Raggi togari segir allt krökkt af lunda

Raggi togari, eins og hann er jafnan kallaður segist ekki …
Raggi togari, eins og hann er jafnan kallaður segist ekki séð svo mikið af lunda eins og er núna á flugi. Fleiri Eyjamenn taka undir með honum. Ljósmynd/Rangar Þór

Sí­fellt fleiri stíga fram og gagn­rýna lund­a­rann­sókn­ir og þau veiðibönn sem byggja á þeim. Nú síðast steig Eyjamaður­inn, út­eyja­skegg­inn og Elliðaey­ing­ur­inn Ragn­ar Þór Jó­hanns­son fram og skrifaði opið bréf til bæj­ar­ráðsmanna í Vest­manna­eyj­um. Ragn­ar er oft­ast kallaður Raggi tog­ari.

Ekki er langt síðan að Erp­ur Snær Han­sen sem er leiðtogi í lund­a­rann­sókn­um og hef­ur verið til margra ára fékk á sig harka­lega gagn­rýni og var sakaður af Skot­veiðifé­lagi Íslands um að neita að birta töl­ur yfir stofn­stærð lunda. Sporðaköst leituðu til Erps og báðu um svar við þess­ari lyk­il­spurn­ingu. Hvers stór er lunda­stofn­inn? Erp­ur ætl­ar að taka þetta sam­an og fara yfir sín göng. Sporðaköst bíða svars.

Raggi tog­ari seg­ir í opna bréf­inu:

„Ég hef dvalið í Elliðaey í yfir 35 ár og fylgst náði með lunda­stofn­in­um á hverju ár. Sú þróun sem ég hef orðið vitni síðustu sjö árin – og sér­stak­lega síðustu fimm – bend­ir sterk­lega til þess að stofn­inn sé að ná sér vel á strik eft­ir mak­ríl­inn. Lundi er nú í magni sem jafn­ast á við áð besta sem sést hef­ur hér í Eyj­um í lang­an tíma, og þetta er einnig það sem heyr­ist frá öðrum út­eyja­bú­um, trillukörl­um og sjó­mönn­um – þeim sem vinna dag­lega með nátt­úr­unni og veiðum,“ skrif­ar Ragn­ar Þór í bréf­inu sem hann birti á Face­book-síðu sinni.

Hann held­ur áfram: „Ég var sjálf­ur unnið á sjó í upp­sjáv­ar­veiðum og upp­lifði mak­ríl­inn koma með breytta fæðukeðju og þá var grein­lega hann sem var vald­ur af því að lund­in kom ekki upp pysju því mak­ríll hreinsaði upp allt sandsíli enn þegar hann fór að minka og hvarf héðan Þá varð strax sýni­legt hversu mikið magn sandsíl­is var að koma inn á miðin aft­ur – sandsíli sem er ein meg­in­fæða lundi. Það sást fljótt á fjölda pysja og al­mennri viðkomu fugls­ins.

Stofnstærð lundans er á reiki þrátt fyrir langvinnar og öflugar …
Stofn­stærð lund­ans er á reiki þrátt fyr­ir lang­vinn­ar og öfl­ug­ar rann­sókn­ir. mbl.is/​Rax

Það er því með undr­un sem ég les grein­ar frá fræðimönn­um sem enn halda fram að stofn­inn sé í hættu. Ég ef­ast ekki um að vís­inda­leg gögn skipti máli – en við meg­um ekki van­meta reynslu þeirra sem lifa og starfa í þess­um aðstæðum ár eft­ir ár. Nátt­úr­an sveifl­ast – það hafa alltaf komið erfið ár í lunda­veiði, eins og heim­ild­ir síðustu 200 ára sýna. En það er ekki endi­lega vís­bend­ing um lang­tíma­hnign­un, held­ur hluti af hringrás nátt­úr­unn­ar.

Við meg­um ekki gleyma því að fugla­veiðar, og þá sér­stak­lega lunda­veiði, eru rót­gró­inn hluti af menn­ingu og sögu Vest­manna­eyja. Úteyja­menn­ing­in hef­ur átt und­ir högg að sækja und­an­far­in ár og það er mik­il­vægt að við varðveit­um hana – ekki aðeins vegna hefða held­ur einnig sem lif­andi þátt í sam­fé­lagi okk­ar.

Ég vil því hvetja bæj­ar­ráð til að end­ur­skoða nú­ver­andi af­stöðu og hefja und­ir­bún­ing að því að auka veiðidaga, þó í litl­um og skyn­söm­um skref­um. Við get­um vel farið að með gát og sam­tím­is virkt fylgst með þróun stofns­ins – en það þarf ekki að úti­loka að við ber­um virðingu fyr­ir hefðinni og aðstæðum sam­tím­is.“ 

Ragnar Þór Jóhannsson með son sinn Líam Ragnarsson. Lundaveiði hefur …
Ragn­ar Þór Jó­hanns­son með son sinn Líam Ragn­ars­son. Lunda­veiði hef­ur gengið mann fram af manni í Vest­manna­eyj­um. Það voru lunda­veiðimenn sem vöktu máls á fækk­un lunda á sín­um tíma. Þá var brugðist við. Nú vekja þeir at­hygli á mik­illi fjölg­un í stofn­in­um. Ljós­mynd/​Ragn­ar Þór

Viðbrögð hafa ekki látið á sér standa. Njáll Ragn­ars­son, formaður bæj­ar­ráðs var fljót­ur að lykla­borðinu og seg­ir:

„Eft­ir því sem ég best veit er Um­hverf­is– og skipu­lags­ráð búið að kalla eft­ir um­sögn­um Nátt­úru­stofu Suður­lands og Bjarg­veiðifé­lags Vest­manna­eyja varðandi lunda­veiði á ár­inu 2025. Þær um­sagn­ir liggja til grund­vall­ar ákvörðun um fjölda daga o.s.frv.“

Davíð Guðmunds­son legg­ur orð í belg: „Ég hef stundað lunda­veiði í Suðurey í tæpa hálfa öld og hef aldrei sé jafn mikið af lunda og síðustu tvö ár.“

Komið hef­ur fram að lunda­veiði hef­ur dreg­ist mjög mikið sam­an og er í dag aðeins brot af því sem var í byrj­un ald­ar.

Þær taln­ing­ar og rann­sókn­ir sem nú eru gerðar hljóta að geta metið hver stofn­stærðin er og upp­lýst það. Vænt­an­lega eru lund­a­rann­sókn­ir ekki ein­göngu op­in­ber­ar þegar lund­an­um fækk­ar. Það hlýt­ur að vera fagnaðarefni þegar stofn­inn stækk­ar. Hvort sem það er á landsvísu eða staðbundið, nú eða bæði. Gam­an verður að sjá töl­una sem Erp­ur ætl­ar að op­in­bera fyr­ir Sporðaköst. 

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
105 cm Laxá í Aðal­dal Ásgeir Stein­gríms­son 9. ág­úst 9.8.
101 cm Stóra Laxá Birta Ósk Svans­dótt­ir 31. júlí 31.7.
100 cm Straum­fjarðará Bruno Muller 22. júlí 22.7.
100 cm Miðfjarðará Christoph­er Hill 19. júlí 19.7.
100 cm Miðsvæðið Laxá í Aðal­dal Helgi Jó­hann­es­son 15. júlí 15.7.
103 cm Laxá í Aðal­dal Aðal­steinn Jó­hanns­son 7. júlí 7.7.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert