Blöndubræður himinlifandi með morguninn

Mikil gleði. Árni Baldursson fékk þessa 86 sentímetra hrygnu í …
Mikil gleði. Árni Baldursson fékk þessa 86 sentímetra hrygnu í lok vaktarinnar. Það komu tveir laxar í opnun Blöndu en síðustu tvö ár hefur ekki veiðst lax í opnunarhollinu. Ljósmynd/Reynir Sigmundsson

Þeir Blöndu­bræður, Árni Bald­urs­son og Reyn­ir Sig­munds­son lönduðu tveim­ur löx­um í morg­un í Blöndu. Þetta telst til tíðinda því að opn­an­ir síðustu tvö ár hafa ekki skilað laxi. 

Reyn­ir landaði 92 sentí­metra hrygnu í morg­un á Breiðu suður. Þegar langt var liðið á vakt­ina fór Árni Bald­urs­son upp í veiðihús og pakkaði sam­an far­angri til að geta ekið beint í bæ­inn. „Þegar ég kom aft­ur að Blöndu var eng­inn á Breiðunni að norðan­verðu. Klukk­an var hálf eitt og ég hljóp niður stig­ann. Sá allt í einu að það var kom­inn hettu­máv­ur á ánna. Fyrst tveir og svo voru þeir allt í einu orðnir sex. Ég tengi alltaf sam­an fugla og fiska. Ég óð út í með German Snæld­una mína. Þetta hef­ur verið svona í fimmta kasti. Þá tók hann með lát­um,“ greindi Árni frá aðspurður um hvernig þetta hefði viljað til.

Kominn í háfinn hjá Reyni. Tær gleði fyllti Árna Baldursson. …
Kom­inn í háfinn hjá Reyni. Tær gleði fyllti Árna Bald­urs­son. Tveir lax­ar í morg­un eru afar já­kvæðar frétt­ir fyr­ir unn­end­ur Blöndu og ekki síður allt Norðvest­ur­landið. Ljós­mynd/Á​rni Bald­urs­son

„Það er langt síðan að ég hef séð svona glampa í aug­un­um á hon­um eins og eft­ir þetta,“ hló Reyn­ir í spjalli við Sporðaköst. Hann seg­ist hafa reynt að tala við Árna þegar hann var að fikra sig í land með fisk­inn á en hann hafi verið nán­ast stjarf­ur af stressi og spenn­ingi. Það er mik­il guðsgjöf fyr­ir mann á sjö­tugs­aldri sem hef­ur landað um tutt­ugu þúsund löx­um að verða enn stjarf­ur af spenn­ingi þegar hann set­ur í fisk.

„Þú ferð ekki út í“

Eft­ir snarpa og spenn­andi viður­eign háfaði Reyn­ir 86 sentí­metra hnausþykka hrygnu sem ekki hafði staðist German Snæld­una. Deg­in­um var bjargað fyr­ir afa, eins og Árni Bald­urs­son kall­ar sig til hátíðabrigða. Hrygn­unni var sleppt enda geym­ir hún næstu kyn­slóð og þessi stærð hrygna er sú dýr­mæt­asta þegar horft er til hrygn­ing­ar.

Ekta Blöndulax að vori. Hnausþykk og öflug hrygna.
Ekta Blönd­ulax að vori. Hnausþykk og öfl­ug hrygna. Ljós­mynd/​Reyn­ir Sig­munds­son

„Þú ferð ekki út í,“ kallaði afi á Reyn­ir. „Ég ætla að taka ann­an,“ sagði hann og óð út í, enda stutt í vakt­ar­lok. Þegar Árni var kom­inn vel út í og upp í klof byrjaði hann að úffa. „Vöðlurn­ar mígleka,“ og hann sneri sér til lands. Þá kom í ljós að hann hafði gleymt að renna upp renni­lásn­um í óðag­ot­inu og vöðlurn­ar voru full­ar af vatni. Klukk­an var orðin eitt og opn­un­ar­holl­inu í Blöndu þar með lokið.

Það er mjög já­kvætt að Blanda gaf nú laxa í opn­un. Eins og seg­ir að ofan náðist ekki lax í opn­un síðustu tvö ár. Marg­ir hafa haft áhyggj­ur af Blöndu og veiði þar í fyrra var með minnsta móti. Þess­ir tveir fisk­ar gefa góð fyr­ir­heit og það ekki bara fyr­ir Blöndu. Held­ur einnig fyr­ir Norðvest­ur­landið í heild sinni. Fyrst hann er mætt­ur í Blöndu er hann kom­inn víðar.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
100 cm Miðfjarðará Christoph­er Hill 19. júlí 19.7.
100 cm Miðsvæðið Laxá í Aðal­dal Helgi Jó­hann­es­son 15. júlí 15.7.
103 cm Laxá í Aðal­dal Aðal­steinn Jó­hanns­son 7. júlí 7.7.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert