Veiðistríðið um Iðuna heldur áfram

Ármót Stóru-Laxár og Hvítár. Ármótin eru breytileg eftir vatnsmagni en …
Ármót Stóru-Laxár og Hvítár. Ármótin eru breytileg eftir vatnsmagni en það er hlutverk matsvefndarinnar að afmarka ósinn. Vettvangsferð er fyrirhuguð í dag. Um veiðirétt á svæðinu var gerður samningur 1978 sem nú hefur verið sagt upp. Ljósmynd/Finnur Harðarson

Veiðistríðið um veiðisvæðið Iðuna, eins og veiðisvæðið er kallað held­ur áfram. Iðumenn hafa selt veiðileyfi á svæðið í sum­ar en Stóru–Laxár­menn hafa lýst því yfir að svæðið verði hluti af veiðisvæði Stóru-Laxár í sum­ar. Iðan er svæðið þar sem Stóra Laxá mæt­ir Hvítá. Þar hef­ur um ára­bil verið veitt á þrjár stang­ir.

Nú ligg­ur fyr­ir krafa Stóru Laxár­deild­ar sem er und­ir regn­hlíf­inni Veiðifé­lag Árnes­inga, um nýtt ósamat. Það mál er fyr­ir mats­nefnd sem kveðið er á um í lög­um um lax– og sil­ungsveiði í lög­um núm­er 61/​2006. Í októ­ber í fyrra óskaði Stóru–Laxár­deild­in og Finn­ur B. Harðar­son, land­eig­andi að Ásbrekku við Stóru–Laxá að nefnd­in tæki fyr­ir beiðni um ósa­af­mörk­un Stóru–Laxár í Hrepp­um gagn­vart Hvítá.

Fyr­ir­taka í mál­inu var hjá mats­nefnd­inni 21. janú­ar og svo aft­ur í mars. Á fund­ina voru boðaðir all­ir þeir sem gætu átt hags­muna að gæta. Kom fram hjá Iðumönn­um að þeir töldu að Finn­ur og Stóru–Laxár­deild­in gætu ekki verið aðilar máls­ins og var það byggt á samn­ingi um veiðina á Iðu, frá 1978.

Finnur Harðarson sagar í sundur enn einn lásinn sem lokar …
Finn­ur Harðar­son sag­ar í sund­ur enn einn lás­inn sem lok­ar veg­in­um að veiðisvæði Iðu. Finn­ur seg­ist bæði hafa verið læst­ur inni og úti og hafn­ar því að þetta sé einka­veg­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Hæfi staðfest og ósamat fer fram

Á miðviku­dag hitt­ist svo nefnd­in á nýj­an leik til að úr­sk­urða um aðild­ar­hæfi. Var úr­sk­urður nefnd­ar­inn á þann veg að jörðin Ásbrekka ætti ekki sjálf­stæða aðild að mál­inu. Hins veg­ar var viður­kennd aðild Stóru–Laxár­deild­ar­inn­ar til að óska eft­ir ósamati. Ekki var því fall­ist á kröfu Iðumanna um að vísa mál­inu frá.

Eft­ir því sem næst verður kom­ist er vett­vangs­ferð nefnd­ar­manna til að skoða svæðið þar sem Hvítá tek­ur á móti Stóru–Laxá fyr­ir­huguð í dag. Finn­ur B. Harðar­son land­eig­andi að Ásbrekku er jafn­framt leigutaki Stóru–Laxár. Finn­ur fagn­ar niður­stöðuinn um aðild­ar­hæfi, sem er reifuð hér að ofan, á face­book síðu sinni í gær og birt­ir þar úr­sk­urðinn í heild sinni. Finn­ur skrif­ar: „Fór­um með málið áfram með belti og axla­bönd, axla­bönd­in dugðu. Stóra Laxá er aðild­ar­hæf og Iða hluti af ósn­um okk­ar, nú er bara að sjá hversu langt ósinn nær niður fyr­ir brú, enda ferskvatn greini­legt þar og þar lágu neta­lagn­irn­ar hérna áður fyrr, á gamla ferjustaðnum fyr­ir neðan brú.“ Finn­ar vitn­ar því næst til for­dæma um ósamat, ann­ars veg­ar varðandi ós Tungufljóts við Hvítá og ný­legs mats um Eyja­fjarðará, þar sem hún fell­ur til sjáv­ar.

Deil­ur um veiðina á Iðusvæðinu hafa staðið í nokk­ur ár og stig­magn­ast. Hef­ur þetta gengið svo langt að marg­ir hafa ótt­ast að til átaka kæmi. Finn­ur leigutaki hef­ur sótt málið hart og sviðið að horfa upp á laxa veidda og drepna á Iðusvæðinu. Lax­ar sem hann vill meina að bíði þess að ganga upp í Stóru–Laxá. Hafa veiðimenn og land­eig­end­ur við Iðu læst hliði á veg­ar­slóða að veiðisvæðinu með lás­um og keðju en Finn­ur hef­ur jafn harðan mætt með slíp­irokk og önn­ur þau tæki sem hafa dugað til að vinna á keðjum og lás­um. Telj­ast þau at­vik nú orðið í tug­um. Þannig hef­ur hann í vor sagað og klippt sjö lása.

Við Iðu í Hvítá. Svæðið er eftirsótt og hefur gefið …
Við Iðu í Hvítá. Svæðið er eft­ir­sótt og hef­ur gefið ótalda stór­laxa í gegn­um tíðina. krafla.is

Lög­regla hef­ur verið kölluð til í þó nokk­ur skipti síðustu ár vegna þess­ara deilna. Ekki hef­ur þó komið til sak­fell­inga í mál­um af þess­um toga, ekki í það minnsta svo Sporðaköst hafi frétt af því.

Best að vera klár með poppið?

Vænt­an­lega mun mats­nefnd um ósa­svæðið skila af sér úr­sk­urði fyr­ir veiðitíma­bilið sem hefst síðari hluta júní mánaðar.

Veiðileyfi á Iðunni hafa verið eft­ir­sótt. Leyfi hafa verið seld fyr­ir þetta tíma­bil. Sporðaköst vita líka til þess að veiðimenn hafa í ein­hverj­um til­vik­um verið hik­andi við að kaupa leyf­in og jafn­vel hætt við vegna óviss­unn­ar. Finn­ur leigutaki hef­ur lýst því yfir að Iðusvæðið verði hluti af veiðinni á neðra svæði í Stóru–Laxár í sum­ar. Hef­ur kallað það frísvæði, sem mun fylgja neðra svæðinu.

Veiðimaður sem stundað hef­ur Iðuna og Sporðaköst ræddu við um málið taldi rétt­ast að áhuga­menn um veiði myndu birgja sig upp af poppi upp úr 20. júní þegar draga mun til tíðinda. Hvor­ug­ur aðili virðist ætla að gefa eft­ir og þarna munu mæt­ast stál­in stinn. Ja, nema nýtt ósamat breyti leikn­um. Þessa úr­sk­urðar er beðið í of­væni.

At­huga­semd frá Finni

Finn­ur B. Harðar­son, leigutaki að Stóru–Laxá sendi Sporðaköst­um at­huga­semd vegna frétt­ar­inn­ar hér að ofan. Hún hljóðar svo. „Skipu­lags­yf­ir­völd hafa staðfest að veg­ur­inn að Iðu er ekki einka­veg­ur og það er ólög­legt að læsa hon­um, hef svo sem fjallað um það áður. Enda er þetta eini veg­ur­inn að sam­eig­in­leg­um ós okk­ar og Iða 1 og 2 í okk­ar veiðifé­lagi, staðfest af ný­leg­um úr­sk­urði nefnd­ar um lax- og sil­ungsveiði. En Iðufólkið kall­ar það of­beldi að við vitj­um óss­ins okk­ar,„ skrif­ar Finn­ur. Þessu til viðbót­ar vitn­ar hann í Vega­lög frá ár­inu 2007.

„Í 55. gr vegalaga nr 80/​2007 kem­ur fram um vegi sem til­heyra ekki veg­flokki.
Nú ligg­ur veg­ur, stíg­ur eða götutroðning­ur yfir land manns og telst eigi til neins veg­flokks sam­kvæmt lög­um þess­um og er land­eig­anda þá heim­ilt að gera girðingu yfir þann veg með hliði á veg­in­um en eigi má hann læsa hliðinu né með öðru móti hindra um­ferð um þann veg nema sveit­ar­stjórn leyfi. Ákvörðun sveit­ar­stjórn­ar skv. 1. mgr. má leggja und­ir ráðherra.“
mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert