„Hafró og Fiskistofa hysji upp um sig“

Haraldur Eiríksson lemur í borðið. Hann vill aðgerðir frá þeim …
Haraldur Eiríksson lemur í borðið. Hann vill aðgerðir frá þeim stofnunum sem halda utan um villta laxinn. Sölubann og bann við netaveiði. Ljósmynd/HE
Tveir af reynslu­mestu veiðimönn­um lands­ins hafa kallað eft­ir því að sett verði á sölu­bann á villt­um laxi. Árni Bald­urs­son reið á vaðið í vik­unni en nú tek­ur Har­ald­ur Ei­ríks­son und­ir þetta sjón­ar­mið vill að Hafró og Fiski­stofa hysji upp um sig bux­urn­ar og banni neta­veiði og setji á sölu­bann á villt­um laxi.
Har­ald­ur Ei­ríks­son er leigutaki Laxár í Kjós og hann hef­ur áhyggj­ur af stöðunni, en veiði hef­ur verið langt und­ir því sem menn þekkja þar á bæ og víðar, það sem af er veiðitíma. Halli er ekk­ert að skafa utan af því í pistli sem hann birti á face­booksíðu sinni fyrr í dag. Þar seg­ir hann meðal ann­ars.
„Maður spyr sig hvort að sér­fræðing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem sáu óum­beðnir um vænt­inga­stjórn­un­ina þetta árið hafi hrein­lega gleymt þeirri aug­ljósu breytu sem ógn­arkalt vor og sum­ar get­ur haft. Hita­stig sjáv­ar skipt­ir nefni­lega engu máli ef eng­in seiði ganga til hafs.
Nú kunna marg­ir að spyrja sig hvort ég sé hér ósann­gjarn gagn­vart stofn­un­inni og þeim sér­fræðing­um sem starfa bæði á Hafró og Fiski­stofu og það má vel vera.
Hins veg­ar geri ég þá kröfu á þá sem á þess­um mál­um halda að þeir bregðist nú við með mann­sæm­andi hætti þegar að laxa­göng­ur eru jafn litl­ar og nú í stað þess að stimpla sig út í sum­ar­frí.
Nú er lag fyr­ir Fiski­stofu og Hafró að hysja upp um sig bux­urn­ar, og setja bann við drápi á stang­ar­veidd­um laxi þar til að mögu­lega úr ræt­ist síðar á tíma­bil­inu. Þá væri hægt að end­ur­meta stöðu mála með það fyr­ir aug­um að tryggja að hrygn­ing­ar­stofn verði hrein­lega til staðar í haust.
Jafn­framt væri kannski sniðugt fyr­ir stofn­an­irn­ar að banna alla neta­veiða á laxi meðan þessi óvissa er uppi og koma um leið á sölu­banni líkt og með alla aðra stofna sem verða fyr­ir áföll­um. Ég ein­fald­lega neita að trúa því að þess­ir op­in­beru aðilar ætli sér að leyfa neta­veiði í Hvítá, Ölfusá og Þjórsá í nú­ver­andi ástandi og leyfa sölu villtra laxa í fisk­búðum lands­ins. Við stanga­veiðimenn höf­um jafnaðargeð og mun­um njóta úti­ver­unn­ar og sam­ver­unn­ar á bökk­un­um sem fyrr. En það er ykk­ar að sjá til þess að mögu­lega lít­ill hrygn­ing­ar­stofn verði ekki að eng­um.
Koma svo.“
Árni Baldursson segir laxinn í útrýmingarhættu og tíminn sé að …
Árni Bald­urs­son seg­ir lax­inn í út­rým­ing­ar­hættu og tím­inn sé að renna út. Hann vill sölu­bann á villt­um laxi og spyr sig af hverju yf­ir­völd­um sé al­veg sama um lax­inn okk­ar. Ljós­mynd/​Reyn­ir Sig­munds­son

Tím­inn er að renna út

Árni Bald­urs­son hafði fyrr í vik­unni lýst sam­bæri­leg­um áhyggj­um og hvatti þá sem geta haft áhrif til að beita þeim. Árni skrifaði á face­book á miðviku­dag. 
Villt­ur ís­lensk­ur lax er nú til sölu í mörg­um búðum á höfuðborg­ar svæðinu. Ég er skelf­ingu lost­inn, á okk­ar tím­um þegar villti lax­inn okk­ar Íslend­inga er í al­gerri út­rým­ing­ar­hættu þá er hann enn strá drep­inn í net og seld­ur í versl­an­ir! Þetta get­ur ekki verið satt seigja menn, enn þetta er dagsatt. Á sín­um tíma þegar hallaði und­an rjúpna­stofn­in­um þá var skil­yrðis­laust sett sölu­bann á rjúpu og svo síðar einnig á gæs. Hvernig stend­ur á að yf­ir­völd­um er al­veg sama um villta lax þjóðar­inn­ar? NASF og IWF getið þið tekið þetta áfram fyr­ir Ísland og kraf­ist sölu­banns á villt­um laxi, við þurf­um snar­ar hend­ur tím­inn er að renna út,“ skrif­ar Árni Bald­urs­son.

Spá­ir góðri veiði næsta sum­ar

Fjöl­marg­ir aðilar hafa tekið und­ir með Árna og Har­aldi. Sá síðar­nefndi benti á í færslu sinni á lík­indi með stöðunni núna og því sem gerðist hörm­ung­ar sum­arið 2012 og í fram­haldi af því dá­sam­lega sumr­inu 2013. Halli sleppti því að mæta á snittufund með Haf­rann­sókna­stofn­un síðla maí. Raun­ar voru ekki snitt­ur á fund­in­um held­ur smurðu menn sér sjálf­ir, en það er önn­ur saga.
Ég kaus að nota þá hita­bylgju sem reið yfir landið til að sinna ánum mín­um í ein­muna blíðu. Það sem vakti hins veg­ar at­hygli mína meðan á snittu­át­inu stóð var ótrú­leg niður­ganga seiða í kjöl­farið á hit­un­um í vor. Svo mik­ill var seiðafjöld­inn að það fóru að renna á mig tvær grím­ur.
Í fyrra reið yfir landið kald­asta vor og sum­ar á þess­ari öld, eða það sem við í Kjós­inni köll­um tveggja lopa­peysu veður. Svo kalt var víðast um land að dæmi voru um að menn væru að moka bíla úr snjósköfl­um í júní­mánuði. Minnti þetta eldri menn á árin upp úr 1980 sem höfðu mikl­ar af­leiðing­ar fyr­ir laxa­stofna víða um land.
Nú er staðan sú að mér þykir ein­sýnt að laxa­seiði hafi ekki gengið til sjáv­ar sl. vor. Þau sem þó lögðu það á sig hafi verið í bág­bornu ástandi við niður­göngu. Því er hætt við að sum­arið muni vera í lík­ingu við veiðisum­arið 2012 þar sem lítið var um smá­lax og megnið af þeim sem þó komu úr sjó voru illa haldn­ir, 50-55cm lang­ir. Það voru af­leiðing­ar kuldakasts­ins mikla sem skók landið í maí og júní árið 2011.
Í fram­hald­inu kom svo stór­kost­legt veiðisum­ar 2013, enda ekki nema von þegar að tveir ár­gang­ar laxa­seiða skila sér úr sjó á sama sumr­inu. Það er því von á góðu veiðisum­arið 2026.
Maður spyr sig hvort að sér­fræðing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem sáu óum­beðnir um vænt­inga­stjórn­un­ina þetta árið hafi hrein­lega gleymt þeirri aug­ljósu breytu sem ógn­arkalt vor og sum­ar get­ur haft. Hita­stig sjáv­ar skipt­ir nefni­lega engu máli ef eng­in seiði ganga til hafs.“
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert