Greinar laugardaginn 11. október 1997

Forsíða

11. október 1997 | Forsíða | 95 orð

Dómssátt vegna óbeinna reykinga

FULLTRÚAR tóbaksfyrirtækja í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þeir hefðu fallist á að leggja að mörkum 300 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar 21 milljarði ísl. kr., til að koma á fót sjóði er úr verði greiddar árlega 100 milljónir dala, um sjö milljarðar ísl. kr. Varð þetta niðurstaða dómsáttar. Meira
11. október 1997 | Forsíða | 191 orð

Fellibylurinn Pálína verður 143 að bana

ERNESTO Zedillo, forseti Mexíkó, snéri heim í gær vegna náttúruhamfara er orðið hafa að minnsta kosti 143 að bana í suðurhluta landsins. Zedillo var í opinberri heimsókn í Þýskalandi, en frestaði henni síðdegis í gær. Fellibylurinn Pálína hefur valdið mannskæðum náttúruhamförum í ríkjunum Guerrero og Oaxaca á Kyrrahafsströnd Mexíkó. Fregnir hermdu í gær að hundraða manna væri enn saknað. Meira
11. október 1997 | Forsíða | 232 orð

Jeltsín mælir með jarðsprengjubanni

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kvaðst í gær vera hlynntur alþjóðlegu banni við jarðsprengjum og hvatti Bandaríkjamenn til að taka sömu afstöðu. Jeltsín lýsti þessu yfir nokkrum klukkustundum eftir að skýrt var frá því að samtökin Alþjóðleg herferð fyrir jarðsprengjubanni, ICBL, og leiðtogi þeirra, Jody Williams, fengju friðarverðlaun Nóbels í ár. Meira
11. október 1997 | Forsíða | 305 orð

Prodi tekur dræmt í tilboð kommúnista

ROMANO Prodi, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, tók í gær dræmlega í tilboð kommúnista um að mynda samsteypustjórn með þeim er sæti í eitt ár. Kvaðst hann ekki myndu leiða slíka stjórn en neitaði þó tilboðinu ekki, sagði að ræða yrði það af alvöru og ekki í fjölmiðlum. Meira
11. október 1997 | Forsíða | 243 orð

Samráðsfundir með Rússum

RÚSSAR, Þjóðverjar og Frakkar hyggjast eiga árlega samráðsfundi til að samræma stefnuna í ýmsum vandamálum sem að steðja. Þetta kom fram á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem hófst í Strassborg í Frakklandi í gær. Á meðal þeirra sem stigu í ræðustól var Borís Jeltsín Rússlandsforseti sem notaði tækifærið til að beina spjótum sínum að Bandaríkjamönnum. Meira

Fréttir

11. október 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

20 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 28 ára Bandaríkjamann í tuttugu mánaða fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum. Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins frá Amsterdam föstudaginn 26. september sl. og leið því aðeins hálfur mánuður frá handtöku hans þar til dómur féll. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 172 orð

40 ára vígsluafmæli safnaðarheimilis Óháða safnaðarins

ÞESS verður minnst sunnudaginn 12. október kl. 14 við fjölskylduguðsþjónustu að 40 ár eru liðin síðan að safnaðarheimili Óháða safnaðarins var vígt. Verður kvenfélag Óháða safnaðarins með kaffisölu að lokinni messu. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Aftur vopnað rán í Kjalfelli

TVEIR hettuklæddir menn otuðu hnífi að starfsmanni verslunarinnar Kjalfells við Gnoðarvog á tólfta tímanum í gærkvöldi og komust burt með eitthvað af peningum, að sögn lögreglu. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem framið er vopnað rán í versluninni. Þá voru einnig á ferð hettuklæddir menn með hníf. Meira
11. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 34 orð

Aglowfundur

FYRSTI Aglowfundur vetrarins verður næstkomandi mánudagskvöld, 13. október kl. 20 í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á Akureyri. Janice Dennis kennari frá Húsavík talar. Söngatriði og kaffihlaðborð, þátttökugjald er 300 krónur. Allar konur hjartanlega velkomnar. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 101 orð

Austurstræti 9 er til leigu

TÓMAS Tómasson veitingamaður er hættur við að setja upp veitingastað í Austurstræti 9 þar sem verslun Egils Jacobsen var til húsa. Björgvin Ólafsson, einn eigenda hússins, segir að þegar beiðni um vínveitingaleyfi fyrir staðinn var synjað hafi Tómas dregið sig í hlé. Björgvin segir að enginn leigusamningur hafi verið gerður og til standi að leigja húsið út. Meira
11. október 1997 | Smáfréttir | 47 orð

Á FJÖLMENNUM fundi Foreldra- og kennarafélags Réttarholtsskóla

Á FJÖLMENNUM fundi Foreldra- og kennarafélags Réttarholtsskóla sem haldinn var 1. október sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: "Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Réttarholtsskóla lýsir yfir áhyggjum með stöðuna í kjaraviðræðum kennarafélaganna og samninganefndar sveitarfélaganna. Meira
11. október 1997 | Miðopna | 182 orð

Átök ölvaðra einstaklinga

MIÐAÐ við þann mikla mannfjölda, sem safnast saman í miðbænum að kvöld- og næturlagi um helgar, teljast t.d. alvarlegar líkamsárásir ekki margar þar. Á fyrstu níu mánuði ársins var tilkynnt um 28 alvarlegar líkamsárásir á landinu öllu. 21 var úti á landi, en sjö voru í Reykjavík. Þar af voru þrjár í miðborginni. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 427 orð

Baráttan byrjar innan frá

FJÖLSKYLDULÍNA Geðhjálpar og Rauða kross Íslands, Klúbburinn Geysir og heimasíða Geðhjálpar voru meðal þeirra nýjunga sem kynntar voru á hátíðardagskrá í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins í Háskólabíói í gær. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Basar og kaffisala

KVENNADEILD Barðstrendingafélagsins verður með sinn árlega basar og kaffisölu sunnudaginn 12. október í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Húsið opnar kl. 14. Á basarnum verður m.a. ýmiss konar handavinna og heimabakaðar kökur af ýmsum gerðum. Efnt verður til happdrættis og eru margir góðir vinningar í boði. Eingöngu er dregið úr seldum miðum. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Bílar 98

MEÐ blaðinu í dag er dreift 56 blaðsíðna aukablaði, Bílar 98. Í blaðinu er fjallað um 1998 árgerð fólksbíla, jeppa og pallbíla sem boðnir eru til sölu hérlendis. Í blaðinu er einnig fjallað um margvíslegt efni sem tengist bílum og rekstri þeirra, aukahlutum og búnaði. Meira
11. október 1997 | Erlendar fréttir | 503 orð

Boðar umburðarlynda íhaldsstefnu

WILLIAM Hague freistaði þess að færa Íhaldsflokkinn breska út úr skugga fortíðarinnar er hann sleit velheppnuðu flokksþingi í Blackpool í gær. Lýsti hann þar framtíðarsýn sinni varðandi flokkinn og boðaði "milda íhaldsstefnu með umhyggjusemi að kjarna". Meira
11. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 183 orð

Borað eftir heitu vatni

BORUN eftir heitu vatni á svokölluðum Brimnesborgum í Árskógsshreppi hófst sl. laugardag. Starfsmenn Jarðborana hf. nota borinn Ými til verksins og eru þeir komnir niður á um 190 metra dýpi. Um er að ræða borun á könnunarholu en verði árangur af þeirri vinnu góður getur hún nýst sem virkjunarhola. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Bók Kundera fyrst gefin út á Íslandi

RITHÖFUNDURINN Milan Kundera hefur sent frá sér nýja skáldsögu sem kemur fyrst út á íslensku hjá Máli og menningu í næstu viku. Sagan mun koma út á frummálinu, sem er franska, í janúar. Hún heitir Óljós mörk og er þýdd á íslensku af Friðrik Rafnssyni. Milan Kundera fæddist í Prag árið 1929 en hefur verið búsettur í París undanfarna tvo áratugi. Meira
11. október 1997 | Erlendar fréttir | 40 orð

Britanniu verður lagt

BRESKA stjórnin tilkynnti í gær, að drottningarsnekkjunni, Britanniu, yrði lagt 11. desember. Elísabet drottning er sögð hafa skilning á ákvörðuninni. Rekstur snekkjunnar hefur kostað breska skattgreiðendur jafnvirði rúmlega 1,3 milljarða króna á ári. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Dagsferð Útivistar á Hengilssvæðið

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist stendur fyrir dagsferðum alla sunnudaga. Sunnudaginn 12. október verður farið um Hengilssvæðið. Gengið verður frá Hellisheiði um Ölkelduháls, á Hróarmundartind og austur af honum. Gengið verður niður með Ölfusvatni að þjóðvegi í Grafning. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30. Áætlaður tími í göngu er 5­6 klst. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Djass á Hótel Hvolsvelli

DJASSTÓNLEIKAR verða haldnir í kvöld á Hótel Hvolsvelli þar sem þeir Karl Möller, Guðmundur Steingrímsson og Árni Scheving ásamt Önnu Lilju Karlsdóttur leika frá kl. 22.30. Í fréttatilkynningu frá hótelinu segir að þetta séu nýmæli í starfsemi hótelsins og að ætlunin sé að lifandi tónlist verði flutt einu sinni á mánuði yfir vetrartímann. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 478 orð

"Ekki fara!"

Í ÁLFTANESSKÓLA í Bessastaðahreppi hafa 14 af 17 kennurum sagt upp störfum. Þeirra á meðal eru þær Sigríður Hulda Sveinsdóttir og Þorgerður Guðfinnsdóttir, sem báðar kenna 10 ára bekk, en af þeim þremur sem ekki sögðu upp eru tveir leiðbeinendur sem ekki voru búnir að skrifa undir ráðningarsamning og einn nýráðinn kennari. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Ekki forsenda fyrir að nýta forkaupsrétt

ÚRSKURÐAÐ hefur verið af landbúnaðarráðuneytinu að hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar hafi ekki verið heimilt að neyta forkaupsréttar á jörðinni Möðrufelli í Eyjafjarðarsveit. Forkaupsrétturinn hefur því verið numinn úr gildi. Flest bendir því til að upphaflegur samningur um kaup á jörðinni standi. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 355 orð

Ekki má skera niður þjónustu

STARFSHÓPUR um framtíðarstefnu í geðheilbrigðismálum skilaði í gær af sér bráðabirgðaniðurstöðu til heilbrigðisráðherra. Hópurinn leggur áherslu á að ekki verði skorið niður í þjónustu geðdeilda og er það í samræmi við leiðbeiningar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um þessi mál þar sem segir að ekki eigi að skera niður þjónustu á almennum sjúkrahúsum og þjónustumiðstöðvum. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 847 orð

Ekki pólitískur tilgangur með komunni

LIEN Chan, varaforseti Tævans hélt óformlegan blaðamannafund hér á landi í gærmorgun. Á fundinum upplýsti Lien Chan hann hefði boðið Davíð Oddssyni forsætisráðherra að koma til Tævans þegar hann átti með honum kvöldverðarfund á Þingvöllum á miðvikudag. Hann neitaði því að tilgangur komu sinnar hingað væri pólitískur og sagði að með sér í för væru aðeins góðir vinir. Meira
11. október 1997 | Erlendar fréttir | 422 orð

Eykur líkur á að herveldi samþykki bannið

TILKYNNT var í gær að alþjóðleg samtök, sem berjast fyrir banni við jarðsprengjum, og leiðtogi þeirra fengju friðarverðlaun Nóbels í ár. Talið er að ákvörðunin auki líkurnar á því að herveldi heimsins fallist á alþjóðlegan sáttmála um algjört bann við jarðsprengjum á næstu árum. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 310 orð

Fimm fyrirspurnir um stóriðjuframkvæmdir

HJÖRLEIFUR Guttormsson alþingismaður hefur beint fimm fyrirspurnum til iðnaðarráðherra varðandi orkustefnu ríkisstjórnarinnar og ýmsar stóriðjuframkvæmdir sem verið hafa í umræðunni. Varðandi viðræður við Norsk- Hydro um álbræðslu á Íslandi vill þingmaðurinn fá upplýsingar um ráðgert framhald viðræðna, hugmyndir um staðsetningu álbræðslu, raforkuþörf, orkuframkvæmdir, Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 327 orð

FÍB-aðstoð og farsímar boðnir með afslætti

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda hleypir af stokkunum nýrri þjónustu fyrir félagsmenn sína í næstu viku, FÍB-aðstoð. Árni Sigfússon, formaður FÍB, segir að þjónustan felist í því að félagsmönnum verður veitt aðstoð ef eitthvað bjátar á í borgarumferðinni þeim að kostnaðarlausu. Til þess að veita þjónustuna hefur félagið tekið upp samstarf við þrjú af stærstu bifreiðaumboðum landsins, þ.e. P. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fjórir frambjóðendur opna kosningaskrifstofur

KOSNINAMIÐSTÖÐIN Austurstræti verður opnuð sunnudaginn 12. október kl. 15. Í kosningamiðstöðinni eru kosningaskrifstofur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Eyþórs Arnalds, Ágústu Johnson og Baltasar Kormáks fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins dagana 24. og 25. október. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Fjórir fylgjast með 163 húsum

FJÓRIR eftirlitsmenn vínveitingahúsa eiga að fylgjast með 163 vínveitingahúsum í Reykjavík. Árið 1979 voru eftirlitsmennirnir líka fjórir, en þá voru aðeins 14 veitingastaðir í Reykjavík með vínveitingaleyfi. Hlutverk eftirlitsmannanna er m.a. að fylgjast með að veitingamenn fylgi ákvæðum um aldur gesta og fjölda þeirra. Meira
11. október 1997 | Erlendar fréttir | 326 orð

Forsendur lífs á Evrópu

LÍKUR á því að efnisforsendur lífs sé að finna á einhverju tungla Júpíters hafa aukist verulega eftir að lífræn efnasambönd hafa fundist á tveim tungla plánetunnar til viðbótar, að því er fréttastofan Associated Press hafði eftir vísindamönnum í gær. Þetta þýðir þó ekki að líf sé áreiðanlega að finna. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 366 orð

Framhald á samstarfi í sjávarútvegi mikilvægt

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra ræddi í gær og fyrradag við Sam Nujorna, forseta Namibíu, og Hifikapunye Pohamba, sjávarútvegsráðherra landsins, og lauk opinberri heimsókn hans í Namibíu síðdegis í gær. Sjávarútvegsráðherrarnir voru sammála um nauðsyn áframhaldandi samvinnu á sviði sjávarútvegs. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 259 orð

Greiðum hugsanlega 3,5 milljörðum of mikið í verðbætur

Íslendingar greiða hugsanlega 3,5 milljörðum króna of mikið í verðbætur til bankakerfisins á ári vegna innbyggðrar villu í neysluverðsvísitölugrunninum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, dregur þessa ályktun á grunni rannsókna bandarískra hagfræðinga sem unnu skýrslu fyrir Bandaríkjaþing. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Handverk á Garðatorgi

Í DAG verður haldin handverkssýning á Garðatorgi í Garðabæ. Milli þrjátíu og fjörutíu manns eru með sýningaraðstöðu á torginu og eru þar til sölu handunnir munir eins og trévörur, leirvörur, ýmis konar vefnaðar- og prjónavara, glervara og ýmislegt annað. Kvenfélagskonur sjá um vöflubakstur og kaffisölu, en handverksmarkaðurinn er opinn frá klukkan 10-18. Meira
11. október 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Hjúkrunarheimili rís í Hveragerði

Hveragerði-Framkvæmdir við nýbyggingu hjúkrunarheimilis við Dvalarheimilið Ás í Hveragerði eru nú vel á veg komnar. Búið er að steypa neðri hæð hússins og uppsteypa á veggjum efri hæðar er langt komin. Verktaki í þessum hluta framkvæmdarinnar er Byggðasel, Hveragerði. Við bygginguna vinna nú um 16 manns, og hefur verkið gengið vel. Meira
11. október 1997 | Landsbyggðin | 444 orð

Hollur er heimafenginn baggi

Hornafirði-Nú á allra síðustu árum þegar ekið er um sveitir lands má sjá gula kornakra bylgjast í vindinum sem er nýlunda á Íslandi. Í Austur-Skaftafellssýslu hafa bændur einnig viljað reyna þessa nýjung þó að það svæði sé ekki talið henta til kornræktar hvað veðráttu snertir. Meira
11. október 1997 | Erlendar fréttir | 294 orð

Ítalía verður stofnaðili

HAFI einhver velkzt í vafa um að Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, yrði hleypt af stokkunum með breiðum hópi aðildarríkja um borð ætti sá hinn sami að hafa lært af atburðum vikunnar í Róm og Frankfurt að litlar forsendur væru fyrir slíkum vafa. Meira
11. október 1997 | Erlendar fréttir | 721 orð

Jafnaðarmenn hafna þjóðaratkvæðagreiðslu

LÍKT OG búist var við mælti sænska stjórnin með því í þinginu í gær að Svíar gerðust ekki aðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, að svo stöddu. Hins vegar vakti það athygli að Erik Åsbrink fjármálaráðherra lagðist gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Svía að EMU, en hingað til hefur flokkur hans, Jafnaðarmannaflokkurinn, Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Jóhann með fullt hús

JÓHANN Hjartarson hefur einn forystu á Norðurlandamóti Visa í skák og hefur unnið allar þrjár skákir sínar. Í þriðju umferð vann Jóhann Hannes Hlífar Stefánsson. Hannes lék af sér manni í tímahraki og tapaði. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 236 orð

Kemur til greina að leigja útlendingum auðlindina

GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir, þingmaður Kvennalistans, tekur undir hugmyndina um veiðileyfagjaldið sem lágmarks aðferð til að gera núverandi kerfi réttlátara, jafnvel þótt breytingin þýddi það að útlendingar gætu leigt hluta auðlindarinnar frá ári til árs. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Kerfi Reiknistofu lokað á sunnudag

VEGNA aðgerða til þess að auka afköst og öryggi í vinnslukerfi Reiknistofu bankanna verður lokað fyrir aðgang að tölvukerfum fyrirtækisins á sunnudagsmorgun. Áætlað er að ekki verði veittur aðgangur að tölvukerfum Reiknistofunnar frá klukkan 7.50­10.15 á sunnudagsmorgun en einnig er gert ráð fyrir að einhverjar truflanir gætu orðið næstu klukkustundir á eftir. Meira
11. október 1997 | Landsbyggðin | 299 orð

Kiwanismenn gáfu tölvur í grunnskólana í Eyjum

Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum færði grunnskólunum í Eyjum veglega gjöf fyrir skömmu. Afhending gjafarinnar fór fram í tölvuveri Hamarsskólans að viðstöddum fulltrúum Kiwanisklúbbsins og grunnskólanna. Guðmundur Jóhannsson, forseti Helgafells, flutti stutt ávarp og afhenti gjöfina. Meira
11. október 1997 | Smáfréttir | 193 orð

KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubandalagsins á Austurlandi hélt árlegan aðalfund si

KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðubandalagsins á Austurlandi hélt árlegan aðalfund sinn á Reyðarfirði sl. laugardag. Sigurjón Bjarnason, formaður ráðsins, gaf skýrslu um störf þess og fjárreiður. Aðalbjörn Sigurðsson, nýráðinn ritstjóri að Vikurblaðinu Austurlandi, gaf yfirlit um stöðu blaðsins. Meira
11. október 1997 | Erlendar fréttir | 676 orð

Kohl vill aukið samráð við Frakka og Rússa

LEIÐTOGAR Rússlands, Frakklands og Þýskalands mynduðu þríeyki á fundi forystumanna Evrópuráðsríkja í Strassborg í gær. Kært hefur verið með Borís Jeltsín Rússlandsforseta og Jacques Chirac Frakklandsforseta, en mörgum kom á óvart að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, lýsti því yfir að haldnir yrðu árlegir fundir Þjóðverja, Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 161 orð

Kveikt í skúr við Hverfisgötu

GRUNUR leikur á að kveikt hafi verið í geymsluskúr á baklóð á Hverfisgötu 89 á sjöunda tímanum í gærkvöldi og í bílageymsluhúsi við Vitatorg nokkru síðar. Í skúrnum var timburdrasl en engin teljandi verðmæti, að sögn Friðriks Þorsteinssonar, varðstjóra hjá Slökkviliðinu í Reykjavík. Var skúrinn rifinn og fjarlægður af staðnum í gærkvöldi, með samþykki eiganda. Meira
11. október 1997 | Smáfréttir | 74 orð

KVIKMYNDASÝNINGAR eru fyrir börn í Norræna húsinu alla

KVIKMYNDASÝNINGAR eru fyrir börn í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 12. október kl. 14 verður kvikmyndin "Det skaldede spøgelse" sem er um drenginn Jasper, 11 ára, sem missir gamlan vin sinn, Aron. Jasper erfir eftir hann gamlan fresskött og læstan skáp sem öllum er sama um. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Kvöldmessa í Laugarneskirkju

TVÆR messur verða í Laugarneskirkju sunnudaginn 12. október. Fyrri messan verður kl. 11 en samtímis henni er barnastarf. Sr. Helgi Hróbjartsson predikar en sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Drengjakór Laugarneskirkju syngur og er þetta í fyrsta skipti í vetur sem kórinn syngur eftir að vetrarstarfið hófst. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Meira
11. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Kynningarfundur

KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá heldur skemmti- og kynningarfund í safnaðarheimili Glerárkirkju á morgun, sunnudaginn 12. október kl. 16. Á dagskránni verða erindi og söngur, fyrrverandi formenn segja frá störfum sínum í félaginu og boðið verður upp á léttar veitingar. Þetta er upplagt tækifæri til að kynnast fjölbreyttri starfsemi félagins. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

LEIÐRÉTT Einokunargróði MEINLEG v

MEINLEG villa slæddist inn í frásögn Morgunblaðsins í gær af umræðum á Alþingi um þingsályktunartillögu þingflokks jafnaðarmanna um veiðileyfagjald. Þar sem vitnað var í orð þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svavars Gestssonar um einokunargróða í sjávarútvegi, urðu þau mistök, að gróðinn var sagður vera "einangrunargróði". Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Lipurtá í nýtt húsnæði

NÝLEGA flutti Lipurtá, fótaaðgerða-, nudd- og snyrtistofa í nýtt húsnæði að Staðarbergi 2­4 í Hafnarfirði. Lipurtá á 10 ára starfsafmæli um þessar mundir og eigendur eru Þórhalla Ágústsdóttir og Gísli Ölver Sigurðsson. Hjá Lipurtá er í boði öll almenn snyrtiþjónusta, nudd og fótaaðgerðir. Einnig er förðunar- og naglagallerí á staðnum og úrval snyrtivara. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Lýst eftir stúlkum sem óku piltunum

LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir tveimur stúlkum, sem tóku tvo pilta upp í bifreið sína aðfaranótt fimmtudagsins 2. október á nýju Reykjanesbrautinni á milli Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðar. Stúlkurnar voru á lítilli, hvítri fólksbifreið, sennilega tvennra dyra. Talið er að bíllinn sé japanskur. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 309 orð

Lækkun byggingarkostnaðar óraunhæf

BYGGINGARNEFND um Hafnarhús og Safnahús við Tryggvagötu telur að lækkun byggingakostnaðar miðað við fyrirliggjandi tillögur að breytingum á Hafnarhúsinu sé óraunhæf og skerði öryggi í rekstri safnsins og hússins í heild. Minnkun á húsnæðinu myndi leiða til endurskoðunar á forsenum og endurhönnun á húsnæði safnsins. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 121 orð

Málþing um stöðu og stefnu MS

MÁLÞING um stöðu og stefnu Menntaskólans við Sund verður haldið íþróttasal Mennaskólans við Sund í Gnoðarvogi í dag kl. 11­13.45. Dagskrá málþingsins er svohljóðandi: Kl. 11 verður málþingið sett og flytja Björn Bjarnason, menntamálaráðherra og Eiríkur G. Guðmundsson, rektor ávörp. Kór MS syngur. Kl. 11. Meira
11. október 1997 | Miðopna | 844 orð

Menn hljóta að lýsa eftir stefnu borgarinnar

ÍMIÐBÆNUM á að vera blönduð byggð, bæði íbúðir og atvinnustarfsemi. Veitingastöðum hefur hins vegar fjölgað svo hratt, að menn hljóta að lýsa eftir stefnu borgarinnar í þessum málum. Um mitt síðasta ár ætlaði borgin að hætta að samþykkja ný leyfi, en það gerðist ekki. Meira
11. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 233 orð

MESSUR

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11 á morgun. Samvera fyrir eldri börn í fundarsal. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14 á morgun, sunnudag, séra Birgir Snæbjörnsson. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17 sama dag. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld, sr. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Mjallhvít í Ævintýra- Kringlunni

BARNALEIKSÝNINGAR hefjast í dag að nýju í Ævintýra-Kringlunni eftir sumarlangt hlé. Kl. 14.30 sýnir Furðuleikhúsið leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö. Leikarar eru Margrét Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir og leika þær öll hlutverkin. Gunnar Gunnsteinsson er leikstjóri og lokalagið samdi Ingólfur Steinsson. Sýningin tekur um 30 mínútur. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Morgunblaðið/Kristinn Geðheilbrigðisdegi fagnað

Á ALÞJÓÐLEGA geðheilbrigðisdeginum í gær, var opnuð sýning á myndverkum eftir gesti Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða, í nýju húsnæði Rauða kross Íslands í Efstaleiti 9. Í Vin eru geðfatlaðir aðstoðaðir eftir útskrift á sjúkrahúsi í því skyni að draga úr eða koma í veg fyrir síendurteknar innlagnir á geðdeildir. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 233 orð

Mætti reyna auðlindagjald á norskíslensku síldina

EINAR Oddur Kristjánsson alþingismaður sagði á Alþingi að ef menn tryðu því að auðlindaskattur gæti verið góður í hagfræðilegu tilliti væri kannski rétt að prófa hann í veiðum á norsk-íslenska síldarstofninum. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 175 orð

Námstefna um umhverfisstjórnun

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands, Gæðastjórnunarfélag Íslands, Iðntæknistofnun og Samtök iðnaðarins halda eftir hádegi miðvikudaginn 15. október nk. námstefnu um umhverfisstjórnun í fyrirtækjum og stofnunum á Hótel Loftleiðum. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 438 orð

Nýjar leiðir við eftirlit til að ná niður ökuhraða

EMBÆTTI ríkislögreglustjóra var í gær afhent fyrri löggæslumyndavélin af tveimur sem Vegagerðin og Umferðarráð hafa tekið höndum saman um að kaupa. Mat nefndar, sem vann að gerð umferðaröryggisáætlunar til ársins 2001, var að ökuhraði ylli einna mestri hættu í umferðinni og að þörf væri á að fara nýjar leiðir. Liður í því er að taka í notkun myndavélar sem þessar. Meira
11. október 1997 | Erlendar fréttir | 127 orð

Ný stjórn í Kazakhstan

ÞING Kazakhstans útnefndi í gær yfirmann ríkisolíufyrirtækisins forsætisráðherra í kjölfar afsagnar Akezhans Kazhegeldíns. Hinn nýi forsætisráðherra, Nurlan Balgimbajev, sagði að engra stefnubreytinga væri að vænta. Meira
11. október 1997 | Miðopna | 1264 orð

Ofbeldið felst í ónæðinu Fjöldi veitingahúsa í miðbæ Reykjavíkur hefur í för með sér mikinn mannsöfnuð þar á nóttunni um helgar.

MIÐBÆRINN Ofbeldið felst í ónæðinu Fjöldi veitingahúsa í miðbæ Reykjavíkur hefur í för með sér mikinn mannsöfnuð þar á nóttunni um helgar. Í umfjöllun Ragnhildar Sverrisdóttur kemur fram að miðað við þennan mikla fjölda eru ofbeldisverk á borð við líkamsárásir ekki mörg í miðbænum. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 645 orð

Orðnar þreyttar á að vinna krefjandi starf fyrir lág laun

MARGRÉT Kristinsdóttir, kennari í átta ára bekk Fossvogsskóla, hefur starfað við kennslu í meira en tuttugu ár. Henni þykir skemmtilegt að vinna með börnum og vill helst halda því áfram en nú er svo komið að hún segir hingað og ekki lengra. Meira
11. október 1997 | Erlendar fréttir | 301 orð

Papon látinn laus DÓMARINN í máli Maurice Papons,

DÓMARINN í máli Maurice Papons, fyrrverandi ráðherra í frönsku ríkisstjórninni sem réttarhöld eru hafin gegn fyrir meinta aðild að "glæpum gegn mannkyninu" vegna samstarfs við þýzka nazista á tímum síðari heimsstyrjaldar, ákvað í gær að Papon verði látinn laus úr fangelsi á meðan á réttarhaldinu yfir honum stendur. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 186 orð

Prófessor í textílmennt

HÓLMFRÍÐUR Árnadóttir, myndlistarmaður, hefur verið skipaður prófessor í textílmennt við Kennaraháskóla Íslands. Hólmfríður stundaði handverks-, myndlistar- og kennaranám við Handíða- og myndlistarskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi 1951. Hún hefur stundað margvísleg framhaldsnám bæði hér á landi og erlendis m.a. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 742 orð

Rán og sala auðlinda landsins er versti glæpurinn

VALERIJ P. Berkov norrænufræðingur og orðabókahöfundur var staddur hér á landi nú í vikunni ásamt eiginkonu sinni, en þetta er þriðja heimsókn hans til Íslands. Fyrst kom hann hingað árið 1966 og síðan árið 1990. Berkov flutti fjóra fyrirlestra hér á landi að þessu sinni. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 360 orð

Reynt verður að setja niður deilur í nefnd

HARÐAR deilur milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og landsbyggðarfélaga verslunarmanna verða eitt megin umræðuefnið á 21. þingi Landssambands ísl. verslunarmanna sem hófst í gær. VR hefur hótað að segja sig úr sambandinu sem hefði þá þýðingu að VR færi jafnframt úr ASÍ. Við umræður á þinginu í gær fjallaði Magnús L. Meira
11. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 279 orð

Rætt um að starfsemi Skjaldarvíkur flytji í Kjarnalund

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur falið Jakobi Björnssyni bæjarstjóra, Sigurði J. Sigurðssyni bæjarráðsmanni og Valgerði Magnúsdóttur félagsmálastjóra að eiga viðræður við fulltrúa Náttúrulækningafélags Íslands um hugsanlega leigu á húsnæði félagsins, Kjarnalundi í Kjarnaskógi til að flytja þangað starfsemi dvalarheimilisins Skjaldarvíkur, sem er dvalarheimili fyrir aldraða. Sigurður J. Meira
11. október 1997 | Landsbyggðin | 258 orð

Samstarfssamningur um atvinnu- og ferðamál

Selfossi-Í sumar var undirritaður samstarfssamningur á milli atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðis og Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands. Samstarfið felst í stefnumótun í atvinnumálum og markaðssetningu Hveragerðis sem ferðamannabæjar. Að sögn Óla Rúnars Ástþórssonar, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, hefur verkefnið farið vel af stað. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Samverustund hjá Freeportklúbbnum

VÆNTANLEGUR til landsins er dr. Frank Herzlin og eiginkona hans. Er hann að góðu kunnir fyrir störf sín í þágu þeirra íslenslu alkóhólista sem leituðu sér bata á Freeport, segir í tilkynningu. Í tilefni af komu þeirra hyggst Freeportklúbburinn standa fyrir samverustund í Sunnusal Hótel Sögu þriðjudaginn 14. október kl. 20.30. Þar sem fólki gefst kostur á að spjalla við hann. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Sársaukafull ákvörðun

MIKIL reiði ólgar meðal grunnskólakennara vegna stöðunnar í kjaramálum þeirra og hefur fjöldi kennara víða um land sagt upp störfum, auk þess sem boðað hefur verið verkfall 27. október nk., hafi samningar ekki náðst. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð

Stofnsamningur um Tónlistarhús Kópavogs

UNDIRRITAÐUR hefur verið stofnsamningur milli Tónlistarfélags Kópavogs og bæjarstjórnar um byggingu tónlistarhúss í Kópavogi. Athöfnin fór fram í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, í gær. Í húsinu verður salur, tónstofa, fyrir 300 gesti og aðstaða fyrir Tónlistarskóla Kópavogs. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 371 orð

Tvær smáár með besta meðalveiði

BESTU laxveiðiárnar í sumar voru Laxá á Ásum og Leirvogsá. Þær voru ekki með hæstu heildartölurnar, heldur mestu veiði á hverja dagsstöng. Í Laxá á Ásum veiddust 712 laxar á 200 stangardögum og í Leirvogsá 411 laxar á 186 stangardögum. Árnar með hæstu heildartölurnar, Rangárnar, Norðurá, Þverá/Kjarrá og Grímsá standa langt að baki í meðalveiði á stöng. Meira
11. október 1997 | Landsbyggðin | 271 orð

Tvö útköll sama dag hjá slökkviliðinu í Eyjum

Vestmannaeyjum-Slökkvilið Vestmannaeyja var tvívegis kallað út á fimmtudag en afar sjaldgæft er að liðið sé kallað út tvisvar sama daginn. Um klukkan tvö eftir hádegi var Slökkviliðið kallað að húsinu við Skólaveg 31 en þar var þá mikill reykur á neðri hæð. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 2411 orð

Umdeilt hvort hægt sé að úthluta kvóta á skip

ÐLög um veiðar utan lögsögu Íslands taka meðal annars til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum Umdeilt hvort hægt sé að úthluta kvóta á skip Meira
11. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Uppstilling á framboðslista

FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri samþykkti á aðalfundi á fimmtudagskvöld að viðhafa uppstillingu á framboðslista flokksins til sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Kjörnefnd hefur verið falið að vinna við uppstillingu listans og þegar því verki er lokið mun hann verða lagður fyrir fund fulltrúaráðsins til staðfestingar. Að sögn Sigurðar J. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 127 orð

Verslunarfélög sameinuð

UNNIÐ er að sameiningu Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík og Aftureldingar á Hellissandi þessa dagana og umræður hafa verið í gangi milli verkalýðsfélaganna í Vík og á Kirkjubæjarklaustri um sameiningu. Einnig hafa staðið yfir umræður milli Verslunarmannafélags Rangæinga og Verslunarmannafélags Árnessýslu um sameiningu og myndi það félag verða með yfir 400 félagsmenn ef af yrði. Meira
11. október 1997 | Erlendar fréttir | 73 orð

Viðbúnaður á Yom Kippur

STJÓRNVÖLD í Ísrael gripu til ýtrustu öryggisráðstafana í gær, þegar gyðingar bjuggu sig undir að halda Yom Kippur-daginn heilagan, en það er mesti hátíðardagur dagatals gyðinga. Óttuðust öryggissveitir Ísraela að palestínskir öfgamenn myndu nota daginn til að efna til hefndarárása vegna tilraunar ísraelskra leyniþjónustumanna til að ráða einn af leiðtogum Hamas-samtaka herskárra Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Vikurflutningar aukast á ný

HORFUR eru á að útflutningur á Hekluvikri verði meiri á þessu ári en á því síðasta þegar verulegur samdráttur varð. Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM-Vallár, eiganda Vikurvara, sem flytur út vikur, sagði að meginástæðan fyrir þessu væri að Þýskalandsmarkaður væri að lifna við eftir talsverða lægð. Meira
11. október 1997 | Innlendar fréttir | 311 orð

Vill borgarmyndun á Austurlandi

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra segir Austurland vera ótvírætt bestu staðsetninguna fyrir álver það sem fyrirtækið Norsk Hydro hyggst reisa. Hann lítur á uppbyggingu stóriðju þar sem þátt í því að greiða fyrir borgarmyndun víðar en á suðvesturhorninu, enda muni mjög stór þéttbýliskjarni rísa í kringum fyrirhugað álver. Meira
11. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Þorsteinn Már formaður

ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. á Akureyri, var kosinn formaður Útvegsmannafélags Norðurlands á aðalfundi félagsins í gær. Þorsteinn Már tekur við stöðunni af Magnúsi Magnússyni sem verið hefur formaður sl. tvö ár en hefur látið af starfi sínu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Meira
11. október 1997 | Miðopna | 180 orð

Þreföldun á tíu árum

VÍNVEITINGAHÚS í Reykjavík eru nú ríflega þrisvar sinnum fleiri en árið 1987. Það ár höfðu 52 hús í Reykjavík vínveitingaleyfi, ári síðar voru leyfin 57, árið 1989 voru þau 84, næsta ár 92 og árið 1991 voru þau orðin 103. Meira
11. október 1997 | Miðopna | 500 orð

Þurfum að tryggja öryggi allra

KARL Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að sú borg önnur hljóti að vera vandfundin sem geti hýst tíunda hluta þjóðar við drykkju og skemmtan í einu, auk þess sem afar óvenjulegt sé að flestir staðirnir séu á svo litlu svæði. Því sé ekki hægt að miða við borgir, t.d. í Bandaríkjunum eða Skandinavíu, þar sem miðborgirnar séu ekki örsmáar eins og hér. Meira

Ritstjórnargreinar

11. október 1997 | Staksteinar | 329 orð

»Sameining stéttarfélaga SAMEINING félaga innan ASÍ er á dagskrá og 22. nóvemb

SAMEINING félaga innan ASÍ er á dagskrá og 22. nóvember verða greidd atkvæði um sameiningu gamalla og rótgróinna félaga í Reykjavík, Dagsbrúnar og Framsóknar. Í leiðara Vinnunnar, eru sameiningarmálin gerð að umtalsefni. Meira
11. október 1997 | Leiðarar | 598 orð

SAMKEPPNI Í ÞÁGU NEYTENDA TAK Félags íslenzkra bifreiðaeigend

SAMKEPPNI Í ÞÁGU NEYTENDA TAK Félags íslenzkra bifreiðaeigenda til að lækka iðgjöld bifreiðatrygginga á síðasta ári hefur borið árangur og skilað neytendum umtalsverðum hagsbótum, samkvæmt niðurstöðum könnunar Hagfræðistofnunar Háskólans. Meira

Menning

11. október 1997 | Fólk í fréttum | 284 orð

Afdrifarík gíslataka Hvítur krókódíll (Albino Alligator)

Framleiðendur: Brad Krevoy, Steve Sabler, Brad Jenkel. Leikstjóri: Kevin Spacey. Handritshöfundur: Christian Forte. Kvikmyndataka: Mark Plummer. Tónlist: Michael Brook. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Faye Dunaway, Gary Sinise, William Fichtner, Joe Mategna, Viggo Mortensen, John Spencer, Skeet Ulrich, M. Emmet Walsh. 90 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 7.október. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 204 orð

Almenningur komi að vali mynda

EVRÓPSKU kvikmyndaverðlaunin ætla að breyta um stíl í ár. Evrópska kvikmyndakademían, sem stendur að baki verðlaununum, ætlar að leggja Felix-verðlaunagripinn til hliðar og reyna að höfða meira til almennings. Akademían hefur þótt hampa listrænum kvikmyndum sem enginn sér og hefur því áhugi á Felix-verðlaunahátíðinni dvínað jafnt og þétt. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 92 orð

Blackadder í bíó?

Í KJÖLFAR vinsælda kvikmyndarinnar um herra Bean hefur heyrst að Rowan Atkinson sé að hugleiða að yfirfæra annan þekktan sjónvarpskarakter yfir á hvíta tjaldið. Í þetta skipti er það Blackadder sem áhuginn beinist að. Atkinson hefur hóað í Richard Curtis, einn af fjórum höfundum Blackadder-þáttanna, og eru þeir að velta fyrir sér hvernig persóna Blackadder fagni árinu 2000. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 211 orð

Damon Albarn í bíó

POPPSTJARNAN Damon Albarn lagði hljóðnemann frá sér um tíma til þess að leika með Robert Carlyle í bresku sakamálamyndinni "Face" undir stjórn Antoniu Bird. Hvernig frammistaða hans er í myndinni er ekki enn komið á daginn en margar poppstjörnur hafa farið flatt á því að reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 629 orð

Fínt innan Hringbrautar SJÓNVARP Á LAUGARDEGI

FRÁ ÞVÍ AÐ Dagsljós byrjaði í Ríkissjónvarpinu hafa áhorfendur beðið með eftirvæntingu eftir fleiri vetrarflippum. Það hefur út af fyrir sig ekki staðið á þeim enda fjölmargir sem gera út á flipp í sjónvarpi. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 229 orð

Íslensk fegurð í fyrirrúmi

GLÆSIKVÖLD fyrir konur var haldið um síðustu helgi og stóðu No Name, Kaffi Akureyri og Betri líðan fyrir uppákomunni. "Færri komust að en vildu," segir Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari, sem er með umboð fyrir No Name snyrtivörur á Íslandi. Matreiðslumeistari var fenginn frá Hótel Holti, Hákon Már Örvarsson, og sá hann gestum fyrir þríréttaðri máltíð. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 109 orð

Kossinn "aðeins fyrir fullorðna"

xxxxxmaður ELLEN DeGeneres hefur hótað því að hætta í gamanþáttunum "Ellen" eftir að ABC-sjónvarpsstöðin flokkaði síðasta þátt sem "aðeins fyrir fullorðna". Í þættinum kyssir persónan sem hún leikur, Ellen Morgan, vinkonu sína, sem leikin er af Joely Fisher. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 75 orð

Leikkonur kaupa aðalhlutverk

NOKKRAR leikkonur í Hollywood eru orðnar þreyttar á fátæklegu framboði á aðalhlutverkum fyrir konur. Þær hafa tekið upp á því að kaupa kvikmyndaréttinn á sögum þar sem konur eru í brennidepli. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 446 orð

Perlur og svín frumsýnd

NÝJASTA kvikmynd Óskars Jónassonar "Perlur og svín" var frumsýnd á fimmtudaginn, fyrst kl. 18 og síðan kl. 20. Leikstjórinn sem landsþekktur er fyrir skemmtilegheit brást ekki áhorfendum sínum, og brá á leik þegar hann mætti til svæðis með kvikmyndina í filmuboxunum. Stjörnubíó var yfirfullt á báðum sýningum og mikið hlegið í bæði skiptin. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 232 orð

Rétt skal vera rétt

MARGIR kvikmyndagerðarmenn lentu á svörtum lista þegar hreinsa átti út kommúnista í Hollywood við upphaf sjötta áratugarins. Sumir handritshöfundar brugðust við faglegri útilokun sinni með því að skrifa undir dulnefni eða með því að láta nafn sitt hvergi koma fram í tengslum við kvikmynd. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 775 orð

Spilling í hverju skúmaskoti

LEIGUBÍLSTJÓRINN Jerry Fletcher (Mel Gibson) lifir í ótta við fortíð sem hann getur með engu móti munað eftir. Á meðan hann eyðir deginum í að keyra leigubíl sinn í stórborginni New York veltir hann ýmsu fyrir sér og trúir hann því að spillingu sé að finna alls staðar í þjóðfélaginu. Meira
11. október 1997 | Leiklist | 611 orð

Umgjörð og innihald

Höfundur: Jökull Jakobsson. Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson. Leikmynd: Eyvindur Erlendsson og Hallmundur Kristinsson. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Val tónlistar og leikhljóða: Eyvindur Erlendsson og Gunnar Sigurbjörnsson. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 299 orð

Versace hápunktur tískuviku í Mílanó

TÍSKUVIKUNNI í Mílanó lauk á fimmtudag með sýningu á flíkum hönnuðarins Gianni Versace, sem var myrtur við heimili sitt um miðjan júlí. Sýningin var haldin til minningar um fatahönnuðinn ástsæla. Margar af þeim fyrirsætum sem voru í uppáhaldi hjá Versace komu þar fram og tárfelldi Naomi Campbell í lokin. Meira
11. október 1997 | Fólk í fréttum | 185 orð

Ögrandi mynd frá Almodovar

NÝJASTA kvikmynd Pedros Almodovars "Live Flesh" þykir hafa upp á allt að bjóða sem aðdáendur hans hafa hrifist af í fyrri myndum hans. Sem dæmi má nefna erótík, sektarkennd, flúorgræna skó, eiturlyfjaneyslu og byssur. Almodovar hafði ekki leikstýrt kvikmynd í tvö ár fyrir þessa mynd. Meira

Umræðan

11. október 1997 | Aðsent efni | 351 orð

Davíð og Golíat

KÍNVERJAR hafa undanfarið sýnt hinum vestræna heimi klærnar og gefið ótvírætt í skyn að þær þjóðir sem ekki haga sér í takt við stefnu Kínastjórnar og dirfast að hafa eigin stefnu verði settar út af sakramentinu. Þær þjóðir sem ekki samþykkja kúgun og mannréttindabrot Kínastjórnar á eigin fólki sem og þjóðum sem Tíbetum, mega vænta hefndarráðstafana. Meira
11. október 1997 | Bréf til blaðsins | 397 orð

Framhaldsskólakennari! lækkuðu þín laun líka?

UM þessar mundir er forysta HÍK að óska endurkjörs. Fyrsta skylda stéttarfélags er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og ­ sækja fram ef færi gefst. Skoðum afrek hennar í kjaramálum. Fyrsta október voru greidd laun eftir nýja samningnum svo að loks er hægt að bera kjörin saman við það sem var fyrir einu ári ­ þann fyrsta október 1996. Meira
11. október 1997 | Aðsent efni | 839 orð

Fréttaflutningur af Seðlabanka Íslands

ENN einu sinni hefur lífleg umræða farið fram í fjölmiðlum og í þjóðfélaginu um málefni Seðlabanka Íslands. Síst væri nokkuð við það að athuga ef umræðan væri málefnaleg og ef fréttamenn sem um málin fjalla sýndu þann metnað og þá fagmennsku sem krefjast verður af þeim. Meira
11. október 1997 | Bréf til blaðsins | 320 orð

Fúkyrðaflaumur

ÉG MINNIST þess ekki að hafa lesið annan eins fúkyrðaflaum um nokkurn einstakling (jafnvel ekki innlendan stjórnmálamann) eins og Jónas Kristjánsson ritstjóri lætur sér sæma að viðhafa í leiðara 9. þ.m. um sendiherra Kínverja hér á landi, Wang Jingxing. Sendiherrann er m.a. kallaður ruddi og dólgur og útsendari glæpaflokka. Meira
11. október 1997 | Aðsent efni | 972 orð

Heimsþing um öldrunarfræði

Í ÁGÚST síðastliðnum gafst undirritaðri kostur á að sækja heimsþing um öldrunarfræði sem haldið var í Adelaide í Ástralíu. Þetta var 16. heimsþing Alþjóðasamtaka Öldrunarfræðafélaga en slík þing eru haldin á fjögurra ára fresti. Meira
11. október 1997 | Bréf til blaðsins | 399 orð

Hugleiðingar við skrif veiðistjóra

HINN 28. september 1997 las ég undirritaur langa grein í Morgunblaðinu, eftir Ásbjörn Dagbjartsson veiðistjóra. Þessi grein bar heitið "Veiðikortin stórauka svið veiðistjóra" og var studd af tveimur línuritum, annað var um ferfætt meindýr í lífríkinu, hitt um fljúgandi veiðibráð. Meira
11. október 1997 | Aðsent efni | 747 orð

Landsliðsmál í lamasessi

NÚ ERU liðnir u.þ.b. 3 mánuðir síðan Guðjón Þórðarson tók til starfa sem landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu eftir að Loga Ólafssyni hafði verið vikið frá störfum. Margir höfðu trú á því að með Guðjóni myndu blása ferskir vindar um landslið okkar og að hann myndi ná að lyfta því upp á hærra plan. Ég var ekki einn af þeim sem hafði þá trú. Meira
11. október 1997 | Aðsent efni | 1049 orð

Málkennd og fleira góss neysluþega í lýðræðisþjóðfélagi

HVERS vegna ætti guð almáttugur, skapari himins og jarðar NB að bíða þess í ofvæni, að vísindamenn spásseri bakdyramegin inn á teppið hjá honum? Af því að anddyrið er fullt! Þú, lesandi minn góður, sem ert þó í hvorugum hópnum, og er ekki við vísindin að sakast. Meira
11. október 1997 | Aðsent efni | 403 orð

Róttæk breyting á sorpmálum Akurnesinga

HINN 11. október verða nýjar sorptunnur afhentar í öll hús á Akranesi. Akurnesingar verða þá fyrst áþreifanlega varir við þá róttæku breytingu sem er að verða á sorpmálum þeirra. Nú verður horfið frá því að nota plastpoka sem oft fuku um götur bæjarins öllum til armæðu. Í stað þeirra verða nú notaðar plasttunnur sem eru mjög hreinlegar. Af þeim er góð reynsla, m.a. í Reykjavík. Meira
11. október 1997 | Bréf til blaðsins | 327 orð

Tollheimtumenn og farísear

TOLLHEIMTUMENN eru gömul stétt. Þeirra er m.a. getið í helgri bók (Lúk. 18) og jafnframt faríseanna, sem þökkuðu fyrir að vera ekki eins og þessir tollheimtumenn og aðrir ónefndir. Þar sem undirritaður hefur fyrr á árum pantað bók og bók frá útlöndum (helst Danmörku) hefur hann nokkur kynni af tollpóststofunni í Reykjavík, skrifræði og stirðbusahætti. Meira

Minningargreinar

11. október 1997 | Minningargreinar | 603 orð

Elín Þórólfsdóttir

"Húmar að kveldi hljóðnar dagsins ys." Þegar mér barst sú frétt að kveldi 1. okt. sl. að hún: "Ella hans pabba", eins og við hálfsystur nefndum hana ætíð okkar á milli, væri farin og ekki lengur hér á jörð hljóðnaði og húmaði í huga mér og hjarta nokkra stund. Ég kynntist Ellu fyrir u.þ.b. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 249 orð

Elín Þórólfsdóttir

Ferjan hefur festar losað farþegi er einn um borð mér er ljúft ­ af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag (J. Har. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 169 orð

ELÍN ÞÓRÓLFSDÓTTIR

ELÍN ÞÓRÓLFSDÓTTIR Elín Þórólfsdóttir frá Hraunkoti fæddist á Sílalæk, Aðaldal, 14. október 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík 1. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórólfur Jónasson, f. 20. apríl 1892, d. 15. janúar 1969, og Ingibjörg Jakobína Andrésdóttir, f. 28. nóvember 1896, d. 29. september 1950. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 202 orð

Guðbjörg Runólfsdóttir

Elsku amma. Okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Okkur eru í fersku minni stundirnar sem við eyddum hjá þér og afa í sveitinni. Móttökurnar voru hlýjar og alltaf var slegið upp veislu til að bjóða okkur velkomin. Það var hátíð að fá heitar pönnukökur og heimatilbúna ísinn þinn. Það gerði þetta enginn eins vel og þú. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 183 orð

GUÐBJÖRG RUNÓLFSDÓTTIR

GUÐBJÖRG RUNÓLFSDÓTTIR Guðbjörg Runólfsdóttir fæddist á Bakkakoti I í Meðallandi, V-Skaft., 29. desember 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 30. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Runólfur Bjarnason, f. 31.5. 1893, d. 14.12. 1981, og Þorgerður Runólfsdóttir, f. 28.11. 1895, d. 7.9. 1966. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 1088 orð

Guðrún Ámundadóttir

"Það leiðist öllum Gunnum þegar ég les ljóð," sagði hann Kalli vinur minn, einn heitan sólskinsdag, fyrir mörgum árum. Við vorum á leikferð um landið, vorum búin að koma upp leiktjöldunum í gamla samkomuhúsinu á Akureyri. Leikhópurinn hafði komið sér fyrir í brekkunni fyrir ofan leikhúsið og lágu þar allir í sólbaði nema Kalli, maðurinn hennar Guðrúnar Ámundadóttur. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐRÚN ÁMUNDADÓTTIR

GUÐRÚN ÁMUNDADÓTTIR Guðrún Ámundadóttir fæddist á Sandlæk í Gnúpverjahreppi 17. september 1913. Hún andaðist á Landspítalanum 25. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 3. október. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 241 orð

Haukur Hreggviðsson

Pabbi minn. Í dag mun ég fylgja þér áleiðis í þína hinstu ferð og langar því að skrifa þér þessar línur. Nú er að baki erfiður tími veikinda þinna og þjáninga og eftir sitjum við og veltum fyrir okkur tilgangi lífsins. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 263 orð

Haukur Hreggviðsson

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.(Ingibj. Sig.) Nú er hann dáinn. Haukur föðurbróðir okkar lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 171 orð

HAUKUR HREGGVIÐSSON

HAUKUR HREGGVIÐSSON Haukur Hreggviðsson fæddist á Vopnafirði 9. maí 1948. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi fimmtudaginn 2. október síðasliðinn. Foreldrar hans eru Hreggviður Ágústsson, f. 16.5. 1916, d. 31.1. 1951, og Guðrún B. Emilsdóttir, f. 23.10. 1928, stjúpfaðir hans er Sigurjón Friðriksson, f. 29.8. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 1122 orð

Helga Ingibjörg Helgadóttir

Hún fæddist í "Turnhúsinu", Norðurstíg 7 í Reykjavík, í sama húsi og sennilega í sama herbergi og Ellen kona mín og mágkona hennar fæddist í 14 árum seinna. Ýmsum kann að þykja það undarleg tilviljun. Þetta nýfædda stúlkubarn hlaut fyrra nafn sitt frá ömmu okkar, Helgu, í Regin á Eyrarbakka, Magnúsdóttur frá Vatnsdal í Fljótshlíð, en hún aftur frá ömmu sinni, Helgu Jónsdóttur, Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 173 orð

Helga Ingibjörg Helgadóttir

Okkur systkinin langar til að minnast Dystu frænku í fáeinum orðum í þakklætisskyni fyrir umhyggju hennar og góðmennsku í okkar garð, frá því að munum eftir okkur. Þar mælum við örugglega einnig fyrir munn annarra niðja langafa okkar og langömmu, Helga Ágústssonar og Önnu Oddsdóttur á Sunnuhvoli á Selfossi, sem voru fósturforeldrar hennar. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 31 orð

HELGA INGIBJÖRG HELGADÓTTIR

HELGA INGIBJÖRG HELGADÓTTIR Helga Ingibjörg Helgadóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1912. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 25. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 4. október. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 831 orð

Hjörleifur Sveinsson

Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama, en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Þessi vísuorð úr Hávamálum komu mér í hug, þegar Friðrik Ágúst Hjörleifsson kom til mín að morgni 29. september sl. og tilkynnti mér, að faðir hans hefði látist um nóttina. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 227 orð

Hjörleifur Sveinsson

Elsku langafi. Nú hefur þú loksins hlotið langþráða hvíld. Við vitum það mæta vel að þú varst orðinn lúinn og þreyttur eftir langa ævi, þú hafðir lifað lífinu til fulls og ert nú kominn í faðm Þóru ömmu, systkina þinna og foreldra á himnum. Þú varst alveg gull af manni, svo góður og blíður í garð allra, sama hvað var, alltaf mætti manni bros og hlýja. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 203 orð

Hjörleifur Sveinsson

Hann vinur okkar Hjörleifur er fallinn frá, sáttur við guð og menn og saddur lífdaga á 97. aldursári. Það hafa verið okkar forréttindi að eiga Hjörleif að sem góðan vin í meira en 30 ár, en á þeim tíma lærðist okkur að meta hver annan, þannig að allir gátu vel við unað og þá ekki síst við, því það mátti öðlast hafsjó af fróðleik um sveitina hans Hjörleifs, sem var undir Eyjafjöllum, Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 279 orð

HJÖRLEIFUR SVEINSSON

HJÖRLEIFUR SVEINSSON Hjörleifur Sveinsson fæddist í Selkoti undir Eyjafjöllum 23. janúar 1901. Hann lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 29. september síðastliðinn. Foreldrar Hjörleifs voru Sveinn Jónsson, f. 7. október 1874, d. 15. janúar 1920, b. í Selkoti, og kona hans Anna Valgerður Tómasdóttir, f. 11. ágúst 1871, d. 5. maí 1963. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 1204 orð

Jónas Geir Jónsson

Við vorum ekki ýkja háir í lofti sumir, sem laust fyrir miðjan 4. áratuginn hófum leikfimi í fyrsta sinn í litla sal samkomuhússins á Húsavík, sem lokið var byggingu á 1928. Salurinn litli var 6×12 metrar að gólffleti og lofthæð 3 m. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 461 orð

Jónas Geir Jónsson

Elsku afi á Húsavík. Nú hefur þú kvatt þennan heim en ég veit að þú munt fá hlýjar móttökur hjá ömmu sem við vitum að þú hefur saknað sárt. Eftir skilur þú stórt skarð í lífi okkar en allar yndislegu minningarnar munu vel fylla það bil. Alltaf var hlýtt og gott að koma til þín og ömmu á Hólnum og hverrar heimsóknar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 264 orð

JÓNAS GEIR JÓNSSON

JÓNAS GEIR JÓNSSON Jónas Geir Jónsson fæddist á Rifkelsstöðum í Eyjafirði 31. mars 1910. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Þingeyinga 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Hallgrímsdóttir, f. 1881, d. 1915, og Jón Jónasson, f. 1874, d. 1935. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 580 orð

Kristófer Sigvaldi Snæbjörnsson

Við sem skrifum þessar línur þekktum Kristófer á mismunandi hátt, annars vegar sem kæran frænda og fjölskylduvin frá barnæsku, og hins vegar sem traustan og góðan vin síðar á lífleiðinni. Kristófer var aðeins fimm ára þegar hann missti móður sína. Fjölskyldan bjó í Ólafsvík og var í þann veginn að flytjast til Hellissands, þegar móðirin dó. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 193 orð

Kristófer Sigvaldi Snæbjörnsson

Elsku afi, mig langar til að segja bless við þig, og ég vildi að ég gæti spólað til baka a.m.k. um nokkur ár. Það er svo margt sem rennur um huga minn og ég vildi að þú værir hér en ég veit að þú verður ætíð hjá okkur. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 416 orð

KRISTÓFER SIGVALDI SNÆBJöRNSSON

KRISTÓFER SIGVALDI SNÆBJöRNSSON Kristófer Sigvaldi Snæbjörnsson fæddist í Ólafsvík 6. maí 1918. Hann lést á heimili sínu, Jökulgrunni 6 í Reykjavík, að kvöldi miðvikudagsins 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún María Vigfúsdóttir, húsmóðir, f. 28. nóv. 1886 í Landakoti í Staðarsveit, d. 8. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 148 orð

Kristófer Sigvaldi Snæbjörnsson Elsku afi. Það er svo margt sem mig langar til að segja en einhvernveginn skortir mig orð. Ég

Elsku afi. Það er svo margt sem mig langar til að segja en einhvernveginn skortir mig orð. Ég veit bara að ég sakna þín meira en þú getur ímyndað þér. Aldrei datt mér í hug að ég þyrfti að kveðja þig strax en svona er víst lífið og verð ég líklegast að sætta mig við það. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 108 orð

Kristófer Sigvaldi Snæbjörnsson Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns Kristófers Snæbjörnssonar, sem

Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns Kristófers Snæbjörnssonar, sem andaðist 1. október sl. Ekki er það meining mín að skrifa neina lofræðu um Kristófer, enda ekki þörf á því. Hann kynnti sig best sjálfur með hógværð sinni og hlýju. Kristófer var einn af þeim bestu og ljúfustu mönnum sem ég hef kynnst. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 115 orð

Kristófer Sigvaldi Snæbjörnsson Þegar vinur minn Kristófer Snæbjörnsson er dáinn, vil ég sjálfur og fjölskylda mín senda

Þegar vinur minn Kristófer Snæbjörnsson er dáinn, vil ég sjálfur og fjölskylda mín senda Svanhildi konu hans og börnum þeirra og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Kristófer var góður drengur og harðduglegur og fylginn sér. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 774 orð

Steingrímur Benediktsson

Við lát Steina frænda vakna margar minningar sem ég get ekki látið hjá líða að festa á blað. Fyrstu kynni okkar tengjast veru minni á Hliði á Álftanesi þegar ég dvaldi hjá þeim móðurbræðrum mínum, Steina og Þóri, veturinn 1945-6 að aflokinni langri vist á Landspítalanum. Þau hjónin, Steini og Jóhanna, höfðu þá nýlega stofnað heimili og Unnur, dóttir þeirra, var á fyrsta ári. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 33 orð

STEINGRÍMUR BENEDIKTSSON

STEINGRÍMUR BENEDIKTSSON Steingrímur Benediktsson, garðyrkjufræðingur, fæddist á Stóra-Ási í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu 9. júní 1915. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 25. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. október. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 517 orð

Valborg Hjálmarsdóttir

Elsku amma. Hugurinn reikar til baka til allra ánægjustundanna sem við áttum saman. Það var alltaf gott að hafa þig hjá sér og er okkur minnisstætt er þú dvaldir hjá okkur á Daufá er við vorum litlar. Þú stjórnaðir búi er foreldrar okkar fóru í bændaför til Kanada. Þá fann maður hve þú unnir sveitinni og hafðir ánægju af því að vera í búskapnum með okkur. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 505 orð

Valborg Hjálmarsdóttir

Með fáeinum línum langar mig að minnast elskulegrar ömmu minnar, Valborgar Hjálmarsdóttur frá Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi. Á kveðjustund leitar hugurinn til baka þegar ég sit og hugsa og allar góðu minningarnar koma upp í hugann. Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég hugsa um hversu vel þú reyndist öllum, bæði mönnum og dýrum. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 31 orð

VALBORG HJÁLMARSDÓTTIR

VALBORG HJÁLMARSDÓTTIR Valborg Hjálmarsdóttir var fædd á Breið í Lýtingsstaðahreppi 1. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks hinn 27. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 4. október. Meira
11. október 1997 | Minningargreinar | 62 orð

Valborg Hjálmarsdóttir Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Meira

Viðskipti

11. október 1997 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Ð4,1% verðbólguhraði síðastliðna þrjá mánuði

VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,3% í september og mældist hún 181,9 stig í októberbyrjun. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem umtalsverð hækkun verður á vísitölunni og mælist verðbólguhraðinn nú vera 4,1% á ársgrundvelli, miðað við hækkanir á vísitölunni síðustu þrjá mánuði. Hækkun vísitölunnar undanfarna 12 mánuði er hins vegar 1,9%. Meira
11. október 1997 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Ð4 milljóna króna hagnaður hjá Fiskmarkaði Breiðafjarðar

HAGNAÐUR af rekstri Fiskmarkaðar Breiðafjarðar í Ólafsvík nam tæpum 4 milljónum króna á fyrstu 8 mánuðum þessa árs. Er þetta um 12% aukning hagnaðar frá því sem var allt síðasta ár. Rekstrartekjur félagsins námu 72,5 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við tæplega 102 milljónir allt síðasta ár. Meira
11. október 1997 | Viðskiptafréttir | 317 orð

Hagnaður nam 6,3 milljörðum króna

HAGNAÐUR Norræna fjárfestingabankans, (NIB), nam 80 milljónum ECU eða sem samsvarar 6,3 milljörðum íslenskra króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Þetta er nokkuð betri afkoma en á síðasta ári er 74 milljóna ECU hagnaður varð af rekstrinum, eða sem samsvarar rúmlega 5,8 milljörðum íslenskra króna, að því er segir í frétt frá bankanum. Meira
11. október 1997 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Ingvi Hrafn fréttastjóri nýrrar útvarpsstöðvar

INGVI Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri Sjónvarps og Stöðvar 2, hefur verið ráðinn fréttastjóri nýrrar útvarpsstöðvar sem Íslenzka fjölmiðlafjelagið ráðgerir að hefji útsendingar í lok október. Jón Axel Ólafsson, stofnandi Íslenzka útvarpsfélagsins, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki upplýsa væntanlega senditíðni útvarpsstöðvarinnar né hvaða heiti henni verður gefið. Meira
11. október 1997 | Viðskiptafréttir | 205 orð

Jafnvægi eykst eftir áföll á mörkuðum

JAFNVÆGI jókst í evrópskum kauphöllum í gær eftir vaxtahækkanirnar á fimmtudag, þrátt fyrir nýjar bendingar um verðbólguþrýsting í Bandaríkjunum. Á gjaldeyrismörkuðum styrktist dollar gegn marki síðdegis og hækkaði um hálfan pfenning vegna hagtalna, sem kunna að leiða til hækkunar á bandarískum seðlabankavöxtum. Ástandið á evrópskum mörkuðum var breytilegt. Meira

Daglegt líf

11. október 1997 | Neytendur | 598 orð

Samstarfsverkefni ASÍ, BSRB og NS um verðlagsaðhald og verðkannanir

"BÓNUS er með lægsta vöruverðið á landinu miðað við þá könnun sem við gerðum í 79 matvöruverslunum víðsvegar um landið," segir Birgir Guðmundsson verkefnisstjóri samstarfsverkefnis ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna en á þeirra vegum var nýlega gerð viðamikil könnun í matvöruverslunum landsins. "Fast á hæla Bónus kemur KEA Nettó. Meira
11. október 1997 | Neytendur | 709 orð

Selja lífrænt ræktaðar matvörur

YGGDRASILL er lítil búð sem kúrir við Kárastíg. Þetta er ein af þessum litlu búðum þar sem kaupmaðurinn gefur sér tíma til að spjalla við viðskiptavinina um daginn og veginn. Það er engin biðröð við kassann og tal viðskiptavinarins og kaupmannsins berst að ofnæmi. Meira
11. október 1997 | Neytendur | 236 orð

Silki straujað frosið

KONA sem um skeið vann á silkibúi í Tælandi ráðlagði lesendum bandarísks heimilisþáttar á alnetinu hvernig þrífa á fatnað úr silki. Hún mælti eindregið með ullarsápu og að sjálfsögðu handþvotti. Ef erfitt er að nálgast ullarsápu benti hún á milt barnasjampó. Á meðan flíkin er rök á síðan að rúlla hana upp þéttingsfast, setja í plastpoka og beint í frysti. Meira

Fastir þættir

11. október 1997 | Fastir þættir | 292 orð

Alnetið reiknar út geð og heilsu fólks

VINSÆLDIR vefsíðna þar sem fólk getur gengið úr skugga um eigið heilsufarsástand, njóta nú sívaxandi vinsælda í Japan. Á meðal fyrirtækja sem komið hafa sér upp slíkum heilsusíðum á vefnum er Otsuka Pharmaceutical Co. en síða þeirra, Komdu lagi á kaloríuátið, (http://www.otsuka. co.jp/) var opnuð í febrúar síðastliðnum. Meira
11. október 1997 | Dagbók | 3006 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
11. október 1997 | Í dag | 154 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötugur varð 7.

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötugur varð 7. október sl. sr. Björn Jónsson prófastur á Akranesi. Í tilefni afmælisins hafa hann, kona hans og fjölskylda þeirra opið hús í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi, í dag, laugardaginn 11. okt., kl. 15. ÁRA afmæli. Meira
11. október 1997 | Fastir þættir | 315 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufja

Bridsfélag Siglufjarðar hóf starfsemi sína með aðalfundi 22. september sl. Í stjórn voru kosin: Bogi Sigurbjörnsson form., Björk Jónsdóttir gjaldkeri, Hinrik Aðalsteinsson ritari, Þórleifur Haraldsson blaðafulltrúi, Jóhann Jónsson áhaldavörður. Mikil gróska er í starfi félagsins og margir nýir spilarar bættust við nú í haust. Sérstaklega var áberandi aukning kvenna. Meira
11. október 1997 | Í dag | 24 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september í Háteigskirkju af sr. Davíð Baldurssyni Kolbrún Kristjánsdóttir og Þórður Jónasson. Heimili þeirra er í Edinborg. Meira
11. október 1997 | Dagbók | 386 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
11. október 1997 | Fastir þættir | 1058 orð

Draumar góðs gengis

Í LANDI draumsins er eitt reisulegt hús, skreytt fögrum höggmyndum gæfu og gjörvileika þeirra ímynda sem fylgja hverjum manni á lífsleiðinni, þær eru markaðar almennum táknum hagsældar og persónulegum gróðamörkum svo sem Marilyn Monroe og Elvis Presley. Meira
11. október 1997 | Fastir þættir | 682 orð

Er hægt að lækna geðklofa?

Geðklofi Spurning:Oft hef ég heyrt því haldið fram, að geðklofi væri ólæknandi sjúkdómur. Á það við rök að styðjast eða er hægt að lækna geðklofa? Svar: Geðklofi er almennt talinn alvarlegastur geðsjúkdóma. Meira
11. október 1997 | Fastir þættir | 1256 orð

Guðspjall dagsins: Brúðkaupsklæðin. (Matt. 22) »ÁS

Guðspjall dagsins: Brúðkaupsklæðin. (Matt. 22) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Gideonsfélagsins, prédikar. Gideonfélagar kynna starfsemi félagsins. Árni Bergur Sigurjónsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Meira
11. október 1997 | Fastir þættir | 820 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 922. þáttur

922. þáttur GEIR Magnússon skrifar mér athyglisvert bréf alla leið vestan frá Pennsylvaníu í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Ég þakka honum virktavel fyrir bréfið, og birtist það hér með einu innskoti og smávegis styttingu: "Kæri Gísli. Meira
11. október 1997 | Fastir þættir | 650 orð

Jóhann einn með fullt hús vinninga

Jóhann Hjartarson er eini keppandinn sem náði að vinna tvær fyrstu skákirnar. Norðurlandameistarinn Curt Hansen vann mikilvægan sigur á Hannesi Hlífari Stefánssyni. ÞAÐ stefnir í harða baráttu þeirra Jóhanns og Danans um Norðurlandameistaratitilinn, en þeir eru langstigahæstir keppenda á mótinu. Þeir tefla ekki innbyrðis fyrr en í níundu umferð og þá hefur Hansen hvítt. Meira
11. október 1997 | Fastir þættir | 1061 orð

Listin og löggæslan Listsköpun og löggæsla eiga kannski ekki margt sameiginlegt við fyrstu sýn. Eyjapeyinn Bjarni Ólafur

EYJAPEYINN Bjarni Ólafur Magnússon er sprenglærður myndlistarmaður sem hefur getið sér gott orð fyrir list sína. Hann hefur þó lengst af starfað sem lögreglumaður en undanfarna mánuði hefur hann verið í launalausu leyfi frá löggæslunni og helgað sig listinni eingöngu. Meira
11. október 1997 | Fastir þættir | 338 orð

Meiðir sig ekki ef maður dettur

FYRIR nokkru kom út leikur á leikjatölvurnar Sega Saturn og nefnist hann Manx TT SuperBike. Leikurinn var upprunalega hannaður og gefinn út sem leikur í spilakassa og er það nokkuð greinilegt vegna lítils úrvals á bæði brautum og hjólum. Meira
11. október 1997 | Í dag | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
11. október 1997 | Í dag | 372 orð

SPURT ER...

»Varaforseti Tævans kom hingað í þessari viku og mótmæltu yfirvöld í Kína harkalega. Þau líta á Tævan sem uppreisnarhérað í Kína. Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins krafðist þess meira að segja að Íslendingar vísuðu varaforsetanum úr landi. Varaforsetinn sést hér á mynd. Hvað heitir hann? »Ný íslensk kvikmynd var frumsýnd í vikunni og heitir hún "Perlur og svín". Meira
11. október 1997 | Í dag | 329 orð

ÝI spurningaþátturinn í Ríkissjónvarpinu, Þetta helzt, fór

ÝI spurningaþátturinn í Ríkissjónvarpinu, Þetta helzt, fór vel af stað að mati Víkverja. Formið á þættinum er nýtt í íslenzku sjónvarpi og í stað þess að þátttakendur séu ofureinbeittir og grafalvarlegir í tímahraki er andrúmsloftið afslappað og beinlínis ætlazt til að fólk geri að gamni sínu. Það tókst líka ágætlega. Meira
11. október 1997 | Í dag | 371 orð

Þakklæti fyrirgóða þjónustu

MIG langar að koma á framfæri þakklæti til Svörtu pönnunnar. Við gerum það stundum hjónin að koma þar við og fá okkur steiktan fisk til að hafa með heim. Fyrir nokkrum dögum fengum við okkur fisk eins og oft áður en þegar við komum heim vantaði hrásalatið. Meira
11. október 1997 | Fastir þættir | 50 orð

(fyrirsögn vantar)

Fimmtudaginn 9. október byrjaði barómeterkeppni félagsins. 24 pör mættu og spiluð eru sex spil á milli para. Staðan eftir sex umferðir af tuttugu og þrem: Hertha Þorsteinsdóttir ­ Elín Jóhannesdóttir76 Ragnar Jónsson ­ Ingvaldur Gústafsson53 Sigurður Sigurjónss. ­ Guðmundur Grétarss. 49 Þórður Björnsson ­ Erlendur Jónsson45 Meðalskor 0. Meira

Íþróttir

11. október 1997 | Íþróttir | 102 orð

156 leikmenn fengu M

ALLS hlutu 156 leikmenn eitt M eða fleiri í Sjóvár-Almennra deildinni í sumar. Hlynur Stefánsson hlaut einu sinni 3 M, fyrir leik ÍBV og Fram í 11. umferð. Hann fékk fjórum sinnum 2 M og 10 sinnum eitt M. Hann fékk því M í 15 af 18 leikjum. Ólafur Þórðarson fékk M í 16 af 18 leikjum og þar af fimm sinnum 2 M. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 86 orð

Aðeins Ísland haldið hreinu LIECHTENSTEIN

LIECHTENSTEIN er eina liðið í riðlinum sem hefur ekki fagnað sigri í leikjum undankeppninnar en engu að síður hefur það skorað hjá öllum mótherjunum nema Íslandi. Liechtenstein tapaði m.a. 11:1 á móti Makedóníu, 8:1 á móti Rúmeníu og 2:1 á móti Litháen en markatalan í níu tapleikjum er 48:3. Byrjunarliðið er nánast eins og þegar Ísland vann 4:0 í fyrri leiknum ytra 20. ágúst sl. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 81 orð

Andri fékk tvisvar 3 M

ANDRI Sigþórsson, sóknarmaðurinn efnilegi úr KR, fékk tvisvar sinnum þrjú M ­ sem þýðir frábær leikur, í einkunnagjöf Morgunblaðsins í sumar. Hann var eini leikmaðurinn sem náði því, það var í leiknum á móti Skallagrími í 12. umferð og á móti Val í 13. umferð. Sá leikmaður sem náði hæsta meðaltali allra leikmanna deildarinnar er Zoran Miljkovic, varnarmaður ÍBV. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 93 orð

Auður Skúladóttir þjálfar Stjörnustúlkur

AUÐUR Skúladóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Stjörnunni. Auður hefur þjálfað yngri flokka Stjörnunnar með góðum árangri og á liðnu tímabili varð 3. flokkur kvenna Íslandsmeistari undir hennar stjórn. Páll Skúlason, þjálfari 5. flokks karla, verður aðstoðarþjálfari Auðar. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 1145 orð

Ákveðin skilaboð til þeirra yngri

"Gömlu refirnir" Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, og Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA, eru leikmenn Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins; urðu efstir og jafnir í einkunnagjöf blaðsins. Valur B. Jónatansson settist niður með þeim félögum og ræddi um sumarið. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 512 orð

CHRIS Dudley,

CHRIS Dudley, körfuknattleiksmaður í bandarísku NBA-deildinni, sem verið hefur hjá Portland, gat loks gengið frá samningi við New York Knicks í gær, eftir að þriggja manna dómstóll samþykkti þriggja félaga viðskipti; áðurnefndra tveggja og Toronto Raptors. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 447 orð

Ferrari-liðið þarf á kraftaverki að halda

TIL þess að hafa möguleika á að binda enda á 18 ára bið eftir heimsmeistaratitli í kappakstri þarf Ferrari-liðið á kraftaverki að halda er næstsíðasti formúlu-1 kappakstur ársins fer fram í Suzuka í Japan á sunnudag. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 70 orð

GUÐMUNDUR Torfason

GUÐMUNDUR Torfason verður áfram þjálfari liðs Grindavíkur í Sjóvár-Almennra deildinni næsta tímabil. SIEGFRIED Held, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, var látinn fara frá Leipzig í kjölfar slaks árangurs liðsins í 2. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 226 orð

Handknattleikur

1. deild kvenna: ÍBV - Valur15:14 Vestmannaeyjar: Gangur leiksins: 5:2, 8:7, 10:7, 10:9, 12:12, 14:14, 15:14. Mörk ÍBV: Sandra Anulyte 5, Andrea Atladóttir 4, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Elísa Sigurðardóttir 1, Unnur Sigmarsdóttir 1. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 697 orð

Ítalir segjast ennþá fremri á flestum sviðum

Eftir sigurinn á Englendingum á Wembley í febrúar töldu margir Ítalir aðeins formsatriði að ljúka riðlakeppninni. Annað hefur komið á daginn, tvö jafntefli á útivelli hafa sett Ítali í þá stöðu að þurfa að vinna Englendinga í Róm í dag. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 501 orð

KA treystir á góðan stuðning áhorfenda

Íslandsmeistarar KA taka á móti Granitas Kaunas frá Litháen klukkan 16 á morgun, en um er að ræða seinni leik liðanna í 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. KA tapaði fyrri leiknum, 27:23, en Atli Hilmarsson, þjálfari norðanmanna, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að til að komast áfram yrði liðið að eiga toppleik auk þess sem áhorfendur gætu gert gæfumuninn. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 193 orð

Knattspyrna Laugardagur: Undankeppni HM Laugardalsv.:Ísland - Lichtenstein14 Handknattleikur Laugardagur: 2. deild karla:

Handknattleikur Laugardagur: 2. deild karla: Akureyri:Þór - Selfoss13.30 Seltjarnarn.:Grótta-KR - Fylkir16.30 Laugardalsh.:Ármann - ÍH18.00 Sunnudagur: Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 169 orð

Lárus Orri í leiguvél til Englands

LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fer beint til Stoke í Englandi eftir landsleikinn við Liechtenstein í dag. Stoke á að leika við Port Vale í 1. deildinni á morgun og leggur mikla áherslu á að fá Lárus Orra, sem er fyrirliði liðsins, í leikinn enda mikil forföll í liðinu vegna meiðsla. Stoke hefur því leigt vél sérstaklega til að flytja Lárus Orra til Englands. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 169 orð

Sex leikjum frestað SEX leikjum í Meistaradeild Evró

SEX leikjum í Meistaradeild Evrópu, sem fara áttu fram miðvikudaginn 26. nóvember, hefur verið frestað þar til daginn eftir. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tók þessa ákvörðun í gær vegna þess að engir leikir verða í Evrópukeppni bikarhafa fimmtudaginn 27. nóvember og því geti sjónvarpsstöðvar sýnt beint frá a.m.k. einum leik til viðbótar úr Meistaradeildinni. Leikirnir sem verða 27. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 288 orð

Skemmtum okkur og áhorfendum

Ísland og Liechtenstein ljúka þátttöku að þessu sinni í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í dag og hefst viðureignin klukkan 14. Fyrri leik liðanna lauk með 4:0 sigri Íslands og sagði Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í gærkvöldi að ljóst væri að stefnan væri að gera betur á heimavelli en útivelli. Meira
11. október 1997 | Íþróttir | 195 orð

Tvennir bræður í byrjunarliðinu

Tvennir bræður, Eyjólfur og Sverrir Sverrissynir og Þórður og Bjarni Guðjónssynir, verða í byrjunarliði Íslands í dag og er það í fyrsta sinn í landsleikjasögu landsins sem slíkt gerist. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari tilkynnti byrjunarliðið eftir æfingu í gærkvöldi og stillir upp leikaðferðinni 3-4-3. Ólafur Gottskálksson verður í marki. Meira

Úr verinu

11. október 1997 | Úr verinu | 201 orð

Síldarleit hafin út af Reykjanesi

NÓTASKIPIN Víkingur AK, Elliði GK og Höfrungur AK héldu til síldarleitar úti fyrir Vesturlandi frá Akranesi í gær, en veður hefur hamlað leit á svæðinu frá því að rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fann síld á allstóru svæði frá Reykjanesi og vestur í Kolluál í byrjun vikunnar. Skipin verða fyrst um sinn við leit suðvestur af Reykjanesinu. Meira
11. október 1997 | Úr verinu | 348 orð

"Við beitum bara bjartsýninni"

LÍNUSKIPIÐ Byr VE, sem er um 170 brúttótonn að stærð, er komið á túnfiskmiðin og byrjað að reyna fyrir sér með veiðar um 170 sjómílur suðsuðaustur af Vestmannaeyjum. Byr, sem er fyrsta íslenska skipið til að stunda túnfiskveiðar, lét úr höfn á þriðjudagskvöld og gat byrjað veiðar á fimmtudag eftir tuttugu tíma siglingu á miðin. Meira

Lesbók

11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 574 orð

AÐ KANNAST VIÐ SJÁLFAN SIG Draumsólir vekja mig er leikverk byggt á skáldskap Gyrðis Elíassonar sem verður frumsýnt af Íslenska

ÞAÐ er undarlegur heimur sem Þórarinn Eyfjörð leiðir okkur inn í með leiksýningunni Draumsólir vekja mig. Þetta er skáldskaparheimur Gyrðis Elíassonar. Kannski væri réttara að tala um marga heima eins og Þórarinn bendir á en hann er handritshöfundur og leikstjóri sýningarinnar: "Skáldskaparheimur Gyrðis er ekki bundinn neinum hvunndagsrealisma. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 202 orð

DULHYGGJA Í LISTUM

FÉLAG íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands byrja vetrarstarf sitt í ár á tónleikum Snorra Sigfúsar Birgissonar, píanóleikara og tónskálds, sem haldnir verða í Norræna húsinu á morgun, mánudag, kl. 20. Snorri Sigfús leikur verk eftir sjálfan sig, sem hann nefnir "Æfingar fyrir píanó". Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 357 orð

efni 11. okt

Sýning sem ber yfirskriftina Kirkja og kirkjuskrúð - Miðaldakirkjan í Noregi og á Íslandi - hefur staðið í Þjóðminjasafninu í sumar og vakið bæði athygli og aðdáun þeirra sem séð hafa. Sýningunni líkur nú bráðum. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

EITT þekktasta óperuhús Spánar, Teatro Real í Madríd, verð

EITT þekktasta óperuhús Spánar, Teatro Real í Madríd, verður opnað að nýju með pompi og prakt í dag en það hefur verið lokað í áratug vegna gagngerra endurbóta. Rúmlega sjötíu ár eru frá því að húsið gegndi síðast hlutverkið sínu sem óperuhús en það var lokað svo árum skipti vegna borgarastyrjaldarinnar spænsku og því síðar breytt og það notað sem tónlistarhús. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2988 orð

EYÐING HÁLSSKÓGAR Í FNJÓSKADAL EFTIR EINAR SVEINBJÖRNSSON Séra Jón Þorgrímsson á Hálsi var ekki aðeins prestur. Hann þótti

ÞEGAR þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín ferðuðust um Norðurland sumarið 1712 og skráðu ástand jarða og búpenings, var skógi í norðlenskum sveitum tekið að hnigna mjög. Það átti þó ekki við Fnjóskadal þar sem skógur var talinn vera í landi allflestra jarðanna. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 843 orð

"ÉG HEF Á TILFINNINGUNNI AÐ VIÐ SÉUM EKKI LENGUR Í KANSAS" Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir barnasöngleikinn Galdrakarlinn í Oz á

ÆVINTÝRIÐ um Galdrakarlinn í Oz er meðal frægustu barnabóka heims. Sagan er skrifuð um aldamótin og er eftir Lyman Frank Baum. Árið 1939 var sagan kvikmynduð með barnastjörnunni Judy Garland, sem þá var 16 ára, Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

FERÐASÁLMUR Sigurður H. Þorsteinsson þýddi

Guð, ég þarfnast þín, án þín get ég ekki lifað, dirfist ei deyja. Guð, þú ert kærleikinn fyll mig helgum eldi. Þá fyllist gröf mín söng. Guð, ég vil þakka þér: Lífgjöf þína og dauða. Von fékk ljóssins mynd. Guð, ég þarfnast þín. Kærleikskraftaverkið er, -Þú þarfnast mín. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1766 orð

HEIMSVÆÐING LISTARINNAR Í Íslensku óperunni er það mál manna að ferskir vindar leiki um húsið í kjölfar komu Davids Freemans,

MÉR líður eins og manni sem þröngvað hefur verið fram á bjargbrún ­ og sagt að slappa af," segir David Freeman við ljósmyndara Morgunblaðsins sem stillt hefur honum upp til myndatöku á sviði Íslensku óperunnar. Sennilega er þessum ástralska leikhúsmanni vel lýst með þessum orðum ­ hann kann best við sig að tjaldabaki, fjarri skarkala sviðsljóssins. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 106 orð

HINDLEY UPP AÐ NÝJU MYN

MYND af einum alræmdasta morðingja Bretlands, Myru Hindley, var sett upp að nýju á föstudag í Konunglegu akademíunni í London. Það var tekið niður eftir að reiðir áhorfendur slettu á það bleki og eggjum en verkið hefur vakið miklar deilur, þar sem mörgum þykir það fjarri öllu velsæmi að sýna mynd af barnamorðingjanum Hindley, sem gert er úr lófaförum barna. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 460 orð

HUGLÆGIR STAÐIR

SÝNING Erlu Þórarinsdóttur verður opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu í dag kl. 16. Bláminn hefur fylgt Erlu frá upphafi. Í verkum sínum nú tekst hún meðvitað á við litinn og málar röð mynda blátt á blátt. Í öðrum verkum vinnur hún með blaðgulli á bláan grunn strigans. Málverk hennar opna áhorfandanum sýn á huglæga staði, draumheim erkitýpanna. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2217 orð

HVUNNDAGSSKÁLDIÐ FRANÇOIS TRUFFAUT Leikstjórinn François Truffaut fæddist í París sjötta febrúar árið 1932. Bernskuár hans voru

FYRSTU afskipti François Truffaut af kvikmyndagerð enduðu með ósköpum. Átján vetra gekk hann í herinn. Nýliðinn bað um að fá að ganga til liðs við kvikmyndadeild franska hersins. Foringjarnir höfðu aftur á móti lítinn áhuga á sérþörfum ungliðans og Truffaut var sendur til Norður-Þýskalands. Dátinn gegndi herþjónustu í nokkra mánuði stórslysalaust. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 282 orð

ÍSLENSK HEIMSFRUMÚTGÁFA Á NÝRRI SKÁLDSÖGU KUNDERA

MEÐLIMUM í heimsbókmenntaklúbbi Máls og menningar gefst nú kostur á því að fá fyrstir allra nýjustu skáldsögu eins þekktasta höfundar samtímans, Milans Kundera, því útgáfan í heimsbókmenntaklúbbnum er sú fyrsta í heiminum. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3085 orð

ÍSLENSK KIRKJULIST Á MIÐÖLDUM EFTIR ÞÓRU KRISTJÁNSDÓTTUR Sýningunni KIRKJU OG KIRKJUSKRÚÐI ­ Miðaldakirkjan í Noregi og á

Sú sýning sem hér birtist almenningssjónum á sér augljósar forsendur. Saga Íslands og Noregs var samtvinnuð um aldir, úr Noregi komu flestir landnámsmennirnir, til Noregs leituðu Íslendingar einkum á þjóðveldisöld sér til fjár og frama, og eftir að Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd urðu þau samskipti vitaskuld allnáin. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 220 orð

Kodály-kvartettinn í Kammermúsíkklúbbnum

KODÁLY-KVARTETTINN frá Ungverjalandi verður gestur Kammermúsíkklúbbsins á tónleikum í Bústaðakirkju annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Á efnisskrá verða Strengjakvartettar eftir Joseph Haydn, Zoltán Kodály og Johannes Brahms. Kodály-kvartettinn skipa tónlistarmennirnir Attila Falvay, Tamás Szabo, Gábor Fias og János Devich. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1772 orð

KRISTNIBOÐ Á OKKAR TÍMUM?

KRISTNIBOÐ Á OKKAR TÍMUM? Þankar að loknu þingi Lútherska heimssambandsins í Hong Kong í sumar Þær eru nokkrar syndirnar sem guðfræðingur þarf að svara fyrir. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 124 orð

LJÚFASTA VONIN

Það er alltaf svo dýrmætt að dvelja í dásemdum þínum faðir ég fylli hjartað og huga minn núna af helgasta anda þínum. Lífið hefur nú litast að nýju litunum þínum fögru veturinn farinn og frostið harða nú fegursta rósin er vöknuð. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 343 orð

MANNHEIMUR

Mannheimur líkist óhirtum grasagarði, sem geymir jurtir af mörgu ólíku tagi, í upphafi gjörður með skikkan og skipulagi, en skipulagið riðlaðist fyrr en varði. Er jurtirnar hófu að blanda við grannana geði gjörðust þær valdníðingar í annarra beði. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 920 orð

MÁ REKA ÚT ÚR SÉR TUNGUNA?

Íjúlí fór ég til London. Þar á ég systur og innfæddan mág, sem hefur mikinn áhuga á jassi. Ég er til í jass svo að mágur minn ferjaði mig milli helstu g-bletta Lundúnajassins, en Lundúnalíkaminn er þannig gerður að jassblettirnir eru vellandi heitir í kvöldstund í senn á ýmsum stöðum. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 3432 orð

MEÐ ÁHUGA Á ELDI

Ég vaknaði við þann draum að ég væri allra manna leiðinlegastur. Hver gat verið að hvísla þessu að mér? Ég komst ekki á fætur fyrr en ég hafði hrakið þennan grun af mér út í gráan morguninn. Ekki gat ég verið verri en aðrir. Kannski ekki miklu skárri heldur. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1943 orð

MEÐVIRKNI EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Sá meðvirki er flókin manngerð; hann kann að bera flest helstu einkenni fíkils sjálfur,

Það er hreint ekki auðvelt að ímynda sér að fíkn annarra manna geti dugað manni sem fíkn, þ.e. án þess að hann gerist hlutbundnari, jarðneskari í fíkn sinni. En slíkir eru meðvirkir; þetta huldufólk fíknarinnar. Í þessari grein verður grennslast fyrir um þetta mannlífsafbrigði, meðvirknina, einkum þá sem sprottin er af drykkjumennsku. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 564 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 191 orð

PÓSTKORT SKRIFAÐ Á KVÖLDI Á HEIMILISFANGIÐ SKYNSEMIN

Hví varparðu skugga með ljósi þínu á syfjaða lundi veruleikans? Líkastur næturverði með vasaljós og hund sleginn ótta gengurðu ógirta skrúðgarða, greinarnar snerta vanga þína. Æ þú ómissandi litla ljós, hví hylurðu myrkrið, hví brenna náttfiðrildin, ekkjurnar ungu, Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1780 orð

PÓSTMÓDERNISMINN: STRAUMHVÖRF EÐA STRAUMIÐA?

Nú ÞEGAR greinaflokkur þessi um tíðaranda í aldarlok er hálfnaður er ekki úr vegi að skyggnast um öxl og spyrja hvort póstmódernisminn (pm-isminn) marki í raun þau þáttaskil í hugmyndasögunni sem boðberar hans vilja vera láta. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 200 orð

SEÐILL, SKÍÐI, SKÍÐGARÐUR OG SKITSÓFRENÍA

SEÐILL er oftast notaður í merkingunni peningar, peningaseðill, en orðið þýðir líka pappírssnepill, miði. Seðill á danskt heimilisfang, seddel, en Danir lærðu að segja svo suður í Þýskalandi, sedele er til í gamalli þýsku. Þetta rekur sig suður til Ítalíu, til Rómar. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1578 orð

SILFUR OG LITIR Silfur og málverk hafa lengi verið þungamiðja vestrænna lista. Tvær sýningar með íslenskum þátttakendum gefa

SILFURSMÍÐAR og málverk eiga kannski ekki annað sameiginlegt en að vera tvær listgreinar. En báðar hafa líka undanfarið heldur verið hornrekur í listaheiminum. Það er sjaldgæft að sjá stóra silfurhluti á sýningu. Málverkið hefur marglega verið lýst dautt og nú síðast þegar málverk voru ekki einu sinni tekin með á fimmæringnum í Kassel. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

SKÓLAMEISTARINN

Hann er rektor í reynslunnar skóla og ræður mönnum heilt. Hann lætur þá greina það rétta frá röngu og reynir að útskýra það. Hann útskrifar aðeins fjóra, og á því sézt, að enginn er alveg sáttur við allífið; unz að því kemur, að allir fara á fund hins æðsta. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 474 orð

SKRÍPALEIKARI Á SKÁLDABEKK

MEÐ Nóbelsverðlaunum til Dario Fos (f. 1926) er sænska akademían að verða við kröfum almenningsálitsins sem vill heiðra rithöfund sem allir þekkja. Það hefur verið gagnrýnt að Nóbelsverðlaunin renni til óþekktra skálda, helst frá afskekktum stöðum, og það séu aðeins innvígðir bókmenntamenn sem þekki þau. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 121 orð

SÓLARGEISLINN

Lítill sólargeisli finnur sér leið gegnum skýjaþykknið leikur sér í hári þínu sindrandi gullþráðum á þvældum kodda. Máttvana líkami þinn hvítur og rýr markaður örum eftir sársauka ­ gamlan og nýjan. Ég lýk við að losa af þér spelkurnar og afklæða þig fyrir baðið og teygjurnar, sem ég hef lært að framkvæma miskunnarlaus. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 241 orð

STEFNU VEGNA GUÐLASTS HAFNAÐ

DÓMSTÓLL á Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki beri að banna listasafni að sýna fræga ljósmynd eftir Andres Serrano, sem sýnir líkneski af krossfestingu Krists á kafi í þvagi. Litið er á þennan úrskurð sem sigur fyrir Serrano, sem einnig hefur verið stefnt fyrir ósiðsemi í Bandaríkjunum og Hollandi. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 182 orð

SVEINN PÁLSSON ­ brot

Eins eru skýin sem áður, í elli þú mæltir, þegar bölheimur brigðull baki að þér sneri. Andi sveif þinn hið efra, það efra honum móti hýrlega hló og benti til heimkynna réttra. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð

SYSTIR MARÍU

Hét hún ekki Ásta systir hennar Maríu sú sem gekk um beina sá um að engan skorti og allir hefðu nægtir glaðleg í fasi hreinskiptin kona setti jafnvel ofan í við meistarann er hann gerðist of fullyrðingasamur Víst hét hún Ásta og þær María voru systur áttu þær ekki bróður Lárus sem dó Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1042 orð

Upphaf kristindóms á Vesturlöndum

Peter Brown: The Rise of Western Christendom. Triumph and Diversity AD 200-1000. Blackwell 1997. Miðaldir eru saga 1000 ára í Evrópu ­ 476­1492 eru hin hefðbundnu ártöl til afmörkunar. Hér á landi teygjast miðaldir langt fram eftir 19. öld, að sumu leyti fram undir síðustu aldamót hvað snertir framleiðslugetu og efnahag. Meira
11. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

VORBLÓMIN MÍN

Vorblómin mín eru falleg. Þau springa út á vorin, þegar Guð lætur sólina skína á þau. Hestarnir í sumarhaganum bíta ekki blómin. Þeir bíta bara grasið í kringum vorblómin mín. Vatnaliljur á tjörnum sökkva ekki, þótt litlir drengir sigli skútum sínum þar hjá. Höfundurinn er 11 ára og býr í Njarðvíkum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.