Nýr ós Stóru ákveðinn en deilurnar lifa

Svona er nýr ós Stóru-Laxár teiknaður upp. Gula línan er …
Svona er nýr ós Stóru-Laxár teiknaður upp. Gula línan er niðurstaða matsnefndarinnar. Ljósmynd/Matsnefnd

Úrsk­urðar­nefnd um ós Stóru-Laxár hef­ur kveðið upp úr­sk­urð í ósamati sem unnið hef­ur verið að. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mat er gert á svæðinu. Ós Stóru–Laxár hef­ur þar með verið af­markaður og fær­ist nú tölu­vert neðar en verið hef­ur fram til þessa. Fram­hald máls­ins er þó tæp­ast end­an­legt og viðbúið að frek­ari mála­ferli og deil­ur verði uppi.

Stóru–Laxár­menn veiddu nýja ósinn í gær og segj­ast ætla að vera með eina til tvær stang­ir þar í sum­ar. Iðumenn vísa til þess að úr­sk­urður­inn taki til óss­ins en ekki veiðirétt­ar og benda á þá fornu reglu að land­eig­andi eigi veiðirétt fyr­ir sínu landi.

Úrsk­urður­inn er sam­tals þrett­án blaðsíður og tek­ur til máls­ins alls. Til­urðar þess og þeirra álita­efna sem upp komu á leiðinni, svo sem eins og með hæfi málsaðila og fleira í þeim dúr. Reifuð eru sjón­ar­mið málsaðila. Stjórn Stóru–Laxár seg­ir þannig eft­ir­far­andi í þeirri sam­an­tekt sem lögð var fyr­ir nefnd­ina. „Aðstæður í Stóru-Laxá og Hvítá eru að mati Stóru-Laxár­deild­ar aðrar en rakt­ar eru í úr­sk­urði um ós Flóka­dals­ár. Þar sé staðan sú að árn­ar bland­ast ekki fyrr en fyr­ir neðan brú og eigi því úr­sk­urður­inn ekki við um ós Stóru-Laxár gagn­vart Hvítá. Byggt er á því að þegar ferskvatnsá renni í jök­ulsá haldi ferskvatnið sínu eig­in lit­rófi, hita­stigi og eðliseig­in­leik­um lengi eft­ir að vatns­föll­in hafa runnið sam­an. Jök­ul­vatn hafi aðra efna­sam­setn­ingu, lit og hita­stig sem valdi því að það bland­ist ekki ferskvatn­inu við snert­ingu. Með vís­an til þess verði að telja að lög­mæt og lög­fræðilega rétt af­mörk­un á ós slíkra vatns­falla taki mið af lengd og um­fangi blönd­un­ar í reynd – ekki ein­göngu fyrstu snert­ingu.“

Finnur Harðarson og félagar hans voru mættir í nýja ósinn …
Finn­ur Harðar­son og fé­lag­ar hans voru mætt­ir í nýja ósinn í gær­kvöldi. Þó svo að úr­sk­urður­inn liggi fyr­ir er ekk­ert sem bend­ir til þess að deil­ur hafi end­an­lega verið sett­ar niður. Ljós­mynd/​Skjá­skot

Ósinn verði neðan við brú

Í fram­haldi af þessu set­ur Stjórn Stóru-Laxá fram sína kröfu í mál­inu. „Af öllu fram­an­sögðu verði því að telja að ós Stóru-Laxár gagn­vart Hvítá sé neðan við brú að Laug­ar­ási, þar sem straum­ar ánna hafi að fullu sam­ein­ast bæði í laga­leg­um og nátt­úru­leg­um skiln­ingi. Stóru Laxár­deild­in ger­ir því þá kröfu að ós Stóru-Laxár sé skil­greind­ur þar.“

En það er ein­mitt úr­sk­urður­inn um ós Flóka­dals­ár sem Iðumenn horfa til og telja rétt að taki einnig til óss Stóru–Laxár. Svo er það krafa Stóru–Laxár­deild­ar, en hún hljóðar svo. „Af öllu fram­an­sögðu verði því að telja að ós Stóru-Laxár gagn­vart Hvítá sé neðan við brú að Laug­ar­ási, þar sem straum­ar ánna hafi að fullu sam­ein­ast bæði í laga­leg­um og nátt­úru­leg­um skiln­ingi. Stóru–Laxár­deild­in ger­ir því þá kröfu að ós Stóru-Laxár sé skil­greind­ur þar. 

Iðujarðir færa rök fyr­ir því að ós Stóru–Laxár sé ein­fald­lega þar sem hann hef­ur alltaf verið og eng­in ágrein­ing­ur hafi verið um málið fyrr en nýr leigutaki kem­ur að Stóru–Laxá. „Að mati Iðujarða eru eng­in rök færð fyr­ir því að ós Stóru-Laxár sé ann­ars staðar en þar sem hingað til hef­ur verið lagt til grund­vall­ar, þ.m.t. við gerð arðskrár og gerð veiðistaðalýs­inga við Stóru-Laxá. Þeirri skoðun mats­beiðanda er hafnað, að það sé lit­ur­inn á vatn­inu sem af­mark­ar ósinn. Held­ur sé það svo að það sé sá staður þar sem straum­ar þver­ár sam­ein­ast straum höfuðár­inn­ar. Vísað er til þess að mörg dæmi séu til þar sem þannig hagi til að vatn þver­ár nær með landi höfuðár en telst samt ekki sem hluti þver­ár­inn­ar. Aug­ljós­asta dæmið séu Straum­arn­ir í Borg­ar­f­irði. Þar renni vatn úr Norðurá langt niður á Ferju­bakka­eyr­ar og sam­ein­ast þá fyrst Hvítá. Þegar svo hátt­ar til eins og staðan sé við Iðu, séu skil­in á Stóru-Laxá og Hvítá mjög breyti­leg og fari það eft­ir vatns­magni í hvorri á fyr­ir sig á hverj­um tíma. Við mikla bráðnun í jökl­um geti Hvítár­vatnið náð allt upp í nú­ver­andi ós Stóru-Laxár. Vatna­skil­in geti því aldrei verið grund­völl­ur óss, hvað þá efna­grein­ing á vatni eins og komi fram í skýrslu VSÓ ráðgjaf­ar. Ós geti þar fyr­ir utan ekki verið breyti­leg­ur frá ein­um tíma til ann­ars eft­ir því hve mikið vatn er í hvorri á fyr­ir sig. Við ákvörðun á ós geti því aldrei verið miðað við annað en strauma ánna. Ósinn hljóti alltaf að vera á sama stað óháð vatns­magni í Stóru-Laxá.“

Ármót Stóru-Laxár og Hvítár. Nýr ós hefur verið afmarkaður og …
Ármót Stóru-Laxár og Hvítár. Nýr ós hef­ur verið af­markaður og tek­ur meðal ann­ars til þess að árn­ar renna sam­síða um nokk­urn veg. Ljós­mynd/​Finn­ur Harðar­son

„Laxa­vernd auðmanna“

Aðrir sem hags­muna eiga að gæta í mál­inu eru Veiðifé­lag Árnes­inga og Auðsholtsjarðirn­ar. Þeir síðar­nefndu mót­mæla því að ósamörk til langs tíma verði færð til. Þá benda þeir einnig á að taka þurfi til­lit til Litlu–Laxár, komi til breyt­ing á ós Stóru–Laxár. Svo seg­ir í úr­sk­urði mats­nefnd­ar­inn­ar, þar sem vitnað er til sam­an­tekt­ar Auðsholtsjarða. „Vísað er til þess að áður en nú­ver­andi leigutaki hafi komið að Stóru-Laxá hafi verið sátt um ósamörk­in en nú sé á svæðinu efnt til mik­ils ófriðar und­ir yf­ir­skini laxa­vernd­un­ar auðmanna. Lax hafi verið veidd­ur í net í Hvítá svo lengi sem elstu menn muna. Þau hlunn­indi hafi verið nýtt til að metta munna en ekki til þess að leika sér að bráðinni. Rakið er að þó ósamörk­um Stóru-Laxár verði breytt þá hafi slíkt ekki nein áhrif á neta­veiðihlunn­indi Auðsholtsjarða, sem ekki standi til að leggja af. 

Guðmund­ur Ágústs­son lögmaður Iðumanna seg­ir úr­sk­urðinn ákveðin von­brigði og þá sér­stak­lega í ljósi þess að hann tel­ur niður­stöðu mats­nefnd­ar­inn­ar and­stæða því sem áður hef­ur tíðkast í sam­bæri­leg­um mál­um. „Þetta kom mér veru­lega á óvart miðað við þá lög­fræði sem hef­ur tíðkast í mál­um af þess­um toga. Mér finnst eðli­leg­ast að það verði látið á þetta reyna fyr­ir dóm­stól­um. Úrsk­urður nefnd­ar­inn­ar er end­an­leg­ur á stjórn­sýslu­stigi en mál­inu er hægt að skjóta til dóm­stóla. Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um það, en ég teldi það eðli­legt,“ sagði Guðmund­ur Ágústs­son lögmaður land­eig­enda Iðujarða.

Guðmund­ur benti líka á það að þessi úr­sk­urður færi ekki Finni Harðar­syni, leigu­taka Stóru Laxár eða stjórn Stóru Laxár­deild­ar yf­ir­ráð yfir Iðunni. „Þetta er ein­vörðungu úr­sk­urður um hvar ósinn ligg­ur. Sem slík­ur veit­ir úr­sk­urður­inn ekki heim­ild til veiða á þessu svæði og það er ekki þannig að Finn­ur Harðar­son geti veitt sín­um viðskipta­vin­um leyfi til að veiða á svæðinu. Það er grund­vall­ar­rétt­ur í veiðirétti að eig­andi lands hef­ur veiðirétt fyr­ir sínu landi. Vilji Stóru Laxár­deild­in gera til­kall til veiðisvæðis­ins þá verður að semja um slíkt. Það hef­ur í raun ekk­ert breyst með þess­um úr­sk­urði þegar horft er til veiðinn­ar.“

Allt óbreytt þrátt fyr­ir úr­sk­urðinn

Guðmund­ur seg­ir að þeir sem hafi rétt til að veiða geti mætt og veitt. Úrsk­urður­inn taki ekki til þess þátt­ar. „Eins og staðan er núna þá er hún í raun óbreytt. Marg­ir velta fyr­ir sér hvor aðili hafi unnið þetta mál. Ég bendi bara á að það er stjórn Stóru Laxár sem gert er að greiða máls­kostnað.“

Veiðisvæðið við Iðu er neðan við staðinn þar sem Litla-Laxá …
Veiðisvæðið við Iðu er neðan við staðinn þar sem Litla-Laxá og Stóra-Laxá falla út í Hvítá í Árnes­sýslu. Morg­un­blaðið/​oej

Guðmund­ur tel­ur þenn­an úr­sk­urð ganga gegn því sem fram til þessa hef­ur verið viður­kennt þegar kem­ur að mati á því hvar ós ligg­ur. Hann horf­ir til for­dæm­is sem er úr­sk­urður um Flóka­dalsá og Reykja­dalsá. Þar er horft til þess að þar sem straum­ur mæt­ir og tek­ur ann­an straum, þar séu ár­mót. Úrsk­urð mats­nefnd­ar­inn­ar seg­ir hann vera á aðra leið og geti það sett ým­is­legt í upp­nám. Hann horf­ir til ár­móta­svæða í Hvítá í Borg­ar­f­irði. Straum­ar, Skuggi og Svart­höfði. Þetta eru staðir þar sem laxveiðiár falla út í jök­ulána Hvítá. „Hvernig ætla menn að finna út ár­mót eða ós þar sem tvær bergvatns­ár mæt­ast. Mér finnst þetta skrít­in lög­fræði og ekki í sam­ræmi við þær túlk­an­ir sem verið hafa fram til þessa. Nefnd­in er að breyta aldagam­alli túlk­un á skil­grein­ing­unni ós og mér finnst það ekki ganga upp.“

Finn­ur Harðar­son, leigutaki Stóru–Laxár og aðal­hvatamaður að nýju ósamati er sátt­ur við úr­sk­urðinn og hvet­ur til þess að fólk virði hann. „Þetta er Salómons­dóm­ur og von­andi taka hon­um all­ir af auðmýkt og reisn. Um 70% veiði Iðu fer fram á því svæði sem var úr­sk­urðað okk­ur í vil. Núna verða 1-2 stang­ir frá okk­ur dag­lega þarna og hef ég þá trú að um­gengni verði betri, lax­in­um í vil. Nú vil ég hvetja veiðimenn og land­eig­end­ur á Iðu að virða úr­sk­urðinn, við mun­um gera það. Nú strax í fram­hald­inu mun­um við fara fram à að 250 metr­um niður frá ósamörk­um og 100 metr­um upp frá ósamörk­um verði veiði bönnuð eins og lög kveða á um,“ sagði Finn­ur Harðar­son í skrif­legu svari til Sporðak­asta.

Úrsk­urðinn kváðu upp Atli Már Ing­ólfs­son, formaður, auk nefnd­ar­mann­anna Ragn­hild­ar Helgu Jóns­dótt­ur, um­hverf­is­fræðings og Guðjóns Ármanns­son­ar, lög­manns. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
101 cm Miðsvæðið Laxá í Aðal­dal Helgi Jó­hann­es­son 17. sept­em­ber 17.9.
100 cm Laxá í Hrútaf­irði John Miller 13. sept­em­ber 13.9.
100 cm Vatns­dalsá Þor­steinn Joð 13. sept­em­ber 13.9.
102 cm Kjar­rá Gylfi Scheving Ásbjörns­son 12. sept­em­ber 12.9.
100 cm Miðfjarðará Theó­dór Friðjóns­son 12. sept­em­ber 12.9.
100 cm Víðidalsá Sigþór Sig­urðsson 12. sept­em­ber 12.9.
102 cm Hvítá við Iðu Þor­leif­ur Guðjóns­son 11. sept­em­ber 11.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert