Bananaævintýrið og svekktir Norðmenn

Markmiðið með Noregsveiðum á þessum tíma árs er ekki fjöldi …
Markmiðið með Noregsveiðum á þessum tíma árs er ekki fjöldi laxa. Stórlaxinn freistar. Hér er Hilmar Hansson með 106 sentímetra fiskinn úr Stjordalselva. Ljósmynd/Haugur

Það eru nýir tím­ar í Nor­egi þegar kem­ur að laxveiði. Veiða og sleppa er í flest­um ám orðið skil­yrði. Marg­ir inn­fædd­ir veiðimenn eru ósátt­ir. Hilm­ar Hans­son og Haug­ur­inn veiddu „nýj­an Nor­eg“ og gerðu góða ferð.

Síðasta ár var það lé­leg­asta í sögu laxveiða í Nor­egi. Skorður voru sett­ar við veiði og nokkr­um ám var lokað í fyrra sök­um þess hversu lítið gekk af laxi. Nú er nýtt veiðitíma­bil komið af stað o það und­ir breytt­um for­merkj­um. Veiða og sleppa hef­ur inn­leitt af stjórn­völd­um og er í raun meg­in­for­senda þess að veiði yfir fékk að hefjast í ár.

Nokkr­ir ís­lensk­ir veiðimenn veiddu und­an­farna daga Orklu og Stjör­dal­selva, sem báðar eru þekkt­ar laxveiðiár þar í landi. Hvað seg­ir Hilm­ar um stöðuna og tón­inn í norsk­um veiðimönn­um? 

Bardaginn var svakalegur segir Hilmar. Stórar stangir og öflug hjól …
Bar­dag­inn var svaka­leg­ur seg­ir Hilm­ar. Stór­ar stang­ir og öfl­ug hjól og allt í botni. Ljós­mynd/​Haug­ur

„Ég hef mest verið í sam­an­di við fólk sem til­búið í veiða og sleppa og stuðla að upp­bygg­ingu. Þar heyr­ir maður bjart­sýn­an tón. Hins veg­ar er stór hluti norskra veiðimanna al­farið á móti þessu fyr­ir­komu­lagi. Þeir vilja bara halda áfram að setja sína fiska í reyk. Þetta er svo rót­gróið í veiðimenn­ing­una hér að marg­ir vilja frek­ar sitja heima og veiða ekki, frek­ar en að veiða og sleppa,“ upp­lýs­ir Hilm­ar.

„Það varð allt brjálað“

Er þetta al­mennt Hilli, meðal norskra veiðimanna?

„Þetta er held ég mest bundið við eldri kyn­slóðirn­ar sem hafa stundað sinn veiðiskap í ára­tugi og þekkja ekk­ert annað en að drepa sinn fisk og borða.“ Hilm­ar var formaður Lands­sam­bands stanga­veiðifé­laga á þeim tíma sem Veiðimála­stofn­un gaf það út að það yrði að sleppa stór­lax­in­um. „Við gáf­um það út og fór­um að berj­ast fyr­ir því að stór­lax­in­um yrði sleppt. Þetta er í kring­um 2000. Það varð allt brjálað og maður var bara hold­gerv­ing­ur djöf­uls­ins og það voru yf­ir­lýs­ing­ar á borð við „fyrr dett ég dauður niður,“ og mikið í þess­um dúr. Þetta tók hins veg­ar ekki nema tvö þrjú ár. Þá voru all­ir farn­ir að sleppa. Þetta er erfitt á meðan að á þessu stend­ur, sárs­auka­fullt fyr­ir marga en svo bara kem­ur þetta.

Noregur státar af risalöxum og það allt upp í fimmtíu …
Nor­eg­ur stát­ar af risa­löx­um og það allt upp í fimm­tíu pund. Þessi stór­lax Hilm­ars legg­ur sig á um 26 pund. Hon­um var sleppt eins og nú er skylda í Nor­egi. Ljós­mynd­ari/​Haug­ur

Hann veiddi Orklu í fimm daga ásamt fleiri Íslend­ing­um. Hilm­ar og Óskar Páll Sveins­son sem var í hópn­um settu báðir í fisk og misstu. Svæðið sem þeir fé­lag­ar veiddu er tíu stanga svæði og á fimm dög­um veidd­ust tveir fisk­ar. Báðir þess­ir lax­ar voru voru yfir hundrað sentí­metr­ar. 102 og 103. Það er þessi stærð sem tog­ar í Hilm­ar og hann lang­ar að veiða slíka fiska og það er staðreynd að Nor­eg­ur er með laxa­stofn sem verður mun stærri en sá ís­lenski. Enda kom það á dag­inn að þegar Hilm­ar og fé­lag­ar yf­ir­gáfu Orklu á leið í Stjör­dal­selva fengu þeir hring­ingu frá land­eig­and­an­um og 114 sentí­metra lax hafði veiðist. Ný­geng­inn hæng­ur. „Það eru um þrjú hundruð stang­ir í Orklu, giska ég á og veiðin kannski í kring­um tutt­ugu laxa á dag,“ álykt­ar Hilm­ar. Svæðið sem þeir voru á ber tíu stang­ir og er um fimm kíló­metr­ar að lengd. Á hinum bakk­an­um er sami stanga­fjöldi og þegar horft er til hversu löng áin er þá er þrjú hundruð stang­ir ekki fjarri lagi. „Þetta er mik­il veiði þegar við horf­um til þess hvernig þetta er heima. En vissu­lega eru þetta fyrstu dag­arn­ir og vænt­an­lega á þetta eft­ir að aukast þegar líður fram á sum­arið. En ég er hérna þessa fyrstu daga til að veiða stór­an lax. All­ir lax­arn­ir í ánni eru stór­ir en hér er mögu­leiki á að ná í þá allra stærstu. Hér á þess­um tíma snýst þetta ekki um magn held­ur að setja í þessa stóru.

Mun betri staða en í fyrra

Eft­ir veiðina í Orklu færðu þeir sig um set og yfir í Stjor­dal­selva. Þetta er annað árið í röð sem þeir veiða hana á þess­um tíma. „Það var ekk­ert af fiski í henni í fyrra. Núna sjá­um við fisk í hylj­un­um sem er að ganga fram­hjá. Við sáum fisk í öll­um hylj­um og þeir hafa verið að stökkva og rjúfa yf­ir­borðið. Þetta sáum við ekki í fyrra. Ég fékk bara einn í fyrra en núna lönduðum við þrem­ur. Við sjá­um al­veg já­kvæðan mun á svæðinu frá því í fyrra.“

Hilm­ar er að elta þessa stóru. Hann landaði tveim­ur. Ann­ar var níu­tíu sentí­metr­ar og hinn var 106 sentí­metr­ar. „Þetta er svona tólf kílóa fisk­ur eða í kring­um 26 pund­in. Þegar ég fékk hann vor­um við að veiða neðsta svæðið og við þetta er allt ann­ar leik­ur en heima. Við erum að nota þung­ar sökklín­ur og þurf­um að koma þessu niður. Þetta er al­veg rosa­leg vinna miðað við veiðina heima. Þegar ég setti í þenn­an þá var þetta al­veg svaka­legt tog og stöng­in verður bara bein. Hann fór langt niður á und­ir­línu og þetta er fyrst og fremst þol­in­mæðis­vinna. Þetta eru svo þykk­ir fisk­ar og miklu þykk­ari en okk­ar lax. Fyrsti fisk­ur­inn er alltaf smá stress og svo­lítið upp­nám og sér­stak­lega eft­ir að hafa séð hversu svaka­leg blaðkan var. Þá kem­ur auka slag í hjartað í manni. Þá er líka gott að hafa Sigga Haug sér við hlið með háfinn. Maður sem er bú­inn að háfa nokk­ur þúsund laxa á æv­inni. Siggi kom sér fyr­ir á steini og ég náði hon­um að og Siggi renndi háfn­um und­ir hann og þá var þetta komið,“ seg­ir Hilm­ar. Hann viður­kenn­ir að bar­átt­an hafi verið „svaka­leg“ en þó ekki staðið nema í 25 mín­út­ur. Hjólið á mestu bremsu og allt í botni.

Blessuð Bananaflugan gaf þennan fiska. Sigurður Héðinn landaði 84 sentímetra …
Blessuð Banana­flug­an gaf þenn­an fiska. Sig­urður Héðinn landaði 84 sentí­metra laxi og kallaði hann smá­lax í sam­an­b­urði við tröllið sem Hilli fékk. Ljós­mynd/​Hilm­ar

„Láttu mig fá hel­vít­is Banana­flug­una“

Sig­urður Héðinn veiddi Stjor­dal­selv­an með Hilm­ari og fékk hann ein­mitt „smá­lax“ í ferðinni. Smá­lax­inn hans Sigga var 84 sentí­metr­ar. En flest­ir lax­ar stand­ast illa sam­an­b­urð við 106 sentí­metra lax­inn hans Hilla.

Ban­ana fly var að virka vel fyr­ir þá fé­laga. Hilli er vin­ur Mika­el And­ers­son sem hannaði þá flugu. „Ég varð svo­lítið heillaður af þessu. Við vor­um að veiða í Orklu einu sinni og hann veiddi ógeðslega vel og allt á þessa Banana­flugu. Hann gaf mér nokkr­ar og ég fór að hnýta ýmis til­brigði af henni. Meðal ann­ars í Sunray hexacon út­færslu. Ég var með Ban­ana lit­inn sem und­ir­væng og svart­an apa sem yf­ir­væng. Ég tók mína laxa báða á þessa flugu. Svo sagði Siggi við mig. „Æi gefðu mér þessa hel­vít­is Banana­flugu.“ Ég gaf hon­um eina hefðbundna slíka. Ég fór að hlæja og spurði hvort hann væri ekki með fleiri þúsund flug­ur í tösk­unni. „Láttu ekki svona, láttu mig hafa eina svona hel­vít­is Banana­flugu.“ Það var svo magnað að karl­inn fór út og setti í lax og landaði hon­um 84 sentí­metra. Það var svo magnað að þessi lit­ur gaf okk­ur alla þrjá lax­ana.“ Hilli verður vopnaður Banana­flug­unni heima í svona. Hann seg­ist hafa fengið laxa á hana á Íslandi en nú ætl­ar hann að hnýta Sunray út­gáf­una og hún verður tek­in til kost­anna í ám sem geyma þá stóru. Viðbúið er að Aðaldal­ur­inn taki á móti nokkr­um slík­um.

Sigurður Héðinn, eða Haugurinn eins og hann er alla jafna …
Sig­urður Héðinn, eða Haug­ur­inn eins og hann er alla jafna kallaður tog­ast á við norsk­an lax í Stjor­dal­selva. Ljós­mynd/​Hilm­ar

Það er eitt­hvað svo rök­rétt að vera með svart­an apa sem yf­ir­væng þegar Banana­flug­an er hnýtt. Hilli tek­ur und­ir það og hlær. „Api og ban­ani, klikk­ar ekki.“

Tvennt sem verður áhuga­vert að fylgj­ast með í sum­ar. Hvernig laxa­sum­arið í Nor­egi verður. Þeir búa við það að á miðju sumri fer fram stöðumat á lax­in­um. Hversu mikið hef­ur gengið og hver staðan er á hinum ólíku svæðum. Þar gæti dregið til tíðinda. Svo verður ekki síður áhuga­vert að sjá hvernig Hilla geng­ur með Banana­flug­una hér heima.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
100 cm Miðfjarðará Christoph­er Hill 19. júlí 19.7.
100 cm Miðsvæðið Laxá í Aðal­dal Helgi Jó­hann­es­son 15. júlí 15.7.
103 cm Laxá í Aðal­dal Aðal­steinn Jó­hanns­son 7. júlí 7.7.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert