„Lax hér í maí er stórkostlegt“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Fyrsti lax­inn í Vatns­dalsá sást í Hólakvörn í gær. Björn K. Rún­ars­son leigutaki var á út­kíkki og sá fisk mætt­an á þenn­an dæmi­gerða vorstað. „Að sjá lax hér í maí er stór­kost­legt,“ sagði Björn í sam­tali við Sporðaköst.

    Björn fór aft­ur á út­kíkk í dag. Vind­ur var á Hólakvörn svo þar var ekki hægt að skyggna. Álkan var vatns­mik­il, en þar má oft sjá laxa snemma. Fyr­ir rælni skellti hann sér upp í Stekkj­ar­foss og eft­ir að hafa rýnt lengi ofan í hyl­inn og skoðað þrjá fiska sem hann var ekki sann­færður um að væru lax­ar, kom skyndi­lega einn silf­ur­bjart­ur upp úr dýp­inu. „Ég hef aldrei verið að kíkja eft­ir laxi svona snemma en þetta er al­veg magnað. Þær frétt­ir sem maður er að heyra benda til þess að tveggja ára fisk­ur­inn verði sterk­ur eins og marg­ir hafa verið að bú­ast við.“

    Björn K. Rúnarsson kíkir í Stekkjarfoss, efst í Vatnsdalsá í …
    Björn K. Rún­ars­son kík­ir í Stekkj­ar­foss, efst í Vatns­dalsá í dag. Eft­ir að hafa rýnt á þrjá fiska sem hann var ekki viss um, kom einn silfraður úr dýp­inu. Sá var ríf­lega 80 sentí­metr­ar giskaði Björn á. Ljós­mynd/​María

    Þetta vor virðist vera að fara í sögu­bæk­urn­ar, þegar kem­ur að snemm­gengn­um laxi. Þannig er mynd­bandið sem fylg­ir frétt­inni úr laxa­telj­ar­an­um í Ytri Rangá. Þar má sjá 75 sentí­metra hrygnu láta sig vaða í gegn, en telj­ar­inn er í Ægisíðufossi. Stefán Sig­urðsson einn af um­sjón­ar­mönn­um Ytri seg­ir þetta mjög snemmt. „Það er ennþá maí,“ sagði Stefán. Raun­ar eru þetta síðustu klukku­tím­arn­ir sem hægt er að segja það. En þetta er mögnuð staða.

    Þegar Sporðaköst voru að skrifa þessa frétt gekk ann­ar lax í gegn­um telj­ar­ann í Ægisíðufossi. Skaust inn í hann með lát­um og eft­ir stutta stund var hann horf­inn. Mæl­ing­in á hon­um var 78 sentí­metr­ar. Sá silfraði er að flýta sér eins og við sögðum um dag­inn.

    Þannig virðist lax­inn mætt­ur í Elliðaárn­ar og hafa fisk­ar sést í foss­in­um og Ásgeir Heiðar sá þrjá fal­lega 8 til 10 punda fiska á Neðri–Breiðu. „Náðu ekki að „sanna“ sig sem lax­ar. Gætu verið væn­ir birt­ing­ar...“ skrifaði Ásgeir á face­book. Það eru nokkr­ir sem tjá sig und­ir færslu Ásgeirs og tveir segj­ast hafa séð laxa í foss­in­um. Ann­ar í gær og hinn í dag. Þannig að lík­ast til er hann mætt­ur þar eins og svo víða.

    Lax á Fossbrotinu í Sandá. Þessi mynd er tekin í …
    Lax á Foss­brot­inu í Sandá. Þessi mynd er tek­in í gegn­um pol­aroidgler­augu og Ólaf­ur smellti hring um lax­inn. Ljós­mynd/Ó​laf­ur Finn­boga­son

    Þeir ár­nefnd­ar­menn í Sandá sem sáu lax á Foss­brot­inu þar sendu mynd í dag sem tek­in er í gegn­um pol­aroidgler­augu og þar má sjá þenn­an fal­lega Sandár­fisk.

    Veiðitíma­bilið hefst svo form­lega í fyrra­málið þegar Urriðafoss opn­ar. Sporðaköst verða þar og fylgj­ast með fram­göngu mála. Svo er stór dag­ur á miðviku­dag­inn þegar Norðurá opn­ar. Þar er búið að sjá tölu­vert af fiski og verður for­vitni­legt að sjá hvernig perl­an í Borg­ar­f­irði opn­ar. Dag­inn eft­ir er komið að Blöndu að opna og það er ekki síður for­vitni­legt. Bænd­ur þar eru bjart­sýn­ir, eins og komið hef­ur fram hér á Sporðaköst­um. Blönd­u­lón er hins veg­ar fullt og ríf­lega það, sem sé kom­in á yf­ir­fall. Það get­ur svo vel verið að lit­ur­inn á henni sé í lagi og menn geri veiði. Sjá­um hvað set­ur.

    mbl.is

    Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

    Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
    103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
    100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
    Veiðiárið 2024:
    102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
    101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
    101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
    102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
    103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

    Skoða meira

    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert