„Hermdarverk og atlaga að náttúru“

Aðalfundurinn var vel sóttur. Hér er Jón Helgi Björnsson, formaður …
Aðalfundurinn var vel sóttur. Hér er Jón Helgi Björnsson, formaður stjórnar Landssambands veiðifélaga að fara yfir starf sambandsins á síðasta ári. Ljósmynd/LV

Afar harðorð álykt­un var samþykkt á aðal­fundi Lands­sam­bands veiðifé­laga vegna sjókvía­eld­is á laxi við Íslands­strend­ur. Talað er um at­lögu að ís­lenskri nátt­úru og hermd­ar­verk á villt­um laxa­stofni Íslands. Í álykt­un­inni set­ur Lands­sam­bandið fram áhersl­ur í fjór­um liðum þar sem kraf­ist er að ein­ung­is verði heim­illt að ala ófrjó­an lax þar til slíkt eldi verði bannað með lög­um.

Kallað er eft­ir friðun á fimm fjörðum fyr­ir sjókvía­eldi. Þá vill aðal­fund­ur­inn að eld­is­fyr­ir­tæki verið gerð ábyrg fyr­ir því tjóni sem þau kunna að valda og vilja í því sam­hengi að fé­lög í slík­um rekstri verði gert skylt að vera með um­hverf­is­trygg­ing­ar til að bæta slík­an skaða.

Loks vill fund­ur­inn breyta sam­setn­ingu stjórn­ar Um­hverf­is­sjóðs fisk­eld­is og að stjórn­in verði að meiri­hluta skipuð full­trú­um til­nefnd­um af Lands­sam­bandi veiðifé­laga. Að sama skapi að út­hlut­an­ir sjóðsins verði meðal ann­ars til að bæta tjón sem eldið hef­ur valdið á nátt­úru­leg­um laxa­stofni. Álykt­un­ina í heild sinni má lesa neðst í frétt­inni.

Jón Helgi Björns­son, formaður stjórn­ar LV, fór yfir starfið á ár­inu. Hann fjallaði um sjókvía­eldi og alla þá vinnu sem farið hef­ur í þann mála­flokk síðastliðið ár. Í því sam­hengi nefndi Jón að mörg veiðifé­lög, einkum í ná­grenni við eldið, þyrftu að huga að því að banna al­farið dráp á laxi til að styrkja stofna til að auka viðnám þeirra við inn­rás eld­is­fiska.

Þá fjallaði Jón sér­stak­lega um mik­il­vægi þess að veiðifé­lög leiði starf um vernd­un stofna og fari í hví­vetna að lög­um og regl­um varðandi fisk­rækt og fisk­eldi. 

Nokkur fróðleiks erindi voru flutt á aðalfundinum. Þröstur Elliðason er …
Nokk­ur fróðleiks er­indi voru flutt á aðal­fund­in­um. Þröst­ur Elliðason er hér að kynna Jöklu og hversu vel hef­ur tek­ist til þar. Ljós­mynd/​LV

Gengið var til kosn­inga um tvö stjórn­ar­sæti. Full­trú­ar Norður­lands og Suður­lands, Þor­steinn Bald­ur Helga­son og Ólaf­ur Þór Þór­ar­ins­son, gáfu ekki kost á sér til end­ur­kjörs. Í stjórn voru kosn­ir Kristján Þor­björns­son, formaður Veiðifé­lags Vatns­dals­ár, og Ari Árna­son frá Veiðifé­lagi Ytri-Rangár og vest­ur­hluta Hóls­ár.

Álykt­un LV um sjókvía­eldi má lesa í heild sinni hér að neðan.

„Aðal­fund­ur Lands­sam­bands veiðifé­laga hald­inn 26.-27. apríl 2025 for­dæm­ir það hermd­ar­verk sem unnið er á villt­um laxa­stofni Íslands í skjóli stjórn­valda. Við lýs­um ábyrgð á hend­ur stjórn­völd­um fyr­ir al­var­lega at­lögu að ís­lenskri nátt­úru. Við krefj­umst þess að nátt­úru­leg­ir laxa­stofn­ar hafi for­gang, séu verndaðir og hvergi sé gengið á rétt þeirra. Eng­ar mót­vægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyr­ir skaðann af opnu sjókvía­eldi. Hvergi í heim­in­um hef­ur tek­ist að reka lax­eldi í opn­um sjókví­um án þess að stórskaða villta lax­stofna. Því legg­ur fund­ur­inn áherslu á eft­ir­far­andi:

a) Í opn­um sjókví­um verði aðeins heim­ilt að ala ófrjó­an lax þar til opið sjókvía­eldi verði bannað með lög­um.

b) Eyja­fjörður, Öxar­fjörður, Seyðis­fjörður, Stöðvar­fjörður og Breiðdals­vík verði friðuð fyr­ir sjókvía­eldi.

c) Eld­is­fyr­ir­tæki verði gerð ábyrg fyr­ir því tjóni sem þau valda og verði m.a. skylt að vera með um­hverf­is­trygg­ing­ar sem bæti þann skaða sem fisk­eldi veld­ur.

d) Að stjórn Um­hverf­is­sjóðs sjókvía­eld­is verði mönnuð að meiri­hluta með fé­lög­um til­nefnd­um af Lands­sam­bandi veiðifé­laga og út­hlut­an­ir á hans veg­um verði m.a. til að bæta fyr­ir þau inn­grip sem sjókvía­eldi hef­ur valdið nátt­úru­leg­um laxa­stofn­um á Íslandi.

Þá lýs­ir aðal­fund­ur Lands­sam­bands veiðifé­laga full­um stuðningi við bar­áttu Seyðfirðinga gegn lax­eldi í firðinum.“

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert