Sakaður um að neita að gefa upp stofnstærð

Náttúrustofa Suðurlands sem annast lundarannsóknir hefur sagt veiðarnar siðlausar og …
Náttúrustofa Suðurlands sem annast lundarannsóknir hefur sagt veiðarnar siðlausar og ósjálfbærar. Aðrir telja lundaveiðar í háf menningarverðmæti og benda á að enginn veit hversu mikil salan er á lunda. mbl.is/Rax

Upp er komið sér­stakt mál varðandi stöðu lunda­stofns­ins við Ísland. Erp­ur Snær Han­sen fugla­fræðing­ur seg­ir lund­an­um vera að fækka. Á sama tíma sak­ar Skot­veiðifé­lag Íslands Erp um að neita að gefa upp töl­ur um stofn­stærð. 

„SKOTVÍS hef­ur ít­rekað óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um stofn­stærð lunda við Ísland og þróun henn­ar frá ár­inu 1995, án ár­ang­urs. Op­in­ber­ar stofn­an­ir segja að rann­sókn­araðilar sem fá styrk frá Veiðikorta­sjóði neiti að veita slík­ar upp­lýs­ing­ar. Af þess­um sök­um er erfitt að eiga upp­lýsta umræðu um til hvaða aðgerða skuli grípa til,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá SKOTVÍS á face­booksíðu fé­lags­ins.

Hvernig kom­ast menn upp með að svara ekki þegar spurt er um stofn­stærð?

„Íslensk­ir veiðimenn og veiðikon­ur hafa á und­an­förn­um 30 árum greitt um millj­arð í rann­sókn­ir á fugl­um og spen­dýr­um. Það er auðvitað van­v­irðing við þá þegar grunn­gögn liggja ekki fyr­ir eða þau af­hent þegar eft­ir þeim er óskað. Niður­stöður rann­sókna sem eru styrkt­ar úr Veiðikorta­sjóði hafa ekki verið kynnt­ar veiðimönn­um með reglu­leg­um hætti und­an­far­in ár. Það er ólíðandi og þær op­in­beru stofn­an­ir sem bera ábyrgð þurfa að gera miklu mun bet­ur.

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands.
Áki Ármann Jóns­son, formaður Skot­veiðifé­lags Íslands. Krist­inn Magnús­son

 

Staðreynd­in er að ís­lensk­ir veiðimenn taka und­ir áhyggj­ur af minnk­andi stofn­um allra dýra­stofna, enda þeirra hags­muna­mál að þeir séu sem sterk­ast­ir. Veiðimenn eru yf­ir­leitt sá hóp­ur sam­fé­lags­ins sem fyrst­ur sýn­ir ábyrgð og hafa veiðar á svart­fugli dreg­ist marg­falt sam­an og eru inn­an við fimmt­ung­ur af því sem var fyr­ir nokkr­um árum. Það er hægt að gera bet­ur en þá er auðvitað mik­il­vægt að gögn um stofn­stærðir og breyt­ing­ar á þeim liggi fyr­ir,“ svaraði Áki Ármann Jóns­son formaður SKOTVÍS.

Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un og um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneytið hafa biðlað til veiðimanna og veit­inga­geir­ans að gæta hófs við lunda­veiðar og sölu á lunda­kjöti. Erp­ur Snær lík­ir veiðimönn­um sem stunda lunda­veiði við álfa út úr hól.

Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands og doktor í líffræði. …
Erp­ur Snær Han­sen, for­stöðumaður Nátt­úru­stofu Suður­lands og doktor í líf­fræði. Hann er sakaður um að neita að birta stofn­stærð lund­ans. Sam­sett mynd

 

Í yf­ir­lýs­ingu SKOTVÍS er farið yfir veiðitöl­ur. Hún er í heild sinni hér að neðan.

„Sam­kvæmt veiðitöl­um úr Veiðikor­ta­kerf­inu, sem sett var á lagg­irn­ar árið 1995, hef­ur lunda­veiði dreg­ist sam­an um rúm­lega 90%. Til sam­an­b­urðar voru veidd­ir 232.936 lund­ar árið 1996 af 837 veiðimönn­um, en árið 2024 voru ein­ung­is veidd­ir 20.171 lund­ar af 127 veiðimönn­um*.

Á Fugla­vef Mennta­mála­stofn­un­ar er stofn­stærð lunda við Ísland met­in um 2.000.000 varppör, sem jafn­gild­ir um 7.000.000 fugl­um að hausti. Miðað við þess­ar töl­ur er ár­legt veiðiálag um 0,3%.

SKOTVÍS hef­ur ít­rekað óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um stofn­stærð lunda við Ísland og þróun henn­ar frá ár­inu 1995, án ár­ang­urs. Op­in­ber­ar stofn­an­ir segja að rann­sókn­araðilar sem fá styrk frá Veiðikorta­sjóði neiti að veita slík­ar upp­lýs­ing­ar. Af þess­um sök­um er erfitt að eiga upp­lýsta umræðu um til hvaða aðgerða skuli grípa til.

Ljóst er að lunda­stofn­in­um við Ísland hef­ur hrakað aðallega sunn­an og vest­an­lands, einkum vegna lofts­lags­breyt­inga og hlý­sjáv­ar­skeiðs Norður-Atlants­hafs sveiflu (NAO). Nú eru vís­bend­ing­ar um að NAO sé að ganga inn í kald­sjáv­ar­skeið, sem gæti verið lund­an­um hag­stætt. Ef sú verður raun­in ætti nú­ver­andi veiði að vera vel inn­an viðun­andi marka.

Ef lofts­lags­breyt­ing­ar eru hins veg­ar meg­in­or­sök hnign­un­ar stofns­ins, mun frek­ari sam­drátt­ur í veiðum—um­fram þau rúm­lega 90% sem þegar hafa átt sér stað—alls ekki duga til að bjarga stofn­in­um.

Það má líka benda á það að lundi er fæða með mjög lágt kol­efn­is­fót­spor líkt og önn­ur villi­bráð - þannig að nýt­ing hans vinn­ur gegn lofts­lags­breyt­ing­um.“

Veiðiálag á lunda er mjög lítið þegar horft er á …
Veiðiálag á lunda er mjög lítið þegar horft er á veiðitöl­ur. Dreg­ist sam­an um 90% og miðað við áætlaða stofn­stærð um 0,3%. Eggert Jó­hann­es­son

Mbl.is birti í dag viðtal við Erp Snæ sem vinn­ur að vökt­un lund­ans. Hann seg­ir þar meðal ann­ars. „Á meðan þess­ar veiðar eru ósjálf­bær­ar eru þær all­ar að til að minnka stofn­inn.“

Vissu­lega er erfitt að meta hvort veiðar eru sjálf­bær­ar eða ekki ef grunnupp­lýs­ing­um er haldið leynd­um, segja veiðimenn. Að sama skapi furðar formaður SKOTVÍS sig á um­mæl­um Erps um óbreytt­ar veiðar eins og þær hafi verið und­an­far­in ára­tug vinni mjög sterkt gegn stofn­vext­in­um. SKOTVÍS bend­ir á í sinni yf­ir­lýs­ingu að veiðar hafi dreg­ist sam­an um 90% og veiðiálag sé ekki nema 0,3%.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.
Veiðiárið 2024:
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert