Fimm laxar í opnun á Iðu - öllum sleppt

Gunnar Pétursson með einn af fyrstu löxum sumarsins úr Hvítá …
Gunnar Pétursson með einn af fyrstu löxum sumarsins úr Hvítá við Iðu. Ljósmynd/Dolli

Fimm löx­um var landað á Iðu í opn­un í morg­un. All­ir fisk­arn­ir voru gerðarleg­ir tveggja ára lax­ar á bil­inu 80 til 87 sentí­metr­ar. Einn af þeim sem var að veiða var Gunn­ar Pét­urs­son kennd­ur við gamla vinnustaðinn sem var slökkviliðið. „Þetta var frá­bær morg­un. Auðvitað aðeins ónæði og kallað var á lög­regl­una. Hún tók niður nöfn­in okk­ar og ræddi við Finn Harðar­son og vísaði hon­um svo í burtu og hann fór. Ann­ars var þetta góður morg­un og við sátt­ir við veiðina.

Fjöl­marg­ir úr hópi Iðuliða hef­ur haft sam­band við Sporðaköst vegna frétt­ar af mál­inu í morg­un og gert at­huga­semd­ir við frétt Sporðak­asta þar sem vitnað er í samn­ing frá 1978 sem stjórn Stóru–Laxár­deild­ar gerði við Iðubænd­ur. Þeim samn­ingi var sagt upp í vet­ur og hafa marg­ir at­huga­semd­ir við að stang­veiðirétt­ur á Iðu byggi á þeim samn­ingi. Það er að þeirra sögn ekki rétt. Er því hér með komið til skila.

Laxinn kvaddur eftir sleppingu. Væntanlega fer hann áfram þegar vatn …
Lax­inn kvadd­ur eft­ir slepp­ingu. Vænt­an­lega fer hann áfram þegar vatn eykst í Stóru-Laxá. Nú eða dvel­ur áfram í Hvítá. Ljós­mynd/​Dolli

Odd­fríður Helga­dótt­ir er einn þeirra Iðuliða sem Sporðaköst ræddu við í dag. Hún seg­ist langþreytt á því ónæði sem þau hafa orðið fyr­ir af hálfu Finns Harðar­son­ar, leigu­taka Stóru–Laxár. „Við höf­um læst þess­um vegi til að vernda bú­staðina okk­ar og koma í veg fyr­ir að fólk sem á ekki er­indi um þetta svæði geti kom­ist að hús­un­um okk­ar. Þetta er para­dís­in okk­ar og ég hef nán­ast al­ist hérna upp. Mér finnst þetta nán­ast jafn­gilda inn­broti, hvernig búið er að skera á lása hérna vik­um sam­an. Það hef­ur ekk­ert með veiðirétt að gera. Þetta er búið að ganga á hér löngu fyr­ir að veiðitími hófst,“ sagði Odd­fríður í sam­tali við Sporðaköst.

Deil­urn­ar um Iðusvæðið og ós Stóru–Laxár við Hvítá hafa staðið árum sam­an. Nýtt ósamat er vinnslu og þá mun liggja kvitt og klárt fyr­ir hver veiðimörk­in eru. Þar til má bú­ast við vær­ing­um á svæðinu.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Víðidalsá Gunn­ar Örlygs­son 21. ág­úst 21.8.
101 cm Miðfjarðará Hall­dór Hall­dórs­son 21. ág­úst 21.8.
100 cm Miðfjarðará Guðmund­ur Már Stef­áns­son 20. ág­úst 20.8.
100 cm Sæ­mundará Fann­ar Vern­h­arðsson 17. ág­úst 17.8.
102 cm Ytri Rangá Kent Belenius 17. ág­úst 17.8.
100 cm Víðidalsá Michael Jac­ob­sen 14. ág­úst 14.8.
100 cm Laxá á Ásum Jón Þór Sig­ur­vins­son 13. ág­úst 13.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert