Síðustu árnar fá sína fyrstu gesti

Íslenskt sumar líkast til í hnotskurn. Lopahúfa og sólgleraugu. Gulli …
Íslenskt sumar líkast til í hnotskurn. Lopahúfa og sólgleraugu. Gulli með 87 sentímetra hæng úr Dælishyl í Sæmundará og þann fyrsta 2025. Ekki nýr fiskur og nokkuð síðan að þessi mætti. Ljósmynd/Angus Sloss

Síðustu veiðiárn­ar eru að opna þessa dag­ana. Sæ­mundará í Skagaf­irði fékk sína fyrstu gesti um helg­ina og lönduðu þeir tveim­ur löx­um. Norðan­átt­in var í hressi­legu auka­hlut­verki en í opn­un laxveiðiár láta menn ekki slíka hluti á sig fá.

Gunn­laug­ur Sæv­ar Gunn­laugs­son, yngri fékk fyrsta lax­inn á flug­una sína Halla. Gulli eins og hann er kallaður hannaði og hnýt­ir Halla. Þetta var í Dæl­is­hyl og sýndi lax­inn sig all­ur þegar hann brást við flug­unni. Eins og sjá má á mynd­inni af Gulla er þessi lax ekki glæ­nýr og eins og í svo mörg­um ám virðist hafa ganga seint í maí­mánuði. Lax­inn mæld­ist 87 sentí­metr­ar. Fé­lagi Gulla, Ang­us Sloss reyndi líka fyr­ir sér og komst hann á blað í Auðna­hyl, þegar ný­geng­inn 75 sentí­metra lax tók hjá hon­um flug­una Collie dog. Stutt stopp hjá þeim fé­lög­um en ákaf­lega ár­ang­urs­ríkt.

Angus með einn glænýjan. Þessi mældist 75 sentímetrar og nýkominn …
Ang­us með einn glæ­nýj­an. Þessi mæld­ist 75 sentí­metr­ar og ný­kom­inn úr sjó. Ljós­mynd/​GSG

Sval­b­arðsá í Þistil­f­irði er líka opin. Opn­un­ar­hollið þar landaði fimm löx­um, þar af þrem­ur fyrsta dag­inn í þeim virðulega veiðistað For­set­an­um. Ekki síður öfl­ug­ir veiðimenn tóku við af opn­un­ar­holl­inu og voru þar fremst­ir í flokki Hilm­ar Hans­son og Óskar Páll Sveins­son. Sá síðar­nefndi var bú­inn að landa fal­leg­um nýrenn­ingi síðast þegar frétt­ist af stöðu mála í holli tvö. „Við lönduðum ein­um og misst­um fjóra. Mjög grann­ar tök­ur í þess­um kulda og roki,“ sagði Hilm­ar Hans­son í sam­tali við Sporðaköst nú í kvöld.

Ekki láta sumarlitina á bak við Óskar Pál blekkja ykkur. …
Ekki láta sum­ar­lit­ina á bak við Óskar Pál blekkja ykk­ur. Það var skítak­uldi á þeim fé­lög­um í norðanátt­inni. Lax­inn er einn af fimm sem þeir settu í, en sá eini sem landaðist. Ljós­mynd/Ó​skar Páll

Þá má segja að all­ar þekkt­ustu laxveiðiárn­ar séu komn­ar í gang. Örfá­ar byrja ekki fyrr en aðeins er liðið á júlí, en þær ár eru telj­andi á fingr­um annarr­ar hand­ar.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert