Fyrsti laxinn kom í fyrsta rennsli

Stefán Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Urriðafossi í morgun. Veiðisumarið …
Stefán Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Urriðafossi í morgun. Veiðisumarið er formlega hafið. Ljósmynd/Sporðaköst

Laxveiðin á Íslandi sum­arið 2025 hófst form­lega fyrr í morg­un þegar land­eig­end­ur og leigu­tak­ar hófu veiði í Urriðafossi í Þjórsá. Stefán Sig­urðsson, leigutaki tók fyrsta rennslið og eft­ir ör­fá­ar mín­út­ur mátti sjá stang­ar­topp tifa og með sí­fellt meiri ákefð. Stefán tók á lax­in­um og setti í hann. Viður­eign­in var stutt en snörp og fljót­lega var 76 sentí­metra hrygnu landað. Har­ald­ur Ein­ars­son land­eig­andi var á háfn­um og fyrsti lax­inn var kom­inn á land. 

Aðstæður eru ágæt­ar en vatn í Þjórsá mætti vera aðeins meira til að lax­inn væri á aðgengi­leg­ustu stöðunum. Fyrsti lax­inn veidd­ist neðst í Lækj­ar­látri. Fisk­ur er á ferðinni og hafa nokkr­ir sýnt sig. 

Fjölskyldusameining í Urriðafossi. Harpa Hlín veiddi laxinn, Stefán Sigurðsson háfaði …
Fjöl­skyldusam­ein­ing í Urriðafossi. Harpa Hlín veiddi lax­inn, Stefán Sig­urðsson háfaði og Matth­ías son­ur þeirra veit­ir stuðning. Ljós­mynd/​Sporðaköst

Upp­fært kl. 13:15 – Fimm á land

Þrír lax­ar voru komn­ir á land þegar Sporðaköst yf­ir­gáfu svæðið laust fyr­ir klukk­an tólf. Allt voru þetta hrygn­ur, frá 74 sentí­metr­um og upp í átta­tíu. Þrír lax­ar voru misst­ir. Fisk­ur­inn er vel hald­inn og þykk­ur og tölu­vert virt­ist vera af fiski á ferðinni. Þannig voru fisk­ar að sýna sig bæði í Huld­unni og einnig í Lækj­alátri, en það eru gjöf­ul­ustu staðirn­ir í Urriðafossi. Þjórsá er held­ur vatns­minni en í síðustu opn­un og þá held­ur Hol­an sem marg­ir kann­ast við, tæp­lega fiski. Nú rétt fyr­ir há­degi höfðu svo tveir lax­ar bæst í hóp­inn og hef­ur þá morg­un­inn gefið fimm laxa sam­tals. Sá stærsti var 83 sentí­metra hæng­ur sem veidd­ist rétt fyr­ir hlé.

Skýrsla um fyrsta veiðidag­inn verður svo birt í kvöld.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert