Rauð flögg á loft eða bara seinkun?

Haust við Norðurá í fyrra. Mikil aukning varð á smálaxi …
Haust við Norðurá í fyrra. Mikil aukning varð á smálaxi sumarið 2024. Þá á að þýða mikið af tveggja ára laxi í sumar. En hvar er hann? Ljósmynd/AÞ

All­ir áttu von á góðum göng­um af stór­laxi í upp­hafi veiðitím­ans. Sú von virðist ekki vera að ganga eft­ir. Óhætt er að segja að rauð flögg eru á lofti í byrj­un veiðitíma, eft­ir góða byrj­un í Norðurá og Þverá. 

Laxá í Kjós hef­ur ekki enn kom­ist á blað, en veiði þar hófst síðastliðinn sunnu­dags­morg­un. Laxá í Lei­rár­sveit núllaði fyrsta dag­inn, en óstaðfest­ar frétt­ir herma að sá fyrsti hafi komið á land í morg­un. Þeir byrjuðu að veiða í gær­morg­un.

Fyrsta vakt í Grímsá gaf eng­an lax. Dag­ur­inn þar er þó ekki að kveldi kom­inn og þar hafa sést fisk­ar á nokkr­um stöðum.

Veiðin í Norðurá hef­ur verið virki­lega ró­leg eft­ir opn­un­ina og er hún 45% minni en á sama tíma í fyrra. Nú hef­ur verið landað þar 66 löx­um en voru 120 á þjóðhátíðardag­inn í fyrra.

Miðfjarðará byrj­ar ró­lega. Þar eru komn­ir átta fisk­ar á land. Það er samt meira en í opn­un­inni í fyrra á sama tíma. Raun­ar mun­ar þar bara ein­um laxi. 

Blanda er kom­inn með sex laxa en hún opnaði 5. þessa mánaðar. Það er laxi meira en á sama tíma í fyrra.

Gott vor og hlýr sjór gaf mönn­um von­ir um að lax myndi ganga snemma. Það hef­ur ekki gerst til þessa nema í litlu magni. Þá er það stóra spurn­ing­in hvort í fyrsta skipti í lang­an tíma rofni sú sterka fylgni sem verið hef­ur milli þess að sterk­ar göng­ur smá­lax, eins og var í fyrra skili auknu magni af stór­laxi ári síðar. Það er verið að lyfta rauðu flögg­un­um en þau kunna að verða fljót niður ef eitt­hvað breyt­ist. En þetta er að koma mörg­um á óvart og væg­an kulda­hroll set­ur að veiðimönn­um.

Vissu­lega má tína til já­kvæða hluti. Opn­un í Kjar­rá er kom­in með 24 laxa. Það er lax að veiðast í Straum­un­um, þar sem Hvítá og Norðurá mæt­ast og í öll­um þess­um ám þar sem geng­ur ró­lega hafa menn séð eitt­hvað af fiski. Við skul­um ekki ör­vænta en marg­ir hafa áhyggj­ur.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert