Stuð strax í morgun í Ytri Rangá

Einar Snorri Magnússon með fyrsta laxinn úr Ytri Rangá sumarið …
Einar Snorri Magnússon með fyrsta laxinn úr Ytri Rangá sumarið 2025. Veiddur á Borg, í fyrsta rennsli. Ljósmynd/IO

Það var stuð í Ytri Rangá, strax í morg­un þegar opn­un­ar­hollið hóf laxveiði í ánni. Á fyrstu 45 mín­út­un­um var þrem­ur löx­um landað. Menn litu hver á ann­an og spurn­ing­in var: Er við lent­ir í bingói? Svarið er bæði já og nei. Það er frá­bær fyrsta vakt að landa níu löx­um, eins og opn­un­ar­hollið gerði. Allt voru þetta stór­lax­ar á bil­inu 80 til 87 sentí­metr­ar. Kynja­hlut­fallið var í takt við það sem ger­ist í op­in­ber­um stöðum á Íslandi í dag. Átta hrygn­ur og einn hæng­ur. Stall­mýr­arfljóti

Ein­ar Snorri Magnús­son setti í og landaði fyrsta lax­in­um í Ytri Rangá á nýju veiðisumri. Hann fékk lax­inn neðst í ánni á Borg, eins og svæðið er kallað. „Þetta var bara mjög skemmti­leg­ur morg­un og gam­an að sjá lax er að dreifa sér og kom­inn á öll svæði,“ upp­lýsti Harpa Hlín Þórðardótt­ir rekstr­araðili Ytri. Harpa staðfesti svo sann­ar­lega að lax­ar eru komn­ir um allt og landaði sjálf laxi úr Stall­mýr­arfljóti sem er einn af efstu veiðistöðum ár­inn­ar.

Harpa Hlín fékk þennan í Stallmýrarfljóti. Af níu löxum voru …
Harpa Hlín fékk þenn­an í Stall­mýr­arfljóti. Af níu löx­um voru átta hrygn­ur. Ljós­mynd/​Matth­ías Stef­áns­son

„Það má ekki gleyma að hafa gam­an. Við erum happy hour klukk­an sex. Þannig að það er stutt pása í dag. Flýt­um okk­ur að hvíla okk­ur og flýt­um okk­ur að veiða og svo verður stemm­ing,“ hló Harpa hin kát­asta.

Veitt er á tólf stang­ir til að byrja með í Ytri Rangá en þeim fjölg­ar í áföng­um þar inn í sum­arið og verða tutt­ugu tals­ins þegar allt verður komið á fullt.

Opn­un­ar­dag­ur­inn í fyrra í Ytri gaf 13 laxa og stefn­ir í svipaða opn­un og þá. Harpa seg­ist reynd­ar hafa á til­finn­ing­unni að það sé aðeins meiri lax en í fyrra. Það á eft­ir að koma í ljós eft­ir því sem fram vind­ur.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert