Færri net í Ölfusá – „Sigur fyrir laxinn“

Netin komin á þurrt í land Auðsholts í Ölfusi. Auðsholtshjáleiga …
Netin komin á þurrt í land Auðsholts í Ölfusi. Auðsholtshjáleiga veiddi í net fyrstu tvær vikur júlí, en nú tekur við stangveiði. Ljósmynd/Starir

Star­ir ehf, sem er leigutaki nokk­urra laxveiðiáa á Íslandi hef­ur samið við jörðina Auðsholt í Ölfusi um leigu á veiðirétti fyr­ir landi jarðar­inn­ar. Með þessu er tryggt að neta­veiðirétt­ur sem jörðin á, verður ekki nýtt­ur í sum­ar, þess í stað verður stunduð þar stang­veiði. 

Um er að ræða tvær jarðir sem skipta með sér veiðirétt­in­um. Það er Auðsholt og Auðsholts­hjá­leiga. Hef­ur skipt­ing­in verið þannig að hjá­leig­an hef­ur haft 25% af veiðirétti en sjálft Auðsholt átt 75%. 

Pét­ur Bjarna­son og Ágústa Björns­dótt­ir keyptu Auðsholt fyr­ir tveim­ur árum og hafa ekki nýtt neta­veiðirétt­inn. Vilja þau stuðla að því að styrkja laxa­stofn­inn á svæðinu og hafa því ekki sett út net í Ölfusá. Hjá­leig­an hef­ur hins veg­ar stundað neta­veiði og það með góðum ár­angri. Nú hef­ur hjá­leig­an veitt í net í tvær vik­ur og þar með nýtt sinn rétt að fullu, að því er heim­ilda­menn Sporðak­asta full­yrða. Nú eru net­in kom­in á þurrt og munu Star­ir selja stang­veiðileyfi á svæðinu í sum­ar.

Nýir tímar eru runnir upp í landi Auðsholts. Veiðistöng í …
Nýir tím­ar eru runn­ir upp í landi Auðsholts. Veiðistöng í stað neta. Ljós­mynd/​Star­ir

Sam­kvæmt því sem Sporðaköst kom­ast næst er ekki sátt í mál­inu meðal land­eig­enda og Auðsholts­hjá­leiga tel­ur sig geta nýtt frek­ari neta­rétt. Veiðivarsla verður á svæðinu enda mark­miðið að net­in hafi verið tek­in upp í sum­ar fyr­ir landi Auðsholts í Ölfusi. Eft­ir því sem næst verður kom­ist mun rétt­ur hjá­leig­unn­ar til neta­veiði virkj­ast í stutt­an tíma í lok ág­úst að nýju en þá ættu laxa­göng­ur að vera komn­ar upp Ölfusá og á leið í Sogið og Stóru–Laxá og önn­ur heim­kynni sín á svæðinu.

Neta­veiðar í Ölfusá og Hvítá eru mikið hita­mál. Efra Auðsholt legg­ur enn sín net í námunda við Iðu og Stóru–Laxá.

Enn er veitt í net í Kaldaðarnesi þar sem formaður Veiðifé­lags Árnes­inga, Jör­und­ur Gauks­son ræður ríkj­um. Ef fram fer sem horf­ir verða það ein­ung­is Auðsholts­hjá­leiga, með sinn tak­markaða neta­rétt og Kaldaðarnes þar sem formaður­inn býr sem stunda neta­veiði í Ölfusá. Þykir mörg­um skjóta skökku við að formaður fé­lags­ins stundi neta­veiði þegar laxa­stofn­ar á svæðinu eiga und­ir högg að sækja.

Þetta eru alvöru netalagnir sem notast hefur verið við á …
Þetta eru al­vöru neta­lagn­ir sem not­ast hef­ur verið við á svæðinu. Þeir sem þekkja vel til segja að Sogs og Stóru-Laxár lax­inn gangi með klett­in­um efst á mynd­inni. Ljós­mynd/​Star­ir

„Þetta er sig­ur fyr­ir lax­inn og það er mik­il­vægt að lax­inn okk­ar eigi banda­menn eins og Auðsholts­fjöl­skyld­una sem skil­ur stöðuna og er til­bú­in til að stuðla að því að hann geti lifað. Neta­veiðar á laxi í ferskvatni eru tíma­skekkja,“ sagði Ingólf­ur Ásgeirs­son, eig­andi Stara í sam­tali við Sporðaköst.

Neta­lagn­ir Auðsholts­hjá­leig­unn­ar tóku á bil­inu 100 til 200 laxa fyrstu tvær vik­ur júlí­mánaðar. það staðfesta mynd­ir sem tekn­ar voru með drón­um. Til sam­an­b­urðar má geta þess að það er sam­bæri­legt magn og veidd­ist í öllu Sog­inu í fyrra. Töl­ur um stang­veiðina þar eru aðeins á reiki því nokkr­ir aðilar leigja veiðirétt­inn en lík­ast til var heild­ar­veiðina ein­mitt á bil­inu 100 til 200 lax­ar.

Veitt verður á stöng þar til í lok ágúst að …
Veitt verður á stöng þar til í lok ág­úst að viku­hlé verður á veiðinni. Þá fara net­in vænt­an­lega niður í nokkra daga og svo tek­ur stöng­in við aft­ur. Ljós­mynd/​Star­ir

Deil­ur milli neta­bænda og veiðimanna eru einnig til staðar í Hvítá, en Auðsholt þar efra stund­ar neta­veiði og geysa þar harðar deil­ur. Þá er Iðudeil­an eitt­hvað sem ekki hef­ur fram­hjá nein­um sem áhuga hef­ur á veiðiskap. Þar tekst Finn­ur Harðar­son, leigutaki á Stóru–Laxá á við land­eig­end­ur Iðu 1 og Iðu 2. Nýtt ósamat á Stóru–Laxá hef­ur verið kynnt en áfram er hart tek­ist á og það jafn­vel svo að komið hef­ur til handa­lög­mála. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
101 cm Stóra Laxá Birta Ósk Svans­dótt­ir 31. júlí 31.7.
100 cm Straum­fjarðará Bruno Muller 22. júlí 22.7.
100 cm Miðfjarðará Christoph­er Hill 19. júlí 19.7.
100 cm Miðsvæðið Laxá í Aðal­dal Helgi Jó­hann­es­son 15. júlí 15.7.
103 cm Laxá í Aðal­dal Aðal­steinn Jó­hanns­son 7. júlí 7.7.
103 cm Miðfjarðará Edu­ar­do 2. júlí 2.7.
100 cm Sandá í Þistil­f­irði Eiður Pét­urs­son 24. júní 24.6.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert