ró­leg­ur en þegar við snér­um til baka úr há­deg­is­mat hafði hita­stigið hækkað upp í níu gráður og viti menn, fluga á yf­ir­borðinu og vatnið iðaði. Þrátt fyr­ir rokið mátti vel sjá þetta.
Við vor­um að veiða með dry dropp­er en „sú digra“ var sá fyrsti sem lét vaða í þurrflug­una sem var Black Gnat núm­er 12. Við feng­um svo fleiri fiska en þeir tóku dropp­er­inn.
Þetta var bara eitt af þess­um augna­blik­um sem maður gleym­ir aldrei þegar kjaft­ur­inn kem­ur og ríf­ur í þurrflug­una og rík­ur í burtu. Ég er ennþá með hjart­slátt! Þessi hrygna sem mæld­ist 72 sentí­metr­ar var svaka­lega sterk og spólaði út nokkr­um sinn­um út af veiðihjól­inu hjá Dar­rell. Ég var að fá hjarta­áfall við að háfa hrygn­una, því ennþá var góður kraft­ur í fiskn­um en þetta var bara svo lít­il fluga að allt get­ur auðvitað gerst í slík­um elt­inga­leik.“

Um leið og lofthiti var kominn í níu gráður fór …
Um leið og loft­hiti var kom­inn í níu gráður fór vatnið að iða af lífi. Unn­ur stakk upp á þurrflugu. Ljós­mynd/​Unn­ur Guðný

Það var hörð keppni á milli þeirra fé­laga enda verið sam­an í sport­inu mjög lengi. „En leik­ar enduðu fimm á hvorn veiðimann en keppn­is­skapið og óvæg­inn húm­or svo ekki sé meira sagt þeirra á milli sem létu hvorn ann­an hafa það óþvegið skapaði brjálæðis­lega fyndna stemn­ingu þessa tvo daga, ég er eig­in­lega ennþá að hlæja og spenn­andi verður að sjá hvernig þeim geng­ur í birt­ing­um.“

Þeir hafa veitt sam­an um all­an heim og fara nokkr­ar ferðir á ári. Það var mik­il spenna að koma til Íslands og var stór áfangi hjá þeim að koma Íslandi á kortið.
„Þeir mæta aft­ur, ég er viss.“

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert