Listinn yfir þá allra stærstu í sumar

Nýtt ár og ný ævintýri. Við erum tilbúin að taka …
Nýtt ár og ný ævintýri. Við erum tilbúin að taka við upplýsingum. Ljósmynd/samsett

Eitt um­deild­asta verk­efni Sporðak­asta er svo­kallaður hundraðkalla­listi þar sem greint er frá allra stærstu löx­un­um sem veiðast hverju sinni. Þetta er sjötta árið sem list­inn er tek­inn sam­an. Einn hundraðkall hef­ur ratað á list­ann og veidd­ist hann í Sandá í Þistil­f­irði.

Þessi listi hef­ur orðið til­efni, ekki bara umræðna held­ur einnig rifr­ild­is þar sem ýms­ar ásak­an­ir hafa fokið. En í grunn­inn er þetta ein­falt. Taka góðar mynd­ir og vanda mæl­ingu ef fisk­ur­inn nær hundrað sentí­metr­um.

Til að fisk­ur rati inn á list­ann þurfa nokk­ur atriði að vera upp­fyllt. 

1. Vitni þarf að vera að mæl­ingu á lax­in­um og staðfesta mæl­ingu. Þetta er ófrá­víkj­an­leg regla.

2. Góðar ljós­mynd­ir eru nauðsyn­leg­ar. Vandið mynda­tök­una. Haldið um stirtl­una og grípið um hana með hend­inni, þannig að lóf­inn snúi að mynda­vél­inni. Það fyrsta sem all­ir veiðimenn skoða er hvort viðkom­andi veiðimaður nær utan um stirtl­una. Feli menn þetta grip eða hagræði hef­ur reynsl­an sýnt að það veld­ur tor­tryggni.

3. Takið mál­bands­mynd af fisk­in­um. Þær eru ekki endi­lega til birt­ing­ar en slíka staðfest­ing er án ef ein­föld­ust og áhrifa­rík­ust. Þegar fisk­ur­inn er að jafna sig eft­ir átök­in, áður en hon­um er sleppt er yf­ir­leitt auðvelt að taka slíka mynd. Leggja hann á hliðina þó þannig að hann nái að súpa vatn og leggja mál­bandið yfir hann.

Sex­tán lax­ar komust á list­ann í fyrra. Þeir voru 29 sum­arið 2023 og 30 árið þar á und­an. Þetta eru sjald­séðir gest­ir og eins og gef­ur að skilja þeir fisk­ar sem oft­ast sleppa. Til að landa svo stór­um laxi þarf margt að ganga upp.

Fyrsti hundraðkallinn. Eiður Pétursson með 100 sentímetra fiski. Svona er …
Fyrsti hundraðkall­inn. Eiður Pét­urs­son með 100 sentí­metra fiski. Svona er rétt haldið um stirtlu. Ljós­mynd/​Guðmund­ur Ingi

Fyrsti hundraðkall­inn veidd­ist í Sandá í Þistil­f­irði og það var Eiður Pét­urs­son sem veiðigyðjan heiðraði með stór­glæsi­leg­um laxi í Ólafs­hyl. Mynd­in sem fylg­ir með frétt­inni af Eiði sýn­ir rétt hand­tak um stirtlu.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert