Iðan opnar og lögregla kölluð til

Fjölmargir fylgdust með opnun á Iðu í morgun. Lögregla hefur …
Fjölmargir fylgdust með opnun á Iðu í morgun. Lögregla hefur verið kölluð til og ræðir hér við veiðimenn og aðra Iðuliða. Fulltrúar frá Stóru-Laxá fylgjast grannt með. Ljósmynd/Aðsend

Ein­hver mest spenn­andi opn­un síðari tíma í laxveiði hófst í morg­un. Veiðimenn mættu á Iðu og hófu veiðar snemma í morg­un. Mikl­ar deil­ur hafa staðið milli Iðuliða og stjórn­ar Stóru–Laxár í vet­ur. Finn­ur Harðar­son land­eig­andi og leigutaki að Stóru–Laxá hef­ur sótt hart fram í því að stöðva veiði á Iðu, sem er svæðið þar sem Stóra sam­ein­ast Hvítá. Nú er unnið að gerð ósamats þar sem úr­sk­urðað verður um hvar veiðimörk liggja.

Í vet­ur sagði stjórn Veiðifé­lags Stóru–Laxár upp göml­um samn­ingi um af­not af Iðunni, sem samið var um á sín­um tíma að kæmi í stað arðgreiðslna til Iðujarða. Þrjár stang­ir á Iðunni eru af þeim sök­um í nokkru upp­námi.

Iðuliðar hafa ít­rekað læst hliði að slóðanum sem ligg­ur niður að veiðisvæðinu og hef­ur Finn­ur Harðar­son jafn harðan mætt með slíp­irokk og skorið lás og þykka keðju í sund­ur og ekið niður að svæðinu. Það gerði hann einnig í morg­un. „Ég skar á lás núm­er 22 í morg­un. Ég hélt að þetta væri ein­hver sér­styrkt­ur lás. Það stóð Crypt­onite á hon­um, en þetta var bara eitt­hvað plast dót,“ upp­lýsti Finn­ur í stuttu sam­tali við Sporðaköst. Cryponite er efnið sem dreg­ur all­an mátt úr Súperm­an en það truflaði ekki Finn Harðar­son.

Liðsafnaður er við Iðuna. Framhald málsins er óljóst en ekki …
Liðsafnaður er við Iðuna. Fram­hald máls­ins er óljóst en ekki hef­ur enn komið til átaka, eins og marg­ir óttuðust. Ljós­mynd/​Aðsend

Kallað hef­ur verið á lög­reglu og síðast þegar Sporðaköst höfðu spurn­ir af stöðunni var  lög­regla mætt á svæðið og ræddi við veiðimenn og fjöl­marga Iðuliða. Óhætt er að segja að and­rúms­loftið er þrungið spennu.

Fjöl­marg­ir voru mætt­ir við Iðu í morg­un og ríkti spenna um hvað myndi ger­ast. Báðir aðilar höfðu verið óspar­ir á yf­ir­lýs­ing­ar, bæði op­in­ber­lega og einnig manna á meðal. Áttu menn jafn­vel von á sveit­um beljaka sem myndu tak­ast á til að verja þann rétt sem báðir aðilar telja sig hafa yf­ir­ráð yfir.

Þrír lax­ar voru komn­ir á land á Iðu, síðast þegar Sporðaköst fréttu og einn var misst­ur. Veiði í Stóru–Laxá hefst svo eft­ir há­degi en áin er í litlu vatni. Það skap­ar aft­ur á móti kjör­skil­yrði á Iðunni því lax­inn hik­ar við að ganga upp í Stóru þegar aðstæður eru með þess­um hætti.

Búst var við ósamat myndi liggja fyr­ir um svipað leiti og veiðitíma­bil væri að hefjast en nú hef­ur sá frest­ur sem stjórn­valds­nefnd­in sem vinn­ur málið, verið fram­lengd­ur fram yfir miðjan júlí. Ráðlegt væri fyr­ir nefnd­ina að hraða vinnu sinni þannig að réttaró­vissu á svæðinu verði eytt. 

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Víðidalsá Gunn­ar Örlygs­son 21. ág­úst 21.8.
101 cm Miðfjarðará Hall­dór Hall­dórs­son 21. ág­úst 21.8.
100 cm Miðfjarðará Guðmund­ur Már Stef­áns­son 20. ág­úst 20.8.
100 cm Sæ­mundará Fann­ar Vern­h­arðsson 17. ág­úst 17.8.
102 cm Ytri Rangá Kent Belenius 17. ág­úst 17.8.
100 cm Víðidalsá Michael Jac­ob­sen 14. ág­úst 14.8.
100 cm Laxá á Ásum Jón Þór Sig­ur­vins­son 13. ág­úst 13.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert