Greinar fimmtudaginn 18. september 1997

Forsíða

18. september 1997 | Forsíða | 266 orð

Clinton neitar að undirrita bannið

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að þarlend stjórnvöld myndu ekki undirrita sáttmála um bann við notkun á jarðsprengjum. Gerði forsetinn grein fyrir öðrum skrefum sem Bandaríkjastjórn teldi rétt að taka til að draga úr þeim skaða sem sprengjurnar valda. Hann gaf ennfremur varnarmálaráðuneytinu fyrirmæli um að þróa vopn sem geri jarðsprengjur úreltar fyrir árið 2006. Meira
18. september 1997 | Forsíða | 161 orð

Liturinn afhjúpar sálarlífið

ÞEIR sem kaupa bláa bíla eru oft hugmyndasnauðir, þeir sem velja silfurgráa bíla montnir og þeir sem aka á bílum í fölum litum eru að öllum líkindum á leið til sálfræðings, samkvæmt nýrri rannsókn breskra sálfræðinga. Meira
18. september 1997 | Forsíða | 130 orð

Tólf manns farast í þyrluslysi

TÓLF manns fórust þegar þyrla flaug á fjall í miðhluta Bosníu í gær. Þyrlan var á leið með háttsetta embættismenn á vegum Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðasamtaka til fundar við yfirvöld í bænum Bugojno. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að fimm Þjóðverjar, fimm Bandaríkjamenn, Breti og Pólverji hefðu farist. Meira
18. september 1997 | Forsíða | 235 orð

Vilja taka þátt í viðræðunum

FLOKKAR norður-írskra sambandssinna sendu í gær fulltrúa sína til viðræðna við breska embættismenn í Belfast til að gagnrýna Sinn Fein, stjórnmálaflokk Írska lýðveldishersins (IRA). Sambandssinnarnir ræddu ekki við fulltrúa Sinn Fein en sögðust ætla að taka þátt í friðarviðræðunum í Belfast til að tryggja að ekki yrði gengið að kröfum lýðveldissinna, sem vilja að Norður-Írland sameinist Írlandi. Meira
18. september 1997 | Forsíða | 181 orð

Walesbúar kjósa um eigið þing

BRESKA stjórnin skoraði í gær á Walesbúa að samþykkja tillöguna um eigið þing en gengið verður til atkvæða um hana í dag. Áhuginn á auknu sjálfræði er miklu minni í Wales en í Skotlandi en skoðanakannanir benda þó til, að það verði samþykkt. Meira

Fréttir

18. september 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

40 ára afmæli Árbæjarsafns

RÉTT 40 ár verða liðin laugardaginn 20. september nk. síðan Árbæjarsafn var opnað gestum. Af því tilefni verður opið þann dag kl. 13­17 og er aðgangur ókeypis. Auk sýningarhúsanna gefst kostur á að skoða geymsluskemmur safnsins og myndadeild. Kl. 15 verður messa í safnkirkjunni. Leiðsögn um safnsvæðið verður kl. 13 og 16. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

49 kennarar segja upp störfum

HÓPUR kennara við þrjá grunnskóla í Reykjanesbæ og Kópavogi lagði fram uppsagnarbréf sín í gær og hafa alls 49 kennarar með réttindi sagt upp störfum við þessa skóla. Meirihluti kennara við Hjallaskóla í Kópavogi afhenti fræðslustjóra uppsagnarbréf sín eftir hádegi í gær. Alls sögðu 23 fastráðnir kennarar upp störfum en 38 kennarar starfa við skólann. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 371 orð

Aukinn hagvöxtur án verðbólgu

ÁRLEGUR fundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF) hófst í Hong Kong í gær með því að gefið var út mat á stöðu efnahagsmála í heiminum. Spáir sjóðurinn auknum hagvexti án verðbólgu þrátt fyrir erfiðleika í Tælandi og Suð- Austur Asíu. Að mati sjóðsins mun hagvöxtur í heiminum nema 4,2% á þessu ári og 4,3% á því næsta. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Á 156 kílómetrum innanbæjar í Bolungarvík

UM síðustu helgi voru tveir ungir ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innanbæjar í Bolungarvík. Annar ökumaðurinn var stöðvaður aðfaranótt laugardags á 144 km hraða og hinn sólarhring síðar á 156 km hraða. Þar sem ökumenn voru stöðvaðir er 50 km hámarkshraði. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 268 orð

Átta tilboð bárust í 52 eignir í Súðavík

Á FIMMTUDAG fimmtudag í síðustu viku voru opnuð tilboð í 52 húseignir í gömlu byggðinni í Súðavík, sem Súðavíkurhreppur og Ofanflóðasjóður höfðu auglýst til sölu. Átta tilboð bárust í þrettán húseignir sem eru mun minni viðbrögð en búist hafði verið við. Tilboðin eru til skoðunar og verður væntanlega tekin afstaða til þeirra undir lok þessarar viku. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 424 orð

Átök milli tveggja menningarheima

FYRIR aðeins 18 árum felldu Walesbúar með miklum mun að koma á fót sínu eigin þingi en skoðanakannanir benda til, að þeir muni svara því játandi í kosningunum í dag. Samt er búist við, að kjörsókn verði mjög lítil og sýnir það kannski best andúð margra Walesbúa á breytingum. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 434 orð

Birting meðaltala ýtir við fólki og er af hinu góða

ÞEGAR meðaleinkunnir grunnskóla landsins úr samræmdum prófum 10. bekkjar frá síðastliðnu vori eru bornar saman er einkum tvennt sem vekur sérstaka athygli: að af öllu landinu er meðaleinkunnin lægst á Suðurnesjum og að þeir skólar sem allra lægstu meðaleinkunn höfðu í fyrra hafa bætt sig verulega. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Borgin selur hús Gjaldheimtunnar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að selja ríkissjóði hlut borgarinnar í húsnæði Gjaldheimtunnar á Tryggvagötu 28, fyrir rúmar 24,3 milljónir króna. Jafnframt er samþykkt að selja tollstjóranum í Reykjavík eignarhlut borgarinnar í lausafé Gjaldheimtunnar fyrir rúmar 5,3 milljónir króna. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 145 orð

Clinton hótar gagnaðgerðum

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur varað Kanadamenn við ólöglegum aðgerðum vegna laxveiði Bandaríkjamanna við vesturströndina og segist ekki munu láta þeim ósvarað verði þeim ekki hætt. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 311 orð

Clinton vill ný lög um tóbak BILL Clinton, Banda

BILL Clinton, Bandaríkjaforseti, hvatti Bandaríkjaþing til þess í gær að setja lög sem fælu matvæla- og lyfjaeftirlitinu að fylgjast með vörum sem innihalda nikótín. Þá lagði hann til að verð á tóbaki verði hækkað takist tóbaksframleiðendum ekki að ná fyrirfram settum markmiðum og draga úr reykingum ungmenna. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 255 orð

Dráttur hefur áhrif á viðræður um Hvalbak

FÆREYJAR og Bretland munu á næstu mánuðum gera lokatilraun til að semja um lögsögumörk á landgrunninu á milli Færeyja og Skotlands, á "hvíta svæðinu" svokallaða, þar sem talið er líklegt að olíu sé að finna. Samningafundur verður haldinn í London í næstu viku. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 257 orð

ÐAtvinnubílstjórar ræddu þungaskatt við ráðherra Lagaákvæði hamla

FULLTRÚAR þriggja félaga atvinnubifreiðastjóra áttu fund með fjármálaráðherra í gær, þar sem rætt var um möguleika á að breyta ákvæðum laga um þungaskatt, en Samkeppnisráð hefur úrskurðað að ákvæðin hamli samkeppni. Um er að ræða félög leigubifreiðastjóra, sendibifreiðastjóra og vörubifreiðastjóra. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 270 orð

Ekkert lát á hörmungum

LÍKUR eru á að ný flóð auki enn á hörmungar fólks í Norður-Kóreu. Þetta kom fram í máli Christians Lemaires, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Pyongyang, í gær. Lemaire sagði 40.000 vannærða verkamenn vinna að því berum höndum að byggja 40 km varnargarð úr mold og steinum meðfram austurströnd landsins. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 269 orð

Ekki farið að reyna á helstu deilumál

MIKIL vinna fer fram þessa dagana í nefnd aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, sem falið var að yfirfara og reyna að ná sáttum um drög að frumvarpi fjármálaráðherra um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Enn sem komið er er lítið farið að reyna á helstu ágreiningsatriðin innan nefndarinnar. Nefndinni var ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir 15. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 329 orð

"Erum líklega of snemma á ferðinni"

TVÖ nótaveiðiskip, Víkingur AK og Húnaröstin SF, eru nú byrjuð síldarleit án þess að hún hafi enn sem komið er borið árangur. Viðmælendur Morgunblaðsins um borð í skipunum tveimur töldu sig vera of snemma á ferðinni, en sögðust verða við leitina áfram og áttu von á því að fleiri leitarskip bættust í hópinn um helgina. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 269 orð

Fallist á urðun í Fíflholtum

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða urðun sorps í Fíflholtum í Borgarbyggð með ákveðnum skilyrðum. Úrskurðinn má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 22. október 1997. Meira
18. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 452 orð

Farþegum með Sævari fækkar á milli ára

FARÞEGUM með Hríseyjarferjunni Sævari fækkaði í sumar miðað við sama tímabil í fyrra og er fækkunin mest í ágúst. Farþegar í ágúst sl. voru 6.629 á móti 7.804 í sama mánuði í fyrra. Hins vegar voru farþegar heldur fleiri í júní og júlí í ár en í fyrra. Heildarfjöldi farþega tímbilið maí til ágúst í ár var 25.006 en var 25.680 á sama tímabili í fyrra og 25.801 árið 1995. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 650 orð

Féð er styggt og rennur á menn

HILMAR Össurarson, bóndi í Kollsvík, segir að fé sem ekki heimtist hafi safnast fyrir í fjallinu Tálkna á síðustu 15-20 árum. Hilmar fór með þyrlu til að kanna sauðféð í fjallinu fyrir einu og hálfu ári. Þá voru taldar 13 kindur í fjallinu en Hilmar telur að þær geti verið orðnar nærri 30 núna. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Fleiri umsóknum hafnað en áður

GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, segir að staðfest hafi verið á fundi fulltrúa kennara með fulltrúum menntamálaráðuneytis og sveitarfélaga í vikunni, að dæmi væru um að sveitarfélög hefðu ráðið leiðbeinendur, sem undanþágunefnd ráðuneytisins hefði hafnað, til starfa í skólum. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 134 orð

Forsetafrúin í alvarlegri sjúkdómsmeðferð

OPINBERUM heimsóknum forsetahjónanna, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, til Svíþjóðar og Vestur-Skaftafellssýslu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er alvarleg veikindi forsetafrúarinnar að því er kemur fram í tilkynningu frá forseta Íslands, sem hann sendi frá sér í gær og fer hér á eftir: Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 205 orð

Frakkar samþykkja ekki tungumálasamning

FRÖNSK stjórnvöld neita að samþykkja sáttmála Evrópuráðsins um svæðisbundin tungumál og mál minnihlutaþjóða, á þeirri forsendu að í Frakklandi sé aðeins eitt opinbert tungumál. Sáttmálinn á meðal annars að tryggja að fólk, sem tilheyrir þjóðernisminnihlutahópum í ríkjum Evrópu, geti notað móðurmálið í samskiptum við stjórnvöld. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 1019 orð

Framsókn bauð málamiðlun um flesta umsækjendur nema Elínu Samstarf ríkisstjórnarflokkanna um málefni Ríkisútvarpsins í

TVEIR ráðherrar Framsóknarflokksins, Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson, munu hafa beitt sér gegn ráðningu Elínar Hirst í starf fréttastjóra Sjónvarpsins samkvæmt heimildum blaðsins. Einnig munu framsóknarmenn hafa boðið málamiðlun um Árna Þórð Jónsson og raunar gefið til kynna að þeir gætu fellt sig við Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 556 orð

Framtíðarsýnin góð, sparnaður tálsýn

Að sögn Þórðar Harðarsonar prófessors og yfirlæknis á lyflækningadeild Landspítalans hefur skýrslan, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið lét gera og kölluð er manna á meðal VSÓ- skýrslan, verið talsvert rædd meðal kennara í læknadeild Háskóla Íslands. "Ég held að óhætt sé að segja að flestir fagna framtíðarsýninni sem kemur fram í skýrslunni," sagði Þórður. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 109 orð

Frekar heiðagæs en grágæs

VEIÐI á grágæs hér á landi er um 30% af hauststofninum, eða um 35.000 fuglar, en veiði á heiðagæs um 5% af hauststofninum, eða um 11.000 fuglar. Í fréttatilkynningu frá Náttúrufræðistofnun Íslands kemur fram að þar sem ekki liggi fyrir veiðiskýrslur nema fyrir árin 1995 og 1996 sé ekki vitað hversu lengi veiðiþungi á grágæs hefur verið svo mikill hér á landi, Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fundur í leik skóladeilunni

SAMNINGAFUNDUR í kjaradeilu leikskólakennara og sveitarfélaganna stóð fram yfir miðnætti í nótt. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari kvað ekki margt hægt að segja um stöðuna í viðræðunum. Samningsaðilar væru að meta þær hugmyndir sem lægju á borðinu og erfitt væri að segja til um hvort árangur væri að nást. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Fyrst ruglaður ­ svo glaður

"FYRST varð ég hálfruglaður og svo gífurlega glaður. Ég get ekki lýst því á annan hátt hvernig var að fá fréttirnar," sagði Erlendur Gunnarsson frá Vestmannaeyjunum um hvernig honum varð innanbrjósts við að fá fréttir af því að hann hefði unnið 6,8 milljónir í lottói á laugardagskvöldið. Meira
18. september 1997 | Landsbyggðin | 321 orð

Gamla kirkjan í Stykkishólmi endurbyggð

Stykkishólmi-Gamlakirkjan í Stykkishólmivar byggð árið 1879 oger því nærri 120 áragömul. Það var HelgiHelgason, tónskáld oghúsasmiður, sem teiknaði kirkjuna og Jóhannes Jónsson, snikkari fráReykjavík, tók að sérað byggja hana. Kirkjan stendur við Aðalgötu, í hjarta bæjarins,ásamt mörgum gömlumhúsum sem hafa veriðendurbyggð. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Geðlæknar segja niðurskurð fyrir neðan allt velsæmi

GEÐLÆKNAFÉLAG Íslands telur áætlanir um stórfelldan niðurskurð fjárveitinga til geðdeildanna í Reykjavík vera fráleitar og fyrir neðan allt velsæmi og muni hugmyndirnar leiða til aukins kostnaðar fyrir samfélagið og lakari þjónustu. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 782 orð

Getur seinkað lausn á deilunni um Hvalbak Deila Færeyja og Bretlands um lögsögumörk á "hvíta svæðinu" þar sem olíu kann að vera

Deila Færeyja og Bretlands um lögsögumörk varðar hugsanlega olíuhagsmuni Getur seinkað lausn á deilunni um Hvalbak Deila Færeyja og Bretlands um lögsögumörk á "hvíta svæðinu" þar sem olíu kann að vera að finna getur seinkað því að lausn finnist á deilu Færeyja og Íslands um stöðu Hvalbaks, Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hagkaup opnað í Borgarnesi

GENGIÐ hefur verið frá samningi milli Hagkaups og eigenda Verslunar Jóns og Stefáns í Borgarnesi um að Hagkaup kaupi verslunina. Óskar Magnússon, framkvæmdastjóri Hagkaups, sagði að búið væri að skrifa undir kaupsamning og aðeins ætti eftir að ganga frá nokkrum minniháttar atriðum. Ekki væri frá því gengið hvenær Hagkaup tæki formlega við versluninni. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 188 orð

Handtekinn á Akureyri með þýfi frá Ísafirði

ÞEKKTUR fíkniefnaneytandi á Ísafirði var handtekinn á Akureyrarflugvelli á föstudag fyrir viku með ætlað þýfi úr þremur innbrotum sem framin voru í tveimur fyrirtækjum á Ísafirði fyrir stuttu. Farið var fram á viku gæsluvarðhald yfir manninum en Héraðsdómur Norðurlands eystra stytti það um þrjá daga eða til hádegis á miðvikudag í síðustu viku. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Haustburður í Reykjadal

ÆR með nýfædda gimbur birtist smalamönnum á dögunum þegar svæðið á milli Reykjadals og Seljadals var gengið en það er ekki vanaleg sjón að finna lítil lömb með mæðrum sínum á þessum árstíma. Móðirin, sem er frá Lyngbrekku, er veturgömul, var sleppt lamblausri í vor og því var þetta kærkominn viðburður. Gimbrin á að lifa og hefur hlotið nafnið Gjöf. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Haustnámskeið í sjálfsvörn

HAUSTNÁMSKEIÐ Aikidoklúbbs Reykjavíkur í sjálfsvörn hefst mánudaginn 22. september. Námskeiðið stendur yfir í þrjá mánuði. Æft verður þrisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga kl. 18.00­19.00 og á laugardögum kl. 12.00­13.00. Mæting og skráning verður í Laugardalshöll mánud. 22. september kl. 18.00. Inngangur bakdyramegin. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Haust- og vetraráætlun Íslandsflugs

ÍSLANDSFLUG og Flugfélag Vestmannaeyja hafa tekið upp samstarf í haust- og vetraráætlun Íslandsflugs sem tók gildi 8. september sl. Flugfélag Vestmannaeyja flýgur níu sæta vél af gerðinni Chieftain RA-31-350 frá Vestmannaeyjum kl. 8 og frá Reykjavík kl. 18 frá mánudegi til föstudags. Auk þess flýgur Íslandsflug daglega tvær ferðir til Vestmannaeyja. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Heiðursmenn í Tungurétt

ÞEIR hafa upplifað margar breytingar þessir heiðursmenn og fyrrverandi bændur, Gestur Sæmundsson og Helgi Símonarson, en þeir hittust í Tungurétt í Svarfaðardal á sunnudag. Helgi varð 102 ára deginum áður, 13. september, en hann stundaði búskap á Þverá í Svarfaðardal, en sonur hans og dótturdóttir búa þar félagsbúi og býr Helgi hjá þeim. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 202 orð

Hófsamur mælskumaður

JAN P. Syse, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, lést í gær 66 ára að aldri. Var banamein hans heilablóðfall. Syse var leiðtogi Hægriflokksins á árunum 1988 til 1991, iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Kåre Willochs 1983-'85 og forsætisráðherra í eitt ár, 1989-'90. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 361 orð

Hægri hönd Jiangs Zemins hækkaður í tign innan flokksins

FLOKKSÞINGI kínverska kommúnistaflokksins lýkur í dag. Á meðal þeirra mála sem afgreidd verða áður en þinginu lýkur eru kosningar til mið- og framkvæmdastjórnar flokksins. Búist er við að Zeng Qinghong, einn helsti aðstoðarmaður Jiang Zemins, verði hækkaður í tign innan miðstjórnarinnar. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 75 orð

Hægri mótor missti afl

FRUMATHUGUN á flugrita norsku Super Puma þyrlunnar sem fórst í byrjun síðustu viku hefur leitt í ljós að annar tveggja mótora þyrlunnar hafi orðið aflvana 12 sekúndum áður en upptökur flugritans stöðvuðust. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Jón Viktor vann Hannes

ÞAU óvæntu úrslit urðu í 8. umferð sem tefld var í gærkvöldi á Skákþingi Íslands á Akureyri að hinn 17 ára gamli Jón Viktor Gunnarsson sigraði Hannes Hlífar Stefánsson. Hannes Hlífar gafst upp eftir 30 leiki þegar drottningartap eða mát blasti við. Meira
18. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Kántrýball og danskennsla

JÓHANN Örn Ólafsson danskennari verður á Ráðhúskaffi á Akureyri næstkomandi laugardagkvöld, 20. september. Kl. 18 verða kenndir nýir kántrýdansar og stendur tíminn í 80 mínútúr og kostar 800 krónur á mann. Seinna um kvöldið hefst dansleikur undir stjórn Jóhanns sem spilar tónlist af diskum. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Kennaraverkföll valda upplausn

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Barnaheilla um yfirstandandi kjaradeilu launanefndar sveitarfélaganna við grunnskólakennara: "Af fréttum má heyra að enn og aftur stefni í harða kjaradeilu grunnskólakennara við viðsemjendur sína. Mikið virðist bera í milli verði ekki hugarfarsbreyting hjá deiluaðilum mun starf í grunnskólum í landinu í vetur vegna verkfalls. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 39 orð

Legsteinar skemmdir

SKEMMDARVARGAR voru á ferð í kirkjugarðinum við Suðurgötu fyrir skömmu, að líkindum um síðustu helgi. Tólf legsteinum var velt um koll í garðinum og brotnuðu þrír þeirra. Skemmdirnar uppgötvuðust skömmu eftir helgina. Lögreglan í Reykjavík leitar sökudólganna. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

LEIÐRÉTT

NOKKRAR línur féllu niður úr grein þeirra Orra Haukssonar og Illuga Gunnarssonar, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Upphaf kaflans "Opinber sveiflujöfnun órökrétt", átti að vera svohljóðandi: "Það er ekki einungis að sumir telji ósanngirni felast í eignarréttarskipan í sjávarútvegi. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 295 orð

Lögreglan leitar grunsamlegs lúxusbíls

FRANSKA lögreglan leitar bifreiðar, sem talið er að bifreið Díönu prinsessu hafi rekist á rétt áður en hún skall á steinstólpa í undirgöngum í París með þeim afleiðingum að prinsessan, unnusti hennar Dodi Fayed og bílstjóri þeirra, Henri Paul, biðu bana. Meira
18. september 1997 | Miðopna | 1465 orð

Markaðsbúskapur efldur og menntakerfið bætt

ÍRÆÐU sinni í tilefni af 80 ára afmæli Verslunarráðs Íslands í gær fjallaði forsætisráðherra um stöðu Íslands á nýrri öld í nýju alþjóðlegu umhverfi. Sagði hann að staða Íslands á alþjóðavettvangi væri almennt hagstæð. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 327 orð

Málamiðlun Ísraelsstjórnar hafnað

STJÓRNVÖLD í Ísrael lögðu í gær fram málamiðlunartillögu í framhaldi af því að fjórar ísraelskar landnemafjölskyldur settust að í tveim húsum í hverfi Palestínumanna í Austur-Jerúsalem á sunnudagskvöld. Bæði palestínskir ráðamenn og landnemarnir höfnuðu tillögunni umsvifalaust. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Málþing um meltingarsjúkdóma

MÁLÞING um meltingarsjúkdóma verður haldið á vegum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði dagana 19. og 20. september 1997. Yfirskrift málþingsins er Forvörn er fyrirhyggja. Fyrri dagurinn er eingöngu ætlaður læknum og hjúkrunarfræðingum. Laugardaginn 20. september er dagskráin opin öllum áhugasömum. Þá verður fjallað um meltingarsjúkdóma, fylgikvilla þeirra og forvarnir. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 176 orð

Meðaleinkunn normaldreifð

VEGNA meðaleinkunna grunnskóla á samræmdum prófum í 10. bekk sl. vor, sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær, skal tekið fram að meðaltal samræmdu greinanna fjögurra er ekki reiknað út með því að leggja saman einkunnirnar fyrir samræmdu greinarnar fjórar og deila svo í útkomuna með fjórum. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 259 orð

Mikilvægar breytingar á næstu árum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist sjá fyrir sér mikilvægar breytingar á íslenskri efnahags- og þjóðfélagsgerð á næstu árum. Markaðsbúskapur verði efldur, menntakerfið bætt og opinber búskapur endurskipulagður. Staða Íslands í alþjóðlegu umhverfi nýrrar aldar muni að verulegu leyti ráðast af því hvernig til takist í þessum efnum. Þetta kom m. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Minnisvarði Matthíasar Jochumssonar

Í SUMAR var gengið frá umhverfi minnisvarða sem ættingjar, aðdáendur og sveitungar Matthíasar Jochumssonar reistu á Stekkjarholtinu við þjóðveginn neðan við Skóga í Þorskafirði árið 1985. Í skógum fæddist Matthías 11. nóvember 1835. Gengið var frá bílastæði, hringakstri og samstæðu borði og bekkjum fyrir gesti er þar koma og taka sér ferðahvíld. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Missti handlegg í bindivél

TÆPLEGA fertugur karlmaður missti handlegg í rúllubindivél í Norðurárdal í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og lenti TF Sif með manninn við Sjúkrahús Reykjavíkur um kl. 20.50. Jón Baldursson, yfirlæknir, sagði að maðurinn hefði farið í aðgerð fljótlega eftir komuna á sjúkrahúsið. Ekki var talið gerlegt að græða handlegginn aftur á manninn. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Námskeiði í Skóla Johns Casablancas

HAUSTTÍMABILIÐ er hafið hjá Skóla Johns Casablancas. Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið fyrir börn og unglinga. "Byrjendanámskeið miða að því að auka hæfni í mannlegum samskiptum, bæta framsögn og líkamlega tjáningu og efla þannig sjálfstraust einstaklingsins. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð

Nútímaleg húsgögn og listræn

ÞÓRDÍS Zoëga, húsgagna- og innanhússarkitekt, hefur verið valin til að ljúka hönnunhúsgagna í móttökusal Höfða áfyrstu hæð, en tillaga hennar umhönnun húsgagnanna var valin úrhópi fjögurra tillagna í samkeppnisem Reykjavíkurborg efndi til fyrrá þessu ári. Í niðurstöðudómnefndar segirm.a. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Nýtt skipurit samþykkt

NÝTT skipurit fyrir Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal var samþykkt á stjórnarfundi sem haldinn var fyrir stuttu. Samkvæmt skipuritinu er Konráð Jakobsson framkvæmdastjóri en aðrir yfirmenn eru Helga Jóakimsdóttir, skrifstofustjóri, Jón Grétar Kristjánsson, fjármálastjóri, Kristján G. Jóakimsson sem sér um fiskvinnsluna og gæðamál, Guðmundur Kr. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Opið prófkjör í lok október

VÖRÐUR, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti í gærkvöldi tillögu stjórnar um að halda prófkjör 24. og 25. október um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Á fundinum var samþykkt að sjálfstæðismenn í Kjalarneshreppi gætu einnig tekið þátt í prófkjörinu. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Opnað fyrir umferð í næstu viku

VIÐ gatnamótin í Ártúnsbrekku og við Elliðaár er verið að ljúka við að malbika síðustu aðreinar og slaufur og er stefnt að formlegri opnun fyrir bílaumferð í næstu viku. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra, verður þó væntanlega einhver smávægilegur frágangur eftir. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 169 orð

Ráðin umhverfisstjóri Landsvirkjunar

RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir jarðverkfræðingur hefur verið ráðin umhverfisstjóri Landsvirkjunar. Þetta er ný staða og er til hennar stofnað í tengslum við nýja umhverfisstefnu Landsvirkjunar, sem stjórn fyrirtækisins hefur samþykkt. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Ríkið tekur þátt í kostnaði við skjöl

ÍSLENSKA ríkið tekur líklega þátt í að greiða kostnað við að fá afhent dómskjöl í máli fjórtán ára drengs sem dæmdur var í 10 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart yngri börnum í Texas í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 334 orð

Sameining ólíkleg en faglega nauðsynleg

"AÐ MÍNU mati er sameining sjúkrahúsanna og háskólasjúkrahús tvær spurningar. Ég hlýt að fagna hugmyndum um eflingu háskólasjúkrahúss en háskólinn hefur átt undir högg að sækja og menntamál yfirleitt, þannig að mér finnst jákvætt að efla háskólann," sagði Jónas Magnússon, prófessor Skurðdeildar Landspítalans. "Sameining spítalanna er náttúrlega jákvæð ef þjónustan batnar. Meira
18. september 1997 | Landsbyggðin | 104 orð

Sex mögulegar lausnir bornar saman

Ísafirði-Á sameiginlegum fundi fulltrúa bæjarráðs og fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var á mánudag, var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gerður verði samanburður á mögulegum lausnum á húsnæðisvanda Grunnskóla Ísafjarðar þar sem eftirtaldir kostir verði skoðaðir sérstaklega. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

SJörundarfellið með hvítan koll Blönduósi-Kýrnar

Blönduósi-Kýrnar á Hnjúki í Vatnsdal láta ekki haustsvip náttúrunnar slá sig út af laginu. Hver dagur er þjáningarinnar virði meðan nóg er af bragðgóðri, orkuríkri hánni. En hvað svo sem í hausum kúnna á Hnjúki býr þá er það staðreynd að hlýtt og vætusamt sumar er senn á enda runnið og framundan bíður vetur sem enginn veit hvað ber í skauti sínu. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Skammur tími til stefnu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá skólanefnd Akraness: "Skólanefnd Akraness hélt fund þriðjudaginn 16. september og ræddi m.a. um launadeilu leikskólakennara og grunnskólakennara við sveitarfélögin. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 26 orð

Skipaður héraðsdómari

Skipaður héraðsdómari DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur hinn 15. september sl. skipað Loga Guðbrandsson hæstaréttarlögmann til þess að vera héraðsdómari við Héraðsdóm Austurlands frá 1. október 1997 að telja. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 401 orð

Skýrslan mótar rétta meginstefnu

"Íslensku spítalarnir eru minni en háskólaspítalar í öðrum löndum. Í nágrannalöndum okkar leggja menn mikla áherslu á að skipuleggja og efla þessar stofnanir, t.d. í Þrándheimi, þar sem er háskólaspítali sem þjónar 250 þúsund manns, svo og í Ósló og Kaupmannahöfn. Meira
18. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Sólir og svarthol

DR. GUNNLAUGUR Björnsson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur næstkomandi laugardag, 20. september, kl. 14 í Oddfellowhúsinu. Er hann hluti af fyrirlestraröð í tilefni af tíu ára afmæli Háskólans á Akureyri. Í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkrar nýlegar uppgötvanir Hubblessjónaukans tengdar myndun sólstjarna og sólkerfa. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 31 orð

Stálu hljóðfærum

BROTIST var inn í Hljóðfærahúsið við Grensásveg í fyrrinótt. Innbrotið uppgötvaðist þegar starfsfólk kom til vinnu í gærmorgun. Þjófarnir tóku gítara og bassagítara að andvirði um 600 þúsund kr. Meira
18. september 1997 | Miðopna | 1447 orð

Stormasöm sambúð arna og æðarbænda

Ernir eru af ýmsum sagðir skaðvaldar í æðarvörpum en verulegt tjón er fátítt Stormasöm sambúð arna og æðarbænda Æðarbændur hafa oftsinnis talið sig verða fyrir búsifjum af völdum arna. Einnig eru dæmi þess að bændur telji erni valda að lambadrápi. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 334 orð

SVFR leigir Norðurá til 2002

STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur verður með Norðurá í Borgarfirði á leigu til sumarsins 2002, eftir að samkomulag náðist þar að lútandi í síðustu viku. Veiðifélag Norðurár samþykkti þá tilboð SVFR á félagsfundi, en SVFR hefur haft ána á leigu um langt árabil og núgildandi leigusamningur hefði runnið út eftir sumarið 1998. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 414 orð

Tugabrotin viðkvæm í meðförum

VANGAVELTUR um að þýzka stjórnin sé að hverfa frá strangri túlkun sinni á skilyrðum Maastricht-sáttmálans fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) fengu byr undir báða vængi í gær vegna þess blæbrigðamuns, sem var á ummælum Klaus Kinkels utanríkisráðherra og Theo Waigels fjármálaráðherra um það hvort halda ætti fast við töluna 3, Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Tveir árekstrar á sömu gatnamótum

TVEIR árekstrar urðu í gær á mótum Nýbýlavegar og Þverbrekku í Kópavogi. Annar áreksturinn var svo harður að kalla þurfti á kranabíl til að fjarlægja bílana. Hinn var öllu vægari. Í hvorugu tilvikinu urðu meiðsli á fólki. Enn í lífshættu Meira
18. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 249 orð

Varð dauðhræddur

ERIK Newman, 17 ára nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu síðasta sunnudag. Hann var ásamt bróður sínum að viðra hundinn sinn, Toby, í brekku ofan við verslunina Brynju í Innbænum þegar tveir hundar koma aðvífandi, hundur og tík. Þeir voru ólarlausir. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 776 orð

Veigamikill þáttur í rannsókn alþjóðasamskipta

Kynþáttahyggja er hugtak sem kemur oft fyrir í opinberri umræðu, einkum í tengslum við innflytjendamál, en fullyrða má, að notkun þess hafi oft verið ómarkviss. Hvað er kynþáttahyggja nákvæmlega? Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur hefur rannsakað fyrirbærið ýtarlega. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Verðlaun fyrir þriggja punda silung úr Reynisvatni

ÞRIGGJA punda regnbogasilungur sem Gísli Jón Bjarnason frá Akranesi veiddi í Reynisvatni síðastliðinn laugardag reyndist vera fimmtíuþúsundasti fiskurinn sem veiðst hefur í vatninu frá upphafi rekstrar 1993. Í viðurkenningarskyni hlaut Gísli Jón verðlaun að verðmæti um 200 þúsund krónur. Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 652 orð

Verkalýðshreyfingin og samflokksmenn erfiðastir

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið baráttu fyrir því, að þingið veiti honum sérstök völd til að gera viðskiptasamninga við önnur ríki en um tveggja áratuga skeið eða fram til 1994 höfðu Bandaríkjaforsetar þessa heimild. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Verkfallsvarsla ástæða uppsagnar

HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Frosti hf. í Hnífsdal hefur fallist á að greiða starfsmanni hjá fyrirtækinu, Maríu Kristófersdóttur, bætur og málskostnað vegna uppsagnar á launalið vinnusamnings hennar um störf við gæðaeftirlit 9. júní sl. Þetta er niðurstaða í réttarsátt sem náðist milli lögmanna deiluaðila vegna málsins í Félagsdómi sl. þriðjudag. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 475 orð

Verkkaupum boðnar heildarlausnir í sífellt meiri mæli

Á næstu árum mun væntanlega færast í vöxt að ráðgjafarfyrirtæki bjóði verkkaupum upp á heildarlausnir í sambandi við verklegar framkvæmdir. Þeirrar þróunar gætir í stöðugt auknum mæli erlendis og hér á landi eru ráðgjafarfyrirtæki byrjuð að feta sig inn á þessar brautir, Meira
18. september 1997 | Erlendar fréttir | 370 orð

Víkur fyrir starfandi formanni

"JÚ, ég er á förum úr stjórninni, verð í starfi fram á föstudag, en þá tekur Mikael Petersen, starfandi formaður Siumut-flokksins, við því ráðherrastarfi sem ég hef gegnt," sagði Benedikte Thorsteinsson, atvinnu- og félagsmálaráðherra í grænlensku heimastjórninni í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 261 orð

Vonast til að framkvæmdir hefjist í vor

Í UNDIRBÚNINGI er endurbygging flugbrauta og flughlaða á Reykjavíkurflugvelli og standa vonir til þess að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Það skýrist þó ekki endanlega fyrr en Alþingi hefur fjallað um flugmálaáætlun á haustþingi, að sögn Þorgeirs Pálssonar, flugmálastjóra. Gert er ráð fyrir að endurbygging vallarins taki þrjú ár og kosti einn og hálfan milljarð króna. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 434 orð

Vöxtur kristalla mun hraðari hér en í Grænlandsjökli

Í ÞRJÁTÍU stiga frosti inni í frysti Mjólkursamsölunnar við Bitruháls vinnur jöklafræðingurinn Þorsteinn Þorsteinsson að rannsóknum á borkjarna úr Langjökli. Meðal þess sem hann rannsakar er lagskipting og kristalgerð jökulsins og möguleikar á að þróa aðferð til að telja árlög í þíðjöklum. Þorsteinn fór í apríl sl. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 377 orð

Þrjú börn skorin upp vegna axlarklemmu

TAUGASKURÐLÆKNARNIR Thomas Carlstedt og Rolf Birch frá Royal National Orthopædic sjúkrahúsinu í London gera ásamt Rafni Ragnarssyni yfirlækni á lýtalækningadeild Landspítalans aðgerðir á þremur íslenskum börnum, vegna svokallaðrar axlarklemmu, á Landspítalanum á föstudag. Carlstedt hefur í tvígang gert aðgerðir á íslenskum börnum vegna axlarklemmu hér á landi. Meira
18. september 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Öflugt háskólasjúkrahús góður kostur Sameining Landspítalans ogSjúkrahúss Reykjavíkur og fjögurraannarra sjúkrahúsa þykir góður

Álit prófessora í læknadeild Háskóla Íslands á skýrslu um sameiningu sjúkrahúsa Öflugt háskólasjúkrahús góður kostur Sameining Landspítalans ogSjúkrahúss Reykjavíkur og fjögurraannarra sjúkrahúsa þykir góður kosturí svokallaðri VSÓ-skýrslu heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytis. Meira

Ritstjórnargreinar

18. september 1997 | Staksteinar | 313 orð

»Jöfnun atkvæðisréttar VEF-ÞJÓÐVILJINN gerir jöfnun atkvæðisréttar og skipan nefndar ti

VEF-ÞJÓÐVILJINN gerir jöfnun atkvæðisréttar og skipan nefndar til að skila tillögum um breytta kjördæmaskipan að umræðuefni í fyrri viku og segir að bjartsýnir menn telji að hróplegt ranglæti í atkvæðisrétti verði afnumið. Meira
18. september 1997 | Leiðarar | 649 orð

LEIDARI NETIÐ ÖRGUM FINNST ekkert eðlilegra en neti

LEIDARI NETIÐ ÖRGUM FINNST ekkert eðlilegra en netið eða alnetið sé kallað internet á íslenzkri tungu. Fyrir nokkrum árum hefði líklega fáum dottið í hug að slík málglöp væru það sem koma skyldi. Meira

Menning

18. september 1997 | Menningarlíf | 171 orð

Allende snýr sér að ástarlyfjum

KYNLÍF og matur er viðfangsefni rithöfundarins Isabel Allende frá Chile. Allende vinnur nú að uppskriftabók, sem ætlað er að örva ástarlíf lesenda hennar. Allende hefur sett saman kynlífsörvandi mataruppskriftir með hjálp 76 ára gamallar móður sinnar og kemur bókin út á Spáni undir heitinu "Afródíta" í október. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 124 orð

Ágóði af risatónleikum til Montserrat

BRESKAR rokkstjörnur, allt frá Elton John til Paul McCartney, sameinuðu krafta sína á mánudaginn var á góðgerðartónleikum til styrktar fórnarlömbum eldgossins á eyjunni Montserrat. Söfnuðust ríflega 70 milljónir króna. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 169 orð

Björk fer í taugarnar á Callagher

NOEL Callagher, annar bræðranna úr bresku sveitinni Oasis, hefur ekkert mildast við velgengnina. Engin plata hefur selst hraðar í Bretlandi en nýjasta breiðskífa Oasis "Be Here Now". Engu að síður gefur hann sér tíma til að láta aðrar rokkstjörnur fá það óþvegið. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 74 orð

Dröfn á veggnum

DRÖFN Guðmundsdóttir, myndhöggvari, sýnir fimm blá fjöll á veggnum fyrir ofan stigann í Galleríi Listakoti til 5. október. Verkin eru lágmyndir úr gleri og stáli. Dröfn útskrifaðist úr Myndlista­ og handíðaskóla Íslands 1993. Hún hefur unnið talsvert í gler frá því hún útskrifaðist og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum undanfarin ár. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 866 orð

"Eins og safarík lambasteik" "Hann er eins og safarík lambasteik," segir Sigrún Eðvaldsdóttir um Fiðlukonsert Tsjajkovskíjs, sem

"Eins og safarík lambasteik" "Hann er eins og safarík lambasteik," segir Sigrún Eðvaldsdóttir um Fiðlukonsert Tsjajkovskíjs, sem hún mun flytja á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Orri Páll Ormarssonræddi við Sigrúnu og hljómsveitarstjórann, B. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 732 orð

Engin venjuleg stelpa

Lise Nörgaard er höfundur Matador-þáttanna vinsælu og myndarinnar Bara stelpa sem sýnd er í Háskólabíói. Hún var stödd hérlendis um helgina og skrapp á kaffiteríuna í Norræna húsinu með Hildi Loftsdóttur. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 98 orð

Fiðla og píanó á Norðurlandi vestra

AUÐUR Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld kl. 21. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags V­Húnvetninga. Laugardaginn 20. september verða þær með tónleika á vegum Tónlistarfélags Skagafjarðar í Miðgarði í Varmahlíð og hefjast þeir kl. 15.30. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 395 orð

Fimm barnaleikrit í Möguleikhúsinu

Fimm barnaleikrit í Möguleikhúsinu MÖGULEIKHÚSIÐ, barnaleikhús við Hlemm, er nú að hefja áttunda leikár sitt. Á verkefnaskrá vetrarins verða að þessu sinni fimm barnaleikrit, auk heimsókna erlendra leikhópa og fleiri viðburða. Leikárið hefst á því að farið verður með leikritið "Ástarsaga úr fjöllunum" í leikferð um Vestfirði. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 95 orð

Foreldrar í sex ára bekk

LOKAHÓF vegna námskeiða sem haldin hafa verið í Breiðholtsskóla fyrir foreldra sex ára barna undir yfirskriftinni Skólafærni var haldið síðastliðið miðvikudagskvöld. "Þetta hafa verið aðkeyptir fyrirlestrar og kynning á starfsemi skólans," segir Hildur Jóhannesdóttir, sem situr í foreldraráði. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 66 orð

Fornir siðir

ÁHUGAFÓLK um Polandís Pompeii, sem er annað nafn Biskupin í norður Póllandi, kom saman um síðustu helgi á fornleifafræðihátíð sem þar var haldin. Bærinn gengur undir nafninu Polandís Pompeii vegna 2700 ára gamalla minja um landnám á staðnum og árlega er haldin hátíð þar sem siðir þessa tíma eru endurlífgaðir. Á myndinni má sjá fólk baða sig að fornum hætti í viðarkari fylltu með brunnvatni. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 835 orð

Framtíðarsýn: Óhindrað flæði fjármagns

Þór Sigfússon. Fjölsýn forlag ­ 1997, 120 bls. ÞEGAR aldamót nálgast huga menn gjarnan að framtíðinni, reyna að átta sig á því hvaða öfl fortíðar muni móta hana og hvernig við getum haft áhrif á hana með því að breyta hugarfari okkar og athöfnum. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 85 orð

Fyrsta barn Elisabet Shue

LEIKKONAN Elisabeth Shue á von á sínu fyrsta barni eins og gestir kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum gátu séð með eigin augum. Shue leikur í nýjustu mynd Woody Allens "Deconstructing Harry" ásamt valinkunnum leikurum. Hún tók þátt í að kynna myndina í fjarveru Allens og naut þar aðstoðar leikkonunnar Kirstie Alley sem fer einnig með hlutverk í myndinni. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 410 orð

Gamanmynd um Íslendinga fyrir Íslendinga

PERLUR og svín leikstjórans Óskars Jónassonar verður frumsýnd 9. október í Stjörnubíói. Skartar myndin mörgum af fremstu leikurum þjóðarinnar, m.a. Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Eddu Björgvinsdóttur og Ingvari Sigurðssyni. Enda er Perlur og svín gamanmynd um Íslendinga fyrir Íslendinga, að sögn Ólafíu Hrannar. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 409 orð

Gítarmeistarinn og Tómasarrím

Mánudagur 15. september kl. 21. EITT af því sem verið hefur aðal RúRek djasshátíðarinnar er að gefa íslenskum djassleikurum kost á því að leika með erlendum kollegum sínum. Á þessari hátíð eru fjögur slík samvinnuverkefni í gangi. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 513 orð

Heiftúðugar deilur um málverk af barnamorðingja

ÁKVÖRÐUN um að málverk af barnamorðingjanum illræmda, Myru Hindley, verði á sýningu á verkum eftir unga breska listamenn hefur vakið miklar deilur á Bretlandi og eru margir mjög hneykslaðir. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 648 orð

Hetjan með litla hjartað

SAGAN af Músa-mús er eftir Moshe Okon og Sigrúnu Birnu Birnisdóttur. Myndir gerði Sara Vilbergsdóttir og útgefandi er Mál og menning. Bókin hefur verið send forlögum í Ísrael og í Bandaríkjunum og í október verður hún kynnt á bókastefnu í Frankfurt. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 248 orð

Í minningu Maríu Callas

EVRÓPSKIR tónlistarmenn vottuðu sópransöngkonunni Maríu Callas virðingu sína í Aþenu á þriðjudagskvöld á tónleikum, sem haldnir voru til að minnast þess að 20 ár eru liðin frá andláti hennar. Callas lést af hjartaáfalli í íbúð sinni í París 16. september árið 1977. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 605 orð

Konan sem skrifaði Matador

Leikstjóri: Peter Schröder. Handrit: Peter Bay og Jurgen Kastrup. Kvikmyndatökustjóri: Dirk Bruel. Tónlist: Jan Glæsel. Aðalhlutverk: Puk Scharbau, Waage Sandö, Inge Sofie Skovbo, Sophie Engberg, Birte Neumann, Amalie Dollerup, Kristian Halken. Den Danske Filminstitute. 1995. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 625 orð

Ljósfræðilegt ferðalag

Opið alla daga frá kl. 12­18. Lokað þriðjudaga. Til 22. september. Aðgangur 100 kr. ÍRSKA myndlistarkonan Clara Langan á að baki giska óvenjulegan námsferil. Eftir próf í höggmyndadeild við listaháskólann í Dublin 1989 hóf hún nám í kvikmyndagerð og lauk prófi frá New York háskóla 1993. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 180 orð

Menn í svörtu í efsta sæti

KVIKMYNDAJÖFRARNIR í Hollywood geta verið nokkuð ánægðir með afrakstur sumarsins þrátt fyrir vonbrigði með vinsældir mynda eins og "Speed 2: Cruise Control". Þegar upp er staðið er heildarhagnaðurinn eftir sumarið í Bandaríkjunum ívið meiri en í fyrra. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 140 orð

Nýtt andlit Revlon

KVIKMYNDASTJARNAN Salma Hayek hefur gert samning við Revlon snyrtivörufyrirtækið sem nýjasti talsmaður þess. Þar fylgir hún í fótspor Cindy Crawford, Halle Berry og Melanie Griffith, sem allar hafa auglýst Revlon snyrtivörur. Hin mexíkóska Salma Hayek mun birtast í auglýsingum fyrirtækisins og taka þátt í kynningarstarfi af ýmsum toga. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 223 orð

Ortiz og Davidovitsj meðal einleikara

TÓNLEIKAR kvöldsins eru í svonefndri Rauðri röð en það sem einkennir hana öðru fremur er flutningur á vinsælum einleikskonsertum. Fimm aðrir tónleikar verða í Rauðu röðinni í vetur. 16. október mun finnski hljómsveitarstjórinn Hannu Lintu stjórna tónleikum, þar sem hinn kunni píanóleikari Cristina Ortiz mun flytja Píanókonsert nr. 20, K.466 eftir Mozart. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 854 orð

Safnfréttir, 105,7

GREIFARNIR leika föstudagskvöld í Miðgarði, Skagafirði og laugardagskvöld í Sjallanum, Akureyri. Hljómsveitin tekur sér frí á næstunni til að klára væntanlega geislaplötu sem kemur út fyrir jólin. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 280 orð

Sársauki ástar og dulmagn bernsku

Sársauki ástar og dulmagn bernsku MÖRG íslensk skáldverk koma út hjá Forlaginu fyrir jólin. Flest eru eftir kunna höfunda. Eftir Sigurð Pálsson kemur út ný ljóðabók: Ljóðlínuspil. Alveg nóg er skáldsaga eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 108 orð

Skapbráð Shannen

LEIKKONAN Shannen Doherty sem lék Brendu í Beverly Hills-þáttunum var sett á skilorð eftir að hafa brotið flösku á bíl óþekkts manns í Los Angeles. Lögfræðingur leikkonunnar vefengdi ekki ákæruna og játaði Doherty á sig skemmdarverk. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 264 orð

Skemmtilega hallærisleg ofurhetja Skuggi (The Phantom)

Framleiðendur: Robert Evans og Alan Ladd Jr. Leikstjóri: Simon Wincer. Handritshöfundur: Jeffrey Boam. Kvikmyndataka: David Burr. Tónlist: David Newman. Aðalhlutverk: Billy Zane, Kristy Swanson, Catherine Zeta Jones, James Remar, Treat Williams, Patrick McGoohan. 97 mín. Bandaríkin. Cic myndbönd 1997. Útgáfudagur: 10. september. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 157 orð

Sólarsaga á landsbyggðinni

LEIKFÉLAGIÐ 10 fingur hefur lagt upp í leikför um landið með sýninguna Sólarsöguna. Sólarsaga, sem er skuggaleiksýning og ætluð fyrir börn, er fléttuð úr þjóðsögum úr mörgum löndum. Hún gerist fyrir löngu er sólin var fögur og feit, hnöttótt og heit og einstaklega hláturmild. Á annarri plánetu býr Hnetukonungurinn ásamt spilltri dóttur sinni Plágu litlu. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 98 orð

Sölusýning á verkum Þorvalds Skúlasonar

GALLERÍ Borg hefur safnað saman nokkrum verkum eftir Þorvald Skúlason. Myndirnar, sem eru um fimmtíu talsins, eru unnar með olíu, krít og vatnslitum um og eftir 1940. Fæstar myndanna hafa verið sýndar hér á landi áður, en margar þeirra koma úr búi Astrid Fugmann, sem var gift Þorvaldi. Þetta er fyrsta sýningin sem sett er upp í nýjum og rúmgóðum húsakynnum Gallerís Borgar í Síðumúla 34. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 142 orð

Söngleikur um Díönu á Broadway?

TALSMENN bandarískra sjónvarpsstöðva hafa þvertekið fyrir að þættir um Díönu prinsessu séu í bígerð. En leikskáldið Jonathan Seagal, sem hefur hlotið tilnefningu til Emmy-verðlaunanna, var fljótari að ranka við sér og hefur sett saman drög að söngleik. "Þetta er stórkostlegur efniviður í söngleik," segir hann í samtali við New York Post. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 145 orð

Tíföld sala í bókaklúbbi Oprah

OPRAH Winfrey hefur stofnað bókaklúbb og velur eingöngu bækur sem hún getur mælt eindregið með. Hingað til hefur hún valið sjö bækur og hefur salan á þeim allt að tífaldast fyrir vikið. En kvikmyndaframleiðendur í Hollywood virðast ekki hrifnir. Annaðhvort það eða þeir horfa ekki á spjallþáttinn. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 79 orð

Tískukaffi án Christy Turlington

FYRIRSÆTAN Christy Turlington hefur sagt skilið við veitingahúsakeðjuna Fashion Café vegna "deilu um bókanir". Fyrsti veitingastaðurinn var opnaður í apríl árið 1995 með fyrirsæturnar Naomi Campbell, Elle MacPherson og Claudiu Schiffer sem talsmenn. Þær eiga engan hlut í veitingastöðunum heldur fá þóknun fyrir kynningarstarf. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 222 orð

Trúarlíf á Sturlungaöld

Ráðstefna til heiðurs Régis Boyer Trúarlíf á Sturlungaöld RÁÐSTEFNA til heiðurs Régis Boyer prófessors við Université Paris IV Sorbonne verður haldin í Háskóla Íslands næstkomandi laugardag, 20. september. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 126 orð

Tröllakirkja tilnefnd til verðlauna í Finnlandi

TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson hefur verið tilnefnd til Dublin-verðlaunanna í Finnlandi. Tvær aðrar bækur hafa verið tilnefndar til verðlaunanna af borgarbókasafninu í Helsinki; skáldsögurnar Urwind eftir sænska rithöfundinn Bo Carpelan og Gizona bere bakardadean eftir baskneska rithöfundinn Bernardo Atxaga. Meira
18. september 1997 | Menningarlíf | 88 orð

Uppstillingar og útimyndir Ásgríms

Í SAFNI Ásgríms Jónssonar í Bergstaðastræti 74 hefur verið opnuð sýning á kyrralífs­ og blómamyndum ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni og af fólki í landslagi. Meðal verka á sýningunni eru vetrarmyndir sem Ásgrímur málaði inn við Elliðaárvog. Þá hefur nýtt kort verið gefið út og er það eftir blómamynd frá árinu 1956. Meira
18. september 1997 | Fólk í fréttum | 676 orð

Væntanlegar kvikmyndir í Sambíóin Herkúles og James Bond mæta til leiks

NÚ þegar haustar að er tilvalið að líta á hverju kvikmyndahús borgarinnar ætla að gleðja bíógesti með fram að jólum. Sambíóin bjóða að vanda upp á fjölbreytt úrval mynda. Síðustu helgi var frumsýnd hjá þeim spennumyndin "Breakdown" með Kurt Russell í aðalhlutverki en næsta mynd á dagskrá er geimdramað "Contact". Meira

Umræðan

18. september 1997 | Aðsent efni | 1036 orð

Athugasemdir við greinar í Bjarma

KENNINGAR kirkjunnar í dag eru reyndar ekki eins og þær voru í frumkristninni. Þær kenningar sem menn styðjast við í dag eru ekki nægilega nákvæmar og góðar. Þess vegna er það hrein vitleysa að styðjast við sumar af þessum kenningum í bókinni Credo. Það er heldur ekki rétt að dæma aðra eftir einhverju sem misbýður jafnvel kirkjunni sjálfri. Dr. Meira
18. september 1997 | Aðsent efni | 1196 orð

Búsetulandslag á Íslandi

Á UNDANFÖRNUM áratugum hefur áhersla á umhverfis- og náttúruvernd vaxið hröðum skrefum um heim allan, samfara aukinni þekkingu. Í fyrstu fólst náttúruvernd nær eingöngu í sértækri friðun, það er friðun ákveðinna tegunda og/eða ákveðinna svæða. Meira
18. september 1997 | Aðsent efni | 647 orð

Eignarréttur, öfund og herleiðing fjármagnsmarkaðarins

Í ÞRIÐJU greininni í sumarspretti Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar (9. ág.) rekur hann hneykslan Karls heitins Marx þegar þýskir fátæklingar voru sviptir hefðbundnum rétti til að týna sprek í skógum, og getur sér þess til að atburðurinn hafi leitt til þess að Marx snerist gegn eignarréttinum almennt með alþekktum afleiðingum fyrir drjúgan hluta mannkyns. Meira
18. september 1997 | Aðsent efni | 785 orð

Er þetta hægt, Finnur?

MÉR ER sagt að þú sért yfirmaður tryggingafélaganna í landinu, ­ það er að segja að starfsemi þeirra heyri undir þig sem ráðherra viðskipta. Ég þurfti að vísu að hringja í þrjú ráðuneyti áður en ég fékk úr því skorið að svo væri, þannig að ég gauka að þér uppástungu um námskeið fyrir starfsfólk ráðuneyta um leið og ég sný mér að alvarlegri málum. Meira
18. september 1997 | Aðsent efni | 727 orð

Fróðleikskorn um þroskaþjálfa

Í SEPTEMBER 1996 stofnuðu þroskaþjálfar stéttarfélag sem heitir Þroskaþjálfafélag Íslands, skammstafað ÞÍ. Meginmarkmiðið með stofnun stéttarfélags var að að fá réttinn til að semja um kaup og kjör í hendur þroskaþjálfa sjálfra og ennfremur að sameina þroskaþjálfa í einu félagi sem bæði sinnir faglegum og kjaralegum þáttum starfsins. Meira
18. september 1997 | Aðsent efni | 496 orð

Ósvífnar innheimtuaðferðir

MÉR finnst orðið erfitt að sitja þegjandi undir vinnubrögðum íslenskra ráðamanna sem beinast að ákveðnum þjóðfélagshópum. Sem dæmi nefni ég þá þjösnalegu ákvörðun ráðamanna ríkisfjölmiðlanna að innheimta greiðslur af eldri borgurum, þrjá mánuði aftur í tímann, án þess að hlutaðeigendur fengju nokkuð um það að vita áður. Slík vinnubrögð eru illþolandi og ósæmandi valdsmönnum. Meira
18. september 1997 | Aðsent efni | 758 orð

Samninganefnd sveitarfélaga á villigötum

HVERT er hlutverk samninganefndar sveitarfélaganna? Er það ekki að gæta hagsmuna og hagsældar íbúa sveitarfélaganna? Hluti þess er að borga kennurum lífvænleg laun og tryggja börnum sem besta framtíðarmöguleika. Klingja e.t.v. Meira
18. september 1997 | Aðsent efni | 502 orð

Seinagangur samstarfsnefndar

Í frétt í Morgunblaðinu 5. september sl. ber ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins það fyrir sig að dráttur hafi orðið á afgreiðslu kæru Samtaka iðnaðarins og Samiðnar vegna þess að reynt var að afla ítarlegra upplýsinga varðandi kæruna frá pólskum stjórnvöldum. Meira
18. september 1997 | Aðsent efni | 549 orð

Vegurinn yfir Kleifaheiði

KLEIFAHEIÐI er á milli Barðastrandar og Patreksfjarðar, eins og þeir vita sem þá leið hafa farið. Þegar ekið er upp heiðina af Barðaströndinni má vegurinn heita þokkalegur, eftir því sem malarvegir eru yfirleitt. Hann hækkar að vísu ört, enda er heiðin há, en hann virðist vera vel lagður og er hvergi hættulegur. En þegar kemur að Pareksfirðinum fer heldur betur að kárna gamanið. Meira
18. september 1997 | Aðsent efni | 392 orð

Við segjum upp

ÞEGAR þetta er ritað hefur slitnað upp úr viðræðum á milli kennarafélaganna og Launanefndar sveitarfélaga. Boðaður hefur verið undirbúningur verkfalls sem muni skella á 27. október næstkomandi. Satt að segja hefðum við ekki getað trúað því að annað eins ætti eftir að gerast eftir aðeins tveggja og hálfs árs hlé frá síðasta verkfalli. Meira
18. september 1997 | Bréf til blaðsins | 384 orð

Þankabrot

HINN 29. júlí sl. var þess minnst í frétt í Morgunblaðinu, að á þessu ári er ein öld frá fæðingu Einars Sigurðssonar, skipasmíðameistara á Fáskrúðsfirði. Ég sem þetta rita átti því láni að fagna að kynnast Einari. Ég man vel ýmsar heimsóknir hans suður að Löndum í Stöðvarfirði, en þaðan var Þórhildur kona hans. Mér fannst alltaf hátíð þegar hann kom. Meira
18. september 1997 | Bréf til blaðsins | 155 orð

Þökkum stuðninginn

HINN 14.­18. ágúst fór unglingalandslið kvenna U-19 í blaki til Danmerkur að keppa á Norðurlandamóti. Þær lentu í riðli með Finnum og Svíum en töpuðu báðum þeim leikjum. Þær kepptu þá um 5.­6. sæti við Færeyinga og unnu báða þá leiki. Fimm stelpur fóru úr KA, Birna Baldursdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Dagný Gunnarsdóttir, Jóhanna Hreinsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir. Meira

Minningargreinar

18. september 1997 | Minningargreinar | 347 orð

Halldór Bragason

Þegar ég var 15 ára, byrjaði ég ásamt nokkrum vinum og félögum úr Laugalækjarskóla að æfa og spila handknattleik með Þrótti. Fljótlega fórum við að fylgjast með meistaraflokki félagsins, enda stefndi hugur okkar flestra þangað. Einn af lykilmönnum meistaraflokks Þróttar á þeim tíma var Halldór Bragason, þá 22 ára. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 27 orð

HALLDÓR BRAGASON

HALLDÓR BRAGASON Halldór Bragason fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1945. Hann lést á heimili sínu 4. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 11. september. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 118 orð

Halldór Bragason Hann afi Dóri er dáinn og farinn upp til Guðs. Nú finnur hann afi Dóri ekki lengur til í handleggnum, svo hann

Hann afi Dóri er dáinn og farinn upp til Guðs. Nú finnur hann afi Dóri ekki lengur til í handleggnum, svo hann getur spilað golf eins og honum fannst svo skemmtilegt, bara að hann passi nú að golfkúlurnar detti ekki niður á okkur. Fyrstu árin mín átti ég heima hjá afa Dóra og ömmu Tobbu. Oft lenti það á afa Dóra að passa mig þegar mamma var að vinna. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 394 orð

Herdís Þorsteinsdóttir

Dísa amma er dáin eftir langa og gæfuríka ævi. Minningarnar um yndislega manneskju lifa áfram í hugum okkar. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Ofarlega í huga okkar eldri strákanna eru samverustundirnar í Meðalholtinu, þegar hún passaði okkur alla fjóra og við máttum vaka lengur, horfa á kúrekamyndir, borða popp og ekki vildum við sofna fyrr en hún hafði sagt okkur einhverja sögu. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 270 orð

Herdís Þorsteinsdóttir

Elsku mamma. Nú, þegar komið er að kveðjustund, hellast yfir mann ljúfar minningar úr æsku, þegar við vorum ein heima og síðar þegar ég eignaðist fjölskyldu og börnin komu hvert af öðru. Alltaf varst þú reiðubúin að passa strákana fyrir okkur Selmu og eins var það þegar við eignuðumst tvö yngri börnin. Þú varst alltaf að sauma eitthvað á börnin eða að prjóna peysur og vettlinga. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 117 orð

HERDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR

HERDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR Herdís Þorsteinsdóttir fæddist á Klömbrum, V- Húnavatnssýslu, 8. september 1913. Hún lést 11. september síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Gunnarsson bóndi og kona hans Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 469 orð

Hrefna Þorsteinsdóttir

Hrefna, vinkona mín, er horfin yfir móðuna miklu. Á slíkum vegamótum leita gamlar minningar gjarnan fram í hugann. Leiðir okkar Hrefnu lágu fyrst saman haustið 1970 þegar ég gerðist leigjandi hennar og undir hennar þaki dvaldi ég í fimm og hálfan vetur. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 28 orð

HREFNA ÞORSTEINSDÓTTIR

HREFNA ÞORSTEINSDÓTTIR Hrefna Þorsteinsdóttir fæddist í Mjóafirði 19. febrúar 1904. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Útskálakirkju 30. ágúst. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 468 orð

Klara Ingvarsdóttir

Elsku amma mín, það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og okkur öll, bæði þegar eitthvað hefur bjátað á og eins á gleðistundum. Þú hefur alltaf haft faðm þinn útbreiddan fyrir okkur og verið svo hjartahlý og góð. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 358 orð

Margrét Einarsdóttir

Það er skrítið að skrifa minningargrein um konu sem mér finnst svo stutt síðan ég kynntist. En ég var svo heppinn að fá að taka þátt í lífshlaupi hennar í 7 ár. Ég kom inn í fjölskyldu sem var svo samheldin og hafði á að skipa fjórum ættliðum en þar var Margrét í fararbroddi. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 248 orð

Margrét Einarsdóttir

Elsku amma mín. Nú loksins fékkstu að ferðast til landsins eilífa eins og þú varst farin að bíða eftir seinustu árin. Þér fannst allt of mikið að vera orðin 92 ára, en þá sagði ég oft, bíddu bara, amma mín, þegar þú verður 100 ára þá höldum við almennilega veislu. Mér varð þó ekki að ósk minni að þessu sinni. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 335 orð

Margrét Einarsdóttir

Í dag er jarðsungin föðursystir mín, Margrét Einarsdóttir frá Bakka á Akranesi. Ég átti mestan hluta æsku- og unglingsára minna norðanlands, fjarri föðurfólki mínu, og kynntist því ekki frænku minni á þeim árum. Var það ekki fyrr en ég hugði á háskólanám á síðari helmingi sjöunda áratugarins að leiðir okkar lágu saman hér syðra í Reykjavík. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 307 orð

MARGRÉT EINARSDÓTTIR

MARGRÉT EINARSDÓTTIR Margrét Einarsdóttir fæddist 12. maí 1905 á Bakka á Akranesi. Hún lést á heimili sínu, Furugerði 1 í Reykjavík, 8. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Ingjaldsson, útvegsbóndi á Bakka, f. 29. ágúst 1864 í Nýlendu á Akranesi, d. 31. júlí 1940, og Halldóra Helgadóttir, f. 6. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 90 orð

Margrét Einarsdóttir Elsku besta amma mín, nú ert þú farin yfir móðuna miklu. Ég kveð þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta.

Elsku besta amma mín, nú ert þú farin yfir móðuna miklu. Ég kveð þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta. Þú, sem varst alltaf til staðar fyrir mig, í 32 ár, í gegnum súrt og sætt, gleði og sorg. Far þú í friði, elsku amma mín, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 328 orð

Stefanía Jónsdóttir

Mig langar með nokkrum orðum að minnast afasystur minnar, Stefaníu Jónsdóttur frá Hrauni í Sléttuhlíð. Stebba frænka eins og ég kallaði hana var í miklu uppáhaldi hjá mér og ég leit á hana sem eins konar ömmu. Hún og eins Helga dóttir hennar reyndust mér alltaf svo vel. Þau fjögur ár sem ég stundaði nám á Sauðárkróki reyndi ég að fara reglulega í heimsókn á Hólaveginn. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 64 orð

Stefanía Jónsdóttir

Kveðja Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 549 orð

Stefanía Jónsdóttir

Í dag er komið að kveðjustund. Elskuleg amma mín og nafna verður til moldar borin á sínu hundraðasta aldursári. Við sem eftir lifum ættum að gleðjast. Gleðjast yfir því að hún amma er nú komin til þeirra heimkynna sem hún þráði svo mjög að komast til. 99 ár, næstum 100 eru langur tími og ömmu fannst að nú væri sínu dagsverki lokið og hvíldin vel þegin. Meira
18. september 1997 | Minningargreinar | 247 orð

Stefanía Jónsdóttir

Stefanía Jónsdóttir Stefanía Jónsdóttir fæddist á Hrauni í Sléttuhlíð 18. ágúst 1898. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 7. september síðastliðinn Foreldrar hennar voru Rannveig Bjarnadóttir og Jón Eyjólfsson sem bjuggu á Hrauni . Stefanía missti föður sinn 12 ára gömul og fór hún þá að Miðhóli til frændfólks síns. Meira

Viðskipti

18. september 1997 | Viðskiptafréttir | 227 orð

»Flest evrópsk bréf hækka í verði

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu yfirleitt í verði í gær vegna upplýsinga um bandarísk húsnæðismál, sem benda ekki til verðbólgu. Verð á gulli hafði ekki verið lægra síðan 7. ágúst og nálgaðist lægsta verð ársins, sem er 317,75 dollara únsan, vegna tals um að seðlabankar muni selja gull. Meira

Daglegt líf

18. september 1997 | Neytendur | 57 orð

Fatnaður í heimasölu

KOMINN er út bæklingur með haust-, og vetrarlínu frá fyrirtækinu GreenHouse. Að sögn Bjargar Kjartansdóttur, umboðsmanns GreenHouse á Íslandi, er fyrirtækið GreenHouse danskt og selur tískufatnað fyrir konur. Kvenfatnaðurinn er aðallega seldur í heimahúsum, á kynningum og heima hjá sölukonum. Einnig er hægt að hringja og panta flíkur. Meira
18. september 1997 | Neytendur | 123 orð

Magnpakkningar af haustlaukum í Blómavali

BLÓMAVAL býður um þessar mundir magnpakkningar af haustlaukum. Ef keyptir eru 50 túlípanar og ummál laukanna er 12 sm eða meira kostar pakkningin 990 krónur. Fimmtíu stykki af krókusum þar sem ummálið er 10 sm eða meira kosta 599 krónur og 30 perluliljulaukar sem eru að ummáli 10 sm eða stærri kosta 399 krónur. Að lokum eru um 2 kíló af stórum tvínefja páskaliljulaukum á 699 krónur. Meira
18. september 1997 | Neytendur | 70 orð

Pastasósa með osti

KOMIN er á markað ný pastasósa frá Newmans's own sem ber nafnið Say Cheese. Um er að ræða pastasósu þar sem uppistaðan eru tómatar, en sósan inniheldur að auki fimm tegundir af ítölskum osti, þar á meðal parmesan, gráðaost og provolone-ost. Sósuna má nota á pasta og bæta út í grænmeti, kjöti eða öðru sem vill. Meira
18. september 1997 | Neytendur | 1131 orð

Vatnsvörn til að verja skó vetrarhörkunni

"Til að skórnir haldi lagi og útliti er frumskilyrði að sinna vatnsvörn reglulega," segir Jónína Sigurbjörnsdóttir skósmiður hjá Skóvinnustofu Sigurbjörns. "Skórnir eru úðaðir vikulega yfir veturinn eða jafnvel oftar. Meira

Fastir þættir

18. september 1997 | Dagbók | 3001 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
18. september 1997 | Í dag | 92 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 18. september, verður níutíu og fimm ára Gunnar Magnússon frá Sæbakka, síðar Karlsbraut 15, Dalvík. Hann dvelur nú á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 18. september, verður sjötugur Ari F. Meira
18. september 1997 | Fastir þættir | 91 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonBridsdeild Barðst

Mánudaginn 22. sept. nk. verður aftur spilaður eins kvölds tvímenningur (Mitchell). Verðlaun fyrir bestu skor í N/S og A/V. Mánudaginn 29. sept. nk. hefst Aðaltvímenningur félaganna, 3-5 kvöld. Spilastjóri er Meira
18. september 1997 | Fastir þættir | 106 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild félags eldri borg

A-V: Hannes Alfonsson - Einar Einarsson391Ernst Backmann - Jón Andrésson361Halla Ólafsdóttir - Garðar Sigurðsson354Þórhildur Magnúsdóttir - Sigurður Pálsson343Meðalskor312 Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstudaginn 12. september sl. Meira
18. september 1997 | Fastir þættir | 126 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sameiginleg bridskv

BFB og Bf. Breiðholts hafa ákveðið að standa sameiginlega að bridskvöldum veturinn 1997­98. Spilað verður á fimmtudögum í húsnæði Bridssambandsins, 3. hæð, Þönglabakka 1. Spilamennska byrjar kl. 19.30. Keppnisstjóri verður Ísak Örn Sigurðsson. Dagskrá vetrarins er ekki tilbúin en næstu tvo fimmtudaga, 18. og 25. Meira
18. september 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. ágúst í Lágafellskirkju af sr. Írisi Kristjánsdóttur Gunnar Ellert Geirsson og Ingibjörg Hlínardóttir. Þau eru búsett í Danmörku. Meira
18. september 1997 | Í dag | 20 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndastúdíó Pétur Pétursson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. maí í Háteigskirkju af sr. Jakobi Hjálmarssyni Berglind Marinósdóttir og Hörður Filipsson. Meira
18. september 1997 | Í dag | 476 orð

Jákvættstarfsfólk hjáHáskólabíói ÉG FÓR með börnunu

ÉG FÓR með börnunum mínum að sjá Kolja um daginn, en hún er sýnd í litlum sal í kjallaranum. Þetta var á frumsýningardegi Mr. Bean, allt troðfullt í húsinu og mikið að gera. Litla dóttir mín hafði misst tönn fyrr um daginn og ég var með hana í veskinu. Þegar heim var komið fannst ekki tönnin og það var mikil sorg, því hún geymir allar tennurnar í kassa. Meira
18. september 1997 | Dagbók | 665 orð

Reykjavíkurhöfn:

dagbok nr. 62,7------- Meira
18. september 1997 | Í dag | 442 orð

SLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefur á margan hátt verið mjög

SLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefur á margan hátt verið mjög skemmtilegt og lengst af mjög spennandi. Er þá ekki aðeins átt við efstu deildina, sem kennd er við Sjóvá-Almennar, en þar hefur verið mikil barátta á toppnum og ýmislegt gat gerst fram á síðustu helgi í neðri hlutanum. Meira
18. september 1997 | Fastir þættir | 925 orð

Úrslitaskákin í kvöld?

EFSTU menn á mótinu, þeir Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson tefla innbyrðis í kvöld. Hannes hefur hvítt. Skákin hefst kl. 17 í Alþýðuhúsinu við Skipagötu. Það má búast við því að til tíðinda dragi á milli kl. 20 og 21. Það er ólíklegt að nokkur annar keppandi nái að ógna veldi þeirra Jóhanns og Hannesar. Jón Viktor Gunnarsson hefur staðið sig mjög vel. Meira
18. september 1997 | Fastir þættir | 623 orð

Ýmislegt gott úr gulrótum

Þegar til átti að taka var orðið of seint að eyða búinu, enda er nú mikil umferð geitunga í Grænagarði þegar vel viðrar, en víðar eru þeir á ferð en hjá mér. Þegar klukkan var hálfellefu einn morguninn var ég búin að "lakka" fjóra geitunga sem komust inn til mín, en hárlakk er hið besta vopn gegn þeim. Meira

Íþróttir

18. september 1997 | Íþróttir | 483 orð

Asprilla með þrjú

Faustino Asprilla var með þrennu í fyrsta leik Newcastle í Meistaradeildinni en enska liðið tók á móti Barcelona og vann 3:2 eftir að hafa náð þriggja marka forystu. "Stuðningsmenn Sunderland, fylgist þið með?" sungu áhangendur heimamanna sem troðfylltu St. James' Park og minntu grannanna á ágæti liðsins. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 126 orð

Balakov sigurviss STUTTGART hyggst nýta upplagt tæki

STUTTGART hyggst nýta upplagt tækifæri til að verða Evrópumeistari bikarhafa í vor, þar sem bikarmeistarar sterkustu knattspyrnuþjóða álfunnar leika nú í meistaradeildinni, t.d spænska stórveldið Barcelona. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 114 orð

Bodö vill fá Guðmund

NORSKA liðið Bodö/Glimt hefur sýnt áhuga á að fá KR-inginn Guðmund Benediktsson til liðs við sig og hefur boðið honum að koma og skoða aðstæður hjá félaginu. "Ég reikna með að fara til Noregs strax eftir Íslandsmót og skoða hvað félagið hefur upp á að bjóða," sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Samningur Guðmundar við KR rennur út 1. október. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 754 orð

Breiðablik - KA22:30 Smárinn í Kópavogi, Íslandsmótið í hand

Smárinn í Kópavogi, Íslandsmótið í handknattleik ­ Nissan-deildin ­ 1. umferð, 17. september 1997. Gangur leiksins: 3:2, 7:9, 10:10, 12:12, 15:13, 16:17, 17:20, 18:23, 20:26, 22:30. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 263 orð

Brynjar fer til Gautaborgar

Brynjar Gunnarsson, landsliðsmaður úr KR, fer til Gautaborgar í Svíþjóð á laugardaginn til að skoða aðstæður hjá sænsku meisturunum IFK Gautaborg, sem lengi hefur haft augastað á honum. "Gautaborg hafði samband við okkur og bað formlega um leyfi til að skoða Brynjar og fá hann í heimsókn í nokkra daga með hugsanlegan samning í huga," sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 119 orð

Efniviður framtíðar

Þorlákur Árnason, núverandi meistaraflokks þjálfari Vals, hefur þjálfað Íslands- og bikarmeistara Vals í 2. flokki undanfarin þrjú ár og náð góðum árangri. "Við bjuggumst aldrei við þessari velgengni fyrir tímabilið. Slæmt gengi Framara kemur á óvart en þeir hafa verið bestir í þessum aldursflokki í gegnum yngri flokkana. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 457 orð

Eigum erfitt en skemmtilegt verkefni framundan

Eyjamenn mæta þýska liðinu Stuttgart í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18.30. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með undirbúningi liðanna. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 296 orð

Eins og kálfar á vorin

Ímiklum hraða-, spennu- og mistakaleik þar sem framganga leikmanna minnti oft á kálfa sem hleypt er út úr húsi á vorin, tókst Valsmönnum að knýja fram eins marks sanngjarnan sigur, 20:19, að Hlíðarenda. Þeir höfðu forystu allan leikinn og gestunum tókst aldrei að komast nær heimamönnum, en að jafna metin. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 101 orð

Fjórir Íslendingar með Stuttgart ÍSLENDINGAR hafa át

ÍSLENDINGAR hafa átt góð samskipti við Stuttgart síðan Ásgeir Sigurvinsson gerði garðinn frægan hjá félaginu en hann varð Þýskalandsmeistari með því 1984. Eyjólfur Sverrisson fylgdi í fótsporið og varð meistari með þýska liðinu 1992. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 272 orð

Flest mörk í Garðabæ FLEST mörk voru skor

FLEST mörk voru skoruð í leik Stjörnunnar og Fram í fyrstu umferð 1. deildar karla í handknattleik, en leikurinn fór fram í Garðabæ. Leikmenn liðanna gerðu alls 62 mörk, eða 1,03 mörk á mínútu. Fæst mörk voru gerð í leik Vals og ÍR, 39 talsins eða 0,65 mörk að meðaltali á mínútu. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 266 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRVill strika út a

ÞÝSKI vísindamaðurinn Werner Franke segist hafa sannanir fyrir því að austur-þýsk yfirvöld hafi styrkt framleiðslu og notkun á ólöglegum lyfjum á meðal íþróttamanna þjóðarinnar áður en Berlínarmúrinn féll árið 1989. Þess vegna beri að strika öll heimsmet, sem Austur- Þjóðverjar settu og enn standa, út af skrám t.d. hjá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 561 orð

Haukasigur í miklu fjöri

HAUKAR náðu að sigra Eyjamenn í Eyjum 29:28 í sprellfjörugum og hröðum leik þar sem nánast sauð upp úr hjá leikmönnum í lokin þegar Eyjamenn voru nálægt því að jafna. "Þetta fer vel af stað hjá okkur, þrátt fyrir að það væri naumt undir lokin, en við náðum að sigra og ég er ánægður með það," sagði Sigurður Gunnarsson þjálfari Hauka en hann var áður með ÍBV. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 217 orð

Heilsa þeim fyrir leik

Sigurvin Ólafsson heilsaði uppá fyrrum félaga sína hjá Stuttgart í gær en sagði að vinskapurinn gleymdist þegar út í leikinn væri komið. "Ég heilsa þeim fyrir leik en lengra nær vinskapurinn ekki fyrr en flautað hefur verið til leiksloka," sagði hann við Morgunblaðið og bætti við að þó Eyjamenn væru í hlutverki "litla" liðsins yrði ekkert gefið eftir. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 26 orð

Í kvöld Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa: Laugardalur:ÍBV - Stuttgart18.30

Körfuknattleikur Reykjavíkurmótið: Karlar: Seljaskóli:ÍR - KR20 Konur: Seljaskóli:ÍR - Breiðabl.21.30 Karlar B-deild: Austurb.:Leiknir - Breiðabl.21.10 Reykjanesmótið Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 134 orð

Ísland skríður upp FIFA-listann ÍSLENSKA

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, sem var í 88. sæti á síðasta á styrkleikalista FIFA í ágúst fór upp um fimm sæti á nýja listanum sem birtur var í gær. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti, Þýskaland í öðru en Rúmenar, sem voru í 12. sæti á síðasta lista, er nú í þriðja sæti. Spánverjar féllu úr öðru sæti í það sjöunda og Danir úr þriðja í fimmta. Norðmenn eru í 8. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 63 orð

Jason byrjaði vel með AftureldinguJASON Kr

JASON Kristinn Ólafsson, sem er aftur genginn í raðir Aftureldingar eftir tveggja ára dvöl hjá Brixen á Ítalíu og þýska liðinu Leuterhausen, byrjaði vel með gamla félaginu sínu. Gerði hann sjö mörk í sigurleik Mosfellinga á liði Víkings, 24:23, í Víkinni. Virðist hann því fylla skarðið sem Bjarki Sigurðsson skildi eftir sig, en hann leikur nú með Drammen í Noregi. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 172 orð

JEAN Alesi,

JEAN Alesi, franski ökuþórinn kunni í Formula 1 kappakstrinum, yfirgefur Benetton liðið í lok árs og ekur fyrir Sauber. Í hans stað kemur líklega Alexander Wurz og er einnig ljóst að Ítalinn Giancarlo Fisichella ekur fyrir Benetton. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 644 orð

Knattspyrna

Meistaradeild Evrópukeppninnar A-riðillIstanbul, Tyrklandi: Galatasaray - Bor. Dortmund0:1 Stephane Chapuisat (73.) Áhorfendur: 30.000 Prag, Tékklandi: Sparta Prag - Parma0:0 17.846 Staðan: Bor. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 167 orð

KNATTSPYRNARétt hugarfar skiptir öllu

EYJAMENN taka á móti þýska liðinu Stuttgart í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Gífurlegur áhugi er á leiknum í Þýskalandi en hann verður sýndur í beinni útsendingu hjá þýsku sjónvarpsstöðinni ARD. Tæplega 50 fjölmiðlamenn komu með Stuttgart til landsins í gær auk um 100 stuðningsmanna en von er á fleiri Þjóðverjum í dag vegna leiksins. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 280 orð

Kuldinn vandamál

Lið Stuttgart kom til landsins eftir hádegið í gær og æfði síðdegis í klukktíma á Laugardalsvellinum. "Þetta eru gífurleg viðbrigði," sagði miðherjinn Fredi Bobic, einn skæðasti sóknarmaður Þýskalands og markakóngur í fyrra, við Morgunblaðið. "Hitinn í Stuttgart var 26 gráður þegar við fórum en hér er við frostmark og þessi nístingskuldi verður eitt helsta vandamál okkar. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 228 orð

Ljúft að sigra gömlu félagana

ARNAR Hrafn Jóhannsson hefur átt eftirminnilegt tímabil í sumar. Hann hefur leikið með meistaraflokki Vals og skorað þar nokkur mörk en er auk þess einn af lykilmönnum í þreföldu meistaraliði 2. flokks. En hver skyldi vera mesti munurinn á því að spila í meistaraflokki og 2. flokki? "Ætli það sé ekki það, að við erum á toppnum í 2. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 230 orð

Markvörðurinn hetja Grikkja

Kyriakos Tochouroglou, sem oftast er varamarkvörður Olympiakos, var hetja liðsins í 1:0 sigri gegn Porto í D-riðli meistarakeppni Evrópu í Aþenu í gærkvöldi. Markvörðurinn bjargaði oft meistaralega og getur gríska liðið þakkað honum öðrum fremur fyrir sigurinn. Hann varði oft meistaralega, tvívegis frá Brasilíumanninum Mario Jardel á 16. og 29. mínútu og síðan aftur á 54. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 347 orð

Meistarar Dortmund byrjuðu með sigri EVRÓPUMEISTA

EVRÓPUMEISTARAR Dortmund hófu titilvörnina í A-riðli í Istanbul og unnu Galatasaray 1:0 í miklum varnarleik. Stephane Chapuisat gerði eina markið liðlega stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir mistök tyrkneska fyrirliðans Bulents Korkmaz. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 107 orð

Meistarar sjöunda árið í röð

LÆRLINGAR urðu sigurvegarar í Íslandsmóti í tvímenningi deildarliða í keilu, þar sem allir léku við alla og er þetta sjöunda árið í röð sem Lærlingar fagna sigri á Íslandsmótinu. Liðsmenn Lærlinga sýndu mikinn styrk í seinni umferð er þeir fengu fullt hús stiga, unnu alla níu keppinauta sína. Lærlingar fengu 28 stig, en í öðru sæti kom Stormsveitin með 24 stig. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 526 orð

Ótrúlegar sveifl- ur í Garðabænum

STJARNAN fór vel af stað á Íslandsmótinu ­ sigraði Fram 33:29 í miklum markaleik í Garðabæ í gærkvöldi. Fram hafði yfir í hálfleik 20:15 og eins og tölurnar gefa til kynna var fátt um varnir. Garðbæingar þéttu vörnina í síðari hálfleik og það réð úrslitum. "Ég er ánægður með liðið í síðari hálfleik, en fyrri hálfleikur var slakur. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 288 orð

Reynslan reyndist dýrmæt

Meistarar KA hófu titilvörn sína í Smáranum, þar sem þeir sóttu nýliða Breiðabliks heim og höfðu sigur, 30:22. Áfanganum náði liðið eftir að hafa skipt úr 5-1 vörn í flata 6-0 vörn er staðan var jöfn, 16:16. Sú aðferð bar meiri árangur og Sigtryggur Albertsson, markvörður KA, varði vel í kjölfarið ­ sjö skot eftir hlé auk vítakasts. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 58 orð

Ríkharður hjá Admira Wacker RÍKHARÐUR Da

RÍKHARÐUR Daðason, knattspyrnumaður úr KR, fór til Austurríkis á sunnudag til að skoða aðstæður hjá Admira Wacker. Hann er væntalegur heim til Íslands aftur í dag. Austurríska liðið bauð honum út til að kynna sér félagið. Forráðamenn félagsins fylgdust með æfingu landsliðsins í Vínarborg á dögunum og voru þá að skoða Ríkharð og Sigurð Jónsson. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 486 orð

RÚNAR Kristinsson

RÚNAR Kristinsson lék allan leikinn með Lilleström í 1:0 sigrinum á Twente í Hollandi í UEFA- keppninni í fyrra kvöld. Hann lék á miðjunni og þótti standa sig vel. Lilleström á góða möguleika á að komast áfram þar sem liðið á heimaleikinn eftir. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 278 orð

Sigurmark á elleftu stundu

Leikur FH og HK var æsispennandi og hnífjafn til síðustu mínútu. Stefán Guðmundsson tryggði FH-ingum sigurinn 20 sekúndum fyrir leikslok eftir að HK-menn höfðu haft forystu allan seinni hálfleik. Töluverður haustbragur var á leik liðanna á upphafsmínútum og mikið um mistök. FH-ingar höfðu undirtökin og náðu mest þriggja marka forystu. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 317 orð

Sprettharðir spyrnubílar

TVÖFÖLD umferð verður ekin í sandspyrnu á Akureyri á laugardaginn og sker úr um hver verður Íslandsmeistari í sandspyrnu. Er búist við að mörg Íslandsmet falli þar sem öflugur floti sérsmíðaðra spyrnutækja mætir til leiks. Eru 38 keppendur skráðir til keppni, mótorhjól, bílar, jeppar og vélsleðar. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 220 orð

Stjörnustúlkururðu meistarar

STJARNAN sigraði Fjölni 4:2 í framlengdum úrslitaleik í 3. flokki kvenna í ellefu manna liðum en leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli á dögunum. Fyrirfram var búist við spennandi leik þar sem liðin stóðu uppi jöfn eftir innbyrðis viðureignir sumarsins í A-riðli, hvort lið unnið einn leik. Þetta með spennuna gekk svo sannarlega eftir. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 512 orð

Valsmenn þre-faldir meistarar

Valsmenn eru bikarmeistarar í 2. flokki karla í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á Víkingum á Valbjarnarvelli á þriðjudagskvöldið. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og urðu lokatölur 7:1. Hlíðarendaliðið hefur haft mikla yfirburði í 2. flokki í sumar og eru þrefaldir meistarar; Reykjavíkur-, bikar- og Íslandsmeistarar. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 397 orð

Víkingarnir blása á spár

Meistaraefnin úr Mosfellsbæ lentu heldur betur í kröppum dansi gegn Víkingi í gær, en Víkingum var spáð falli. Þeir létu spádómana ekkert á sig fá, léku af mikilli skynsemi og þegar flautað var til leiksloka höfðu Mosfellingar gert 24 mörk en heimamenn 23 ­ tæpara gat það vart staðið. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 393 orð

Yfirburðir hjá Juve og Manchester United

JUVENTUS og Manchester United byrjuðu vel í B-riðli Meistarakeppni Evrópu en fyrsta umferð keppninnar fór fram í gærkvöldi. Juve tók Feyenoord í kennslustund og vann 5:1 en United vann Kosice 3:0. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 65 orð

Þeir bandarísku koma í dag BREIÐABLIKI ber

BREIÐABLIKI berst liðsauki í dag þegar tveir bandarískir leikmenn, sem liðið hefur gert samning við, koma til landsins. Þeir heita Darreck Heath og Derek Brown og léku báðir með sænska liðinu Skövde í fyrra. Geir Hallsteinsson, þjálfari Blikanna, sagðist eiga von á að þeir verði til í slaginn í leik liðsins gegn ÍR í Seljaskóla á sunnudagskvöld í 2. umferð Íslandsmótsins. Meira
18. september 1997 | Íþróttir | 370 orð

Ætlaði að sigra heiminn

PÁLL Pálsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í bílkrossi á sunnudaginn var. Hann keppti í flokki krónubíla og hefur ekið af kappi í fimm ár og er á sínum þriðja keppnisbíl. "Kláraði" tvo bíla á fáum árum, á meðan hann steig sín fyrstu feilspor í aksturskeppni. Ég ætlaði að vinna allt og alla strax í byrjun. Meira

Úr verinu

18. september 1997 | Úr verinu | 141 orð

Alþingi taki á vanda eigenda smábátanna

FUNDUR Eldingar, félags smábátaeigenda í Norður-Ísafjarðarsýslu, krefst þess að Alþingi taki strax á vanda eigenda smábáta og afgreiði hann fyrir jól. Eftirfarandi ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum, sem haldinn var á Flateyri, en hann sóttu um 50 manns: Meira
18. september 1997 | Úr verinu | 107 orð

Flatfiskar merktir

RANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson er við flatfiskamerkinar við Suðurströndina nú í september. Ætlunin er að merkja sandkola, skrápflúru, langlúru og þykkvalúru en vaxandi sókn er í þessar tegundir. Aðalmerkingasvæðin eru við Ingólfshöfða, í Meðallandsbug og við Vestmannaeyjar. Merkin sem notuð verða eru s.k. ankerismerki - einnig kölluð spaghettimerki. Meira
18. september 1997 | Úr verinu | 222 orð

Höldum okkar striki með gólf í sóknardagana

"VIÐ höfum haldið okkar striki með það að vilja fá gólf í sóknardagana. Ég get hinsvegar ekki nefnt hvað raunhæft er í þeim efnum fyrr en að ráðuneytið hefur spilað einhveju út," segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Fjórði viðræðufundur fulltrúa sjávarútvegsráðuneytis og LS verður haldinn nk. Meira
18. september 1997 | Úr verinu | 413 orð

Íslenskum sjómönnum lofað stuðningi í verkfalli

MIKIL stuðningur gagnvart þeirri kjarabaráttu sem samtök íslenskra sjómanna standa í varðandi ólögleg viðskipti með aflaheimildir og fiskverð um þessar mundir á fiskimannadeildar Alþjóða flutningaverkamannasambandsins ­ ITF ­ sem var haldin í London nú í september. Meira

Viðskiptablað

18. september 1997 | Viðskiptablað | 493 orð

Á að auka sölu á Lion bar á Íslandi

AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta húsið hefur í samvinnu við framleiðslufyrirtækið Hugsjón gert Lion bar auglýsingu fyrir breska sælgætisrisann Nestlé Rowntree. Auglýsingin er tekin á breska náttúrugripasafninu í London og meðal leikara er íslenska fyrirsætan Ásdís María Franklín. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 1022 orð

Ávísun á vandræði TölvurRétt höfðu stjórar Apple náð kúrsinum þegar þeir voru komnir í ólgusjó aftur. Árni Matthíasson segir

ÞÓTT FÆRA megi rök að því að stýrikerfi Macintosh-tölva sé orðið heldur lúið og úr sér gengið verður því ekki neitað að notendaviðmótið er með því besta sem gerist, sérstaklega nýjasta útgáfa þess, OS/8, sem kom út fyrir skemmstu. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 335 orð

Breytingar hjá Saga Film

LÁRUS Halldórsson hefur verið ráðinn framleiðslustjóri innlendra auglýsinga hjá Saga film hf. Lárus var kynningarfulltrúi Stöðvar 2 árin 1990-1993. Frá 1993 til 1996 starfaði hann sem skipulagsstjóri hjá Safari ferðum og frá september 1996 það ár til ágústloka 1997 starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Auglýsingagerð Gulla Magga ehf. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 120 orð

Buffett kemur mörkuðum í uppnám

TVEGGJA millljarða dollara fjárfesting bandaríska auðkýfingsins Warrens Buffetts í skuldabréfum er síðasta merki þess að óttazt er að hinar miklu hækkanir á verði hlutabréfa kunni að vera á enda að sögn sérfræðinga í London. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 122 orð

Ð20 millj. PlayStation- leikjatölva seldar

FRAMLEIÐANDI PlayStation- leikjatölvunnar, Sony Computer Entertainment, hefur tilkynnt að 20 milljónir leikjatölva hafi verið seldar um heim allan frá því þessi byltingarkennda tölva kom á markað fyrir tæpum 3 árum. Til að anna eftirspurn eru nú framleiddar 2 milljónir tölva á mánuði, segir í frétt frá Skífunni umboðsaðila PlayStation. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 175 orð

ÐAtvinnuleysi í ágúst hið minnsta í 5 ár

VERULEGA dró úr atvinnuleysi í ágústmánuði frá því í júlí. Atvinnuleysi á landinu í heild mældist 3,2% og er það 0,4 prósentustigum minna en í síðasta mánuði. Þetta er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í ágústmánuði í 5 ár. Þetta jafngildir því að tæplega 4. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 83 orð

ÐEJS með Navision Financials

EJS hf. hefur samið um kaup á viðskiptakerfinu Navision Financials frá TölvuMyndum-Skyggni. Kerfið varð fyrir valinu að undangenginni þarfagreiningu og útboði hjá EJS. Áhersla var lögð á að velja kerfi sem hægt væri að taka í notkun án stórvægilegrar aðlögunar en væri jafnframt nægilega sveigjanlegt til að falla að heildarskipulagi upplýsingamála hjá EJS og framþróun, Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 1172 orð

ÐEru allir í fínu formi? Á hverju haust

NÝJASTA tískubólan í líkamsræktinni er spinningtímar þar sem fólk hjólar í gríð og erg í takt við tónlist. Tímarnir eru yfirleitt 45 mínútur og þeir sem þekkja til segja að ekki þurfi mörg skipti til þess að falla fyrir þessari tegund líkamsræktar þar sem brennslan sé mikil og árangurinn skili sér fljótt í minna ummáli. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 2028 orð

ÐGjaldeyrismarkaðir í ólgusjó Íslenski gjaldeyr

ÓHÆTT er að segja að yfirstandandi ár hafi verið nokkuð viðburðaríkt á gjaldeyrismarkaði hér á landi sem og erlendis. Langvarandi lægð í efnahagslífi Evrópu auk mikillar vantrúar markaðarins á hina nýju sameiginlegu mynt, Evróið, hefur leitt til þess að gengi helstu Evrópugjaldmiðlanna hefur lækkað verulega á undanförnum mánuðum. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 83 orð

ÐIslandia Internet hefur starfsemi

ISLANDIA Internet hefur formlega hafið starfsemi og eru starfsmenn þess rúmlega 20 talsins. Fyrirtækið er í eigu Íslenska útvarpsfélagsins og var stofnað í framhaldi af sameiningu Islandia og TrekNet. Í fréttatilkynningu segir að Islandia Internet bjóði alla almenna alnetsþjónustu svo sem aðgang að alnetinu, tölvupóst, fyrirtækjatengingu og heimasíðugerð. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 734 orð

ÐLítil arðsemi en dýr hlutabréf

HAGNAÐUR olíufélaganna þriggja, Olíufélagsins hf., Olíuverslunar Íslands hf., og Skeljungs hf. var 54 milljónum króna lakari á fyrri árshelmingi þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Munar hér mestu um 51 milljónar krónu minni hagnað hjá Skeljungi, en hagnaður hinna olíufélaganna tveggja var svipaður. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 64 orð

ÐNýr markaðsstjóri hjá Miðlun

SIGURÐUR Frosti Þórðarsonhefur verið ráðinn sem markaðsstjóri hjá Miðlun ehf. Frosti mun sinna öllum almennum markaðsstörfum fyrir vörur fyrirtækisins. Frosti lauk iðnrekstrarnámi frá Tækniskóla Íslands árið 1994, Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 77 orð

ÐNýr umboðsaðili Castrol

Á. Bjarnason ehf./Smurtækni hefur tekið við umboðinu fyrir Castrol- olíur hér á landi. Í frétt frá fyrirtækinu segir meðal annars að Castrol leggi áherslu á gæði og áreiðanleika vörunnar. Stöðugt sé unnið að þróun hjá fyrirtækinu í samvinnu við alla helstu vélaframleiðendur heims. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 96 orð

ÐSöfnun hafin í Iceland Export Directory '98

MIÐLUN hf. og Útflutningsráð Íslands hafa gengið frá samningu um fjórðu útgáfu Íslensku útflutningshandbókarinnar (Iceland Export Directory). Felur samningurinn í sér enn viðameiri dreifingu á bókinni erlendis í tengslum við Útrás, kynningarátak utanríkisráðuneytisins. Að þessu sinni verður bókin gefin út í 10 þúsund eintökum og verður hún öll í lit. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 125 orð

ÐSöluskrifstofa ársins í Amsterdam

SÖLUSKRIFSTOFA Flugleiða í Amsterdam var á liðnu sumri útnefnd söluskrifstofa ársins 1996 innan félagsins ásamt söluskrifstofu Flugleiða í Maryland í Bandaríkjunum. Söluskrifstofa ársins er valin þannig að hver söluskrifstofa fær stig eftir frammistöðu í aukningu tekna, aukningu farþega, hlutfalli kostnaðar á móti tekjum, kostnaði pr. starfsmann og auglýsingakostnaði pr. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 294 orð

Frekari skuldabréfaútgáfa í athugun

SALA á skuldabréfum úr útboði Landsvirkjunar að fjárhæð 1 milljarður króna hefst föstudaginn 19. september. Íslandsbanki hefur umsjón með útboðinu og verða bréfin skráð á Verðbréfaþingi Íslands. Um er að ræða bréf í fyrsta flokki en stefnt er að því að bæta við flokkinn á næstu tveimur árum ef kjör á innlendum verðbréfamarkaði leyfa, að því er segir í útboðslýsingu. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 223 orð

Grænlendingar fá stjórn náttúruauðlinda sinna

Átján ára deilumál Grænlendinga og Dana um stjórn náttúruauðlinda, einnig auðlinda í landgrunninu, hefur nú verið til lykta leitt. Samkvæmt samningi, sem Lars Emil Johansen, formaður grænlensku landstjórnarinnr, og Svend Auken, orku- og umhverfisráðherra, gerðu á mánudag munu Grænlendingar frá og með 1. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 953 orð

Helmingur framleiðslunnar á Evrópumarkað

BYKO hóf starfsemi í Lettlandi árið 1993 en þá opnaði fyrirtækið skrifstofu í höfuðborginni, Riga, sem annaðist kaup á timbri og sá um flutning þess til Íslands. Brátt kom í ljós að möguleikar á frekari starfsemi voru miklir þar Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 586 orð

Hvatt til rösklegrar einkavæðingar ríkisfyrirtækja

KOLBEINN Kristinsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, gerði einkavæðingu á fjármagnsmarkaðnum og baráttu ráðsins við að knýja á um aðgerðir í eflingu samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja að umræðuefni í 80 ára afmæli Verslunarráðsins í gær. "Þrátt fyrir miklar breytingar í frjálsræðisátt sitja nokkur svið efnahagslífsins ennþá eftir. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 12 orð

IÐNAÐURBYKO myndarlegt í Lettlandi /4

IÐNAÐURBYKO myndarlegt í Lettlandi /4FJÁRMÁLSveiflur á gjaldeyrismörkuðum /6LÍKAMSRÆKTÞjóðin í betra form / Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 122 orð

Kohl tregur að banna auglýsingar á tóbaki

ÞÝZKT félag gegn ávanabindingu hefur deilt á stjórn Helmuts Kohls fyrir að styðja ekki bann við auglýsingum á tóbaki í Evrópu. Ef Þjóðverjar hætta að auglýsa tóbak hverfa tóbaksauglýsingar í Evrópu," sagði formaður félagsins, Rolf Hüllinghorst. Hüllinghorst sagði að stjórnin legði meira kapp á verða ekki af tekjum af tóbaksskatti en að bæta heilsufar almennings. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 285 orð

Microsoft- þing hjá EJS

MICROSOFT þing ­ Námstefna um lausnir og tækni, verður haldið þann 10. október 1997 kl. 8:30 á Hótel Loftleiðum á vegum EJS. Fyrirlestrar skiptast í þrjú megin efni, forritun, nettækni og stjórnun. Á fyrirlestrum um forritun verður m.a. fjallað um vef- og hlutaforritun. Fyrirlestrar um nettækni snúast m.a. um næstu útgáfur af stýrikerfum frá Microsoft, þ.e. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 169 orð

Ný plastpokavél hjá Plastos

PLASTOS-umbúðir hf. hafa tekið í notkun nýja vél fyrir burðarpoka. Vélin er af fimmtu kynslóð burðarpokavéla hjá fyrirtækinu á 23 árum og er hún mun arðbærari en eldri vélar, sem hún leysir af hólmi. Sigurður Oddsson, forstjóri Plastos-umbúða, segir að við hverja nýja kynslóð pokavéla hafi afköstin aukist, sem hafi skilað sér í lægra verði á plastpokum. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 1366 orð

Reglubyrði og samkeppni

HIÐ opinbera gegnir mikilvægu og nauðsynlegu hlutverki gagnvart atvinnulífinu því það mótar starfsskilyrði atvinnulífsins með margvíslegum hætti. Skýrasta dæmið um þetta er setning laga og reglugerða sem atvinnustarfsemin verður að lúta. Lög og reglur hins opinbera setja fyrirtækjunum leikreglur sem eiga að vera forsenda heilbrigðs markaðssamfélags og eðlilegrar samkeppni. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 117 orð

Svíar draga tengingu við ERM

SVÍAR eru ekki líklegir til að tengja sænsku krónuna gengissamstarfi Evrópu (ERM) á næstunni að sögn Urbans Backströms seðlabankastjóra. Backström gaf í skyn í fyrra að sjálfur yrði hann hlynntur slíkri tengingu, en um helgina tjáði hann Reuter að slíkt skref nyti lítils stuðnings í Svíþjóð. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 641 orð

Tekjuafgangur vegna skynditekna

MOGENS Lykketoft fjármálaráðherra er stoltur fyrir hönd dönsku stjórnarinnar, þar sem gert er ráð fyrir 7 milljarða tekjuafgangi á fjárlögum. Stjórnarandstaðan er hins vegar ekki jafnhrifin og bendir á að ef ekki kæmu til sölutekjur væri ekki um neinn afgang að ræða. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 420 orð

TorgiðGamlir bankar í nýjum búningi

TorgiðGamlir bankar í nýjum búningi »STJÓRNVÖLD hafa tekið þann kost að gera einungis lágmarksbreytingar á skipulagi í æðstu stjórn ríkisviðskiptabankanna um næstu áramót þegar bönkunum verður breytt í hlutafélög. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 367 orð

Vallarvinir fá starfsleyfi í Keflavík

FLUGMÁLASTJÓRN á Keflavíkurflugvelli hefur veitt nýju fyrirtæki, Vallarvinum ehf., starfsleyfi til að afgreiða fragtflugvélar á vellinum. Fyrirtækið mun annast alla afgreiðslu fyrir Flugflutninga ehf., umboðsaðila Cargolux hér á landi, og fleiri aðila sem hafa í undirbúningi að hefja fragtflug til Íslands. Meira
18. september 1997 | Viðskiptablað | 130 orð

Verslunarráð

Kolbeinn Kristinsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, gerði einkavæðingu á fjármagnsmarkaðnum og baráttu ráðsins við að knýja á um aðgerðir í eflingu samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja að umræðuefni í 80 ára afmæli Verslunarráðsins í gær. Hvatti hann til rösklegrar einkavæðingar á fjármagnsmarkaðnum þar sem ríkið hafi verið alltof umsvifamikið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.