Greinar fimmtudaginn 18. desember 1997

Forsíða

18. desember 1997 | Forsíða | 90 orð

Flugvél hvarf

FLUGVÉL frá Úkraínu með 73 menn innanborðs, hvarf af radarskjám þegar hún var að koma inn til lendingar í Norður-Grikklandi í gærkvöldi. Vélin var að koma frá Kiev með 65 farþega og átta manna áhöfn og var um 15 km frá flugbrautinni er hún hvarf. Fjölmennt björgunarlið var sent á staðinn til að leita að vélinni en mikill vindur var á þessum slóðum í gærkvöldi. Meira
18. desember 1997 | Forsíða | 117 orð

Kúbustjórn fundin sek

DÓMARI í Miami í Bandaríkjunum dæmdi Kúbustjórn til þess að greiða fjölskyldum þriggja flugmanna, bætur upp á rúmlega 187 milljónir Bandaríkjadala, að andvirði rúmlega 12 milljarða íslenskra króna, í gær. Mennirnir, sem voru af kúbönskum uppruna, voru skotnir niður af kúbanskri orustuþotu, er þeir voru að svipast um eftir kúbönskum flóttamönnum á alþjóðlegu hafsvæði 24 febrúar árið 1996. Meira
18. desember 1997 | Forsíða | 291 orð

Segir heimsbyggðina á móti árásum á Írak

JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að "yfirgnæfandi meirihluti" mannkynsins væri andvígur því að gripið yrði til hernaðaraðgerða gegn Írökum torveldi þeir leit eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna að gjöreyðingarvopnum í Írak. Meira
18. desember 1997 | Forsíða | 80 orð

Tók 20 börn í gíslingu

VOPNAÐUR maður tók u.þ.b. 20 börn í gíslingu á leikskóla í úthverfi Dallas í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var á flótta undan lögreglu eftir bankarán er hann hljóp inn á leikskólann. Hann sleppti fljótlega leikskólakennurum og hluta barnanna en hélt um 20 börnum eftir sem gíslum. Lögregla umkringdi húsið strax og hóf fljótlega samningaviðræður við manninn. Meira
18. desember 1997 | Forsíða | 287 orð

Winnie gaf ekki kost á sér

THABO Mbeki var í gær útnefndur næsti flokksformaður Afríska þjóðarráðsins, ANC, á 50. landsfundi ráðsins sem nú fer fram í Suður- Afríku. Mbeki, sem nýtur stuðnings Nelsons Mandela, fráfarandi formanns ANC og forseta landsins, var eini frambjóðandinn í stöðuna. Hann mun taka formlega við embættinu við lok fundarins á laugardag. Meira
18. desember 1997 | Forsíða | 221 orð

Yilmaz hótar ESB

MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkir myndu draga til baka aðildarumsókn sína að Evrópusambandinu, ESB, yrðu þeir ekki settir í hóp tilvonandi aðildarríkja sambandsins. "Yilmaz forsætisráðherra tilkynnti að Tyrkland myndi draga beiðni sína um fulla aðild til baka ef Evrópusambandið breytir ekki afstöðu sinni, Meira

Fréttir

18. desember 1997 | Landsbyggðin | 113 orð

15 ára afmæli útibús Búnaðarbankans

Grundarfirði-Hinn 25. nóvember sl. varð útibú Búnaðarbanka Íslands í Grundarfirði 15 ára. Í tilefni afmælisins var íbúum Grundarfjarðar boðið upp á kaffi og meðlæti í afgreiðslu útibúsins föstudaginn 21. nóv. sl. Þennan sama dag hófst mikið æskulínuátak, "Herkúlesarátak". Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 346 orð

17 ára piltur dæmdur fyrir 32 afbrot

SEX ungir menn voru í gær dæmdir í tveggja til sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölda afbrota, sem þeir frömdu ýmist einir sér eða tveir eða fleiri í sameiningu. Mennirnir eru fæddir á árunum 1975 til 1980. Sá yngsti, sem nú er 17 ára, var sakfelldur fyrir 32 afbrot, sem hann framdi flest er hann var enn sextán ára að aldri. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 430 orð

Afmælissýning í leikhúsinu í kvöld

Í DAG, 18. desember, eru nákvæmlega eitt hundrað ár liðin frá fyrstu sýningu Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó, leikhúsinu við Tjörnina. Af því tilefni efnir Leikfélagið til sérstakrar hátíðarsýningar í Iðnó í kvöld og á fjölunum verður Dómínó, leikrit Jökuls Jakobssonar, sem frumsýnt var í byrjun 100 ára afmælisárs Leikfélagsins sjálfs, en það var stofnað 11. janúar 1897. Meira
18. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 499 orð

Allar niðurstöður mjög jákvæðar

TILRAUNAVERKEFNI Hitaveitu Akureyrar, Orkustofnunar og fleiri aðila, sem felst í niðurdælingu vatns í jarðhitasvæðið á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit hefur farið mjög vel af stað, að sögn Ólafs Flóvenz, framkvæmdastjóra rannsóknarsviðs Orkustofnunar. Undanfarna rúma þrjá mánuði hefur um 20C heitu vatni verið dælt undir þrýstingi í holu á svæðinu, sem er tæplega þriggja kílómetra djúp. Meira
18. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Ballettdansarar framtíðarinnar

JÓLADANSSÝNING Ballettskólans á Akureyri var haldin í Íþróttahöllinni á dögunum og sýndu þar um 40 nemendur. Stúlkur á ýmsum aldri og einn piltur sýndu foreldrum sínum og öðrum aðstandendum hvað þau höfðu lært í skólanum að undanförnu og sáust oft glæsileg tilþrif. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Banaslys í umferðinni í Reykjavík

BANASLYS varð í umferðinni í Reykjavík í gærmorgun er sjötíu og þriggja ára gömul kona varð fyrir sendibíl. Var hún flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og lést þar nokkru síðar af völdum áverka. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 831 orð

Biblían er einstök heimild um íslenskt mál

JÓN G. Friðjónsson prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands hefur unnið að rannsóknum á áhrifum Biblíunnar á íslenskt málfar síðastliðin ár. Jón flutti fyrirlestur um athuganir sínar á málþingi vegna 150 ára afmælis Prestaskólans fyrir nokkru og þá er afrakstur þeirra að finna í Rótum málsins, sem nýlega kom út. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Bílvelta í Ölfusi

MAÐUR missti stjórn á bíl sínum þegar hross hljóp skyndilega út veginn í Ölfusi í gær. Bíllinn lenti út af veginum og valt. Tvennt var í bílnum og var farþeginn fluttur á slysadeild í Reykjavík til rannsóknar. Bíllinn var óökufær og þurfti að fjarlægja hann af vettvangi með kranabíl. Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 88 orð

Blair styður Robinson

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að hann stæði staðfastur að baki Geoffrey Robinson, ráðherra í fjármálaráðuneytinu. Stjórnarandstaðan hefur að undanförnu gagnrýnt Robinson harkalega fyrir fjárfestingar hans í erlendum fjárfestingasjóðum og ítrekað krafist afsagnar hans. Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 385 orð

Blendin viðbrögð í Teheran

VIÐBRÖGÐ fjölmiðla í Íran við boði Bills Clintons Bandaríkjaforseta um "einlægar" viðræður við Írani voru blendin í gær. Á óvenju löngum blaðamannafundi sem forsetinn hélt í fyrrakvöld sagði hann að bandarísk stjórnvöld hygðust endurskoða samskiptin við Írani. Meira
18. desember 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Borgarnesi-

Borgarnesi-Föstudagar eru "heitir dagar" í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þá er innilaugin hituð og vatnsleikfimi og ungbarnasund stundað af kappi. Síðasti tíminn hjá litla fólkinu var síðastliðinn föstudag. Börnin komu víða að; úr Borgarnesi, frá Hvanneyri, af Hvítársíðunni og Akranesi. Sá sem kemur lengst að er úr Búðardal. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 80 orð

Brutu rúður og skemmdu bíla

LÖGREGLAN í Reykjavík greip tvo átján ára pilta á hlaupum í fyrrinótt eftir að þeir höfðu brotið rúður og skemmt bíla. Sjónarvottur sá til þeirra og lét lögregluna vita. Piltarnir tveir höfðu skemmt bíla við Túngötu, Holtsgötu, Framnesveg og á Grandasvæðinu, m.a. brotið rúður og luktir og rifið af þeim loftnet. Einnig var talið að þeir hefðu brotið rúður á Framnesvegi. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10 í dag. Fyrst verða eftirfarandi fyrirspurnir til ráðherra. 1. Til samgönguráðherra: Markaðshlutdeild fyrirtækja. 2. Til samgönguráðherra: Markaðshlutdeild fyrirtækja. 3. Til samgönguráðherra: Starfsleyfi atvinnubifreiðastjóra. 4. Til forsætisráðherra: Landafundir Íslendinga. 5. Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 218 orð

Deilt um kjördag

HUN Sen Kambódíuleiðtogi sagðist í gær vilja að þingkosningar færu fram í maí næstkomandi eins og ráð væri fyrir gert. Lagðist hann gegn frestun þeirra eins og Sar Kheng innanríkisráðherra lagði til á þingi í fyrradag. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Efnalaugin á Höfn í nýtt húsnæði

Hornafirði - Efnalaug Dóru á Hornafirði flutti nú á dögunum í nýtt húsnæði við aðalgötu bæjarins. Halldóra Ingólfsdóttir og Einar Karlsson hafa átt efnalaugina í tvö ár og hefur rekstur hennar gengið vel en húsnæðið sem hýsti starfsemina var orðið of lítið og réðust þau því í byggingu nýs húss. Meira
18. desember 1997 | Miðopna | 573 orð

Eigum að íhuga svona skattheimtu

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir að það hafi legið lengi fyrir að í nálægum löndum hafi reynst óhjákvæmilegt að leggja á veggjöld með einhverjum hætti til þess að standa undir fjárfrekum gatna- eða vegagerðarframkvæmdum, brúarsmíði, jarðgöngum og öðru þvíumlíku, Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 450 orð

Ekki horfur á að slysadeild verði fullmönnuð

MEIRIHLUTI lækna á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er hættur störfum. Jón Baldursson yfirlæknir segir að unnið sé að því að fá sérfræðinga til starfa af öðrum deildum, en fyrir liggi að deildin verði ekki fullmönnuð næstu vikurnar. Vandi slysadeildar er djúpstæður m.a. vegna þess að þar hafa í langan tíma verið miklir erfiðleikar við að fá nægilega marga lækna til starfa. Meira
18. desember 1997 | Miðopna | 885 orð

Ekki ný hugsun í aðferðafræði Skipulagsstjóri Kópavogs segir að það sé alls ekki ný hugsun í aðferðafræði varðandi skipulagsmál

BIRGIR Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar, segist vera óhress með það hvernig tillögum breska ráðgjafafyrirtækis hafi verið slegið upp og látið í það skína að í tillögunum felist einhver heilagur sannleikur varðandi skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 135 orð

ESB leggur refsitoll á norskan lax

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins ákvað í gær að leggja 13,7% refsitoll á lax frá 29 norskum laxeldisstöðvum. Framkvæmdastjórnin telur stöðvarnar hafa brotið samkomulag frá í september, um að virða lágmarksverð ESB og skila skýrslum um sölu sína. Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 233 orð

Finnar athuga bann við jarðsprengjum

EMBÆTTISMANNANEFND á vegum finnska utanríkisráðuneytisins lagði í vikunni til að Finnar breyttu landvörnum sínum til þess að geta undirritað Ottawa-samkomulagið um bann við jarðsprengjum. Finnar eru eina Evrópusambandsþjóðin sem hefur neitað að undirrita samkomulagið. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 493 orð

Fleiri eftirlaunaþegar í brýnni þörf en áður

FJÖLDI þeirra sem leita aðstoðar líknarfélaga fyrir jólin virðist vera nokkuð svipaður og fyrir síðustu jól, ef ekki ívið meiri, að mati þeirra sem að aðstoðinni standa. Þörfin virðist vera hvað brýnust hjá eftirlaunaþegum og öryrkjum, en atvinnulausir eru nokkru færri en á síðustu árum. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 431 orð

Fóðurverð skýrir ekki verðmun

GUNNAR Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar, segir verð á fóðri hér á landi 35-40% hærra en í Danmörku, en ekki 80-90% hærra eins og fram kom í viðtali við Ólaf Jón Guðjónsson, einn eigenda Móakjúklinga í Morgunblaðinu í gær. Gunnar segir að fóðurverðið sé ekki meginskýringin á hærra verði kjúklinga hér á landi heldur en í nágrannalöndunum. Meira
18. desember 1997 | Smáfréttir | 31 orð

FYRIR landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta í haust færðu þeir

FYRIR landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta í haust færðu þeir Guðmundur Örn Guðjónsson, forseti Landssambands Gídeonfélaga á Íslandi og Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri sambandsins, landsliðsmönnum Íslands í handknattleik Nýja testamentið að gjöf. Meira
18. desember 1997 | Landsbyggðin | 200 orð

Gera mynd um furður Snæfellsjökuls

Hellissandi-Hér hefur verið á ferðinni 6 manna hópur kvikmyndagerðarmanna undir forustu kvikmyndagerðarmannsins Andys Robbins frá Kudos Productions Ltd. í London sem unnið hefur að gerð kvikmyndar um furður undir Snæfellsjökli. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

HANS KR. EYJÓLFSSON

LÁTINN er í Reykjavík Hans Kr. Eyjólfsson, fyrrverandi bakarameistari á Vesturgötu og síðar móttökustjóri í Stjórnarráði Íslands. Hans var fæddur í Bjarnareyjum á Breiðafirði 15. október 1904. Foreldrar hans voru Guðrún Hansdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson. Hálfs árs gamall var hann tekinn í fóstur af Margréti Magnúsdóttur og Sigurvini Hanssyni, skipstjóra á Ísafirði. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Hársnyrtistofan Pílus á nýjum stað

NÝLEGA var hársnyrtistofan Pílus opnuð aftur eftir flutning í verslunarmiðstöðina Kjarna í Mosfellsbæ. Hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson hafa átt hársnyrtistofuna í 13 ár en Ingibjörg hefur starfað þar óslitið síðan 1981 fyrst sem nemi síðan sveinn. Anna Pála Pálsdóttir arkitekt hannaði stofuna, lýsing var í höndum Helga Kr. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 207 orð

Heimsjólin á Hótel Sögu

FIMMTU "Heimsjólin", jólaskemmtun og hátíðarkvöldverður, verða haldin í Súlnasal Hótel Sögu föstudagskvöldið 19. des. og hefst kl. 19.30. Um leið er um e.k. þakkargjörðarhátíð að ræða fyrir góðan árangur í ferðum ársins 1997, sem er umfangsmesta starfsár Heimsklúbbsins til þessa. Sýndar verða myndir úr heimsreisum og kynntar helstu ferðir næsta árs. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Hross fyrir bíl og drapst

HROSS drapst á Snæfellsnesi í gærmorgun þegar það lenti fyrir fólksbíl við Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi. Ökumaður var einn í bílnum og var til öryggis fluttur til aðhlynningar lækna. Bíllinn skemmdist ekki mikið en talið er að hrossið hafi drepist samstundis. Hafði það verið í stóði innan girðingar en einhvern veginn sloppið út. Meira
18. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 161 orð

Hundrað ár frá því bærinn var raflýstur

FEITT hundrað ár eru liðin frá því götulýsing var sett upp á Akureyri og af því tilefni var kveikt á hundrað ára gömlum ljósastaur við Friðbjarnarhús við Aðalstræti á Akureyri í gær. Sigfríður Þorsteinsdóttir, sem sæti á í veitustjórn Akureyrar, sagði að þetta hefði verið "gæluverkefni" sitt og Ástu Sigurðardóttur, formanns stjórnar Friðbjarnarhúss, Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 893 orð

Hæstiréttur tekur hart á E-pillum

FRÁ byrjun þessa árs og allt til þriðjudagsins 16. desember sl. hafði verið lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna hér á landi, tæp 8 kíló af hassi, rúm tvö kíló af amfetamíni, hátt í fjögur þúsund skammta af LSD og tæplega 3.400 E-pillur. Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 230 orð

"Höfum loks von um frið"

LÍFIÐ á eyjunni Bougainville í Papua Nýju Guineu virðist nú vera að færast í eðlilegt horf eftir níu ára borgarastyrjöld. "Við erum full vonar," segir James Hasunn, frá Buka eyju norður af Bougainville. "Það er langt síðan okkur hefur liðið svona. Fólk hafði enga trúa á því að friður gæti komist á en vegna nærveru friðargæslusveitanna höfum við nú fengið nýja von." Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Íþróttavörur í Grafarvogi

SPORTBÚÐ Grafarvogs hefur verið opnuð í verslunarmiðstöðinni Torginu, Hverafold. Sportbúð Grafarvogs er fyrsta íþróttaverslunin í Grafarvogi og segir í tilkynningu að helstu vörumerki séu Adidas, Nike, Ozon úlpur og skíðafatnaður, Casall eróbikk fatnaður og Danskin ballettföt. EInnig sé gott úrval af íþróttabúningum ensku deildarinnar. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

Jafnaðarmenn vilja efla menningu og vísindi ql

ÁGÚST Einarsson, Svanfríður Jónasdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, þingmenn þingflokks jafnaðarmanna hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðar að því að efla menningu, vísindi og kvikmyndagerð með breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 141 orð

Jeltsín að ná sér

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, er að ná sér af kvefi og veirusýkingu og allt útlit fyrir að hann muni fara af heilsuhæli í byrjun næstu viku, eins og gert hafði verið ráð fyrir, að því er talsmaður rússneskra stjórnvalda greindi frá í gær. Meira
18. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Jóladjass

DJASSTRÍÓIÐ "Flat five" flytur jólalög í nýjum búningi á djasskvöldi í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. desember kl. 21. Tónleikarnir eru á vegum Jassklúbbs Akureyrar. Í tríóinu eru Kristján Edelstein á gítar, Jón Rafnsson á kontrabassa og Haukur Pálmason á trommur. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Jólaklippingin

HUNDURINN Sesar, sem er tveggja ára enskur veiðihundur, fór í sína árlegu jólaklippingu í gær. Snyrtur var á honum allur felldurinn með rafmagnsklippum á sérstakri hundasnyrtistofu. Að klippingu aflokinni var Sesar settur í jólabaðið og lét hann sér meðferðina vel líka. Og Sesar minnir okkur á að nú fer hver að verða síðastur að fara í jólaklippinguna. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Jólakort til styrktar húsbyggingu

STYRKTARSJÓÐUR húsbygginga Tónlistarskóla Ísafjarðar hefur gefið út nýtt jólakort til fjáröflunar fyrir sjóðinn. Styrktarsjóðurinn hefur gefið út slík jólakort í mörg ár og jafnan reynt að finna myndefni sem höfðar sérstaklega til Ísfirðinga. Meira
18. desember 1997 | Landsbyggðin | 264 orð

Jólamarkaður handverksfólks í Eyjum

Vestmannaeyjum-Jólamarkaður handverksfólks í Vestmannaeyjum hefur verið starfræktur í Alþýðuhúsinu í Eyjum undanfarnar helgar. Þær Eva Káradóttir og Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir höfðu frumkvæði að því að markaðnum var komið á fót. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðrún Kristín að tilgangurinn með markaðnum hafi verið tvíþættur. Meira
18. desember 1997 | Smáfréttir | 38 orð

JUDY M. Foote, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Nýfundnalands, heimsótti

JUDY M. Foote, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Nýfundnalands, heimsótti Landsbókasafn Íslands ­ Háskólabókasafn 25. nóvember sl. og fræði safninu um tuttugu bækur margvíslegs efnis sem allar eru gefnar út á Nýfundnalandi. Myndin sýnir þegar ráðherrann afhenti Einari Sigurðssyni, landsbókaverði ritin. Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 289 orð

Kaupmenn mótmæla banni

KJÖTKAUPMENN í Bretlandi héldu í gær áfram mótmælum gegn banni stjórnarinnar við sölu nautakjöts á beini sem tók gildi í fyrradag. Jack Cunningham landbúnaðarráðherra ákvað að setja bannið eftir að vísindamenn skýrðu frá því að örlítil hætta væri á því að kúariða gæti borizt í menn við neyzlu kjöts á beini. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Kerti innkölluð vegna eldhættu

VERSLUNIN Blómaval hefur hætt sölu á ákveðinni tegund kerta með áföstum kertastjaka vegna eldhættu sem virðist fylgja þeim. Um þrjú hundruð sex kerta pakkar hafa verið seldir í Blómavali. Bjarni Finnsson, framkvæmdastjóri og eigandi verslunarinnar, biður þá viðskiptavini sem keypt hafa kertin að skila þeim aftur til verslunarinnar og að nota þau alls ekki. Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 1638 orð

Klerkar deila um uppsprettu valdsins

HVER er uppspretta valdsins í íslömsku ríki sem lýtur klerkastjórn? Um þetta takast nú á tvær fylkingar ráðamanna í Íran og vísbendingar sem ekki verða dregnar í efa gefa til kynna að hart sé barist um völdin í landinu. Misvísandi yfirlýsingar íranskra ráðamanna, m.a. Meira
18. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Litla jólagalleríið

LITLA jólagalleríið hefur verið opnað, en það er til húsa í bílskúr á mótum Byggðavegar og Hrafnagilsstrætis. Þar fást handunnar vörur af ýmsu tagi, kransar til að setja á hurðir eða veggi, jólastjörnur í glugga, vörur úr bútasaumi og innfluttar jólavörur af margvíslegu tagi. Einnig eru greinar til að setja á leiði seldar í Litla jólagalleríinu. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Miðlunartillaga í læknadeilunni

RÍKISSÁTTASEMJARI leggur fram miðlunartillögu í kjaradeilu Læknafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á föstudag og laugardag. Ekki búist við miklum breytingum frá kjarasamningi Meira
18. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Mótmæla innfluttu vinnuafli

FÉLAGSFUNDUR hjá Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri, sem haldin var nýlega, mótmælir harðlega öllum tilraunum til innflutnings á erlendu vinnuafli. Félagið bendir jafnframt á að þessar tilraunir standi yfir á sama tíma og launum iðnaðarmanna er haldið í algjöru lágmarki og mikil óvissa ríki í atvinnuhorfum víðsvegar á landsbyggðinni. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Nings opnað í Kópavogi

NÝLEGA opnaði Veitingahúsið Nings nýjan stað í Miðjunni svonefndu í Kópavogi, að Hlíðarsmára 12. Nings hefur rekið veitingastað á Suðurlandsbraut 6 sl. sjö ár og verður hann opinn áfram. Veitingahúsið Nings leggur aðaláherslu á austurlenskan mat og þá fyrst og fremst kínverskan. Á matseðlinum eru yfir 50 réttir. Bjarni Óskarsson veitingamaður rekur báða staðina ásamt öðrum. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 98 orð

Nýr skattstigi í Ólafsvík

ÞESSA stundina eru starfsmenn Snæfellsbæjar og Vélsmiðja Árna Jóns að setja niður nýjan "skattstiga" hér í Ólafsvík. Mun hann liggja niður bratta brekku að sýsluskrifstofunni við Ólafsbraut. Gamli stiginn var götóttur og háll. Sá nýi er úr áli og er með stalla, einskonar áfanga að réttri lið. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 532 orð

Rannsókn framhaldið berist nýjar upplýsingar

TVÖ ár eru í dag liðin frá því þrír grímuklæddir menn rændu útibú Búnaðarbanka Íslands við Vesturgötu í Reykjavík en ekki hefur enn tekist að upplýsa málið. Rannsókn þess var hætt þegar Rannsóknarlögregla ríkisins var lögð niður á miðju þessu ári en lögreglan í Reykjavík tekur það upp komi fram nýjar upplýsingar eða vísbendingar. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 138 orð

Ráðamenn sæki námskeið um jafnrétti

GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir, þingmaður Kvennalistans, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um jafnréttisfræðslu fyrir æðstu ráðamenn. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela félagsmálaráðherra að móta stefnu um aðgerðir sem tryggi að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafi þekkingu á ólíkri stöðu kynjanna í þjóðfélaginu almennt og á sínu sviði sérstaklega. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 286 orð

Reynslan af Samverði hafði áhrif

EVRÓ-Atlantshafssamvinnuráðið, sem er samstarfsvettvangur Atlantshafsbandalagsins (NATO) og samstarfsríkja þess í Evrópu, samþykkti í gær að stofna samráðsskrifstofu þessara ríkja um viðbrögð við náttúruhamförum og að stofna umgjörð um sameiginlegar viðbragðssveitir til að bregðast við náttúruhamförum. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 282 orð

Safnað fyrir konur í Lesótó og Júgóslavíu

DEILDIR Rauða kross Íslands á Norðurlandi hafa hafið söfnun á hannyrðaefnum og er fyrirhugað að senda það sem safnast til Lesótó þar sem konur munu vinna ýmsan varning úr hráefninu. Þær selja vörurnar og hafa af því nokkrar tekjur en jafnframt verður ágóðanum varið til reksturs heilsugæslustöðvar á vegum Rauða kross Lesótó. Söfnunin stendur til 1. mars nk. Meira
18. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Saga KA á prent

KNATTSPYRNUFÉLAG Akureyrar, KA, verður 70 ára 8. janúar næstkomandi, en af því tilefni hefur Haraldur Sigurðsson tekið saman sögu félagsins og kemur bókin út nú um helgina. Einkum er í bókinni fjallað um síðustu tíu ár í sögu þess, en fyrir tíu árum var einnig gefin út bók um félagið. Með Haraldi í ritnefnd voru þeir Svavar Ottesen og Hermann Sigtryggsson. Í bókinni eru m.a. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 348 orð

Samkeppni harðnar í sölu jólabóka

SAMKEPPNI í sölu jólabóka er nú í algleymingi og ýmis afsláttartilboð í gangi. Í gær auglýsti Hagkaup í Morgunblaðinu 21 bókartitil á föstu verði eða á 1.990 kr. og mun tilboðið gilda til og með næsta sunnudegi. Tilboð Hagkaups kemur forsvarsmönnum Máls og menningar og Eymundsson verslananna og Pennans ekki á óvart. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Samstarf verkalýðsfélaga

VERKALÝÐSFÉLAG Presthólahrepps hefur undirritað samstarfssamning við Skrifstofu Verkalýðsfélaganna á Húsavík. Félagssvæði þess er Kópasker, Kelduneshreppur og Öxarfjarðarhreppur. Samstarfssamningurinn byggist á því að Skrifstofan tekur að sér að sjá um fjármál, rekstur, félags- og fræðslumál fyrir félagið. Á félagsfundi í Verkalýðsfélagi Presthólahrepps sl. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Sáttaleiðin fari á svæðisskipulag

SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins samþykkti í gær og afgreiddi til umhverfisráðherra til staðfestingar nýtt svæðisskipulag fyrir sveitarfélög norðan Skarðsheiðar. Mælist skipulagsstjórn til þess að svokölluð sáttaleið varðandi umdeilda lagningu Borgarfjarðarbrautar verði tekin inn í skipulagið og samþykkt. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 592 orð

Skiptar skoðanir innan sjávarútvegsnefndar

Í NEFNDARÁLITI meirihluta sjávarútvegsnefndar um frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, sem m.a. felur í sér framsal veiðiheimilda smábáta, segir að vel hafi tekist að aðlaga þann flota sem stundar veiðar með þorskaflahámarki veiðiheimildum sem þeim flota eru takmarkaðar. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Skráning hafin í áramótaferð Útivistar

ÁRAMÓTAFERÐ Útivistar í Bása á Goðalandi verður dagana 30. desember til 2. janúar og er skráning hafin. "Í Básum safnast saman hópur fólks um hver áramót, sem á það eitt sameiginlegt að hafa áhuga á útiveru og að vilja skemmta sér utan ys og þys margmennis. Útivist gerir allt til þess að gera gestum dvölina í Básum skemmtilega. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 248 orð

Skötusala hefur aukist ár frá ári

SKÖTUSALAN hefur farið vel af stað fyrir jólin og sífellt fleira ungt fólk er í hópi kaupenda, segir Vilhjálmur Hafberg, fisksali í Gnoðarvogi. "Það er mest miðaldra og gamalt fólk sem kaupir hana, en hún er líka vinsæl hjá yngra fólki. Oft koma menn saman í 8-10 manna hópum til að borða hana. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Speglabúð Reykjavíkur skiptir um eigendur

EIGENDASKIPTI hafa orðið á Speglabúð Reykjavíkur, Hafnarstræti 17, og er nýr eigandi Ignácío Pacas frá Brasilíu. Áfram verður rammað inn á staðnum og speglar sérsmíðaðir. Auk þessa verða til sölu verk eftir ýmsa listamenn, rammar, glerdýr, kerti, kertastjakar, öskjur og önnur gjafavara. Afgreiðslutími verslunarinnar er virka daga frá kl. 10­18, laugardaga kl. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 321 orð

Stefnt að aukinni samkeppni og frjálsræði

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA og Bændasamtök Íslands hafa náð samkomulagi um nýjan búvörusamning í mjólk, sem mun gilda til ársins 2005. Var samningurinn undirritaður í gær. Samningurinn felur í sér umtalsverðar breytingar á verðákvörðunarkerfi mjólkur. Kemur ein verðlagsnefnd landbúnaðar í stað fimmmanna- og sexmannanefnda, sem hafa ákveðið verð á mjólk til bóndans og heildsöluverð. Meira
18. desember 1997 | Landsbyggðin | 207 orð

Stefnumótun lokið

Hornafirði-Árið 1996 fór sýslunefnd A-Skaftafellssýslu þess á leit við samgöngu- og ferðamálanefnd A-Skaft að gerð yrði stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir svæðið. Nú tæpum 2 árum síðar er verkefninu lokið og gefur það nokkuð góða sýn fyrir ferðaþjónustuna að byggja á hér í sýslunni. Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 273 orð

Styrkir gjaldmiðla í Asíu

MEIRI ró færðist yfir fjármálamarkaði í Asíu í gær eftir óvæntar og ítrekaðar aðgerðir japanska seðlabankans til styrktar jeninu og frétta af fyrirhugaðri tekjuskattslækkun í Japan. Japanski seðlabankinn seldi bandaríska dollara í stórum stíl og það, ásamt frétt af fyrirhugaðri tekjuskattslækkun stjórnar Ryutaros Hashimotos, Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 65 orð

Styrkur til Vímulausrar æsku

ANNAÐ árið í röð hefur Hans Petersen gert samning við foreldrasamtökin Vímulausa æsku í tengslum við sölu jólakorta. Fær Vímulaus æska prósentur af öllum kortum sem Hans Petersen selur, bæði kortum með myndum og venjulegum kortum. Þá selur fyrirtækið líka jólapoka Vímulausrar æsku. Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 232 orð

Teiknimyndaskrímsli veldur krampaköstum

JAPÖNSK sjónvarpsstöð hefur kvatt lækna, sálfræðinga og sérfræðinga í teiknimyndagerð til liðs við sig og beðið um aðstoð þeirra við að komast að því hvers vegna teiknimynd, sem byggist á vídeóleiknum "Pocket Monsters" veldur ósjálfráðum ofsafengnum vöðvasamdrætti hjá börnum. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

Tekjur aukast um 854 milljónir

FRUMVARP til fjáraukalaga fyrir árið 1997 var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær, en í því er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist um 854 milljónir króna frá fyrri tekjuáætlun fjármálaráðuneytisins. Ber þar hæst tekjur vegna skatta á vöru og þjónustu, en þær tekjur aukast um 753 milljónir króna frá fyrri áætlun. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 61 orð

Tvö lagafrumvörp samþykkt

TVÖ lagafrumvörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi í gær, auk fjáraukalaganna. Annars vegar var samþykkt lagafrumvarp um breytingu á skipulags- og byggingalögum, sem snertir m.a. valdsvið bygginganefnda og og hins vegar var samþykkt lagafrumvarp um breytingu á lögum um einkaleyfi, Meira
18. desember 1997 | Erlendar fréttir | 187 orð

Tvö ný tilfelli af fuglaflensu

KJÚKLINGASÖLUKONA, kemur kjúklingum sínum fyrir á stærsta kjúklingamarkaði Hong Kong í gær. Markaðurinn var þá opnaður á ný eftir að hafa verið lokaður í nokkra daga vegna dularfullrar fuglaflensu sem orðið hefur tveimur mönnum að bana. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 388 orð

Valinn í þriðju atkvæðagreiðslu

DEILDARFUNDUR læknadeildar Háskóla Íslands mælti í gær með Elíasi Ólafssyni í starf prófessors í taugasjúkdómafræði. Hann verður jafnframt yfirlæknir taugalækningadeildar Landspítalans. Kosið var á milli þriggja umsækjenda um starfið, Elíasar, dr. Finnboga Jakobssonar og Sigurlaugar Sveinbjörnsdóttur og þurfti þrjár atkvæðagreiðslur til að fá niðurstöðu og tvo deildarfundi. Meira
18. desember 1997 | Landsbyggðin | 130 orð

Verðlaun fyrir gæðamjólk

Blönduósi-Fimmtán kúabændur í A-Húnavatnssýslu fengu á dögunum afhentar viðurkenningar frá mjólkursamlagi Sölufélags A-Húnvetninga (SAH) fyrir gæðamjólk. Viðurkenningar voru veittar á Sveitasetrinu á Blönduósi í kaffisamsæti sem SAH hélt gæðamjólkurframleiðendunum Það var mjólkurbússtjórinn á Blönduósi, Páll Svavarsson, Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 89 orð

Viðskiptaráðherra óskar upplýsinga

IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Vátryggingaeftirlitið að það taki saman upplýsingar um endanlegar bótafjárhæðir í tilteknum tjónum frá árinu 1993. Dómsmálaráðuneytið óskaði eftir því í síðustu viku að viðskiptaráðuneytið hlutaðist til um að Vátryggingaeftirlitið aðstoðaði nefnd, sem vinnur að endurskoðun skaðabótalaga, við útvegun upplýsinga. Meira
18. desember 1997 | Innlendar fréttir | 286 orð

Þrír bátar ónýtir

ÞRÍR bátar eyðilögðust í eldi í höfninni á Rifi á Snæfellsnesi aðfaranótt miðvikudags. Voru það allt plastbátar, 4-6 tonn að stærð, og sukku þeir allir í höfninni. Tveir bátanna náðust af hafsbotni í gær. Tjónið er metið á um þrjátíu milljónir króna. Elísabet Jensdóttir á Rifi sá eldinn fyrst út um stofugluggann hjá sér en hún var að pakka inn jólagjöfum um kl. þrjú um nóttina. Meira

Ritstjórnargreinar

18. desember 1997 | Leiðarar | 526 orð

JAFNRÆÐI VIÐ STYRKVEITINGAR

JAFNRÆÐI VIÐ STYRKVEITINGAR AMKEPPNISRÁÐ hefur beint því til menntamálaráðuneytisins, að þeir, sem geri tillögur um styrkveitingar, séu óhlutdrægir. Meira
18. desember 1997 | Staksteinar | 273 orð

»Norrænt samstarf Í SKÝRSLU utanríkisráðherra um stöðu Íslands og breytingar

Í SKÝRSLU utanríkisráðherra um stöðu Íslands og breytingar og horfur í alþjóðlegu umhverfi segir að rótgróið samstarf Norðurlandaþjóða sé sem fyrr grundvallarþáttur í íslenzkum utanríkismálum. Þrjár stoðir Meira

Menning

18. desember 1997 | Tónlist | 303 orð

Angan bleikra blóma

Þuríður Baldursdóttir, Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Jónsson syngja (5 fyrstu lögin) við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar, Guðrúnar Kristinsdóttur og Ragnars Björnssonar (eldri upptökur úr safni Ríkisútvarpsins). Þórunn Guðmundsdóttir syngur önnur lög við undirleik Jóns Sigurðssonar, tekin upp í Fella- og Hólakirkju í maí 1996. Ólafur Elíasson sá um upptökur. Aðstandendur útgáfu: Anna G. Meira
18. desember 1997 | Bókmenntir | 330 orð

Ástarskot

eftir Mäns Gahrton, myndskreytingar Hohan Unenge. Þýðandi Karl Helgason. Æskan, 1997 ­ 121 bls. EVA og Adam eru saman í bekk en það er í gítartímum sem þau kynnast betur og verða skotin hvort í öðru. Það er vissulega góð tilfinning að vera skotinn en hún gerir mann líka taugaóstyrkan. Allt verður svo erfitt, til að byrja með. Meira
18. desember 1997 | Fólk í fréttum | 233 orð

Bílaklessur og sósukekkir Skotmark í ham (Executive Target)

Framleiðandi: Richard Pepin og Joseph Merin. Leikstjóri: Joseph Merin. Handritshöfundar: Joseph Hart og Dayton Callie. Kvikmyndataka: Ken Blakey. Tónlist: John Sponsler. Aðalhlutverk: Michael Madsen, Angie Everhart, Keith David og Roy Scheider. 92 mín. Bandaríkin. PM Entertainment Group Inc./Skífan. Útgáfud.: 26. nóv. Myndin er bönnuð innan 16 ára. Meira
18. desember 1997 | Fólk í fréttum | 166 orð

Bíógestum boðin þátttaka í Leiknum

ÁHORFENDUR í San Fransisco, þar sem Leikurinn var tekin upp, lenda í enn meiri sálarflækjum þegar þeir yfirgefa kvikmyndahúsið eftir að hafa séð þessa sálarflækjumynd. Þá er þeim afhent dreifirit með áletruninni: "Þið hafið séð myndina, takið núna þátt í leiknum fyrir alvöru. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 70 orð

Bókalestur á Sólon

Bókalestur á Sólon LJÓÐAKVÖLD verður á efri hæð Sólon Íslandus í kvöld, 18. desember, kl. 20.30. Félagar í Nykri, Björgvin Ívar, Bergsveinn Birgisson, Sigtryggur Magnason og Andri Snær munu lesa úr verkum sínum. Ágústína Jónsdóttir, Börkur Gunnarsson, Njörður P. Njarðvík o.fl. munu lesa ljóð. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Bókmenntakvöld Orators

FÉLAG laganema stendur fyrir bókmenntakvöldi á Kofa Tómasar frænda í kvöld, fimmtudag, kl. 21. Gestir kvöldsins í þetta sinn, verða rithöfundarnir Eyvindur P. Eiríksson með bók sína Landið handan fjarskans, Kristín Ómarsdóttir með bókina Elskan mín, ég dey, Mikael Torfason með Falskan fugl og Sverrir Stormsker með ljóðabókina, Með ósk um bjarta framtíð (Orðengil). Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Davíð les upp

VAKA-HELGAFELL gekkst fyrir bókmenntakvöldi í Leikhúskjallaranum síðastliðinn þriðjudag, þar sem lesið var úr nýjum bókum. Meðal upplesara var Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem las úr bók sinni Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Meira
18. desember 1997 | Fólk í fréttum | 430 orð

Ekki bregðast Andhérar

Fallegir ósigrar, fyrsta skífa hljómsveitarinnar Andhéra. Liðsmenn eru Örvar Þóreyjarson Smárason gítarleikari og söngvari, Eyþór Ingi Eyþórsson gítarleikari, Gunnar Tynes bassaleikari, Númi Þorkell Thomasson trommuleikari og Finna hljómborðsleikari. Hljómsveitin semur lögin í sameiningu en Örvar texta. Smekkleysa gefur út. 35,59 mín. Meira
18. desember 1997 | Kvikmyndir | 470 orð

Fallinn engill

Leikstjóri: Andy Wilson. Handrit: Mark Haskell Smith. Kvikmyndataka: Anthony B. Richmond. Aðalhlutverk: David Duchovny, Timothy Hutton, og Angelina Jolie. 94 mín. Bandarísk. Beacon Communications. 1997. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 386 orð

Fjölgar í "íslensku tónlistarnýlendunni"

MAGNEA Tómasdóttir sópransöngkona hefur í haust starfað við óperustúdíó Kölnaróperunnar, sem er einskonar undirbúningur fyrir fulla atvinnumennsku í faginu. Er samningur Magneu til tveggja ára. Fimm söngvarar starfa í stúdíóinu og var Magnea annar tveggja sem teknir voru inn í hópinn í haust. Meira
18. desember 1997 | Bókmenntir | 670 orð

Framboðsmál

eftir Guðmund Rafn Geirdal. 152 bls. Útg. Nuddskóli Guðmundar. Prentun: Oddi. Reykjavík, 1997. HEF ÉG ekki leikið hlutverk mitt vel? spurði Ágústus keisari á banabeði. Ætli megi ekki segja að hann hafi talað fyrir munn flestra stjórnmálamanna fyrr og síðar. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 38 orð

Framkvæmdastjóri LR lætur af störfum

TÓMAS Zo¨ega, framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur um langt árabil, hefur sagt starfi sínu lausu. Tómas afhenti uppsagnarbréf sitt sl. þriðjudag og lætur af störfum að liðnum þriggja mánaða uppsagnarfresti. Ástæður uppsagnarinnar liggja ekki fyrir. Meira
18. desember 1997 | Fólk í fréttum | 591 orð

Gerðarleg kvöldstjarna Gerður Benediktsdóttir les bernskuminningar á Rás 1 á morgun og flytur barnakór ljóð hennar við lag

ÞEGAR menn hugsa til rithöfunda, kemur uppí hugann risherbergi með hripleku þaki og tæringarsjúkt skáld sem hóstar á milli þess sem það skrifar meistaraverkin á blað, þar sem það liggur á dýnu á gólfinu. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 124 orð

Gerpla sem Íslendingasaga

Á 95. afmælisári Halldórs Laxness hefur verið efnt til margvíslegrar umfjöllunar um skáldið og verk hans á vegum Vöku-Helgafells og Laxnessklúbbsins. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna húsinu. Erindi verður flutt fimmtudaginn 18. desember kl. 17.15. Það mun dr. Vésteinn Ólason prófessor flytja og nefnir hann: Gerpla sem Íslendingasaga. Meira
18. desember 1997 | Fólk í fréttum | 94 orð

Gilfélagar gleðjast

GILFÉLAGIÐ á Akureyri efndi til aðventukvölds í Deiglunni á dögunum og var fjölmenni. Gerðu menn sér glaðan dag yfir góðri dagskrá, en meðal annars komu félagar úr Leikfélagi Akureyrar í heimsókn og kynntu jólaverkefnið, Á ferð með frú Daisy, og Þráinn Karlsson leikari las sögu á jólalegum nótum. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 101 orð

HRAÐSKEYTLUR og fréttaljóð er fyrsta ljóðabók

HRAÐSKEYTLUR og fréttaljóð er fyrsta ljóðabók Hjalta Þórarinssonar, fyrrum prófessors og yfirlæknis. Eftir Hjalta liggur fjöldi ritsmíða um læknisfræði, sem birst hafa á innlendum og erlendum vettvangi, svo og greinar um margvísleg efni í blöðum og tímaritum. Í kynningu segir að Hjalti kveðji sér hljóðs á nýjan hátt. Meira
18. desember 1997 | Bókmenntir | 428 orð

Í skugga stríðsins

eftir David Guterson. Þýðandi Árni Óskarsson. Mál og menning, 1997 ­ 374 bls. BÁTUR finnst á reki og sjómaðurinn reynist vera fastur í netinu. San Piedro byggja um fimm þúsund manns, mest bændur og sjómenn og óútskýrðir atburðir á borð við þennan eru sjaldgæfir. Það er áratugur liðinn frá stríðslokum en það er grunnt á sárin. Meira
18. desember 1997 | Myndlist | 472 orð

Í ævintýraheimi

Til 23. des. Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12­18. Í HAFNARBORG er sýning sem ætti að létta mönnum lund í jólaannríkinu og höfða sérstaklega til þeirra sem yngri eru. Þar getur að líta úrval af myndskreytingum Brians Pilkingtons, sem margar hverjar eru tengdar jólahátíðinni og jólasveininum. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 128 orð

Jólatónleikar á Hellissandi

AÐ lokinni messu í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 14. desember fóru fram jólatónleikar Tónlistarskólans á Hellissandi. Tónleikarnir fóru fram í nýja safnaðarheimilinu sem hentar sérstaklega vel til slíkra tónleika. Húsfyllir var á tónleikunum. Fjöldi nemenda kom þar fram undir stjórn skólastjórans Kay Wiggs Lúðvíksson og léku nemendur á hin margvíslegustu hljóðfæri. Meira
18. desember 1997 | Bókmenntir | 308 orð

Leikið með orð

eftir Sverri Stromsker. 176 bls. Fjölvaútgáfan. Prentun: Steinholt hf. Reykjavík, 1997. Verð 2.680 kr. SVERRIR Stormsker er tónlistamaður. Hann er ennfremur grínari. Kannski er hann líka uppreisnarmaður. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 132 orð

Lopinn 5 ára

Í HORNAFIRÐI er starfræktur leiklistarhópurinn Lopinn sem er fyrir 13­18 ára unglinga og á þessu ári setti hann upp sitt 5 leikverk. Verkið sem var sett upp nú hét Grenið, vegaverslun og samdi Magnús Magnússon verkið og leikstýrði hópnum eins og undanfarin ár. Meira
18. desember 1997 | Fólk í fréttum | 64 orð

McDormand heiðruð á Sundance LEIKKONAN Frances McDormand verður he

LEIKKONAN Frances McDormand verður heiðruð á Sundance-kvikmyndahátíðinni 18. janúar. Fær hún viðurkenningu fyrir frumkvæði og framsýni í flokki óháðra kvikmyndagerðarmanna. Hún verður viðstödd sérstaka athöfn af þessu tilefni þar sem sýnd verða brot úr myndum hennar, m.a. Short Cuts, Mississippi Burning og Fargo. Meira
18. desember 1997 | Bókmenntir | 247 orð

Náttúra og hversdagsleiki

eftir Harald S. Magnússon. Höfundur gaf út. 1997 ­ 62 bls. NÁTTÚRAN gegnir mikilvægu hlutverki í ljóðum Haralds S. Magnússonar í ljóðabók hans, Gegnum einglyrnið. Vatnsföll, tré, fjöll, fuglar, sjávardýr og önnur dýr, jafnvel stjörnumerkin og norðurljósin; náttúran eins og hún leggur sig. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 126 orð

Nýjar bækur HVÍTVOÐUNGAR og Hvítamyrkur

HVÍTVOÐUNGAR og Hvítamyrkur eru eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, en nærri áratugur er liðinn frá útkomu bókar eftir hann; önnur þessara bóka er frumútgáfa en hin endurútgáfa. Nýja bókin heitir Hvítvoðungar, og segja má að hún sé eins konar framhald af þeirri endurútgefnu, Hvítamyrkri. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 48 orð

Nýjar plötur KIRKJUTÓNAR er þvers

KIRKJUTÓNAR er þverskurður af tónlistarlífi í Bústaðakirkju. Flytjendur eru bjöllukór, barnakór, æskulýðshljómsveit, Kvennakórinn Glæðurnar og Kirkjukór Bústaðakirkju. Þá leikur organisti kirkjunnar, Guðni Þ. Guðmundsson, einleiksverk fyrir orgel fyrir Buxtehude. Upptöku stjórnaði Halldór Víkingsson. Útgefandi er Fermata- hljóðritun. Meira
18. desember 1997 | Fólk í fréttum | 91 orð

Nýtt frá Smashing Pumpkins

HLJÓMSVEITIN Smashing Pumpkins sendi nýlega frá sér lagið Christmastime á safnplötunni "A Very Special Christmas 3". Óhætt er að segja að sveitin sé í góðum félagsskap því á plötunni eru listamenn á borð við Sting, Sheryl Crow og stjörnusveit sem skipuð er Mase, Puff Daddy, Snoop Doggy Dogg, Salt N'Pepa, Onyx & Keith Murray "Santa Baby". Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 599 orð

Orð verða ljóð

eftir Eygló Jónsdóttur og Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. 34 bls. Hafnarfirði, 1997. ÖLDUR eftir Eyþór Rafn Gunnarsson. 50 bls. Útg. Pjaxi ehf. Prentun: Svartlist ehf. Garðabæ, 1997. Meira
18. desember 1997 | Fólk í fréttum | 696 orð

Safnfréttir, 105,7

Safnfréttir, 105,7 Meira
18. desember 1997 | Fólk í fréttum | 158 orð

Scorsese frumsýnir

LEIKSTJÓRINN Martin Scorsese stillti sér upp með þremur ungum leikurum sem leika Dalai Lama á mismunandi aldri í nýjustu mynd hans, "Kundun", sem fjallar um líf þessa fræga leiðtoga Tíbetmunka. Myndin var frumsýnd í New York í vikunni en athygli vakti að engin hefðbundin Hollywood-stjarna leikur í henni. Meira
18. desember 1997 | Fólk í fréttum | 134 orð

Svört kvikmyndaverðlaun

ALLIR keppast við að velja bestu kvikmyndir ársins 1997 um þessar mundir í Bandaríkjunum. Réttindasamtök svartra þar í landi, NAACP, eru ekki eftirbátur annarra og hefur tilnefnt nokkrar kvikmyndir til Image verðlaunanna, en þau eru veitt fyrir jákvæða framsetningu á menningu og lífsstíl svartra Bandaríkjamanna. Fimm kvikmyndir eru tilnefndar í flokknum besta kvikmynd. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Sýningum lýkur

Gallerí Hornið AF sérstökum ástæðum lýkur sýningu Bjarna Þórs Bjarnasonar fyrr en áætlað var, eða sunnudaginn 21. desember kl. 18. Sýningin er opin frá kl. 11­23.30 alla daga. Félagsheimilið MÍR, Vatnsstíg 10 Sýningu á teikningum, krítar­ og vatnslitamyndum eftir Stanislav Benediktov leikmyndahöfund lýkur nú á sunnudag kl. 18. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Sýning úr Kvennasögusafni

Í SÝNINGARSAL Þjóðarbókhlöðunnar stendur yfir sýning á ritum og munum úr Kvennasögusafni er nefnist: "Verð ég þá gleymd" ­ og búin saga. Brot úr sögu íslenskra skáldkvenna. Það er Kvennasögusafn Íslands sem stendur fyrir sýningunni. Þjóðarbókhlaðan er opin mánudaga til fimmtudag frá kl. 8.15­19, föstudaga kl. 8.15­17, laugardaga kl. 10­17, lokað á sunnudögum. Sýningunni lýkur 31. Meira
18. desember 1997 | Bókmenntir | 273 orð

Telpa eða kona?

eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson í þýðingu Jóns Daníelssonar. Bókaútgáfan Skjaldborg, 1997. 176 síður. ÞETTA er önnur bókin sem höfundar senda frá sér um Dúfu ­ Lísu. Nú er hún orðin 12 ára, lifir þetta undarlega skeið, þá líkami og sál takast hvað harðast á, og glíman sú er grimm. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Tónleikar endurteknir

KVENNAKÓR Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir, ásamt eldri Þröstum, endurtaka sameiginlega jólatónleika sína í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 20.30. Uppselt var á tónleikana 4. desember. Lagavalið er fjölbreytt hjá hverjum kór fyrir sig, en með jólaívafi. Einnig munu kórarnir syngja saman nokkur lög. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 95 orð

Tónlist og bókalestur á Súfistanum

Á SÚFISTANUM, kaffihúsi í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, verður upplestur úr þremur nýjum bókum í kvöld kl. 20.30. Þetta er jafnframt síðasta upplestrarkvöld bókahaustsins í ár. Lesið verður úr bókinni Leikfélag Reykjavíkur, aldarsaga eftir Eggert Þór Bernharðsson og Þórunni Valdimarsdóttur. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 420 orð

Tónlist úr Grandavegi 7

TÓNLISTARMAÐURINN Pétur Grétarsson hefur sent frá sér geislaplötu með frumsömdum verkum úr leikritinu Grandavegur 7. Þetta er fyrsta geislaplata Péturs sem auk þess að sinna djassleik og kennslu hefur á síðustu árum samið tónlist við fjölda leikverka. Á geislaplötunni eru 20 verk, bæði heilleg lög og stef úr verkinu. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 251 orð

Tréverk Láru

Í NORSKA húsinu í Stykkishólmi stendur yfir myndlistarsýning Láru Gunnarsdóttur. Lára hefur búið í Stykkishólmi síðan 1992 og er þetta í þriðja sinn sem hún heldur hér einkasýningu á verkum sínum. Lára stundaði nám í Handíðaskóla Íslands 1978­1983 og lauk prófi frá grafíkdeild. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 189 orð

Tveir hlutu Styrk Snorra Sturlusonar

TUTTUGU og fimm umsóknir bárust frá fimmtán löndum um Styrk Snorra Sturlusonar sem veittur er í sjötta sinn. Tveir hlutu styrkinn fyrir árið 1998 að þessu sinni, prófessor Edmund Gussmann, Kaþólska háskólanum í Lublin í Póllandi, og dr. Andrey V. Pilgun, fræðimaður og bókaútgefandi í Moskvu. Edmund til að vinna að handbók um hljóðfræði, m.a. Meira
18. desember 1997 | Bókmenntir | 231 orð

Undravagn

eftir Janosch í þýðingu Hauks Hannessonar. Útgefandi: Bjartur 1997, 28 síður. MYNDABÓK fyrir unga lesendur. Hér segir frá Ágústi, fjölskyldu hans og Lillu vinkonu. Mestur örlagavaldur í lífi snáðans er Frikki afi hans, slíkur völundur, að hann smíðar barnabarni sínu ekki aðeins bíl, heldur töfrabíl. það er vel, því ungum dreng er erfitt að hemja óskir sínar við eina gerð. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 71 orð

Útgáfutónleikar í Súfistanum

BRYNDÍS Halla Gylfadóttir sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari kynna nýútkomna geislaplötu sína, Ljóð án orða, í Súfistanum, Laugavegi, föstudaginn 15. desember kl. 20. Á plötunni eru m.a. tuttugu rómantísk, frönsk og spænsk verk eftir Schubert, Brahms, Chopin, Ravel og Granados, o.fl. Meira
18. desember 1997 | Myndlist | 643 orð

Viðbætur við safnið

Opið alla daga frá 11­18 Til 21. desember. Aðgangur 300 kr. YFIRSKRIFT sýningarinnar "Ný aðföng" er ekki líkleg til að vekja mikla eftirvæntingu. Hér er sjónunum beint að starfsemi safnsins frekar en starfi myndlistarmanna. Meira
18. desember 1997 | Menningarlíf | 76 orð

Vinakvöld á aðventu í Flensborg KÓR Flensborgarskóla í Hafnarfirði heldu

KÓR Flensborgarskóla í Hafnarfirði heldur jólatónleika sunnudagskvöldið 21. desember kl. 20.30 og er þetta árlegt Vinakvöld á aðventu, en svo nefnast tónleikarnir. Á dagskránni verða innlend og erlend jóla- og aðventulög og önnur hátíðartónlist sungin og leikin af kórfélögum. Gestir vinakvöldsins að þessu sinni verða þær Hanna Björk Guðjónsdóttir sópransöngkona og Marion Herrera hörpuleikari. Meira
18. desember 1997 | Fólk í fréttum | 111 orð

Örtröð eftir bíómiðum

NÝLEGA var boðssýning á kvikmyndinni Starship Troopers í Kringlubíói. Dreift var miðum til framhaldsskólanema með skilmálunum fyrstir koma fyrstir fá. Sýningin var á föstudegi og opnaði miðasalan klukkan 18:30. "Fólk var byrjað að mæta klukkan 17 og klukkutíma síðar var komin örtröð," segir Ragnar Már Vilhjálmsson, markaðsstjóri Sambíóanna. Meira

Umræðan

18. desember 1997 | Aðsent efni | 329 orð

Árni er skuldakóngur Reykjavíkur

ÁRNI Sigfússon, borgarstjóraefni sjálfstæðismanna, er ótvíræður skuldakóngur Reykjavíkur. Sem borgarfulltrúi í meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn 1990­94 átti hann verulegan þátt í að auka skuldir borgarsjóðs úr 4,9 milljörðum króna í 13,1 milljarð króna, en það er um 167% hækkun. Um þessar staðreyndir er ekki deilt. Meira
18. desember 1997 | Aðsent efni | 884 orð

Dregið úr opinberri reglustýringu

FYRIR Alþingi liggur lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um eftirlit sem starfrækt er í skjóli opinbers valds og um reglusetningu sem því tengist. Forsætisráðherra mælir fyrir frumvarpinu í dag. Það nær hvorki til löggæslu né innra eftirlits hins opinbera en fjallar hins vegar um þá reglustýringu sem opinberir aðilar beita fyrirtæki og einstaklinga. Meira
18. desember 1997 | Aðsent efni | 726 orð

Drottningarhunang er matur

Í GREIN hér í Morgunblaðinu fjallar Ólafur Sigurðsson um oftrú á mátt vítamína og hugsanlega ofskammta af þeim. Ég get tekið undir flest það sem Ólafur segir; ekki hvað síst efasemdir hans um hollustu verksmiðjuframleiddra vítamína sem bætt eru ólífrænum extröktum. Meira
18. desember 1997 | Aðsent efni | 998 orð

Enn um réttleysi launafólks

Í FYRRI greinum mínum um þetta málefni var einungis farið almennum orðum um brot atvinnurekenda á réttindum launafólks. Eðlilegt er því að fólk spyrji: Hvað er maðurinn að meina? Þess vegna ætla ég að fjalla um nokkur atriði sem eru atvinnurekendum til verulegs vansa að hafa í því horfi sem þau eru í í dag. Matar- og kaffihlé o.fl. Meira
18. desember 1997 | Aðsent efni | 1073 orð

Gangan langa

ÞAÐ dreymir engan um að verða öryrki, en fólk veikist, lendir í slysum og stendur allt í einu frammi fyrir því að öll framtíðaráform og áætlanir verða að engu. En á þessum erfiðu tímamótum þegar öll sund virðast vera lokuð má eygja ljós í myrkrinu "við búum á Íslandi, þar sem velmegunin er ein sú mesta í heiminum og samfélagið hlúir að þegnum sínum og styður þá, Meira
18. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 415 orð

Gleðileg vímulaus jól

ÞAÐ styttist til jóla, mestu hátíðar ársins. Langt er síðan kapphlaupið í jólaundirbúningnum hófst. Augljóst virðist að þetta verða sömu verslunarjólin og undanfarin ár ­ ef ekki enn magnaðri. Nú er hugsunin um "í það minnsta kerti og spil" ekki lengur í öndvegi. í amstri daganna gleymist oft besta gjöfin, hann sem í Betlehem fæddist og við minnumst um jólin. Meira
18. desember 1997 | Aðsent efni | 940 orð

Hvílík vitleysa "Í engu kerfi viðgengst eins mikill sóðaskapur og þessu," fullyrðir Kristinn Arnberg. "Ráðamenn þjóðarinnar vita

FLESTUM sjómönnum og útgerðarmönnum hlýtur að hafa orðið bumbult eins og mér varð þegar sjávarútvegsráðherra kemur með yfirlýsingar opinberlega sem stangast alveg á við veruleikann. Hann segir að í sjálfu sér hafi ekkert breyst fyrir útgerðina þegar kvótinn var settur á. Áður fólust verðmætin í veiðiskipunum sem máttu stunda veiðar. Þá hafi verðið á bátunum verið hátt. Meira
18. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 370 orð

Jólatónleikar

ÞAÐ var mikil tónlistarhátíð sem fram fór í Klifi í Ólafsvík sl. sunnudag kl. 16.00, þegar Lúðrasveitin Snær hélt þar jólatónleika, ásamt kirkjukórum bæjarins og bjöllusveit Tónlistarskólans á Hellissandi. Ian Wilkinsson tónlistarkennar kom hingað til starfa við Tónlistarskólann í Ólafsvík fyrir röskum tveimur árum. Meira
18. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 407 orð

Klúður í Kyoto

ÞEGAR þessar línur eru ritaðar eru fréttir að berast af því að ríkisstjórn Íslands hafi ekki í hyggju að undirrita alþjóðlegan samning um takmörkun á losun mengandi lofttegunda út í andrúmsloftið þrátt fyrir að hafa fengið vilyrði fyrir að geta aukið mengun um 10% á meðan flestar aðrar þjóðir heims eru samdóma um að draga úr loftslagsmengun til að forða stórkostlegum umhverfisslysum í framtíðinni. Meira
18. desember 1997 | Aðsent efni | 797 orð

Samtök flutningamanna

AÐ UNDANFÖRNU hefur átt sér stað nokkur umræða um embætti forseta Íslands og Norræna flutningamannasambandsins vegna heillaóska forsetans til fyrirtækisins á 10 ára afmæli þess. Það er gömul staðreynd að flutningastarfsgreinarnar eru innbyrðis mjög ólíkar. Meira

Minningargreinar

18. desember 1997 | Minningargreinar | 420 orð

Anna Soffía Steindórsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín Anna Soffía Steindórsdóttir er látin á 75. aldursári. Þegar ég kynntist Gunnlaugi mínum þá eignaðist ég ekki aðeins mína aðra fjölskyldu heldur líka elskulega vinkonu sem var hún Anna Soffía mín. Samverustundirnar urðu fjölmargar og koma þá fyrst upp í hugann heimsóknir okkar í sumarhúsið í Hestlandi í Grímsnesi. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 574 orð

Anna Soffía Steindórsdóttir

Anna Soffía Steindórsdóttir, Snekkjuvogi 9 hér í borg, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi þann 10. desember sl. tæpra 75 ára að aldri. Hún hafði undanfarna mánuði verið haldin heilsumeini, sem fór sífellt versnandi, unz yfir lauk. Við þau endalok vil ég með fáeinum orðum minnast þeirrar mætu konu. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 160 orð

Anna Soffía Steindórsdóttir

Okkur langar til að minnast föðursystur okkar, Önnu Soffíu Steindórsdóttur, nokkrum orðum. Við minnumst þess hlýhugar sem ætíð mætti okkur á heimili þínu. Sérstaklega eru okkur jólin minnisstæð sem við héldum sem börn á heimili þínu og eigum við okkar bestu minningar frá hátíðarstundunum með þér. Alltaf tókstu á móti okkur opnum örmum. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 209 orð

ANNA SOFFÍA STEINDÓRSDÓTTIR

ANNA SOFFÍA STEINDÓRSDÓTTIR Anna Soffía Steindórsdóttir fæddist í Reykjavík 4. janúar 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. desember 1997. Foreldrar hennar voru Steindór Gunnlaugsson, lögfræðingur, f. 1889, d. 1971, og kona hans Bryndís Pálmadóttir, húsmóðir, f. 1897, d. 1988. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 358 orð

Finnbogi Ásgeir Ásgeirsson

Margar ljúfar minningar fara um hugann við andlát og útför Finnboga vinar míns. Vinátta okkar nær allt til Melaskóladaganna fyrir 45 árum. Þar hittumst við fyrst í bekknum hennar Fríðu kennara, 7 ára gamlir, og síðan hefur vinátta okkar ekki rofnað. Leiðir okkar lágu saman gegnum gagnfræðaskóla, báðir vorum við Seltirningar og bjuggum þar um langt árabil. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 313 orð

Finnbogi Ásgeir Ásgeirsson

"Sjá, Tíminn, það er fugl, sem flýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld!" (Omar Khayyám.) Tíminn nemur staðar og hugurinn reikar, næstum hálfa öld til baka, heim á Húsavík. Snáði átti von á stórum frænda sínum, þó aðeins ári eldri, í heimsókn sunnan úr Reykjavík. Það var Bimbi frændi að koma í sumarheimsókn til afa síns og ömmu og okkar allra frændsystkinanna "heima á Húsavík. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 156 orð

FINNBOGI ÁSGEIR ÁSGEIRSSON

Finnbogi Ásgeir Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1945. Hann lést 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgeir Bjarnason frá Húsavík, f. 10. júní 1910, d. 13. apríl 1978, og Rósa Jórunn Finnbogadóttir, f. 27. september 1914, d. 28. október 1994. Systkini Finnboga eru Bjarni Benedikt og Sesselja Þórdís. Finnbogi kvæntist hinn 5. mars 1966 Eddu Valgarðsdóttur f. 1. desember 1944. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 213 orð

Halldór Kristinn Jónsson

Elsku afi, þá er komið að kveðjustundinni sem við vissum að væri ekki langt undan eftir þín löngu og ströngu veikindi. Það er okkar vissa að þér líði vel á þeim stað þar sem þú ert núna og það áttu svo sannarlega skilið. Við eigum eftir að sakna þín afi og munum minnast þín sem mjög vandaðs og handlagins manns. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 423 orð

Halldór Kristinn Jónsson

Í dag kveð ég tengdaföður minn Halldór Kristin Jónsson, eða Dóra eins og hann var gjarnan kallaður, sem að lokinni langri og stundum stormasamri baráttu hefur lagt í hinstu ferð. Mér var ekki alveg rótt þegar ég í fyrsta skipti fylgdi minni tilvonandi eiginkonu í sunnudagskaffi til Dóra og hans konu Línu, Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 129 orð

Halldór Kristinn Jónsson

Nú er hann kæri Halldór minn búinn að fá frið, eftir löng ár án samskipta við umheiminn. Þau móðir mín giftust fyrir rúmum þrjátíu árum, og var ánægjulegt að hafa Halldór í fjölskyldunni. Halldór var harðduglegur maður sem féll aldrei verk úr hendi, og var sífellt að dytta að hlutunum. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 166 orð

HALLDÓR KRISTINN JÓNSSON

HALLDÓR KRISTINN JÓNSSON Halldór Kristinn Jónsson fæddist í Sandgerði 12. ágúst 1913. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðný Vilhjálmsdóttir og Jón Árnason. Hinn 26. apríl 1941 kvæntist Halldór Ingunni Elíasdóttur, f. 27.9. 1914, d 2.9. 1961. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún, f. 28.10. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 115 orð

Ragnar Ottó Arinbjarnar

Nokkur kveðjuorð um Ragnar Arinbjarnar sem var læknirinn minn og fjölskyldu minnar til margra ára eða síðan 1963 og var hann þá með læknastofu sína í Aðalstræti 16. Ljúfmennska hans, létt lund og spaugsemi hitti vel í mark hjá sjúklingi. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 29 orð

RAGNAR OTTÓ ARINBJARNAR

RAGNAR OTTÓ ARINBJARNAR Ragnar Ottó Arinbjarnar fæddist á Blönduósi 12. júlí 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 4. desember. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 87 orð

Sigríður Árnadóttir

Elsku Sigga mín! Í kvöld (11. desember) fékk ég fréttir frá Íslandi um að þú værir dáin. Ég veit ekkert um hvað gerðist eða hvenær og ég skil ekki neitt. Þú varst oft í huga mínum hér í Noregi, þú kenndir mér svo margt. Ég var farin að hlakka til að hitta þig um jólin, var alveg ákveðin í að koma í heimsókn til þín. Silja og Snorri ætluðu að koma með og hitta þig. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 576 orð

Sigríður Árnadóttir

Sjaldan hefur mér brugðið eins og þegar ég frétti að hún Sigga væri farin frá okkur. Þessi ánægjulega og fallega stúlka sem lífgaði upp hvern einasta dag og létti lund hverrar persónu sem hún hitti. Árin urðu aðeins 22, alltof fá. Ég átti þess kost að vinna síðastliðið sumar á sambýlinu á Sæbraut 2 á Seltjarnarnesi þar sem Sigga bjó. Allt frá fyrsta degi mínum þar voru ég og hún vinir. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 519 orð

Sigríður Árnadóttir

Hún nafna mín lét engan ósnortinn sem henni kynntist. Hispursleysi hennar, einlægni, hnyttin tilsvör og spurningar gerðu litbrigði mannlífsins fjölskrúðugri en ella. Við áttum samleið um nokkurra ára skeið eftir að hún eignaðist heimili á Sæbraut. Það gat sópað svo að henni Siggu, að eftir var tekið og mörgum þótti stundum nóg um. Tómið sem hún skilur eftir sig er því mikið. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 33 orð

SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR

SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Sigríður Árnadóttir fæddist í Winnipeg í Kanada 25. júní 1975. Hún lést á heimili sínu á Sæbraut 2, Seltjarnarnesi, 4. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 11. desember. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Sigríður Jónsdóttir

Elsku mamma mín. Mig langaði aðeins að þakka þér allar skemmtilegu og góðu samverustundirnar, sem við áttum þegar ég var strákur heima á Fróni. Þá vil ég þakka þér fyrir hið glæsilega heimili, sem þú gafst mér, að ekki sé talað um matinn sem þú eldaðir alla daga. Þú varst besti kokkur, sem ég hef þekkt. Kökurnar þínar voru þær bestu sem ég hef smakkað til þessa dags. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 32 orð

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Sigríður Jónsdóttir fæddist á Stóra-Seli í Vesturbænum 9. febrúar 1916. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Sevilla 23. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 28. október. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 535 orð

Sigurður Freysteinsson

Ég vil minnast Sigurðar Freysteinssonar, vinar míns, með nokkrum orðum. Ég kynntist Sigurði þegar hann kom inn í bekkinn minn í barnaskóla. Við vorum þá flest 11 ára gömul, en Sigurður 10, því hann var einu ári á undan. Hann var þá nýlega fluttur heim frá Þýskalandi með foreldurm sínum. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 71 orð

Sigurður Freysteinsson

Með nokkrum orðum viljum við kveðja fyrrum félaga okkar og samnemanda, Sigurð Freysteinsson. Sigurður hóf nám með okkur í eðlisfræði haustið 1993 en skipti síðar yfir í tölvunarfræði. Hann var metnaðarfullur námsmaður og gerði miklar kröfur til sjálfs sín. Sigurður lét sig þó ekki vanta í félagslífið og minnumst við margra góðra stunda í félagsskap Sigurðar. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 383 orð

Sigurður Freysteinsson

Eigi má sköpum renna. Eða hvernig má það vera að við Hraunbrautarsystkin þurfum að kveðja Sigga hinsta sinni í dag? Hvernig má það vera einmitt nú þegar losnað hafði um þau fantatök sem fullorðinslífið tók á þessum mæta mannkostadreng? Flest var lagt í vöggu Sigga í meira mæli en annarra, nema helst harka og grimmd. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 396 orð

Sigurður Freysteinsson

Okkur langar að minnast vinar okkar með nokkrum orðum. Flest okkar kynntust Sigga í Menntaskólanum í Kópavogi og þar myndaðist kjarninn í vinahópnum sem hélt saman óslitið upp frá því. Þegar menntaskóla lýkur fara menn oftast hver í sína átt, stofna fjölskyldur og þá eiga vinahópar það til að tvístrast. Þessi hópur er þó undantekning og eigum við það að stórum hluta Sigga að þakka. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 142 orð

Sigurður Freysteinsson

Með þessum orðum viljum við kveðja samnemanda okkar og félaga, Sigurð Freysteinsson. Fátt er um orð á stundu sem þessari. Óréttlæti lífsins birtist okkur í sinni verstu mynd þegar ungur maður á besta aldri fellur frá. Eftir stöndum við hljóð. Þau okkar sem fengu tækifæri til að kynnast Sigurði fundu í honum greindan mann og skemmtilegan. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 90 orð

SIGURÐUR FREYSTEINSSON

SIGURÐUR FREYSTEINSSON Sigurður Freysteinsson var fæddur 19. mars 1966 á Selfossi. Hann lést mánudaginn 8. desember 1997. Foreldrar hans eru Ingibjörg S. Sveinsdóttir, lyfjafræðingur, f. 24.1. 1942, og Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur, f. 4.6. 1941. Systkini Sigurðar eru Gunnar, skógfræðingur, f. 27.4. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 239 orð

Sigursteinn Gunnarsson

Sunnudagsmorguninn 7. desember bárust okkur þær hörmulegu fréttir að Steini frændi væri dáinn. Okkur setti hljóð. Maður í blóma lífsins. Hve lífið getur verið hverfult. Sorgin helltist yfir okkur en í gegn brutust gömlu, góðu minningarnar. Það fyrsta sem kom upp í huga okkar var brosandi andlit Steina. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 162 orð

Sigursteinn Gunnarsson

Hversu oft höfum við ekki rætt um tilgang lífsins, veru okkar hér á jörðu og spáð í það óræða og ókomna. Svörin við þessum spurningum hafa sjaldnast legið á lausu. Höfum við ekki rætt drauma og táknmál þeirra og möguleika að sjá í þeim eitthvað sem gæti gefið fyrirheit um það sem ekki er komið, en svo gerist allt án nokkurs fyrirboða. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 34 orð

SIGURSTEINN GUNNARSSON

SIGURSTEINN GUNNARSSON Sigursteinn Gunnarsson fæddist á Óðinsgötu 14 í Reykjavík hinn 15. júlí 1953. Hann lést á heimili sínu, Bragagötu 24 í Reykjavík, hinn 7. desember síðastliðinn og fór útför hans fram 15. desember. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 82 orð

Sigurveig Björnsdóttir

Elsku mamma mín, ég skrifa þetta til að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig alla tíð og okkur Hjálmar í seinni tíð, aldrei brást þú okkur. Ég kveð þig með söknuð í huga, elsku mamma mín, þennan sálm sendi ég þér: Nú legg ég augun aftur. Ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 114 orð

SIGURVEIG BJÖRNSDÓTTIR

SIGURVEIG BJÖRNSDÓTTIR Sigurveig Björnsdóttir fæddist á Knarrarstöðum í Jökuldal 7. júní 1899. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sveinsdóttir fædd 9. mars 1874, d. 16. febrúar 1947 og Björn Sigurðsson, f. 14. júlí 1886, d. 17. febrúar 1950. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 918 orð

Valborg Elísabet Hermannsdóttir

Haustið 1940 settust um 30 nýir nemendur í 3. bekk lærdómsdeildar Menntaskólans í Reykjavík. Fyrir voru í bekknum álíka margir nemendur, sem höfðu náð prófi upp í 1. bekk gagnfræðadeildar MR tveim árum áður. Við nýnemar flutum inn á gagnfræðaprófi frá þeim tveim gagnfræðaskólum, sem þá voru í Reykjavíkurborg og frá Flensborg í Hafnarfirði. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 553 orð

Valborg Elísabet Hermannsdóttir

Hún var ljóshærð og lagleg, kát og skemmtileg, vel menntuð og víðförul. Hún var móðursystir mín og þegar ég var barn og unglingur var hún mér fyrirmynd og vakti aðdáun mína. Hún ólst upp í stórum systkinahópi og mér er sagt, að hún hafi verið augasteinn föður síns. Góðar námsgáfur hennar komu fljótt í ljós, einkum miklir tungumálahæfileikar. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 97 orð

VALBORG ELÍSABET HERMANNSDÓTTIR

VALBORG ELÍSABET HERMANNSDÓTTIR Valborg Elísabet Hermannsdóttir fæddist á Glitstöðum í Borgarfirði 24. nóvember 1923. Hún lést 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Gísladóttir prests í Hvammi í Norðurárdal og Hermann Þórðarson, kennari frá Glitstöðum í sömu sveit. Meira
18. desember 1997 | Minningargreinar | 368 orð

VALBORG ELÍSABET HERMANNSDÓTTIR

VALBORG ELÍSABET HERMANNSDÓTTIR Valborg fæddist á Glitstöðum í Norðurárdal hinn 22. nóvember 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni föstudagsins 12. desember síðastliðinn. Meira

Viðskipti

18. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 238 orð

»Dollar lækkar vegnasölu Japana

DOLLAR jafnaði sig nokkuð síðdegis í gær, en stóð enn illa að vígi vegna óvenjuharðra efnahagsaðgerða og gjaldeyriskaupa Japana. Deginum lauk með tapi evrópskum kauphöllum þegar ekkert varð úr uppsveiflu í Wall Street, en sumir sérfræðingar spá verðbréfakaupum fjársterkta fjárfestingarsjóða fram að áramótum. Meira

Daglegt líf

18. desember 1997 | Neytendur | 119 orð

Kaffitár í Bankastrætið

KAFFITÁR hefur opnað nýja kaffiverslun-expressóbar í Bankastræti 8, Reykjavík. Þar eru á boðstólum margs konar kaffidrykkir, rúnnstykki, tertur og volgar beyglur með rjómaostum. Þá er hægt að fá heitt kaffi með sér í lokuðum einangrunarmálum. Reyklaust kaffihús Kaffitár er reyklaus veitingastaður sem er opinn frá klukkan 7. Meira
18. desember 1997 | Neytendur | 160 orð

Kertastjakar varasamir?

ÞAÐ getur verið varasamt að nota vissar gerðir af kertastjökum án þess að hafa undirlag undir þeim. Í fréttatilkynningu frá markaðsgæsludeild Löggildingarstofu kemur fram að kertastjakinn á meðfylgjandi mynd ofhitnaði og skemmdi fundarborð sem hann stóð á. Meira
18. desember 1997 | Neytendur | 340 orð

Varað við barnagöngugrindum

GÖNGUGRINDUR geta verið hættulegar litlum börnum. Það er niðurstaða nýrrar evrópskrar rannsóknar. Ennfremur kemur þar fram að margar göngugrindur uppfylla ekki einföldustu öryggisreglur. Engir staðlar eru til um hvernig göngugrind á að vera. Þetta kemur fram í nýju tölublaði Neytendablaðsins. Rannsóknina framkvæmdi starfsfólk International Testing í samvinnu við Evrópusamtök neytenda. Meira

Fastir þættir

18. desember 1997 | Fastir þættir | 668 orð

Aðventa Aðventukvöld í Bústaðakirkju

Í KVÖLD verður aðventukvöld í Bústaðakirkju kl. 20. Fram koma barnakór Engjaskóla og Lögreglukór Reykjavíkur, ásamt sr. Kjartani Erni Sigurbjörnssyni og sr. Pálma Matthíassyni. Stjórnandi kóranna er Guðlaugur Viktorsson og undirleikari er Pavel Smid. Boðið verður upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili Bústaðakirkju eftir söng. Allir velkomnir. Meira
18. desember 1997 | Dagbók | 3115 orð

APÓTEK

»»» Meira
18. desember 1997 | Í dag | 141 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 18. desember, er sjötug Bjarndís Friðriksdóttir, húsmóðir, Bugðulæk 20. Eiginmaður hennar er Karl Kristinsson bifreiðastjóri. Þau hjónin verða að heiman. Á morgun, föstudaginn 19. Meira
18. desember 1997 | Fastir þættir | 123 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild eldri b

Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 9.12., 24 pör mættu og urðu úrslit. N/S: Halla Ólafsdóttir ­ Bergsveinn Breiðfjörð268 Sæmundur Björnsson ­ Magnús Halldórsson244 Þórhildur Magnúsd. Meira
18. desember 1997 | Fastir þættir | 230 orð

BRIDS UmsjónArnór G. RagnarssonGuðjón og Hermann

Næstkomandi fimmtudag verður haldið jólakonfekt og eru veglegir konfektkassar í verðlaun fyrir 10 efstu einstaklingana. Dregið verður saman í pör og eru allir hvattir til að mæta. Spilað er í Tryggvaskála og hefst spilamennska kl. 19.30. Því næst verður tekið jólafrí til 8. janúar 1988 og verður þá spilaður eins kvölds tvímenningur. Meira
18. desember 1997 | Dagbók | 460 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
18. desember 1997 | Í dag | 566 orð

ÍKVERJI hefur nú um skeið verið að velta fyrir sér punkta

ÍKVERJI hefur nú um skeið verið að velta fyrir sér punktasöfnunaráráttu landsmanna. Fyrirtæki virðast hafa komið því inn hjá mörgum landsmönnum að með kortanotkun verði til verðmæti af sjálfu sér og með því að láta strauja kortið sitt framleiði þeir punkta sem þeir geti breytt í utanlandsferð, Meira
18. desember 1997 | Fastir þættir | 75 orð

Jólamót Bridsfélags Hafnarfjarðar JÓLAMÓT félagsins verður haldið 2

JÓLAMÓT félagsins verður haldið 29. dsember og hefst kl. 17. Spilað verður í veitingahúsinu Hraunholti, Dalsvegi 15, Hafnarfirði. Verðlaun eru 160 þúsund kr. 40 þúsund krónur fyrir 1. sætið á hvorn væng (N/S og A/V), 24 þúsund fyrir annað sætið og 16 þúsund fyrir 3. sætið. Að auki eru verðlaun fyrir bestan árangur í kvennaflokki, flokki yngri spilara og blönduðum flokki. Meira
18. desember 1997 | Dagbók | 170 orð

Skötustappa

SÁ siður, að borða skötu á Þorláksmessu, var lengst af helst stundaður á Vestfjörðum, enda var skatan fremur tiltæk í sjónum þar en annars staðar rétt fyrir jól. Vestfirðingar borðuðu skötuna yfirleitt kæsta og stappaða með mörfloti. Meira
18. desember 1997 | Í dag | 264 orð

Þakkir HBM skrifar: "Mig langar til að koma á framfæri kæru

HBM skrifar: "Mig langar til að koma á framfæri kæru þakklæti fyrir góðar íþróttavörur, frábæra þjónustu og liðlegheit hjá E.G. heildverslun Lotto, Stórhöfða 17." Með vísnasöng VELVAKANDA barst svar við fyrirspurn frá Kristínu í blaðinu í gær varðandi útgáfu geisladiska með Sigríði Ellu. Í síðustu viku kom út geisladiskurinn "Með vísnasöng". Meira

Íþróttir

18. desember 1997 | Íþróttir | 481 orð

AEK

AEK keypti nýlega tvo leikmenn, Líberíumann sem lék með Xanthi, liðinu sem sló AEK út úr bikarkeppninni í vetur, og Georgios Donis, sem verið hefur hjá Blackburn í Englandi. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 217 orð

Barátta og sætur sigur

Wuppertal vann lærisveina Alfreðs Gíslasonar í Hameln 29:27 á útivelli í þýsku deildinni í handknattleik í gærkvöldi og var Viggó Sigurðsson, þjálfari gestanna, mjög ánægður með árangur sinna manna. "Þetta eru áþekk lið en við byrjuðum vel, komumst í 10:3 og slógum þá út af laginu," sagði hann við Morgunblaðið. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 108 orð

Bayern í undanúrslit

Bayern M¨unchen tók á móti Leverkusen í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í gærkvöldi, vann 2:0 og leikur í undanúrslitum í fyrsta sinn í 11 ár. Hitastigið var við frostmark og voru aðeins um 12.000 áhorfendur á ólympíuleikvanginum í M¨unchen. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 129 orð

Derby hélt hreinu

Derby gerði markalaust jafntefli í Newcastle í gærkvöldi og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist í liðnum fimm útileikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Aðstæður voru vægast sagt slæmar, kalt og erfitt að leika knattspyrnu enda leikurinn eftir því. Heimamenn voru slakir og áttu varla almennilegt markskot en fyrir vikið átti Mart Poom náðugan dag í marki gestanna. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 92 orð

Evrópudráttur EVRÓPUKEPPNI ME

EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Leverkusen (Þýskalandi) - Real Madrid (Spáni) Juventus (Ítalíu) - Dynamo Kiev (Úkraínu) Bayern M¨unchen (Þýskalandi) - Dortmund (Þýskalandi) Mónakó (Frakklandi) - Manchester United (Englandi) Leikdagar 4. og 18. mars. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 43 orð

Handknattleikur

Þýskaland Lemgo - Rheinhausen27:20 Wallau-Massenheim - Nettelstedt27:30 Gummersbach - Dormagen30:24 Kiel - Eisenach24:22 Magdeburg - Grosswallstadt29:29 Minden - TUSEM Essen29:25 Niederw¨urzbach - Flensb. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 1147 orð

Hefur næga tækni og hraða

Norðmaðurinn Finn Christian Jagge sigraði á heimsbikarmótinu í svigi í Sestriere á mánudaginn. Valur B. Jónatansson settist niður með honum eftir sigurinn og spurði hann m.a. um möguleika Kristins Björnssonar í vetur. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 300 orð

Héðinn Gilsson til liðs við Dormagen

Héðinn Gilsson handknattleiksmaður skrifaði í gærkvöldi undir samning við 1. deildarliðið Bayer Dormagen og leikur sinn fyrsta leik með félaginu á heimavelli gegn Wallau Massenheim á laugardaginn. Samningur Héðins við Dormagen er út yfirstandandi keppnistímabil, en hann hefur sl. hálft annað ár leikið með Fredenbeck sem sl. vor féll úr 1. deildinni. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 93 orð

Ingólfur og Edda meistarar

INGÓLFUR Snorrason frá Selfossi og Edda Blöndal úr Þórshamri urðu fyrir skömmu bikarmeistarar í karata, en fjórða og síðasta bikarmótið var haldið um helgina. Edda var raunar búin að tryggja sér titilinn og keppti því ekki á mótinu. Ingólfur hlaut 18 stig í mótunum fjórum en í öðru sæti varð Jón Ingi Þorvaldsson úr Þórshamri með 15 stig og Ólafur Nielsen úr Þórshamri þriðji með 13 stig. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 23 orð

Í kvöld

Úrvalsdeildin: Akranes:ÍA - Keflavík20 Borgarnes:Skallagrímur - KR 20 Grindavík:Grindavík - Haukar 20 Akureyri:Þór - Tindastóll20 Njarðvík:Njarðvík - ÍR20 Hlíðarendi:Valur - Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 137 orð

Jón Sigurðssonþjálfari KR

JÓN Sigurðsson stjórnaði fyrstu æfingu sinni hjá meistaraflokki KR í körfuknattleik í gærkvöldi og stýrir liðinu á móti Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Jón var ráðinn þjálfari liðsins til vors í stað Hrannars Hólm sem var leystur undan samningi í fyrrakvöld. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 177 orð

Knattspyrna

Heimsálfukeppnin B-riðill Urugay - Suður Afríka4:3Dario Silva 12., 66., Alvaro Recoba 42., Christian Callejas 90. - Lucas Radebe 11., Helman Mkhalele 69., Pollen Ndlanya 77. Tékkland - SAF6:1Mohamed Obaid 11. sjálfsm., Pavel Nedved 22., 42., Vladimir Smicer 31., 68., 71. - Adnan Altalyani 78. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 60 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Cleveland - Phoenix103:90 Miami - Utah95:103 Minnesota - LA Lakers96:109 New York - Detroit83:78

NBA-deildin Cleveland - Phoenix103:90 Miami - Utah95:103 Minnesota - LA Lakers96:109 New York - Detroit83:78 Houston - Vancouver118:91 Denver - San Antonio85:99 Golden State - Dallas103:92 LA Clippers - Seattle94:109 Sacramento - Portland94:87 Íshokkí NHL-deildin Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 100 orð

Leverkusen áfrýjaði

LEVERKUSEN hefur áfrýjað úrskurði þýska knattspyrnusambandsins sem dæmdi miðherjann Ulf Kirsten í níu vikna bann í liðinni viku og gerði honum auk þess að greiða um 400.000 kr. í sekt fyrir að gefa Thomas Linke hjá Schalke olnbogaskot í andlitið í deildarleik fyrir skömmu. Dómarinn sá ekki atvikið en þýska sambandið úrskurðaði í málinu eftir að hafa skoðað myndband frá leiknum. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 191 orð

Rheinhausen gjaldþrota? ÞÝSKA

Rheinhausen gjaldþrota? ÞÝSKA handknattleiksliðinu OSC Rheinhausen hefur ekki gengið sem best í 1. deildinni á þessari leiktíð og er sem stendur í næst neðsta sæti með 6 stig. Ekki nóg með það heldur á félagið svo gott sem gjaldþrota. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 152 orð

RÚV fær sýningarrétt frá heimsbikarmótum í svigi

RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur tryggt sér sýningarrétt frá fjórum heimsbikarmótum í svigi karla, þar sem Kristinn Björnsson verður meðal keppenda, eftir áramót. Það eru mótin í Schladming í Austurríki 10. janúar, í Wengen í Sviss 18. janúar, í Kitzb¨uhl í Austurríki 25. janúar og lokamót vetrarins í Crans Montana í Sviss 15. mars. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 141 orð

Sinclair í vanda

FRANK Sinclair leikmanni Chelsea er vandi á höndum þessa dagana því honum hefur verið gerð grein fyrir að taki hann þátt í undirbúningi landsliðs Jamaíku fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi geti hann átt á hættu að missa sæti sitt í liði Chelsea. Einn liður í undirbúningi landsliðs Jamaíku er að taka þátt í mótum í Brasilíu, S-Afríku og í Japan í janúar, febrúar og mars. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 76 orð

Skíði

Heimsbikarkeppni kvenna Kata Seizingen frá Þýskalandi vann sinn fimmta sigur í röð í heimsbikarkeppninni, er hún varð sigurvegari í bruni í Val D'Isere í Frakklandi í gær. Þær komu fyrstar í mark:mín. 1.Katja Seizinger (Þýskalandi) 2.01,82 (Fyrri umferð 1.01,61/Seinni umferð 1. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 52 orð

Veðbankar

JUVENTUS og Manchester United eru talinsigurstranglegs í Meistaradeild Evrópu hjá veðbönkum í London. 9-4Juventus, Man. Utd. Meira
18. desember 1997 | Íþróttir | 641 orð

Þjóðverjaslagur

EVRÓPUMEISTARAR Dortmund drógust á móti Bayern M¨unchen í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og á Bayern fyrst heimaleik 4. mars. Dortmund tryggði sér einmitt Evrópumeistaratitilinn á ólympíuleikvanginum í M¨unchen en Bayern, sem var Evrópumeistari þrjú ár í röð, 1974 til 1976, hafði betur í viðureign liðanna í þýsku deildinni í Dortmund fyrr í vetur og vann 2:0. Meira

Úr verinu

18. desember 1997 | Úr verinu | 873 orð

"Hvergi er að finna kröfu um hærra kaup"

GUÐJÓN A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, segir það ekki koma sér neitt á óvart að laun yfirmanna á öflugustu fiskiskipum flotans séu há, eins og launakönnun LÍÚ beri með sér og greint var frá í Morgunblaðinu á þriðjudag. Það hafi alltaf verið vitað að skipstjórar hafi tvöfaldan hásetahlut. Meira

Viðskiptablað

18. desember 1997 | Viðskiptablað | 1625 orð

ÁVÖXTUN Sviptingar á alþjóðamarkaði hafa komið róti á hugi fjárfesta

SÍÐARI hluti ársins 1997 hefur verið sögulegur á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði vegna verðsveiflna frá Suðaustur-Asíu. Í síðari hluta októbermánaðar varð 5-8% lækkun á Bandaríkjamarkaði og í Vestur- Evrópu en verð er aftur orðið svipað núna og fyrir þá lækkun. Sviptingarnar hafa engu að síður komið róti á hugi fjárfesta og óvissa er meiri en fyrr. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 178 orð

Ð11 tilboð í möstur og leiðara Búrfellslínu

ALLS bárust tilboð frá 11 aðilum í möstur og leiðara Búrfellslínu 3A ásamt uppsetningu þeirra. Tvö lægstu tilboðin áttu rússneska fyrirtækið Technopromexport og þýska fyrirtækið SAG-Starkstrom-Anlagen Gesellschaft GmbH. Þriðja lægsta tilboð átti norska fyrirtækið Statnett Entreprenør, að því er fram kemur í frétt frá Landsvirkjun. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 133 orð

ÐBreytingar á framkvæmdastjórn KÁ

UNDANFARNAR vikur hafa orðið nokkrar breytingar á framkvæmdastjórn KÁ á Selfossi. GUÐMUNDUR Búason hefur verið ráðinn fulltrúi framkvæmdastjóra. Guðmundur var verslunarstjóri og verslunarráðunautur hjá KEA á Akureyri í fjöldamörg ár. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 114 orð

ÐBúnaðarbankinn ekki í mati

BÚNAÐARBANKINN hefur ekki óskað eftir úttekt erlends matsfyrirtækis á stöðu sinni en mun hugsanlega gera það á næstunni. Slíkt mat hefur þegar verið unnið fyrir Íslandsbanka og Landsbankann. Sigurjón Þ. Árnason, forstöðumaður hagfræðideildar, segir að málið hafi verið rætt innan bankans með óformlegum hætti. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 128 orð

ÐHlutabréf í sjávarútvegi lækka

NOKKRAR lækkanir urðu á gengi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Litlar breytingar urðu hins vegar á gengi hlutabréfavístölu VÞÍ sem lækkaði um 0,09%. Heildarviðskipti dagsins með hlutabréf námu tæplega 117 milljónum króna en þar af urðu tæplega 59 milljóna króna viðskipti á Opna tilboðsmarkaðnum. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 233 orð

ÐKópavogs-Kjarninn við Engihjalla til sölu

VERSLUNARMIÐSTÖÐIN Kópavogs-Kjarninn við Engihjalla er til sölu. Ásett verð er 250 milljónir króna. Verslunarmiðstöðin er á tveimur hæðum og rúmlega þrjú þúsund fermetrar að stærð. Byggingin er rúmlega tuttugu ára gömul en töluverðar endurbætur voru gerðar á neðri hæð hennar fyrir skömmu, sem fólust í því að henni var skipt í göngugötu og nokkur verslunarrými. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 93 orð

ÐKraftvélar ehf. fá ný umboð

KRAFTVÉLAR ehf. hafa tekið við umboði fyrir Tamrock, Sandvik og Rammer vinnuvélar og tæki. Þá hefur fyrirtækið þegar selt fyrstu borvagnana frá Tamrock, en kaupandi þeirra er SA verktak. Verða vagnarnir notaðir við gerð fráveituskurðar við Sultartangavirkjun. Tamrock er finnskt fyrirtæki sem framleiðir borvagna og sérsmíðar jafnframt vinnuvélar til jarðgangagerðar. Sandvik Drilling div. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 207 orð

ÐLyfjaverslunin endurnýjar upplýsingakerfið

ÞRÓUN ehf. og Lyfjaverslun Íslands hafa undirritað þjónustusamning í framhaldi af endurnýjun á hugbúnaðarkerfum Lyfjaverslunarinnar sem Þróun verkstýrði. Lyfjaverslunin hafði notað Birki upplýsingakerfi Þróunar frá árinu 1987 en skipti nú yfir í Concorde XAI og Oracle gagnagrunnskerfið, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 151 orð

ÐRafmagnsveitan semur við Ískraft

INNKAUPASTOFNUN Reykjavíkur hefur fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur gengið frá samningum við Ískraft um kaup á tæplega 50 kílómetra löngum, 145 kw aflstreng til tengingar á Nesjavallalínu ofan úr Gullbringum og að aðveitustöð við Korpúlfsstaði, að því er segir í frétt. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 210 orð

ÐSölumiðstöðin á Verðbréfaþing

STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. (SH) hefur ákveðið að ganga til samninga við Kaupþing hf. um umsjá með skráningu SH á aðallista Verðbréfaþings Íslands. Samningurinn felur jafnframt í sér samvinnu um fjölgun hluthafa svo félagið uppfylli öll skilyrði fyrir skráningu á aðallista. Að skráningu lokinni er stefnt að því að bjóða út nýtt hlutafé. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 260 orð

ÐTölvuMyndir kaupa 50% hlut í Forritun

TÖLVUMYNDIR hafa keypt 50% hlut og Tryggingamiðstöðin 15% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Forritun ehf. Eigendur Forritunar hafa verið Páll Ólafsson og Ágúst Þorgeirsson og munu þeir áfram eiga 30% hlut í fyrirtækinu, en Gunnar Ingi Gunnarsson starfsmaður Forritunar á 5%, að því er segir í frétt frá fyrirtækjunum. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 128 orð

ÐVinnuhópur um upplýsingaskyldu

VERÐBRÉFAÞING Íslands og bankastjórn Seðlabanka Íslands hafa sett á fót sérstakan vinnuhóp sem móta á starfsreglur er lúta að upplýsingagjöf Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytis og Lánasýslu ríkisins, til aðila á verðbréfamarkaði. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 1507 orð

ÐVÍRNET Á NÝJAR SLÓÐIR

STJÓRN Vírnets hf. í Borgarnesi hefur samþykkt að láta skrá hlutabréf fyrirtækisins á Opna tilboðsmarkaðnum og verða bréfin skráð á markaði í dag. Vírnet hf. var stofnað árið 1956 og hafa landsmenn eflaust flestir lamið á afurðum fyrirtækisins því það hefur verið hvað þekktast fyrir naglaframleiðslu sína þó ýmislegt fleira hafi bæst við í seinni tíð. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 1692 orð

ÐÞorbjörn tvíeflist Forráðamenn Þorbjörns hf. kynntu stöðu félagsin

SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ Þorbjörn hf. stendur nú fyrir útboði á nýju hlutafé á almennum markaði að nafnvirði 30 milljónir króna. Þessi bréf eru seld miðað við gengið 7,57 og nemur andvirði þeirra því um 227 milljónum. Forkaupsréttartímabilinu lauk á mánudag og höfðu þá um 17% útboðsins selst til forkaupsréttarhafa. Um 83% bréfanna fara því á almennan markað og stendur almenn sala til 16. janúar nk. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 216 orð

Einkafjármögnun á ekki við

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra telur ekki rétt að rekstur Leifsstöðvar verði boðinn út í heild sinni. Þá telur hann að einkafjármögnun eigi ekki við þegar flugstöðin verður stækkuð. Verslunarráð hefur hvatt til þess að ráðist verði í stækkun Leifsstöðvar hið fyrsta og rekstur hennar boðinn út. Ráðið taldi að verkefnið væri kjörið fyrir svokallaða einkafjármögnun. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 144 orð

Eldtregar svampdýnur til Íslands

NÝLEGA var fyrirtækið HH- gæðasvampur ehf. stofnað að Iðnbúð 8 í Garðabæ. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á svampi frá danska framleiðandanum Maribo. Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Hörður Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri HH-Gæðasvamps, og Hákon Örn Gissurarson bólstrari. Fyrirtækið selur m.a. svamp í dýnur og til húsgagnagerðar, skorið samkvæmt óskum kaupanda. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 249 orð

Fiat þarf að finna nýjan forstjóra

FIAT SpA, stærsta fyrirtæki Ítalíu, mun líklega flýta sér að fylla skarð Giovanni Alberto Agnelli, sem ákveðið hafði verið að tæki við stöðu stjórnarformanns á næsta ári -- en lézt úr krabbameini um helgina, 33 ára að aldri. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 105 orð

Flugvélar fá skjótari viðvörun

BANDARÍSK flugfélög hafa tilkynnt að þau muni sjálf taka upp kerfi, sem muni vara fyrr við hættulegu landslagi, áður en opinberar reglur verða gefnar út fyrir lok næsta árs eins og búizt er við. Nýja viðvörunarkerfið getur bjargað mannslífum með skjótari viðvörunum við hættulegu landslagi framundan og með því að sýna það eins og á korti. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | -1 orð

Fram- leiðslugeta fullnýtt og mikil söluaukning

EÐALFISKUR hf. í Borgarnesi er rúmlega 10 ára gamalt fyrirtæki en það var stofnað árið 1987. Rekstur þess gekk misvel fyrstu árin, en að undanförnu hefur hann gengið vel að sögn Ragnars Hjörleifssonar framkvæmdastjóra. Er tíðindamaður Mbl. kom þar við fyrir skömmu sagði Ragnar að árið 1997 yrði besta árið í sögu félagsins frá upphafi og stefni í toppsölu. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 79 orð

Fullkomin borðsög

HEGAS ehf., umboð fyrir þýska trésmíðavélaframleiðandann MARTIN, afhenti nýlega Beyki hf., smíðastofu, eina þá fullkomnustu borðsög sem komið hefur til landsins. Um er að ræða afmælisútgáfu af vél af gerðinni T72A Automatic, en MARTIN fyrirtækið er 75 ára á þessu ári. Hún er ríkulega hlaðin aukabúnaði, t.d. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 198 orð

Grófu Frakkar undan Fokker?

FRANSKA stjórnin skarst hvað eftir annað í leikinn til að tryggja frönskum framleiðendum pantanir á kostnað hollenzku Fokker-flugvélaverksmiðjanna, sem nú eru gjaldþrota, að sögn hollenzka sjónvarpsins. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 164 orð

Hagnaður jókst um fimmtung

HAGNAÐUR Hewlett Packard tölvufyrirtækisins nam alls 3,1 milljarði dollara á síðasta reikningsári sem lauk þann 31. október og jókst um 21% frá árinu á undan. Tekjur fyrirtækisins námu alls 42,9 milljörðum dollara og jukust um 12%. Meðal helstu vaxtarbrodda í starfseminni var framleiðsla og sala á PC tölvum. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 592 orð

Líf og fjör á símamarkaði í Evrópu

SÍMINN hans Sverre Middelthon er mörgum góðum kostum búinn. Hann getur sýnt nafn þess, sem hringir, hann getur komið í veg fyrir, að í hann sé hringt úr ákveðnum númerum og símsvarinn flokkar og hefur góða reiðu á skilaboðunum. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 81 orð

MGM hefur sendingar í Brasilíu

METRO-Goldwyn-Mayer kvikmyndafyrirtækið hefur hafið sendingar á MGM Gold sjónvarpsrás sinni í Brasilíu að þess sögn. Á rásinni verða sýndar kvikmyndir og sjónvarpsefni úr MGM safninu. Rásin mun í fyrstu ná til 3 milljóna gervihnatta- og kaplaáhorfenda sem horfa á Net Brasil and Sky TV sjónvarpsstöðvarnar. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 350 orð

Nýir starfsmenn Nýherja hf.

KOLBRÚN Reynisdóttir hefur verið ráðin til hugbúnaðardeildar Nýherja. Kolbrún mun starfa við uppsetningar, breytingar og þróun á SAP fjárhagsupplýsingakerfinu. Kolbrún hefur starfað sem kerfisfræðingur hjá LEGO System a/s síðan 1992. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 78 orð

Ráðinn til BM Flutninga ­ Air Express

BJÖRN Einarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður flugsviðs hjáBM flutningumog framkvæmdastjóri Air Expressá Íslandi. Björn útskrifaðistúr stjórnmálafræðifrá Háskóla Íslands árið 1995 ogstarfaði hjá DHLHraðflutningum hf. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 227 orð

SCO losnar undan kvöð Microsoft

FYRIR tíu árum gerði bandaríska símafélagið AT&T samning við Microsoft til að tryggja að hægt yrði að keyra Microsoft XENIX- hugbúnað á 80286/80386 PC-samhæfðum tölvum í UNIX frá AT&T. Síðar seldi AT&T Novell UNIX- leyfið og Novell seldi SCO, en alltaf fylgdi böggullinn skammrifinu; samningurinn var í fullu gildi og SCO þurfti að bæta inn í allar útgáfur kóða sem enginn notaði, Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 14 orð

SJÁVARÚTVEGURÞorbjörn hf. býður út nýtt hlutafé/

SJÁVARÚTVEGURÞorbjörn hf. býður út nýtt hlutafé/4-5FJÁRMÁLBesta ávöxtunin árið 1998/6-7FYRIRTÆKIVírnet hf. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 330 orð

Skipulagsbreytingar hjá SPRON

Á ÞESSU ári hefur verið unnið að skipulagsbreytingum innan SPRON. Nýtt skipurit hefur m.a. verið tekið í notkun. Helstu breytingar felast í skýrari verkaskiptingu milli sparisjóðsstjóra og aðstoðarsparisjóðsstjóra, þrjú ný fagsvið hafa verið mynduð, Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 630 orð

TorgiðDýrar átta mínútur »SÍÐASTLIÐIN

TorgiðDýrar átta mínútur »SÍÐASTLIÐINN mánudag átti sér stað nokkuð sögulegt inngrip Seðlabanka Íslands á innlendum peningamarkaði er bankinn efndi til svonefnds skyndiuppboðs á endurhverfum verðbréfakaupum, alls upp á rúma 5 milljarða króna. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 266 orð

Uppgangsár hjá Danfoss

VELTA Danfoss á yfirstandandi fjárhagsári nam 13,1 milljarði danskra króna, sem er aukning upp á um einn milljarð danskra króna, eða 9%. Arðsemi jókst verulega vegna víðtækrar hagræðingar, strangs eftirlits með kostnaði og skilnings og átaks starfsmanna að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 101 orð

Walt Disney með teiknimyndarás

WALT DISNEY fyrirtækið hefur kynnt teiknimyndarás, sem mun sýna þætti með Andrési önd, Mikka mús og fleiri kunningjum allan sólarhringinn. Toon Disney rásin, eins og hún verður kölluð, mun hefja göngu sína 18. apríl og verður í tengslum við Disney Channel, fjölskyldurás sem tók til starfa á sama degi fyrir 15 árum. Meira
18. desember 1997 | Viðskiptablað | 1200 orð

Þrjár leiðir áhættustýringar SjónarhornÁhættustýring er enn á frumstigi í íslensku atvinnulífi og sveiflur á gengi og vöxtum

ÁHÆTTUSTÝRING er enn sem komið er á frumstigi meðal íslenskra fyrirtækja þannig að t.d. sveiflur í gengi og vöxtum koma ráðamönnum fyrirtækja enn í opna skjöldu og er sveiflunum, en ekki skorti á áhættustýringu, kennt um ef illa fer. Nýleg dæmi um þetta eru þegar fyrirtæki í fiskvinnslu, sem selja afurðir sínar í nokkrum Evrópumyntum, áttuðu sig snarlega á því sl. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.