Sex stúlkur keppa í „stangveiðidraumi“

Þær keppa í veiðidraumnum. Útskrifarverkefni í 10. bekk í Rimaskóla. …
Þær keppa í veiðidraumnum. Útskrifarverkefni í 10. bekk í Rimaskóla. Efri röð frá vinstri: Emma Sigrún, Halla Björg og Alexandra Sól. Neðri röð frá vinstri: Ebba Katrín, Hrafndís Bára og Kristjána Rut. Ljósmynd/Mikael Marinó

Hinn hug­mynda­ríki og orku­mikli reyk­vík­ing­ur árs­ins árið 2023 brydd­ar nú upp á enn einni nýj­ung með nem­end­um í tí­unda bekk í Rima­skóla. Mika­el Marinó Ri­vera er kenn­ari í skól­an­um og inn­leiddi nám í stang­veiði. Loka­verk­efnið í ár hjá hluta hóps­ins er veiðidraum­ur í ætt við vin­sælu sjón­varpsþætt­ina Draum­ur­inn sem Auddi, Sveppi, Steindi og Jó­hann Pét­ur hafa gert fyr­ir Stöð 2.

Sam­tals eru fjórt­an nem­end­ur í Rima­skóla í stang­veiðiáfang­an­um. Átta strák­ar og sex stelp­ur All­ir nem­end­ur eru nú að vinna að loka­verk­efn­um og hug­mynd­in að Draumn­um kom frá stelp­un­um sjálf­um. Þær hafa myndað tvö lið og þau fengið nöfn. Það er ann­ars veg­ar Mun­ro killer liðið og svo er það Nig­ht­hawk. Nöfn­in eru af dýr­ari gerðinni en bæði þessi nöfn eru dreg­in af klass­ísk­um flug­um. Báðar öfl­ug­ar og gefa ár­lega mikið af laxi. 

Þurfa að ná als­lemmu

Mark­miðið í keppn­inni er að veiða það sem þær kalla als­lemmu. Til að ná slemm­unni þarf liðið að veiða lax, bleikju, sjó­birt­ing og urriða staðbund­inn. Hver teg­und gef­ur stig, eins og lög gera ráð fyr­ir í þess­um leik. Marg­vís­leg­ar leiðir eru í boði til að ná sér í auka­stig. Til dæm­is með því að veiða „auka­leik­ara“ sem eru horn­síli, flundra, áll og hnúðlax. Eins og vera ber þegar keppt er í draumi, þá verða í boði áskor­an­ir sem stengj­ast stang­veiði og gefa þær stig.

Lið Nighthawk. Hrafndís Bára, Ebba Katrín og Kristjana Rut. Markmiðið …
Lið Nig­ht­hawk. Hrafn­dís Bára, Ebba Katrín og Kristjana Rut. Mark­miðið er að ná als­lemmu sem er lax, sjó­birt­ing­ur, bleikja og urriði. Svo eru alls kon­ar auka­stig í boði. Ljós­mynd/​Mika­el Marinó

Keppn­in fer fram á fimm veiðisvæðum og allt eru það spenn­andi svæði. Þing­valla­vatn, Skuggi, Leir­vogsá, Korpa og síðast en ekki síst Grímsá. Allt svæði sem geta boðið upp á mögnuð æv­in­týri.

Keppn­in verður fest á filmu, bæði til fróðleiks og ekki síður til gam­ans. Sporðaköst munu fylgj­ast með draumn­um nú í vor og von­andi get­um við birt efni þegar keppn­inni vind­ur fram og loka­verk­efn­inu lýk­ur, í lok mánaðar­ins.

En lít­um á liðin. Nig­ht­hawk skipa þær Kristjana Rut, Hrafn­dís Bára og Ebba Katrín.

Mun­ro killer liðið eru þær Al­exöndra Sól, Halla Björg og Emma Sigrún.

Lið Munro Killer. Alexandra Sól, Emma Sigrún og Halla Björg. …
Lið Mun­ro Killer. Al­ex­andra Sól, Emma Sigrún og Halla Björg. Þær eru til í slag­inn og stutt er í fyrstu veiðiferðina. Ljós­mynd­ari/​Mika­el Marinó

Í morg­un var form­leg mynda­taka af liðunum. All­ar í full­um skrúða til­bún­ar í draum­inn. Við heyrðum í liðunum í skóla­stof­unni, þar sem und­ir­bún­ing­ur var á fullu. Fyrsta spurn­ing var hvort þær hefðu all­ar veitt fisk. Þetta þótti hálf lé­leg spurn­ing og þær hafa veitt fisk. Sum­ar lax, aðrar sil­ung og meira segja ein sem landaði risa sjó­birt­ingi í Lit­há­en. Þær vor á hátal­ara í síma en voru virki­lega til í þetta. Eins og ein sagði. „Við ætl­um að gefa allt í þetta.“

Auðvitað er búið að búa til logo með styrktaraðilum. Stelpurnar …
Auðvitað er búið að búa til logo með styrkt­araðilum. Stelp­urn­ar eru að taka þetta alla leið. Ljós­mynd/​Mika­el Marinó

Aðspurðar af hverju veiðiáfangi hefði höfðað til þeirra var þær sam­mála um að langa að kynnst veiði meira og ein hafði á orði að hún hefði ekki vitað hvar hún hefði átt að byrja. Því var áfang­inn kær­kom­inn. Svo voru þær sam­mála um að það væri frá­bært að fara í ferðir og Mika­el redd­ar öllu. Eina vesenið eru vöðlur en þær sögðust myndu redda því.

Hér er svo allur hópurinn ásamt Mikael Marinó Rivera umsjónarkennara …
Hér er svo all­ur hóp­ur­inn ásamt Mika­el Marinó Ri­vera um­sjón­ar­kenn­ara í valáfang­an­um. Mika­el er með mikla veiðidellu og hef­ur gert ým­is­legt á því sviði. Er til að mynda höf­und­ur veiðispils­ins Makk­er­inn, svo eitt­hvað sé nefnt. Ljós­mynd/​Mika­el Marinó

Fyr­ir áhuga­sama er hægt að fylgj­ast með fram­vindu máls­ins á sam­fé­lags­miðlum. Til dæm­is á Tikt­ok og leita að tikt­ok.com/@​stang­veidi­draum­ur­inn svo er það heimasíðan htt­ps://​leakim.my.can­va.site/​stang­veidi-draum­ur­inn.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert