Sautján laxar á land á opnunardegi

Jóhann Birgisson tók þennan fallega vorlax á hitch. Alls skilaði …
Jóhann Birgisson tók þennan fallega vorlax á hitch. Alls skilaði opnunardagurinn í Norðurá sautján löxum. Ljósmynd/Rafn Valur Alfreðsson

Óhætt er að segja að opn­un­ar­dag­ur­inn í Norðurá skilaði fínni niður­stöðu. Sautján lax­ar komu á land og nokkr­ir misst­ust. Þetta er tveim­ur löx­um færra en í opn­un­inni í fyrra. „Þetta var geggjaður dag­ur og ekki síst í ljósi aðstæðna. Ég er ekki viss um að menn hafi átt von á því að landa sautján löx­um þegar þeir litu út um glugg­ann í morg­un. Híf­andi rok og skítak­uldi,“ sagði Rafn Val­ur Al­freðsson rekstr­araðili Norðurár í sam­tali við Sporðaköst í lok dags.

Norðurá var ekki nema í tíu rúm­metr­um og hita­töl­ur voru ekki upp á marga fiska. Loft­hiti á miðnætti í gær fór niður í frost­marka og var í kring­um fjór­ar gráður þegar menn gerðu sig klára eft­ir morg­un­mat. Vatns­hiti var í kring­um fimm til sex gráður.

Björn Björnsson með eitt silfur tundurskeytið. Einungis tveir laxar voru …
Björn Björns­son með eitt silf­ur tund­ur­skeytið. Ein­ung­is tveir lax­ar voru með lús sem veidd­ust í dag. Ljós­mynd/​Rafn Val­ur Al­freðsson

Fyrri vakt­in gaf níu laxa og eft­ir há­degi komu svo átta á land. Eyr­in var langsterk­asti veiðistaður­inn og gaf ell­efu laxa. Þar ræður mestu vatns­magn og hvaða leið lax­inn vel­ur til göngu.

Ein­ung­is tveir lax­ar voru með lús en opn­un­ar­hollið að þessu sinni lend­ir á milli strauma. Áhuga­vert verður að sjá hvað ger­ist þegar hlýn­ar og næsti straum­ur nálg­ast. Sett var í tvo „nagla“ í dag. Fisk­ar sem ekki náðust á land en voru gríðar sterk­ir. Það er alltaf spenn­andi að vita af slík­um fisk­um og ekki síður spenn­andi að mæla þá.

Kátasti veitingamaður landsins kominn á blað. Ingvar Svendsen brosir sínu …
Kát­asti veit­ingamaður lands­ins kom­inn á blað. Ingvar Svendsen bros­ir sínu breiðasta. Ljós­mynd/​Dag­ur ElÍ

„Það verður mjög for­vitni­legt að sjá hvernig næsta vika verður. Vissu­lega sterk opn­un og mikið af þess­um löx­um í dag var að taka smá­flug­ur og hitchið var líka að gefa. Maður tók líka eft­ir því að þess­ir fisk­ar eru vel haldn­ir og það veit á gott. Ég ætla al­veg að leyfa mér að vera bjart­sýnn á fram­haldið. Aðstæður í dag voru al­veg hrika­lega erfiðar. Þetta byrjaði á því þegar við vor­um að keyra upp að Glitstaðabrú að stang­irn­ar fuku af bíln­um. Ég hef aldrei séð það ger­ast og við erum stanga­hald­ara sem eru seg­ull og þetta á ekki að hreyf­ast. Svo var maður orðinn svo lopp­inn á hönd­un­um nú und­ir kvöld að ég hefði ekki getað skipt um flugu í rest­ina,“ hló Rabbi.

Stærsti lax­inn í dag mæld­ist 86 sentí­metr­ar og kom hann á Eyr­inni.

Ásgeir Einarsson með annan af tveimur sem hann landaði í …
Ásgeir Ein­ars­son með ann­an af tveim­ur sem hann landaði í dag. Ljós­mynd/​Svendsen

Á morg­un er svo virki­lega spenn­andi opn­un þegar Blanda tek­ur á móti á fyrstu veiðimönn­un­um. Í þeim hópi er Árni Bald­urs­son sem þekk­ir Blöndu bet­ur en flest­ir.

Straum­arn­ir og Brenn­an opna líka á morg­un og það er ekki síður spenn­andi að fá frétt­ir af þess­um neðstu svæðum Þver­ár og Norðurár. Raun­ar kom fyrsti lax sum­ars­ins úr Skugga í lok síðasta mánaðar. Skuggi er svæðið þar sem Grímsá mæt­ir Hvítá. Sporðaköst munu fylgj­ast með fram­gangi mála á öll­um þess­um svæðum.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert