Fimm á opnunarvakt og engin rauð flögg

Tekist á við fyrsta laxinn í Víðidalsá sumarið 2025. Rögnvaldur …
Tekist á við fyrsta laxinn í Víðidalsá sumarið 2025. Rögnvaldur Guðmundsson með hann. 86 sentímetra hrygna kom á land. Ljósmynd/Sporðaköst

Með hófstillta von í brjósti byrjuðu veiðimenn snemma í morg­un í opn­un Víðidals­ár. Frétt Sporðak­asta um mögu­leg rauð flögg á lofti í laxveiðinni fór illa ofan í menn með eggj­um og bei­koni. Það átti eft­ir að breyt­ast fljótt og ör­ugg­lega. Skemmst er frá því að segja að lax­ar veidd­ust á öll­um svæði ár­inn­ar. Fyrsta lax­inn fékk Rögn­vald­ur Guðmunds­son klukk­an 8:04 í Neðri Ármót­um. Reynd­ist þar á ferð 86 sentí­metra Víðidals­ár­hrygna. Speg­il­björt og fög­ur. Stuttu síðar var sett í landað fiski í Ker­inu í Fitjá. Ann­ar fylgdi svo í kjöl­farið. Á neðsta svæðinu fékkst einn lax í Faxa­bakka og sá fimmti kom á land á svæði tvö í veiðistaðnum Galta­nesi. Sam­tals fimm lax­ar á fyrstu vakt­inni. Eng­in rauð flögg í Víðidal.

Glæsilegur fiskur og veiðisumarið 2025 er hafið í Víðidal.
Glæsi­leg­ur fisk­ur og veiðisum­arið 2025 er hafið í Víðidal. Ljós­mynd/​Sporðköst

Tvennt kom mönn­um sér­stak­lega á óvart á neðsta svæðinu. Sjó­bleikj­an er mætt í miklu magni. „Það er bara ekki hægt að veiða Dals­árós­inn fyr­ir bleikju,“ sagði veiðimaður í sam­tali við Sporðaköst um leið og hann losaði úr þeirri ní­undu. Allt voru þetta tveggja til þriggja punda bleikj­ur og gull­fal­leg­ar.

Loks urðu menn var­ir við laxa að ganga og kíktu þeir upp úr á brot­un­um og köfuðu þess á milli. Aðstæður eru mjög góðar í Víðidal. Milt veður og drop­ar. Áin hækkaði nokkuð í morg­un og það verða spennt­ir veiðimenn sem fara út eft­ir há­degi.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
105 cm Laxá í Aðal­dal Ásgeir Stein­gríms­son 9. ág­úst 9.8.
101 cm Stóra Laxá Birta Ósk Svans­dótt­ir 31. júlí 31.7.
100 cm Straum­fjarðará Bruno Muller 22. júlí 22.7.
100 cm Miðfjarðará Christoph­er Hill 19. júlí 19.7.
100 cm Miðsvæðið Laxá í Aðal­dal Helgi Jó­hann­es­son 15. júlí 15.7.
103 cm Laxá í Aðal­dal Aðal­steinn Jó­hanns­son 7. júlí 7.7.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert