Maríulax borgarstjóra – „Ógleymanlegt“

Heiða Björg borgarstjóri með maríulaxinn sem hún fékk í Hundasteinum …
Heiða Björg borgarstjóri með maríulaxinn sem hún fékk í Hundasteinum í gær. Hvað er meira viðeigandi en að borgarstjórinn fá sinn fyrsta lax í Elliðaánum? Ljósmynd/SVFR

Borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir landaði maríulax­in­um sín­um við opn­un Elliðaá í gær. Það tók nokk­urn tíma að ná að landa laxi, en eins og all­ir veiðimenn vita er þol­in­mæði við veiðiskap, dyggð.

„Þetta var meiri­hátt­ar upp­lif­un. Magnað að geta staðið út í miðri á í miðri borg og horfið inn í allt ann­an heim,“ upp­lýsti Heiða Björg í sam­tali við Sporðaköst. Hún hélt áfram,

„Bara það eitt og sér var frá­bært en auðvitað enn meiri spenn­ing­ur þegar beit á. Og það gerðist þó nokkru sinn­um. En topp­ur­inn var auðvitað að ná Maríulax­in­um í háfinn. Sú stund verður ógleym­an­leg,“ sagði Heiða Björg. Þeir sem veitt hafa sinn fyrsta lax, sem kall­ast maríulax þekkja þessa til­finn­ingu sem borg­ar­stjóri er að lýsa. Oft­ar en ekki kveik­ir þetta mik­inn áhuga á veiðiskap hjá viðkom­andi. Heiða Björg brosti fal­legu brosi þegar hún var spurð hvort hún væri kom­in með dell­una. Sjálfsagt þarf hún að melta þetta aðeins.

Ógleymaleg stund, sagði Heiða Björg. Spennandi tímar eru framundan í …
Ógleym­a­leg stund, sagði Heiða Björg. Spenn­andi tím­ar eru framund­an í Elliðaán­um. Ljós­mynd/​SVFR

Tveir lax­ar veidd­ust á opn­un­ar­degi í borgarperlunni í gær og komu þeir báðir úr veiðistaðnum Hunda­stein­um. Heiða Björg fékk sinn lax ein­mitt í þeim stað. Þriðji lax­inn sem veiðist í ánni kom á land í morg­un og enn voru Hunda­stein­ar vett­vang­ur­inn.

Spenn­andi lax­ar hafa sést ganga inn í telj­ar­ann og nú síðast í morg­un mátti sjá mynd­band af 94 sentí­metra laxi sem mætti í Elliðaárn­ar.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert