Blöndulón að fyllast og stutt í yfirfall

Langidalur sem Blanda fellur um á leið sinni til sjávar. …
Langidalur sem Blanda fellur um á leið sinni til sjávar. Svo mikið vatnsmagn hefur runnið í Blöndulón í vetur, að lónið er að verða fullt og yfirfall yfirvofandi. www.mats.is

Vatns­hæð í Blönd­u­lóni er að nálg­ast yf­ir­fall. Ein­ung­is vant­ar nokkra sentí­metra upp á að lónið nái yf­ir­falls­hæð, sem er 478 metr­ar yfir sjáv­ar­máli. Í gær var vatns­staðan 477,64 metr­ar yfir sjáv­ar­máli. „Þetta gerðist síðast árin 2003 og 2004, að lónið fyllt­ist svona snemma,“ upp­lýsti Jón­as Þór Sig­ur­geirs­son, stöðvar­stjóri Blöndu­stöðvar í sam­tali við Sporðaköst.

Allt að 200m3/​sek. inn­streymi hef­ur verið í lónið síðustu daga. Í gegn­um Blöndu­stöð eru að fara um 60m3/​sek. á dag í fullri keyrslu. Vatns­veður í síðustu viku leiddi til þess að mik­il hækk­un varð á yf­ir­borði lóns­ins. Frá 1. maí hef­ur hækkað í lón­inu um rúm­an meter. Ef fer fram sem horf­ir get­ur yf­ir­fall brostið á fljót­lega. Þeir sem mest­ar áhyggj­ur hafa af þess­ari stöðu eru veiðimenn sem stefna á lax eða sil­ungsveiði í Blöndu, sem liðast um Langa­dal og á ós í Blönduósi. Sil­ungsveiði er haf­in og laxveiðin hefst í byrj­un júní.

Svona lítur þetta út í dag. Fjólubláa lína sýnir þróun …
Svona lít­ur þetta út í dag. Fjólu­bláa lína sýn­ir þróun vatns­yf­ir­borðs og hef­ur hún leitað hratt upp á við og er að nálg­ast yf­ir­falls­mörk. Bláa lína sýn­ir stöðuna á sama tíma í fyrra og sæu gula áætlað meðaltal. Graf/​Lands­virkj­un

„Lukka Langa­dals“

Jón­as Þór stöðvar­stjóri bend­ir á að í tvígang í vet­ur kynni að hafa skap­ast neyðarástand vegna vatna­vaxta á svæðinu ef Blanda væri ekki virkjuð. „Tvisvar höf­um við séð í vet­ur að gríðarlegt vatns­magn á skömm­um tíma hefði að öll­um lík­ind­um valdið neyðarástandi í Langa­dal. Það má segja að það sé lukka Langa­dals að Blanda var virkjuð, þegar við horf­um til þessa. Þetta vill stund­um gleym­ast í umræðunni,“ upp­lýsti Jón­as Þór.

En að mörgu er að huga. Í lok maí hefst viðhalds­fram­kvæmd á einni af vél­um Blöndu­stöðvar og dreg­ur þá eitt­hvað úr því magni sem í gegn­um virkj­un­ina fer. Síðustu sum­ur hef­ur flæðið verið tæp­lega 40m3/​sek. og nokkuð jafnt.

Veður­spá fyr­ir næstu viku er býsna góð og lítið um úr­komu í spánni, nán­ast eng­in. En þá taka við aðrir þætt­ir eins og bráðnun á þeim snjó sem eft­ir er á há­lend­inu og ekki síður bráðnun jökla. Þegar horft er til yf­ir­falls, sem hef­ur í för með sér að Blanda verður ill­veiðan­leg er ómögu­legt að segja til um hver þró­un­in verður. Jón­as Þór þekk­ir þó for­dæmi í byrj­un ald­ar þar sem þetta slapp til. 

Jónas Þór Sigurgeirsson er stöðvarstjóri í Blöndustöð. Gagnagrunnar sýna að …
Jón­as Þór Sig­ur­geirs­son er stöðvar­stjóri í Blöndu­stöð. Gagna­grunn­ar sýna að fara þarf aft­ur til ár­anna 2003 og 2004 til að finna sam­bæri­lega stöðu á Blönd­u­lóni á þess­um árs­tíma. Ljós­mynd/​LV

„Það má segja að þetta sé tutt­ugu ára viðburður því við eig­um sögu um yf­ir­fall að vori árið 2003 og 2004.

Yf­ir­ferð í gagna­grunni sýn­ir að 2003 fyllt­ist lónið í byrj­un maí, en fór aft­ur af yf­ir­falli og kom ekki aft­ur á yf­ir­fall fyrr en í byrj­un ág­úst. Svipað gerðist 2004. Þá fyllt­ist lónið í mars, fór aft­ur af yf­ir­falli og fyllt­ist ekki fyrr en í byrj­un ág­úst. Svo það er nú mögu­leiki að Blönd­u­lón sleppi við yf­ir­fall í vor eða byrj­un sum­ars en al­veg ómögu­legt að segja til um það. Gæti líka orðið svipað og fyr­ir rúm­lega tutt­ugu árum. Yf­ir­fall í smá tíma og síðan ekk­ert fyrr en síðla sum­ars, hvað veit maður?“ Spyr stöðvar­stjór­inn.

Laxveiði í Blöndu hefst í byrjun júní. Yfirfall getur orðið …
Laxveiði í Blöndu hefst í byrj­un júní. Yf­ir­fall get­ur orðið mik­ill áhrifa­vald­ur þegar kem­ur að veiði. Rétt er að muna að síðast þegar Blönd­u­lón fyllt­ist á þess­um tíma árs kom aðeins til yf­ir­falls í stutt­an tíma. Ljós­mynd/​Aðsend

Eyk­ur óvissu um Blöndu

Þetta er enn eitt óvissu­atriðið sem Blanda glím­ir við. Sala á laxveiðileyf­um í þessa þekktu laxveiðiá hef­ur sam­kvæmt heim­ild­um Sporðak­asta ekki gengið sem skyldi. Þar spil­ar inn í að veiðin hef­ur verið lé­leg síðustu ár. En málið er nú í hönd­um veðurguðanna og það eina sem er vitað um þá er að þeir eru ólík­indatól.

Nýr aðili, Fish Partner er tek­inn við Blöndu og ann­ast sölu veiðileyfa. Þar er um að ræða svo­kallaðan umboðssölu­samn­ing en þá er áhætta leigu­taka og land­eig­enda skipt. Pró­senta af söl­unni renn­ur til leigu­taka. Í góðu ári hagn­ast báðir aðilar á slíku fyr­ir­komu­lagi en þegar illa árar kem­ur minna í hlut hvors aðila. Þetta fyr­ir­komu­lag hef­ur verið tekið upp í nokkr­um ám und­an­far­in ár. Má þar nefna Norðurá í Borg­ar­f­irði, Ytri Rangá og svo auðvitað Blanda.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert