Hnúðlaxinn mættur og virðist vel haldinn

Fyrsti hnúðlaxinn veiddist í morgun í Laxá í Dölum. Ekki …
Fyrsti hnúðlaxinn veiddist í morgun í Laxá í Dölum. Ekki var hægt að fá staðgöngufyrirsætu þannig að þessi mynd er af ritstjóranum sem varð fyrir því láni að landa þeim fyrsta. Ljósmynd/Sporðaköst

Fyrsti hnúðlax sum­ars­ins veidd­ist í morg­un í Laxá í Döl­um. Rit­stjóri Sporðak­asta varð fyr­ir því láni að setja í hnúðlax­inn í Matarpolli og var hon­um landað eft­ir snarpa bar­áttu. 2025 er hnúðlaxa­ár eins og vitað hef­ur verið.

Það er ekki mark­mið mbl.is eða Sporðak­asta að blaðamenn séu frétta­efni en í þessu til­viki er ekki hjá því kom­ist þar sem und­ir­ritaður fékk lax­inn. Þeir sem voru með í för harðneituðu að halda á fisk­in­um, því fór sem fór.

Þetta er mjög snemmt fyr­ir hnúðlax, að hann veiðist í júní. Vissu­lega hafa borist frétt­ir af því að hnúðlax­inn er far­inn að ganga í ár í Nor­egi, í nyrstu árn­ar. Hnúðlax geng­ur á odda­tölu­ári eins og núna og hafa menn búið sig und­ir að von sé á hon­um. Aukn­ing hef­ur verið í göngu hnúðlaxa í ís­lensk­ar ár þenn­an ára­tug­inn og staðfest er að hann hrygn­ir orðið hér í fjöl­mörg­um ám.

Alltaf að vanda myndatökur af löxum. Þessi lax fer til …
Alltaf að vanda mynda­tök­ur af löx­um. Þessi lax fer til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar til rann­sókn­ar. Ljós­mynd/​Sporðaköst

Laxá í Döl­um er í dag í þeirri stöðu að jafn marg­ir hnúðlax­ar og Atlants­hafslax­ar hafa veiðst. Einn af hvorri teg­und. Tölu­vert er af fiski í Sjáv­ar­fljóti en hann er hik­andi við að leggja í ferskvatnið.

Fyr­ir þá sem hafa áhuga á að kasta fyr­ir hnúðlax þá bar þessi veiði til með þeim hætti að hálftommu Collie dog áltúba hreif hann. Flug­an var á dauðareki þegar hinn ít­ur­vaxni hæng­ur réðst á hana. Var lax­in­um landað og hann drep­inn og hann verður færður Haf­rann­sókna­stofn­un til rann­sókn­ar. Stofn­un­in hef­ur hvatt veiðimenn til að greina frá þess­um afla og skrá hnúðlaxa skil­merki­lega. Þá vill Hafró fá slík ein­tök til rann­sókna. Hjá mörg­um hef­ur það verið feimn­is­mál að veiða hnúðlax, en hér er tónn­inn gef­inn.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert