Spáir bingó í dag með breyttu veðri

Svona lítur hann út fyrsti laxinn úr Grímsá. Tók Hauginn …
Svona lítur hann út fyrsti laxinn úr Grímsá. Tók Hauginn og veiðimaður er Stefán Þór Bjarnason. Ljósmynd/Hreggnasi

Fyrsti lax­inn úr Grímsá í Borg­ar­f­irði veidd­ist síðdeg­is í gær. Hann fékkst í Lækj­ar­fossi og tók Haug­inn. Lax­inn mæld­ist 79 sentí­metr­ar og það var Stefán Þór Bjarna­son sem veiddi hann. Sett var í stór­lax í Strengj­um en eins og oft ger­ist með þessa stærstu þá slapp hann.

Þrátt fyr­ir ró­leg­an opn­un­ar­dag eru Gríms­ár­bænd­ur bjart­sýn­ir með Jón Þór Júlí­us­son fremst­an í flokki, en hann stýr­ir Hreggnasa, fé­lag­inu sem leig­ir Grímsá.

Tekist á við fyrsta laxinn í Grímsá í dag.
Tek­ist á við fyrsta lax­inn í Grímsá í dag. Ljós­mynd/​Hreggnasi

Lax­ar sáust víða í Grímsá í gær. Lax­foss, Svartistokk­ur, Stór­laxa­flöt, Hörgs­hyl­ur og Sýslu­manns­brot geymdu all­ir laxa þó að þeir hafi ekki gefið sig.

Jón Þór Júlí­us­son horfði til him­ins og kíkti á veður.is. „Nú eru veðrabrigði í kort­un­um og það verður bingó á morg­un,“ sagði leigutak­inn inn­blás­inn bjart­sýni eft­ir að hafa rýnt í veður­kort­in. Hann er sem sagt að tala um dag­inn í dag, enda viðtalið tekið eft­ir að veiðidegi lauk í gær.

Það er rign­ing í kort­un­um og um leið fá lax­ar og veiðimenn hvíld frá sól­inni, sem get­ur gert báðum lífið leitt. Smá súr­efni í vatnið og jafn­vel áherslu­breyt­ing í vatns­magni geta gert gæfumun­inn. En bingó? Hver veit?

Hítará með þrjá á fyrstu vakt

Hítará opnaði líka í gær og þar byrjuðu veiðimenn eft­ir há­degi. Þrír lax­ar komu á land. Tveir úr Flesjufljóti og einn úr Breiðinni. Það verður nú bara að flokk­ast sem góð byrj­un þar vestra. Það var hinn knái veit­ingamaður, Ingvar Svendsen sem fékk einn af opn­un­ar­löx­un­um í Flesjufljóti. 

Þrír laxar veiddust á fyrstu vakt í Hítará. Hér er …
Þrír lax­ar veidd­ust á fyrstu vakt í Hítará. Hér er Ingvar Svendsen með einn þeirra. Veiðistaður­inn er Flesjufljót. Ljós­mynd/​Har­ald­ur Ei­ríks­son

Í dag er svo Víðidalsá að opna og við flytj­um ykk­ur frétt­ir af gangi mála þar í dag.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert