Margar ár að opna og misjafnt gengi

Björn Hlynur Pétursson fékk fyrsta laxinn í Eystri Rangá sumarið …
Björn Hlynur Pétursson fékk fyrsta laxinn í Eystri Rangá sumarið 2025. Hann fékk alls þrjá laxa þar í dag, á opnunardegi. Ljósmynd/Björn Hlynur

Marg­ar laxveiðiár voru að opna síðasta sól­ar­hring­inn. Langá, Laxá í Aðal­dal, Eystri og Ytri Rangá, Vatns­dalsá, Elliðaár og Haffjarðará. Hér er yf­ir­ferð yfir það helsta.

Níu lax­ar veidd­ust í dag á opn­un­ar­degi í Eystri Rangá. Góð dreif­ing var á fisk­in­um og vart varð við lax á flest­um svæðum. Gunn­ar Skúli Guðjóns­son, yf­ir­leiðsögumaður var mjög sátt­ur við dag­inn og sagði lax­inn í góðu standi og sér­deil­is þykk­ur og flott­ur. All­ir lax­arn­ir voru tveggja ára fisk­ar á bil­inu 78 upp í 90 sentí­metr­ar.

Fyrsta lax­inn í Eystri Rangá sum­arið 2025 veiddi Björn Hlyn­ur Pét­urs­son á Rangár­vaði. Raun­ar bætti hann um bet­ur og landaði þrem­ur löx­um í dag, þar af 80 sentí­metra hæng, sem mynd sýn­ir hversu þykk­ur og vel hald­inn sá lax er.

Gréta Haraldsdóttir fékk þennan 80 sentímetra fisk í Hnausastreng.
Gréta Har­alds­dótt­ir fékk þenn­an 80 sentí­metra fisk í Hnaus­a­streng. Ljós­mynd/​Gústi

Vatns­dalsá

Fyrstu lax­arn­ir komu á land í Vatns­dalsá í dag. Veiði þar hófst síðdeg­is og var fjór­um löx­um landað. Þrír veidd­ust á neðsta veiðistað sem er Hnaus­a­streng­ur. Það voru fal­leg­ir tveggja ára lax­ar. Svo vildi svo skemmti­lega til að smá­lax veidd­ist í Stekkj­ar­fossi sem er efsti veiðistaður­inn í Vatns­dalsá. Sá var sann­kallaður smá­lax og mæld­ist 55 sentí­metr­ar. Alþekkt er að þeir sem eru mest að flýta sér úr hafi geta verið held­ur rýr­ir.

Gústi með 90 sentímetra höfðingja úr Hnausastreng. Ágúst Sigurðsson er …
Gústi með 90 sentí­metra höfðingja úr Hnaus­a­streng. Ágúst Sig­urðsson er eitt af kenni­leit­um Vatns­dals­inn, þegar kem­ur að laxveiði. Ljós­mynd/​Gréta

Björn K. Rún­ars­son einn af leigu­tök­um Vatns­dals­ár var mjög sátt­ur með opn­un­ar­vakt­ina. Lax er kom­inn í Álku og fisk­ar misst­ust í Smiðshyl og Torf­hvamms­hyl, sem eru mjög of­ar­lega.

Laxá í Aðal­dal

Eins og í Vatns­dal var byrjað þar að veiða síðdeg­is. Fjór­ir lax­ar komu á land og voru þeir á bil­inu 80 til 87 sentí­metr­ar. Eins og oft ger­ist í drottn­ing­unni var sett í einn mjög stór­an og hann mis­st­ist eft­ir hálf­tíma viður­eign. Þetta æv­in­týri átti sér stað í Fosspolli. Tölu­vert magn af smá­laxi veidd­ist í Laxá í fyrra og því bundn­ar von­ir við að ríf­leg­ar göng­ur verði af stór­laxi. Víða á land­inu virðist þó bið á því að þær göng­ur láti sjá sig.

Magnaður staður. Fyrir neðan Æðarfossa er ótrúlega fegurð. Hér er …
Magnaður staður. Fyr­ir neðan Æðarfossa er ótrú­lega feg­urð. Hér er Ahmad Sa­eed með einn af fyrstu löx­um sum­ars­ins í Laxá í Aðal­dal. Ljós­mynd/Á​rni Pét­ur

Langá á Mýr­um

Veiði hófst í gær­morg­un í Langá og veidd­ust þrír lax­ar á opn­un­ar­dag að sögn Kristjáns Friðriks­son, staðar­hald­ara í Langá. Fyrsta lax­inn fékk Sig­ur­jón Gunn­laugs­son í Gl­anna og mæld­ist hann 66 sentí­metr­ar og var tek­inn á Frances kón. Raun­ar daðraði veiðigyðjan ákaft við Sig­ur­jón og þegar tveir dag­ar eru liðnir af opn­un er hann með 75% af sum­ar­veiðinni. Lax­ar á land eru fjór­ir og Sig­ur­jón á þrjá þeirra. Kristján Friðriks­son hefði viljað sjá held­ur fleiri laxa í bók, en bætti svo við; „Síg­andi lukka er best.“

Sigurjón Gunnlaugsson landaði fyrsta laxinum úr Langá. Veiðistaðurinn er Glanni …
Sig­ur­jón Gunn­laugs­son landaði fyrsta lax­in­um úr Langá. Veiðistaður­inn er Glanni og lax­inn mæld­ist 66 sentí­metr­ar. Þrír lax­ar veidd­ust fyrsta dag­inn og einn í dag. Ljós­mynd/​Kristján F.

Ytri Rangá

Eins og við sögðum frá fyrr í dag veidd­ust níu lax­ar í Ytri í morg­un. Þrír bætt­ust svo við á seinni vakt­inni, enda var par­tí­stund eða happy hour und­ir kvöld. Þetta er svipaður opn­un­ar­dag­ur og í fyrra.

Víðidalsá

Opn­un­ar­hollið í Víðidal endaði með níu laxa. Veitt var í tvo og hálf­an dag á átta stang­ir. Eft­ir góða fyrstu vakt, sem gaf fimm laxa var mjög ró­legt. Ekki er mikið af laxi gengið í ána og ljóst að þar eins og víða horfa menn til þess að stóri straum­ur­inn 27 júní þurfi að skila góðum göng­um. Ef ekki þá er ljóst að tveggja ára lax­inn hef­ur lent í áfalli í sjó. Eng­inn efaðist um að stór­lax myndi sér í tölu­verðu magni í sum­ar eft­ir gott smá­laxa­ár í fyrra.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert