Hinn hugmyndaríki og orkumikli reykvíkingur ársins árið 2023 bryddar nú upp á enn einni nýjung með nemendum í tíunda bekk í Rimaskóla. Mikael Marinó Rivera er kennari í skólanum og innleiddi nám í stangveiði. Lokaverkefnið í ár hjá hluta hópsins er veiðidraumur í ætt við vinsælu sjónvarpsþættina Draumurinn sem Auddi, Sveppi, Steindi og Jóhann Pétur hafa gert fyrir Stöð 2.
Samtals eru fjórtan nemendur í Rimaskóla í stangveiðiáfanganum. Átta strákar og sex stelpur Allir nemendur eru nú að vinna að lokaverkefnum og hugmyndin að Draumnum kom frá stelpunum sjálfum. Þær hafa myndað tvö lið og þau fengið nöfn. Það er annars vegar Munro killer liðið og svo er það Nighthawk. Nöfnin eru af dýrari gerðinni en bæði þessi nöfn eru dregin af klassískum flugum. Báðar öflugar og gefa árlega mikið af laxi.
Markmiðið í keppninni er að veiða það sem þær kalla alslemmu. Til að ná slemmunni þarf liðið að veiða lax, bleikju, sjóbirting og urriða staðbundinn. Hver tegund gefur stig, eins og lög gera ráð fyrir í þessum leik. Margvíslegar leiðir eru í boði til að ná sér í aukastig. Til dæmis með því að veiða „aukaleikara“ sem eru hornsíli, flundra, áll og hnúðlax. Eins og vera ber þegar keppt er í draumi, þá verða í boði áskoranir sem stengjast stangveiði og gefa þær stig.
Keppnin fer fram á fimm veiðisvæðum og allt eru það spennandi svæði. Þingvallavatn, Skuggi, Leirvogsá, Korpa og síðast en ekki síst Grímsá. Allt svæði sem geta boðið upp á mögnuð ævintýri.
Keppnin verður fest á filmu, bæði til fróðleiks og ekki síður til gamans. Sporðaköst munu fylgjast með draumnum nú í vor og vonandi getum við birt efni þegar keppninni vindur fram og lokaverkefninu lýkur, í lok mánaðarins.
En lítum á liðin. Nighthawk skipa þær Kristjana Rut, Hrafndís Bára og Ebba Katrín.
Munro killer liðið eru þær Alexöndra Sól, Halla Björg og Emma Sigrún.
Í morgun var formleg myndataka af liðunum. Allar í fullum skrúða tilbúnar í drauminn. Við heyrðum í liðunum í skólastofunni, þar sem undirbúningur var á fullu. Fyrsta spurning var hvort þær hefðu allar veitt fisk. Þetta þótti hálf léleg spurning og þær hafa veitt fisk. Sumar lax, aðrar silung og meira segja ein sem landaði risa sjóbirtingi í Litháen. Þær vor á hátalara í síma en voru virkilega til í þetta. Eins og ein sagði. „Við ætlum að gefa allt í þetta.“
Aðspurðar af hverju veiðiáfangi hefði höfðað til þeirra var þær sammála um að langa að kynnst veiði meira og ein hafði á orði að hún hefði ekki vitað hvar hún hefði átt að byrja. Því var áfanginn kærkominn. Svo voru þær sammála um að það væri frábært að fara í ferðir og Mikael reddar öllu. Eina vesenið eru vöðlur en þær sögðust myndu redda því.
Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með framvindu málsins á samfélagsmiðlum. Til dæmis á Tiktok og leita að tiktok.com/@stangveididraumurinn svo er það heimasíðan https://leakim.my.canva.site/stangveidi-draumurinn.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |