Semja til tíu ára um Eystri Rangá

Peter Rippin leigutaki í Eystri með lax úr ánni. Nú …
Peter Rippin leigutaki í Eystri með lax úr ánni. Nú hefur verið samþykktur nýr tíu ára leigusamningur milli félags Peters Rippin, og Veiðifélags Eystri Rangár. Ljósmynd/Kolskeggur

Eft­ir mikið áfall þegar um sex hundruð þúsund kviðpoka­seiði dráp­ust í seiðaeld­is­stöð Veiðifé­lags Eystri Rangár, tel­ur ný formaður fé­lags­ins að mál­um verði bjargað. Ný­lega var und­ir­ritaður tíu ára samn­ing­ur við nú­ver­andi leigu­taka um veiðirétt í ánni og jafn­framt tek­ur leigutaki yfir seiðaeld­is­stöðina að Eyjalandi og ann­ast rekst­ur­inn.

Hörður Þór­halls­son er nýr formaður Veiðifé­lags Eystri Rangár. Óhætt er að segja að hann taki við á um­brota­tím­um. Byrj­um á seiðadauðanum. Er hægt að bæta slíkt áfall eft­ir á?

„Auðvitað var þetta mik­ill skaði fyr­ir okk­ur. En það drapst ekki allt og við erum í sam­tali við systurána okk­ur um að hlaupa und­ir bagga með okk­ur. Þannig að við telj­um okk­ur kom­ast í gegn­um þetta,“ upp­lýsti Hörður í sam­tali við Sporðaköst.

Hörður Þórhallsson er nýr formaður Veiðifélags Eystri Rangár.
Hörður Þór­halls­son er nýr formaður Veiðifé­lags Eystri Rangár. Ljós­mynd/​Hörður

Hann staðfest­ir töl­una sex hundruð þúsund seiði og seg­ir þetta mega rekja til „hræðilegra mann­legra mistaka“ en seiðin dráp­ust í stöðinni þegar of heitu vatni var hleypt á þau. Hörður seg­ir áætlan­ir í gangi um að bregðast við þess­ari stöðu og hann er vongóður um að það muni bjarg­ast.

Fór ekki allt og leita leiða

Peter Ripp­in sem er leigutaki Eystri Rangár sagði í sam­tali við Sporðaköst að vissu­lega hefði verið áfall að missa þetta stór­an hluta ár­gangs­ins sem fyr­ir­hugað var að sleppa næsta sum­ar sem göngu­seiðum. Þau seiði eiga að vera uppistaðan í smá­lax­in­um sum­arið 2027. „Við misst­um sem bet­ur fer ekki allt og erum með tölu­vert magn af seiðum. Það er ekki nóg og við erum í viðræðum við Ytri Rangá. Von­andi geng­ur það upp en ef ekki þá mun­um við upp­lýsa okk­ar viðskipta­vini um það. Ef við náum ekki að sleppa þeim fjölda sem við vilj­um á næsta ári þá mun­um við skoða stöðuna sum­arið 2027. Ein hug­mynd­in er að fækka stöng­um það sum­ar úr átján niður í átta eða tíu. En þetta er enn al­ger óvissa og framtíðar­tónlist. Við mun­um hins veg­ar bregðast við með þeim hætti að viðskipta­vin­ir okk­ar viti að hverju þeir ganga og það er mik­il­væg­ast. Von­andi verðum við með nóg af seiðum og fulla á af fiski. Þetta hef­ur eng­in áhrif á sum­arið í sum­ar eða það næsta. Auðvitað erum við líka í viðræðum við Mat­væla­stofn­un og pöss­um okk­ur mjög að vera á grænu ljósi þar með okk­ar áform,“ upp­lýsti Peter.

Stórlaxi landað í Eystri Rangá. Áin byggir alfarið á seiðasleppingum. …
Stór­laxi landað í Eystri Rangá. Áin bygg­ir al­farið á seiðaslepp­ing­um. Mikið tjón varð í seiðaeld­is­stöðinni að Eyjalandi þar sem sex hundruð þúsund kviðpoka­seiði dráp­ust. Nú er vinna í gangi við að tryggja sem besta út­komu vegna þessa. Ljós­mynd/​Aðsend

Orðróm­ur hef­ur verið um að Veiðifé­lagið hafi ekki sleppt því magni af seiðum sem um var samið og það hafi leitt til þess að leigutaki hafi haldið eft­ir hluta af leigu­greiðslu. Er þetta rétt?

„Leigutaki hef­ur staðið við sitt og það höf­um við líka gert. Leigu­samn­ing­ur­inn kveður á um ákveðið magn sem okk­ur ber að sleppa ár­lega. Auðvitað get­ur það hlaupið á ein­hverj­um pró­sent­um plús mín­us til eða frá. Þetta er aldrei ná­kvæm­lega niður á seiði en við höf­um upp­fyllt samn­ing­inn. Vissu­lega höf­um við verið að glíma við vanda­mál í stöðinni en þetta hef­ur tek­ist,“ seg­ir Hörður. Peter Ripp­in staðfest­ir einnig að samn­ing­ar hafi verið upp­fyllt­ir og að sam­starfið hafi verið gott.

Taka við rekstri seiðaeld­is­stöðvar

Nýr lang­tíma­samn­ing­ur hef­ur verið gerður um Eystri Rangá og var hann kynnt­ur á aðal­fundi veiðifé­lags­ins. „Samn­ing­ur­inn var ein­róma samþykkt­ur en hann fel­ur það í sér að leigutak­inn mun taka að sér rekst­ur Eyja­lands, sem er okk­ar seiðaeld­is­stöð á samn­ings­tím­an­um. Við sömd­um til tíu ára og það seg­ir nátt­úru­lega allt um sam­komu­lagið milli okk­ar og leigu­taka. Seiðaeldi er eins og hver ann­ar rekst­ur og við í stjórn fé­lags­ins erum öll í öðrum störf­um og þetta var orðið allt of mikið álag. Þá er betra að fá ein­hvern aðila sem get­ur sinnt þessu vel,“ sagði Hörður.

Er fólki þá ekki bara létt við þessa grund­vall­ar­breyt­ingu? 

„Jú. Það má segja það og ná­kvæm­lega út af því hversu mik­il vinna þetta er. Eins og ég segi þetta er eins og hver ann­ar rekst­ur. Það þarf að sinna starfs­manna­mál­um og halda utan um starf­sem­ina sem er tíma­frekt.“

Rekst­ur Eyja­lands verður sam­kvæmt nýj­um samn­ingi í um­sjón Peters og fé­laga.

„Já. Við erum að fara vel yfir alla verk­ferla og ætl­um að leggja okk­ur fram við að búa til sem best seiði. Við erum að vinna öll okk­ar áform í sam­ráði við MAST. Við ætl­um að bæta við rann­sókn­araðstöðu og fá þar inn sér­menntaðan mann til að tryggja sem besta út­komu,“ upp­lýs­ir Peter.

Jóhannes Sigmarsson með fyrsta lax sumarsins í Eystri sumarið 2021. …
Jó­hann­es Sig­mars­son með fyrsta lax sum­ars­ins í Eystri sum­arið 2021. Seiðatjónið sem varð hef­ur ekki áhrif á veiðina í sum­ar eða næsta sum­ar. Hins veg­ar er sum­arið 2027 spurn­inga­merki. Peter Ripp­in seg­ir viðskipta­vini verða upp­lýsta um stöðu mála. Ljós­mynd/​Unn­ar Bergþórs­son

Leigutaki Eystri Rangár er fé­lagið East Ranga Sport­ing ehf og þar er Peter Ripp­in ann­ar tveggja eig­enda. Fé­lagið sér einnig um sölu í Affallið og Þverá fyr­ir Veiðifé­lag Eystri Rangár. Peter er svo sjálf­ur með Breiðdalsá fyr­ir aust­an á leigu. Leiðrétt­ist það hér með. Í fyrstu út­gáfu frétt­ar­inn­ar var sagt að fé­lagið East Rangá Sport­ing væri leigutaki þar.

Fé­lagið Kolskegg­ur sér um sölu á veiðileyf­um í Affallið og Þverá og sér einnig um sölu veiðileyfa í Eystri Rangá.

Eystri Rangá er laxveiðiá sem bygg­ir al­farið á seiðaslepp­ing­um og hafa þau seiði verið alin í seiðaeld­is­stöðinni að Eyjalandi. Raun­ar hafði fé­lagið fært út kví­arn­ar og var með eldi á fleiri stöðum, eins og í Borg­ar­f­irði og Mat­væla­stofn­un gerði ný­lega at­huga­semd­ir við.

Stefn­ir í arðgreiðslur

Eins og fyrr seg­ir var tíu ára samn­ing­ur við Peter Ripp­en samþykkt­ur á aðal­fundi. Hörður vill ekki gefa upp hver leig­an er á samn­ings­tím­an­um. Hins veg­ar sagði hann, „Þetta er bæði hag­stætt fyr­ir okk­ur, miðað við nú­ver­andi samn­inga og líka hag­stætt fyr­ir leigu­tak­ann.“

Mun þessi samn­ing­ur verða til þess að loks­ins verði greidd­ur út arður til land­eig­enda við Eystri Rangá?

„Já og það er frá­bær niðurstaða. Við vor­um að fara yfir þetta í veiðifé­lag­inu og ég held að það hafi gerst einu sinni á síðustu tíu árum að það hafi verið greidd­ur út arður.“ Hörður seg­ir að þegar nú­ver­andi stjórn tók við rekstri fé­lags­ins hafi skelfi­leg fjár­hags­leg staða blasað við og hann viður­kenn­ir að stjórn hafi velt fyr­ir sér að óska eft­ir gjaldþrota­skipt­um fé­lags­ins. Nú sé staðan önn­ur og mun betri. Veiðifé­lagið sé í dag með gott eigið fé og eig­in­fjár­hlut­fall. „Skuld­ir orðnar viðráðan­leg­ar og við orðin fjár­hags­lega öfl­ug.“

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert