Það var stuð í Ytri Rangá, strax í morgun þegar opnunarhollið hóf laxveiði í ánni. Á fyrstu 45 mínútunum var þremur löxum landað. Menn litu hver á annan og spurningin var: Er við lentir í bingói? Svarið er bæði já og nei. Það er frábær fyrsta vakt að landa níu löxum, eins og opnunarhollið gerði. Allt voru þetta stórlaxar á bilinu 80 til 87 sentímetrar. Kynjahlutfallið var í takt við það sem gerist í opinberum stöðum á Íslandi í dag. Átta hrygnur og einn hængur. Stallmýrarfljóti
Einar Snorri Magnússon setti í og landaði fyrsta laxinum í Ytri Rangá á nýju veiðisumri. Hann fékk laxinn neðst í ánni á Borg, eins og svæðið er kallað. „Þetta var bara mjög skemmtilegur morgun og gaman að sjá lax er að dreifa sér og kominn á öll svæði,“ upplýsti Harpa Hlín Þórðardóttir rekstraraðili Ytri. Harpa staðfesti svo sannarlega að laxar eru komnir um allt og landaði sjálf laxi úr Stallmýrarfljóti sem er einn af efstu veiðistöðum árinnar.
„Það má ekki gleyma að hafa gaman. Við erum happy hour klukkan sex. Þannig að það er stutt pása í dag. Flýtum okkur að hvíla okkur og flýtum okkur að veiða og svo verður stemming,“ hló Harpa hin kátasta.
Veitt er á tólf stangir til að byrja með í Ytri Rangá en þeim fjölgar í áföngum þar inn í sumarið og verða tuttugu talsins þegar allt verður komið á fullt.
Opnunardagurinn í fyrra í Ytri gaf 13 laxa og stefnir í svipaða opnun og þá. Harpa segist reyndar hafa á tilfinningunni að það sé aðeins meiri lax en í fyrra. Það á eftir að koma í ljós eftir því sem fram vindur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
103 cm | Miðfjarðará | Eduardo | 2. júlí 2.7. |
100 cm | Sandá í Þistilfirði | Eiður Pétursson | 24. júní 24.6. |
Veiðiárið 2024: | |||
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |