Greinar fimmtudaginn 11. júní 1998

Forsíða

11. júní 1998 | Forsíða | 261 orð

Breckmann tryggir dönsku stjórnina

ANFINN Kallsberg, lögmaður Færeyja, kvaðst í gær ekki vilja ganga svo langt að segja að samkomulag það, sem Danir og Færeyingar náðu í fyrrinótt um bankamálið og greiðslu milljarðaskulda Færeyinga við danska ríkið, væri fyrsta skrefið í átt að sjálfstæði. Það væri hins vegar fyrsta skrefið í átt að því að gera eyjarnar efnahagslega sjálfstæðar. Meira
11. júní 1998 | Forsíða | 117 orð

Gínubrúðkaup

BRESK móðir, sem ekki komst í brúðkaup dóttur sinnar á afskekktri eyju í Atlantshafi, fékk í staðinn lánaðar tvær gínur og hélt sýndarbrúðkaup í garðinum heima hjá sér. Hefði hún ella þurft að leggja í sex vikna ferðalag til eyjunnar. Meira
11. júní 1998 | Forsíða | 192 orð

Hundruð Indverja farast í hvirfilbyl

HUNDRUÐ manna fórust í hvirfilbyl sem gekk yfir strandhéruð í indverska ríkinu Gujarat í gær og fyrradag. Margra er enn saknað. Embættismenn í Gujarat sögðu að hvirfilbylurinn hefði kostað að minnsta kosti 411 lífið. Á meðal þeirra sem fórust voru 300 saltvinnslumenn sem urðu fyrir flóðbylgju af völdum bylsins. Meira
11. júní 1998 | Forsíða | 344 orð

Milosevic fái frest en aðgerðir ella

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, frysti í gær allar eignir og fjárfestingar Júgóslava í samræmi við ákvörðun sem tekin var í síðasta mánuði. Sagðist Clinton hrinda ákvörðuninni í framkvæmd nú vegna aðgerða Serbíuhers gegn Kosovo-Albönum en henni hafði verið frestað þegar Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, samþykkti viðræður við Ibrahim Rugova, leiðtoga Kosovo-Albana. Meira
11. júní 1998 | Forsíða | 117 orð

Reuters Beðið fyr

Reuters Beðið fyrir sigri við upphaf HM MARILZA Guimaraes da Silva, sem er eldheitur aðdáandi brasilíska knattspyrnulandsliðsins, lét ekki sitt eftir liggja í gær er Brasilíumenn gerðu sig líklega til að leika við Skota í opnunarleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Frakklandi. Meira

Fréttir

11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 114 orð

10 umsækjendur um stöðu landlæknis

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið auglýsti fyrir nokkru stöðu landlæknis lausa til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 1. júní sl. Alls eru 10 umsækjendur um stöðuna og eru þeir þessir: Guðjón Magnússon, læknir og rektor, Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, Haukur Valdimarsson, læknir, Júlíus Valsson, læknir, Kristján Oddsson, læknir, Lúðvík Ólafsson, settur héraðslæknir, Meira
11. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 203 orð

43. landsþing lionshreyfingarinnar haldið á Akureyri

HALLDÓR Kristjánsson, félagi í Lionsklúbbnum Ásbirni í Hafnarfirði, var kjörinn fjölumdæmisstjóri lionshreyfingarinnar á Íslandi, á 43. Lionsþinginu á Akureyri um helgina. Elías R. Elíasson úr Lionsklúbbnum Munanum í Kópavogi, var kjörinn umdæmisstjóri í umdæmi 109 A og Þór Steinarsson, úr Lionsklúbbnum Fjörgyn í Reykjavík, umdæmisstjóri í umdæmi 109 B. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 166 orð

4 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og þjófnað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á þriðjudag fertugan Reykvíking í fjögurra mánaða fangelsi, greiðslu sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á 0,5 grömmum af amfetamíni fyrir fíkniefnabrot og þjófnað. Hann var sýknaður af ákærum um líkamsárásir og hótanir. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið sjónvarpstæki úr áfangaheimili SÁÁ við Miklubraut 31. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 340 orð

80 ár frá stofnun Samvinnuskólans

Borgarnesi-Skólahátíð Samvinnuháskólans var haldin laugardaginn 23. maí. Útskrifaðir voru 31 rekstrarfræðingur og 16 BS- rekstrarfræðingar. Bestum árangri rekstrarfræðinga náði Jón Ellert Sævarsson, en einnig náðu góðum árangri Jóna Soffía Baldursdóttir og Þórður Emil Ólafsson. Bestum árangri BS-rekstrarfræðinga náði Oddný Anna Björnsdóttir. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 244 orð

80. þing Stórstúku Íslands

80. ÞING Stórstúku Íslands var háð í Reykjavík dagana 4.­6. júní sl. og hófst með Unglingaregluþingi fimmtudaginn 4. júní. Þann dag voru málefni barna og unglingastarfs til umræðu og lauk þeim fundi með ferð eldri og yngri þátttakenda í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn í Laugardal. Stórstúkuþing hófst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju þar sem sr. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 711 orð

Aðstandendur búnir undir að taka sjúklinga heim

UPPSAGNIR 600­700 hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum hafa þau áhrif að neyðarástand mun skapast 1. júlí þegar uppsagnirnar taka gildi. Byrjað er að búa aðstandendur undir að þeir gætu þurft að taka við sjúklingum heim. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 229 orð

Auka á mannréttindi

INDÓNESÍSK stjórnvöld hyggjast hvetja til fimm ára þjóðarátaks í mannréttindamálum til þess að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi, að því er blaðið Jakarta Postgreindi frá í gær. Átakið mun m.a. fela í sér að viðurkenndar verða nokkrar mannréttindasamþykktir Sameinuðu þjóðanna. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Áfrýjun vegna Sigurðar VE dómtekin

ÁFRÝJUN Ísfélags Vestmannaeyja vegna töku norsku strandgæslunnar á Sigurði VE og dóms yfir útgerðinni og skipstjóranum í kjölfarið, hefur verið dómtekin í Lögmannsrétti í Hálogalandi. Dóms er að vænta í næstu viku að sögn Sigurðar Einarssonar framkvæmdastjóra Ísfélagsins, en hann segist vera bjartsýnn á betri útkomu að þessu sinni. "Við höfum kynnt okkar sjónarmið. Meira
11. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Átta umsóknir um tvær stöður

FJÓRAR umsóknir bárust um starf sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu hjá Akureyrarbæ og aðrar fjórar umsóknir um starf forstöðumanns Skíðastaða í Hlíðarfjalli til eins árs. Umsækjendur um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu eru: Baldur Dýrfjörð, Benedikt Sigurðarson og Dan Jens Brynjarsson frá Akureyri og Ottó Magnússon úr Reykjavík. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Biskup vísiterar í Viðey

BISKUP Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar í Viðeyjarkirkju 21. júní nk. "Þetta verður mín fyrsta vísitasía á Íslandi, en ég er nýbúinn að vísitera suður í Afríku," sagði biskupinn í samtali við Morgunblaðið. Meira
11. júní 1998 | Landsbyggðin | 136 orð

Bíósýningar hefjast á Húsavík

Nú hafa nemendur Borgarhólsskóla og Keldunnar og Nemendafélag Framhaldsskólans á Húsavík gert samning við Húsavíkurkaupstað um afnot af vélunum og fengið heimild til bíósýninga í Samkomuhúsinu í samvinnu við Leikfélag Húsavíkur en bærinn hefur leigt Leikfélaginu húsið til afnota. Meira
11. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 638 orð

Byssu- og veiðisýning Skotfélags Akureyrar Alveg

"HORFIÐ þið ekki bara á gamlar stríðsmyndir alla daga," spurði einn gestanna þá Steinar Einarsson og Hannes Haraldsson á Byssu- og veiðisýningu Skotfélags Akureyrar í Íþróttahöllinni fyrir skömmu. Þeir félagar sýndu þar yfir 30 skotvopn frá ýmsum löndum og af ýmsum gerðum, m.a. frægar skammbyssur og riffla, sem sést hafa í mörgum bíómyndum í gegnum tíðina. Meira
11. júní 1998 | Landsbyggðin | 101 orð

Dýrin heilla

Dýrin heilla Selfossi-Dýragarðurinn í Laugarási, Biskupstungum, var opnaður á dögunum við hrifningu yngri kynslóðarinnar. Starfsemin hefur verið vaxandi seinustu ár og er nú meðal vinsælla áningarstaða innlendra ferðamanna á Suðurlandi. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

ÐLandsbankinn býður út hlutafé

LANDSBANKINN hefur ákveðið, að undangengnu lokuðu útboði meðal fimm erlendra fyrirtækja, að semja við JP Morgan-fjármálafyrirtækið um að annast virðismat á Landsbankanum og veita ráðgjöf varðandi hlutafjárútboð. Útboðið fer fram í sumar og nemur hlutafjáraukningin 12-15%. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Fjórir umsækjendur um stöðu héraðslæknis í Reykjavík

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið auglýsti fyrir nokkru stöðu héraðslæknis í Reykjavík lausa til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 1. júní sl. Alls eru 4 umsækjendur um stöðuna og þeir þessir: Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 510 orð

Fjölbrautaskóla Vesturlands slitið

FJÖLBRAUTASKÓLA Vesturlands á Akranesi var slitið föstudaginn 29. maí og voru brautskráðir fimmtíu nemendur. Flestir luku stúdentsprófi eða 32, en aðrir luku prófum af níu öðrum námsbrautum. Á haustönn luku 48 nemendur prófum við skólann. Rúmlega 700 nemendur stunduðu nám í dagskóla, kvöldskóla eða utan skóla og var kennt á Akranesi, Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Flotkví háhyrningsins kemur í næstu viku

Flotkví háhyrningsins kemur í næstu viku FULLTRÚAR Frelsið Willy-Keiko stofnunarinnar könnuðu í gær aðstæður í Vestmannaeyjum og í Eskifirði. Enn er ekki ljóst hvor staðurinn verður fyrir valinu sem heimkynni Keikos. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Fræðsluferð og skógardagur í Þórsmörk

LANDGRÆÐSLA ríkisins, Skógrækt ríkisins og Ferðafélag Íslands standa að fræðsluferð nú um helgina, 12.­14. júní. Á dagskrá er skógardagur á laugardeginum, grillveisla og kvöldvaka um kvöldið en á sunnudeginum verður farin ganga þar sem hugað er að jarðfræði o.fl. Sérfræðingur frá Landgræðslunni, Skógrækt ríkisins og jarðfræðingur verða með í för. Ferðin er tilvalin fyrir unga sem aldna. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 233 orð

Fundur um könnun um árið 2000

MIKIÐ hefur verið rætt um þann vanda sem getur skapast í tölvukerfum þegar árið 2000 gengur í garð. Um þetta alvarlega vandamál hafa verið haldnir margir fundir og ýmsar fréttir birst í fjölmiðlum um hugsanlegar afleiðingar. Nú verða niðurstöður Gallup könnunar um árið 2000 kynntar á hádegisverðarfundi hjá Skýrslutæknifélaginu fimmtudaginn 11. júní kl. 12 í Ársal, Hótel Sögu. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 756 orð

Fyrsta skrefið í átt að sjálfstæði Færeyja

"Samningurinn er virði 1,5 milljarða," sagði Arnfinn Kallsberg, lögmaður Færeyinga, eftir að færeyska landstjórnin samdi við dönsku stjórnina í bítið í gærmorgun. Í samningnum er í fyrsta skipti talað um sjálfstjórn Færeyinga og því er hann talinn marka fyrsta ákveðna skrefið í átt að sjálfstjórn Færeyja. Meira
11. júní 1998 | Landsbyggðin | 105 orð

Fyrsti fundur bæjarstjórnar Árborgar

Selfossi-Bæjarstjórn Árborgar, nýs sameinaðs sveitarfélags á Suðurlandi, hélt sinn fyrsta fund á Hótel Selfossi síðastliðinn sunnudag. Fundinn sátu fulltrúar nýs meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, Meira
11. júní 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Gamli vatnstankurinn á Fiskhól endurbættur

Hornafirði-Gamli vatnstankurinn á Fiskhól er nú í endurbyggingu. Tankurinn var byggður árið 1949 og var hluti af fyrstu vatnsveitu Hafnar, sem var stórvirki á sínum tíma og gjörbreytti lifnaðarháttum íbúanna, því áður var allt neysluvatn fengið úr brunnum. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 395 orð

Gefur eldri borgurum tækifæri til að njóta efri ára

SÉRSTAKAR leiguíbúðir fyrir aldraða hafa ekki þekkst hér á landi. Nú stefnir sjómannadagsráð á að reisa hús með leiguíbúðum fyrir aldraða við Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadagsráðs, segir markmiðið vera að bjóða eldri borgurum upp á nýja möguleika. Meira
11. júní 1998 | Miðopna | 296 orð

Grenlækur eða Grænlækur

UPPRUNI örnefnisins Grenlækur, sem mest hefur verið í sviðsljósinu í tengslum við vatnsþurrð í Skaftárhreppi, er mönnum nokkur ráðgáta. Ekki er til nein ein skýring á því hvað "gren" þýðir, hvort hér er átt við tófugreni, og þá hvort eitthvað hafi verið um tófugreni við lækinn í gegnum árin og aldirnar, Meira
11. júní 1998 | Miðopna | 2243 orð

Grunnvatnsgeymar undir Eldhrauni líklega að gefa sig

DEILURNAR standa um vatn. Fyrir árið 1992 fóru að meðaltali um 15 rúmmetrar vatns á sekúndu á ári úr Skaftá við árkvíslar (Brest) yfir Eldhraun, með tilheyrandi aur og sandburði. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 271 orð

Gæti stöðvað flug til og frá landinu

SAMNINGAR tókust í gær í deilu 10.000 ökumanna á vöruflutninga- og fólksflutningabifreiðum í Noregi en verkfall þeirra hefur staðið í tæpan mánuð og valdið miklum vandræðum. Um 8.000 félagar í samtökum háskólamenntaðra manna eru enn í verkfalli og 231 flugumferðarstjóri ætlar að leggja niður vinnu á morgun. Meira
11. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Gönguferð á Þverbrekkuhnjúk

FERÐAFÉLAG Akureyrar fer í gönguferð á Þverbrekkuhnjúk í Öxnadal laugardaginn 13. júní. Þverbrekkuhnjúkur er 1142 metra yfir sjó, gnæfir í suðvestri yfir bænum Þverbrekku sem var vestan ár í Öxnadal, nokkru fyrir framan Hóla. Þverbrekka, sem nú er í eyði, var fyrrum bænhússetur og þar bjó Víga-Glúmur síðustu ár ævi sinnar. Leiðsögumaður í þessari gönguferð er Bjarni Guðleifsson. Meira
11. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 227 orð

Hafnasamlögin sameinist

SAMSTARFSSAMNINGUR B-lista framsóknarmanna og S-lista Sameiningar, sem mynda meirihluta í sameiginlegu sveitarfélagi Dalvíkur, Svarfaðardals og Árskógshrepps, var kynntur á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í vikunni. Þar kemur m.a. fram að áfram verði unnið sem best úr þeim fjármunum sem fást til uppbyggingar Hafnasamlags Eyjafjarðar. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 753 orð

Hefur siglt um 744 þúsund sjómílur

ÞRJÁTÍU ár verða á morgun liðin frá komu varðskipsins Ægis til Reykjavíkur, en það var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1968. Á þessum þriggja áratuga ferli hefur skipið siglt samkvæmt lauslegri áætlun um 744 þúsund sjómílur, sem samsvarar um 34 hnattsiglingum um miðbaug. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 164 orð

Hestamenn stofna félag um landsmót árið 2000

STOFNFUNDUR um hlutafélagið Landsmót 2000 ehf., vegna landsmóts hestamanna sem halda á árið 2000 á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks, var haldinn sl. sunnudag á Selfossi. Sátu fundinn fulltrúar 14 af 16 hestamannafélögum á Suðurlandi, allt frá Lómagnúpi í Hvalfjarðarbotn, auk fulltrúa frá Hrossaræktarsambandi Suðurlands. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Húsnæðisstofnun yfirtók 158 íbúðir í fyrra

Í ÁRSLOK 1997 voru 188 íbúðir í eigu Húsnæðisstofnunar ríkisins, það er einni íbúð færra en í árslok 1996. Alls þurfti stofnunin að leysa til sín 158 íbúðir á síðasta ári og voru það aðeins fleiri íbúðir en hún hefur þurft að leysa til sín á undanförnum árum. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Íslenskir fuglar á heimssýningunni

LUNDAR, álkur og langvíur voru flutt frá Vestmannaeyjum til Lissabon í stærsta sædýrasafn Evrópu sem var reist sérstaklega fyrir heimssýninguna þar. Sædýrasafnið sem var opnað 22. maí hefur verið vinsælasti viðburður á sýningunni og gestir verið allt að fimmtán þúsund á dag að sögn Mark Smith sjávarlíffræðings sem vann að uppsetningu safnsins. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Keppinautar svara Hagkaupi

UNDANFARNA daga hafa milli 4.000 og 5.000 vöruliðir lækkað í verði hjá Fjarðarkaupum og hjá 10-11 verslununum hefur verðlækkun einnig átt sér stað. Þeir 7.000 vöruliðir sem lækkuðu í verði hjá Hagkaupi þegar rekstrarbreytingar voru gerðar á verslunum Hagkaups hafa lækkað enn frekar. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Kjörinn formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík

KOLBEINN Óttarsson Proppé var einróma kosinn formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík á aðalfundi félagsins sem haldinn var á laugardaginn var. Kolbeinn lauk nýverið BA-prófi í sagnfræði og er 25 ára að aldri. Talsverð breyting varð á stjórninni. Gestur Ásólfsson lét nú af formennsku eftir þriggja ára feril. Voru honum þökkuð farsæl störf í formennsku félagsins, segir í fréttatilkynningu. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Kynning á Tantrum jóga

DADA Assisananda, jógakennari á vegum Ananda Marga, heldur kynningarfyrirlestur um Tantra jóga fimmtudaginn 11. júní kl. 20 að Lindargötu 14, 101 Reykjavík, án endurgjalds. Tantra er heilsteypt og alhliða æfingakerfi. Lögð verður áhersla á nokkur hagnýt meginatriði Tantra- viskunnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska, sannrar gleði og heilbrigði, segir í fréttatilkynningu. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 262 orð

Lebed áhugalaus um forsetastól ALEXANDER Lebed,

ALEXANDER Lebed, nýkjörinn héraðsstjóri í Krasnojarsk í Síberíu, lýsti því yfir í gær að nýja starfið væri það tímafrekt að hann neyddist til að leggja hugmyndir um forsetaframboð á hilluna, í bili. Kvaðst hann ekki hafa áhuga á forsetakosningum nú en hann hefur verið talinn einn líklegasti og sterkasti frambjóðandinn sem eftirmaður Borís Jeltsíns. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 197 orð

Lipponen sakaður um njósnir

PAAVO Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, vísar með öllu á bug fullyrðingum um að hann hafi verið njósnari Sovétmanna en þær eru settar fram í nýrri bók um norsku leyniþjónustuna. Þar kemur ennfremur fram að náið var fylgst með Thorvald Stoltenberg, sem síðar varð utanríkisráðherra Noregs, þar sem leyniþjónustan grunaði hann um að vera njósnara Sovétmanna. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 228 orð

Með stærri vinnustöðum landsins

SUMARSTARF Vinnuskólans í Reykjavík er hafið og verða rúmlega 3 þúsund unglingar þar við vinnu, fræðslu og leik í sumar. Að sögn Arnfinns Jónssonar, skólastjóra, eru það ívið færri þátttakendur miðað við sl. ár þrátt fyrir að árgangarnir séu nánast jafn stórir. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

Megas og Súkkat í Mosfellsbæ

MEGAS og hljómsveitin Súkkat leika í danshúsinu Álafossföt best í Mosfellsbæ klukkan tíu í kvöld, fimmtudaginn 11. júní. Tónleikarnir eru upphafið að ferð Megasar og Súkkats hringinn í kringum landið. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 86 orð

Minnkandi andstaða Svía við ESB

ANDSTÆÐINGAR aðildar Svíþjóðar að Evrópusambandinu eru nú í fyrsta sinn um langt skeið færri en helmingur kjósenda, samkvæmt nýrri skoðanakönnun SOM-stofnunarinnar, sem birt var í gær. Enn eru þó andstæðingar aðildar mun fleiri en stuðningsmenn. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð

Misjöfn áhrif kvótabreytinga

ÁHRIF kvótabreytinga á kvóta einstakra fyrirtækja eru mjög misjöfn og fara eftir tegundasamsetningu kvóta þeirra. Í heildina hafa kvótabreytingar á næsta ári þó lítil áhrif á kvóta flestra félaga í þorskígildum. Þetta kemur fram í markaðsyfirliti Landsbanka Íslands. Á næsta fiskveiðiári eykst þorskkvótinn verulega eða um 15%, einnig er gert ráð fyrir nokkurri aukningu loðnukvóta. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Morgunbl

Morgunblaðið/Arnaldur Vel nýttir sólargeislar SÓLDÝRKENDUR ættu að njóta sólargeislanna þegar þeir gefast líkt og þessar yngismeyjar gerðu í Árbæjarlaug í Reykjavík í gær. Veðurstofan gerir ráð fyrir að þurrt verði að mestu á föstudag, þó gætu orðið skúrir suðaustanlands. Hlýjast verður norðvestanlands. Meira
11. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Námskeið skólastjóra á Norðurlandi eystra lauk í Stóru- Tjarnaskóla i

NÁMSKEIÐI fyrir skólastjóra á Norðurlandi eystra, sem hófst í mars á síðasta ári, lauk í Stóru- Tjarnaskóla í S-Þingeyjarsýslu í vikunni. Alls tóku 30 manns frá 20 skólum þátt í námskeiðinu, sem bar yfirskriftina: Skipulegt umbótastarf í skólum. Þar var fjallað um forystuhlutverk skólastjóra, einkum með tilliti til innra starfs skólans og þeirra verkefna sem skólar standa frammi fyrir, m.a. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Nesjavallavirkjun opin til skoðunar

NESJAVALLAVIRKJUN er opin til skoðunar frá 1. júní til 31. ágúst. Opnunartími gestamóttöku er sem hér segir: mánudaga-laugardaga kl. 9­12 og 13­18, sunnudaga kl. 13­18. Ferðaskrifstofum og stærri hópum er bent á að panta tíma með a.m.k. eins dags fyrirvara en sem fyrr er tekið á móti gestum og gangandi án sérstaks fyrirvara. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Norrænt þing um varnir gegn tannskemmdum

FUNDUR aðila sem annast varnir gegn tannskemmdum á Norðurlöndunum verður haldinn föstudaginn 12. júní. Hittast þeir á tveggja til þriggja ára fresti og skiptast á upplýsingum og efni. Er mjög gagnlegt fyrir hið íslenska Tannverndarráð að fá að nota hugmyndir og fræðsluefni frá hinum Norðurlöndunum þar sem þessi starfsemi er búin að vera öflug mun lengur en hérlendis, Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

Órökstudd gagnrýni átalin

STJÓRN Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt ályktun vegna umræðu og gagnrýni á fréttaflutning í fjölmiðlum í kjölfar nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga og eru þar meðal annars órökstudd ummæli átalin. Ályktunin er svohljóðandi: "Stjórn Blaðamannafélags Íslands átelur órökstudda gagnrýni á fréttaflutning vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 316 orð

Ótti við nýja gengisfellingarhrinu

ÁHRIFIN frá lækkandi gengi japanska jensins fóru eins og logi yfir akur á fjármálamörkuðunum í Asíu í gær. Lækkaði gengi annarra gjaldmiðla á svæðinu og einnig hlutabréfa þegar örvæntingarfullir fjárfestar reyndu að finna sér einhverja útgönguleið. Í Hong Kong lækkaði hlutabréfavísitalan um nærri 5% og mikill þrýstingur er á gengi ástralska dollarans. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Óvíst hvenær Páll Sveinsson flýgur á ný

VERIÐ er að kanna skemmdir á flugvél Landgræðslunnar, Páli Sveinssyni, sem nauðlenda varð á Selfossflugvelli í fyrradag eftir að eldur kom upp í öðrum hreyfli hennar. Er með öllu óvíst hvenær hún fer í loftið aftur. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 311 orð

Reknir á húsgang vegna viðgerða

RÍKISSTJÓRNIR á Vesturlöndum ákváðu í gær að hætta um sinn við að kalla sendimenn sína heim frá Hvíta Rússlandi en þá hafði Alexander Lúkashenko, forseti landsins, gefið þeim vikufrest til að yfirgefa sendiherrabústaðina um stundarsakir. Segja hvítrússnesk stjórnvöld það nauðsynlegt vegna viðgerða. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 149 orð

Reuters Bók um Clinton bönnuð í Kína

STJÓRNVÖLD í Kína hafa ákveðið að leyfa Bill Clinton Bandaríkjaforseta að ávarpa kínversku þjóðina í beinni sjónvarps- og útvarpssendingu en Clinton fer í opinbera heimsókn til Kína síðar í þessum mánuði. Útvarps- og sjónvarpsstöðvar í Kína starfa undir vökulu auga stjórnvalda og forðast iðulega beinar útsendingar sem heitan eldinn af ótta við að eitthvað fari úrskeiðis. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 106 orð

Reuters Óhugnanlegt morð

ÍBÚAR bæjarins Jasper í Texas í Bandaríkjunum eru slegnir óhug vegna morðs sem framið var á svörtum manni síðastliðinn sunnudag. Þrír hvítir menn voru á þriðjudag handteknir vegna morðsins og eru þeir grunaðir um að vera tengdir Ku Klux Klan-samtökunum. Hafa þeir allir setið af sér fangelsisdóma og voru tveir þeirra lausir á skilorði. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 183 orð

Reuters Vígreifir Eþíópíumenn LEIÐTOGAR A

LEIÐTOGAR Afríkuríkja ákváðu í gær að senda nefnd þjóðarleiðtoga til Eþíópíu og Erítreu til að freista þess að binda enda á átök ríkjanna vegna deilu um 400 ferkm svæði við landamæri þeirra. Þetta var ákveðið á þriggja daga leiðtogafundi Einingarsamtaka Afríku (OAU) í Burkina Faso sem lauk í gær. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 99 orð

Reynt að eitra fyrir Mandela?

VÍSINDAMAÐUR, sem starfaði við verksmiðju sem framleiddi efna- og sýklavopn fyrir öryggissveitir Suður-Afríku áður en aðskilnaðarstefnan var afnumin, sagði í gær að yfirmaður verksmiðjunnar hefði sagt sér frá áformum um að eitra fyrir Nelson Mandela þegar hann var í fangelsi. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 211 orð

Samið við flugmenn Air France

FRANSKA flugfélagið Air France náði málamiðlunarsamkomulagi við flugmenn sína nokkrum klukkustundum áður en heimsmeistaramótið hófst í Frakklandi í gær. Samkomulagið náðist í leynilegum viðræðum í fyrrinótt eftir 10 daga verkfall flugmannanna sem óttast var að myndi setja skipulag heimsmeistaramótsins úr skorðum. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Samstaða gegn kynferðisofbeldi

SAMTÖKIN Samstaða gegn kynferðisofbeldi voru stofnuð 11. nóvember 1997. Stjórnin hefur boðað til opins félagsfundar í fundarsal BSRB að Grettisgötu 89, 4. hæð, 15. júní nk. kl 20,30. Stofnaðilar að samtökunum eru bæði einstaklingar, félagasamtök og sveitarfélög, en hlutverk samtakanna er m.a. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 256 orð

Sérstök yfirstjórn fjalli um vandann

RÍKISSTJÓRNIN hefur ítrekað rætt þá stöðu sem upp er komin á heilbrigðisstofnunum vegna uppsagna 6-700 hjúkrunarfræðinga, sem taka gildi um næstu mánaðamót. Hefur meðal annars verið rætt um að setja á laggirnar nefnd embættismanna að minnsta kosti þriggja ráðuneyta, forsætis-, heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis, Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 490 orð

Síldin í kurteisisheimsókn líkt og kóngafólkið

ALLS voru 23 síldveiðiskip á miðunum djúpt norðaustur af landinu í gærkvöld og ein fimm til viðbótar voru á landleið en 32 skip mega stunda veiðarnar. Veiðin gekk vel og ýmis met voru slegin. Þannig fékk Hólmaborgin frá Eskifirði 2.700 tonn á aðeins 10 tímum. Náðust tvö 700 tonna köst. Kom hún til heimahafnar síðdegis í gær, Guðrún Þorkelsdóttir landaði einnig á Eskifirði í gær. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Sjálfsbjörg kýs nýja framkvæmdastjórn

NÝ framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var kosin á 29. þingi samtakanna sem haldið var um síðustu helgi. Framkvæmdastjórn landssambandsins mun sitja næstu tvö árin og voru fjórir af fimm framkvæmdastjórnarmönnum kosnir í fyrsta sinn. Meira
11. júní 1998 | Landsbyggðin | 418 orð

Skipsflak frá 1694 finnst við Patreksfjörð

Í ÖRLYGSHÖFN við Patreksfjörð hefur fundist skipsflak sem talið er vera frá árinu 1694. Egill Ólafsson, safnvörður að Hnjóti, segir að flakið hafi áður fundist árið 1923, fallið í gleymsku en komi nú aftur í ljós þar sem árfarvegur Hafnarvaðals hefur grafið það upp á ný. "Þegar flakið fannst árið 1923 náðu bændur á Hnjóti þremur plönkum úr skipinu. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Skólaslit Framhaldsskólans á Laugum

Skólaslit Framhaldsskólans á Laugum Laxamýri. Morgunblaðið. ÚTSKRIFT stúdenta frá Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal fór fram við hátíðlega athöfn 30. maí sl. Meira
11. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 676 orð

Skólinn reiðubúinn að vinna að framgangi byggðastefnunnar

HÁSKÓLINN á Akureyri brautskráði 66 kandídata frá skólanum sl. laugardag. Alls stunduðu 422 nemendur nám við háskólann í vetur og hafa aldrei verið fleiri. Sem fyrr voru fjórar deildir starfræktar í Háskólanum á Akureyri, heilbrigðisdeild, kennaradeild, rekstrardeild og sjávarútvegsdeild. Meira
11. júní 1998 | Landsbyggðin | 109 orð

Sláttur hafinn undir Eyjafjöllum

Holti-Sigurður Grétar Ottósson, bóndi að Ásólfsskála, hóf slátt sl. laugardag viku fyrr en í fyrra. Sigurður sló Gerðið, fjóra hektara, og síðan sló hann á mánudeginum í rigningu fyrir þurrkinn, sem er að koma, Blautumýri, tveggja hektara spildu með vallarfoxgrasi, sem var að gulna í rótina. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Smygl á 4.000 lítrum af vodka

FJÓRIR menn voru handteknir á mánudag grunaðir um innflutning á rúmlega 4 þúsund lítrum af áfengi, mestmegnis bandarísku vodka. Áfengið var flutt inn í gámi frá Bandaríkjunum með íslensku skipi og lagði lögreglan hald á það í Sundahöfn, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Meira
11. júní 1998 | Landsbyggðin | 102 orð

Stokkseyrarhreppur kvaddur

Stokkseyri-Í tilefni af því að Stokkseyrarhreppur sameinast nú þrem öðrum sveitarfélögum, þ.e.a.s. Eyrarbakkahreppi, Sandvíkurhreppi og Selfossbæ, þá ákvað hreppsnefnd Stokkseyrar að láta það verða sitt síðasta verk að efna til hátíðar og fór hún fram að kvöldi hins 6. júní sl. Hátíðarhöldin hófust kl. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 230 orð

Stórir fiskar úr Laxá í Aðaldal

VEIÐI hófst í Laxá í Aðaldal og Laxá í Kjós í gærmorgun. Fimm laxar veiddust í Laxá nyrðra, en tveir í Laxá sunnan heiða. Athygli vakti, að stærstu laxarnir úr Laxá í Aðaldal voru 21 og 18 punda, en frekar óalgengt er að fiskar í þeim stærðarflokki séu í aflanum svona snemma veiðitíma. Jón Helgi Vigfússon veiddi stærsta laxinn. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Stórlaxar úr Laxá

MEÐAL þeirra fimm laxa sem veiddust í gærmorgun í Laxá í Aðaldal, fyrsta veiðidaginn, voru þessir tveir stórlaxar, 21 punds, sem Jón Helgi Vigfússon veiddi, og 18 punda, sem Halla Bergþóra Björnsdóttir veiddi. Einnig er á myndinni Vigfús Bjarni Jónsson, sonur Jóns Helga. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 269 orð

Straumi hleypt á snemma í ágúst

FRAMKVÆMDIR við Nesjavallalínu milli Nesjavalla og Reykjavíkur standa nú sem hæst. Er bæði verið að reisa fyrstu möstrin og unnið við lagningu vegar við línustæðið. Rafmagnsveita Reykjavíkur sér um möstrin og línulögn en Ellert Skúlason hf. í Ytri-Njarðvík um jarðvinnu. Orku verður hleypt á línuna kringum 10. ágúst. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Svigrúm til hærra kaups

RÁÐNIR voru 110 sumarstarfsmenn til Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma nú í vor og eru þeir á aldrinum 17­25 ára. Sumarið 1994 voru sumarstarfsmenn 205 og er það fækkun um 46%. Margs konar hagræðing í störfunum hefur gefið svigrúm til að greiða sumarstarfsfólki betra kaup. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 460 orð

"Svolítið stolt yfir því að hafa verið fyrst"

HÓPUR íslenskra ferðalanga var meðal þeirra fyrstu til að aka yfir Stórabeltisbrúna milli Fjóns og Sjálands sl. föstudag, eða sama dag og Friðrik krónprins opnaði brúna formlega við hátíðlega athöfn. Talið er að um 100. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 325 orð

Söluaðili þarf að sanna að varan hafi komist í réttar hendur

MAÐUR hefur orðið uppvís að því að misnota krítarkortanúmer reykvískrar konu og versla fyrir það í gegnum Netið fyrir tugi þúsunda króna. Svo virðist sem maðurinn hafi komist að krítarkortanúmeri konunnar í tölvufyrirtæki, sem konan hefur viðskipti við, og notað það síðan í viðskiptum sínum við bandaríska tölvuverslun í gegnum Netið. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 337 orð

Söluhagnaður veiðiréttinda verði gerður upptækur

STEINGRÍMUR J. Sigfússon alþingismaður segir eðlilegt að gera í grófum dráttum upptækan allan sérstakan hagnað eða söluhagnað, sem tengist veiðiréttindum. "Það var aldrei, er ekki og á ekki að vera, markmiðið með fiskveiðistjórnarkerfi að búa til einhverja gullgerðarvél fyrir handhafa veiðiréttarins," sagði hann í ávarpi í tilefni sjómannadagsins í Neskaupstað. Meira
11. júní 1998 | Landsbyggðin | 123 orð

Tilboð í 3. áfanga sundlaugarbyggingar opnuð

Stykkishólmi-Tilboð í 3. áfanga sundlaugarbyggingar í Stykkishólmi voru opnuð 9. júní sl. Hér er um að ræða að ljúka við uppsteypu búningsklefa og innisundlaugar ásamt fullnaðarfrágangi og tengingu við núverandi byggingu. Þá skal steypa undirstöður og botnplötu útisundlaugar, leggja lagnir í lóð og fylla að útisundlaug. Meira
11. júní 1998 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Tréborg smíðar

FRAMKVÆMDANEFND hefur lagt til að gengið verði til samninga við Tréborg ehf. á Akureyri um smíði færanlegra kennslustofa við Síðuskóla en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið. Alls bárust fjögur tilboð og bauðst Tréborg til að vinna verkið fyrir rúmar 8,4 milljónir króna, eða 87,5% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 9,6 milljónir króna. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Tækniskóla Íslands slitið

UM mánaðamótin fór fram útskrift í Tækniskóla Íslands. Að þessu sinni brautskráðust 59 nemendur frá skólanum úr ýmsum deildum. Einnig voru kvaddir sjö nemendur sem eru að ljúka fyrsta ári í rafmagnstæknifræði við skólann, en þeir nemendur þurfa að fara utan til að ljúka sínu námi. Meira
11. júní 1998 | Erlendar fréttir | 316 orð

Útflutningur brezks nautakjöts verði leyfður

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins lagði til í gær að banni við útflutningi á brezku nautakjöti til annarra ríkja Evrópusambandsins yrði aflétt. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verður leyft að flytja út kjöt af nautgripum, sem fæddir eru síðar en í ágúst 1996, en þá gekk í gildi í Bretlandi algert bann við því að fóðra nautgripi á kjöt- og beinamjöli, Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 391 orð

Útflutningur hrossa í þann mund að hefjast

BÚIST er við annasömu tímabili í útflutningi á íslenskum hrossum á næstunni, eftir að útflutningsbanni vegna hrossasóttarinnar sem nýlega gekk yfir var aflétt. "Ég tel fullvíst að það muni verða nokkur törn núna strax í upphafi," sagði Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands um væntanlegan útflutning á íslenskum hrossum. Meira
11. júní 1998 | Landsbyggðin | 437 orð

Veðurstofan vill að skálinn verði sérstaklega styrktur

ÍBÚAR Önundarfjarðar eru óánægðir með framgang mála í tengslum við endurbyggingu Essó- skála á Flateyri. Esso-skáli Olíufélagsins var meðal þess sem snjófljóðið braut niður á Flateyri 1995. Fyrir ári sótti Olíufélagið um leyfi frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar til að byggja samskonar þjónustustöð á sama stað. En nú hafa snjóflóðagarðar verið reistir þar fyrir ofan. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Vélskóla Íslands slitið í áttugasta og þriðja sinn

VIÐ skólaslit Vélskóla Íslands laugardaginn 23. maí síðastliðinn luku alls 132 nemendur prófi í áföngum skólans. Þar af luku 24 fjórða stigs lokaprófi, 38 fyrsta stigi eða vélaverði, 29 öðru stigi og 41 þriðja stigi. Veitt voru verðlaun fyrir góðan námsárangur og komu þau í hlut nemenda sem voru að ljúka fjórða stigs lokaprófi. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 132 orð

Viðræður um nýja lóð

VIÐRÆÐUR eru í gangi milli Gámaþjónustunnar hf. og Hafnarfjarðarbæjar um að Gámaþjónustan fái úthlutað nýrri lóð í stað lóðar í nágrenni álversins í Straumsvík þar sem eldar hafa logað neðanjarðar í rusli sem þar var urðað í óleyfi. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 700 orð

Vill efla þátttöku jaðarþjóðanna

HINN 1. ágúst næstkomandi tekur dr. Sigrún Klara Hannesdóttir við starfi framkvæmdastjóra hjá NORDINFO en það er samnorræn stofnun sem stýrir samvinnuverkefnum á sviði rannsóknabókasafna og upplýsingamála. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 1081 orð

Vonir bundnar við stjórnarskipti í Þýskalandi

STJÓRN félagsins Germaníu hefur einróma hafnað því að taka þátt í stofnun Hollvinafélags þýsks menningarseturs í Reykjavík, sem taka á við hluta af starfsemi Goethe- stofnunarinnar sem lögð hefur verið niður, Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 75 orð

Yfir 20 skip að síldveiðum

Yfir 20 skip að síldveiðum NOKKUR síldveiðiskip lönduðu í gær eftir fyrstu veiðiferð eftir sjómannadag, en í gærkvöldi voru rúmlega 20 skip á miðunum djúpt norðaustur af landinu. Júpíter landaði um 1.300 tonnum á Þórshöfn og á Eskifirði lönduðu Hólmaborgin 2.700 tonnum og Guðrún Þorkelsdóttir um 1. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 220 orð

Yfirvegun aðalsmerki gröfumanna

Yfirvegun aðalsmerki gröfumanna GRJÓTGARÐURINN meðfram Sæbraut lengist smám saman og þykir að honum mikil prýði. Fyrirtækið Suðurverk hefur séð um hleðslu garðsins og fjórir gröfumenn hafa stýrt beltagröfunni sem notuð er við hleðsluna. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 99 orð

Þjóðbúningadagar í Hornstofu

OPIÐ hús verður í Hornstofu Heimilisiðnaðarfélags Íslands á Laufásvegi 2 dagana 11.­14. júní. Íslenskir þjóðbúningar verða kynntir með ýmsu móti. Frætt verður um ýmis vinnubrögð tengd þjóðbúningunum. Fimmtudag kl. 10­12 og föstudag kl. 13­15 verður sýnt hvernig sauðskinnsskór eru gerðir. Baldýring verður sýnd frá kl. 13 á laugardag og sunnudag. Alla daga verður kniplað á staðnum. Milli kl. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 776 orð

Þrjár perlur á sama deginum

Í SUMAR koma 45 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur og með þeim um 23.000 farþegar. Þegar hefur fyrsta skipið haft hér viðkomu og næsta skip er væntanlegt í dag. Að sögn Ágústs Ágústsonar markaðsstjóra Reykjavíkurhafnar er sú vinna sem lögð hefur verið í að kynna höfnina að skila sér. Í sumar skipta átta skemmtiferðaskip um farþega í Reykjavík, en það er aukning frá því sem verið hefur. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Þyrla sótti mann á Breiðamerkurjökul

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gær mann upp á Breiðamerkurjökul. Þyrlan var í gæsluflugi þegar hún fékk boð frá báti sem heyrt hafði neyðarkall frá Breiðamerkurjökli. Á jöklinum var hópur manna á gönguferð og einn þeirra hafði örmagnast. Þyrlan sótti og flutti manninn til Reykjavíkur þar sem hann fór á sjúkrahús. Meira
11. júní 1998 | Landsbyggðin | 203 orð

Ærin Eygla bar fimm lömbum

Bolungarvík-Fyrir nokkru bar ærin Eygla fimm lömbum, hér er um óvenjulega frjósama á að ræða því hún hefur átt 15 lömb á fjórum árum. Eygla er í eigu Gerðar Ágústu Sigmundsdóttur en foreldrar hennar, þau Sigmundur Þorkelsson og Sigríður Björgmundsdóttir, eru með smáfjárbúskap rétt utan við Bolungarvík. Meira
11. júní 1998 | Landsbyggðin | 185 orð

Öryggi barna í umferðinni á Neskaupstað ábótavant

Neskaupstað-Nú á dögunum gekkst Kvennadeild Slysavarnafélagsins og lögreglan á Neskaupstað ásamt Umferðarráði og Vátryggingafélagi Íslands fyrir umferðaröryggisdegi í Neskaupstað. Meira
11. júní 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

SEX Færeyingar frá Tvøroyri á Suðurey leggja á morgun upp í fjögurra daga siglingu á 36 feta víkingaskipi til Íslands og er ferðinni heitið til Reyðarfjarðar. Skipið er nefnt eftir norskum víkingi sem ýmist hefur verið kallaður Naddoddur eða Naddoður en hann settist að í Færeyjum. Meira

Ritstjórnargreinar

11. júní 1998 | Staksteinar | 329 orð

»Kjarabarátta framtíðarinnar Í LEIÐARA Vinnunnar, málgagns Alþýðusambands Ísla

Í LEIÐARA Vinnunnar, málgagns Alþýðusambands Íslands, er rætt um kjarabætur framtíðarinnar og þar segir að kjarabaráttan muni ekki snúast eingöngu um krónurnar í launaumslaginu eins og margoft hefur komið fram. Hún muni snúast um lífskjörin öll. Meira
11. júní 1998 | Leiðarar | 512 orð

leiðariÖRYGGISMÁL Í ÓLESTRI EÐ HLIÐSJÓN af þeim miklu umræðu

leiðariÖRYGGISMÁL Í ÓLESTRI EÐ HLIÐSJÓN af þeim miklu umræðum, sem átt hafa sér stað á undanförnum árum um öryggismál sjómanna, verður staða þessara mála, samkvæmt mati nefndar á vegum samgönguráðherra, að teljast með ólíkindum. Í skýrslu, sem nefndin skilaði fyrr í vikunni, kemur fram að vinnuslys um borð í íslenzkum skipum eru ótrúlega tíð. Meira

Menning

11. júní 1998 | Menningarlíf | 354 orð

Blásarakvintett Reykjavíkur setur hátíð í Frakklandi

BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur utan til Frakklands í dag en kvintettinum hefur verið boðið að leika á setningartónleikum fyrstu kammermúsíkhátíðar kastalans Chateau de Bagnols í Boujoulais- héraði sem standa mun yfir í allt sumar. Þaðan fer sveitin og heldur tónleika í litlu þorpi á Ítalíu á laugardag. Meira
11. júní 1998 | Fólk í fréttum | 148 orð

Collymore sparkað

ENSKI knattspyrnumaðurinn Stan Collymore hjá Aston Villa veittist að kærustu sinni, sænsku sjónvarpsþulunni Ulriku Jonsson, á krá í París í fyrrakvöld. Þar sátu þau og drukku öl með áhangendum skoska landsliðsins þegar Collymore, sem er ekki í enska landsliðshópnum, greip í hárið á kærustu sinni, ýtti henni í gólfið og sparkaði í hana. Meira
11. júní 1998 | Tónlist | 988 orð

Djasshátíð í Eyjum

Swingbandið: Reynir Sigurðsson, píanó, Grímur Helgason, klarinett, Helgi S. Skúlason og Dagur Bergsson, víbrafónar og trommur, Örn Arnarsson, bassi. Kvartett Ómars Axelssonar: Ómar, píanó, Hans Jensson, tenórsaxófónn, Gunnar Pálsson, bassi, og Þorsteinn Eiríksson, trommur. Meira
11. júní 1998 | Myndlist | 780 orð

Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig...

Verk eftir Carlotu Duarte og skjólstæðinga hennar frá Chiapas-héraðinu í Mexíkó. Til 20. júní. Opið mánudaga til fimmtudaga frá 9­21; föstudaga frá 9­19, og laugardaga frá 12­16. Aðgangur ókeypis. Sýningarskráin "ODELLA ­ að lifa af", kr. 1.500. Meira
11. júní 1998 | Fólk í fréttum | 86 orð

Enn bið eftir Kubrick

LANGÞREYTTIR aðdáendur leikstjórans Stanley Kubrick verða að bíða í nokkra mánuði til viðbótar eftir nýjustu mynd hans "Eyes Wide Shut". Upphaflega var stefnt að því að frumsýna myndina um síðustu jól, en nú hefur henni verið frestað til ársins 1999. Töfin þarf ekki að koma neinum á óvart enda Kubrick afar sérsinna. Meira
11. júní 1998 | Fólk í fréttum | 550 orð

Fallegt fólk, illt innræti

WILD Things er sakamálasaga sem gerist í smábæ í Flórída þar sem spunninn er flókinn samsæris- og svikavefur. Það er ekki fyrr en í síðustu senu myndarinnar sem hið sanna kemur í ljós. Kelly Van Ryan (Denise Richards) er ung og fögur stúlka sem segir móður sinni (Theresa Russel) að námsráðgjafinn sinn, Sam Lombardo (Matt, Dillon) hafi nauðgað sér. Meira
11. júní 1998 | Menningarlíf | 178 orð

Fyrirlestur og tónleikar

EPTA (Evrópusamband píanókennara) og Tónlistarskólinn í Reykjavík standa fyrir fyrirlestri og tónleikum í sal Tónlistarskólans í Reykjavík, Skipholti 33, sunnudaginn 14. júní kl. 17. Þar mun ísraelska tónskáldið og píanóleikarinn Gil Shohat leika Partítu nr. 6 í e-moll eftir J.S. Bach, sundurgreina verkið, útlista frá ýmsum hliðum og bregða nýju ljósi á flutning verka meistarans. Meira
11. júní 1998 | Fólk í fréttum | 555 orð

Gömul saga frá nýjum sjónarhóli

A THOUSAND Acres er byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Jane Smiley og segir sögu Cook fjölskyldunnar. Fjölskyldufaðirinn er hinn sterki Larry Cook, stórbóndi sem ræður ríkjum á frjósamri og gjöfulli 1.000 ekra jörð. Meira
11. júní 1998 | Bókmenntir | 841 orð

"Hljóðs bið eg allar kindir"

Ritstjóri: Gísli Sigurðsson Mál og menning 1998, 444 bls., auk 63 bls. inngangs. NÚ Á VORDÖGUM kom út hjá Máli og menningu vönduð heildarútgáfa eddukvæða í ritstjórn Gísla Sigurðssonar íslenskufræðings. Hér er um að ræða stóra bók í fallegu bandi og öskju, með mátulega stóru og læsilegu letri sem prentað er á endingargóðan pappír. Meira
11. júní 1998 | Fólk í fréttum | 392 orð

Kostulegur fáránleiki Perlur og svín

Framleiðsla: Friðrik Þór Friðriksson og Óskar Jónasson. Leikstjórn: Óskar Jónasson. Handrit: Óskar Jónasson. Kvikmyndataka: Sigurður Sverrir Pálsson. Tónlist: Ólafur Gaukur. Aðalhlutverk: Jóhann Sigurðsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Sam- myndir, maí 1998. Leyfð til sýninga fyrir alla aldurshópa. Meira
11. júní 1998 | Menningarlíf | 530 orð

Ljóð íslenskra skálda koma út í veglegri bók í Búlgaríu

Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur hefur haft milligöngu að verkinu hér á landi og segir okkur í stuttu máli frá tildrögum útgáfunnar. Vera Gancheva heitir búlgörsk kona, sem var stödd á Íslandi í þrjá mánuði síðasta vetur á Snorra Sturlusonar styrk. Hún starfaði að ákveðnu verkefni er fjallaði um eldri bókmenntir og vann á söfnum myrkranna á milli. Meira
11. júní 1998 | Menningarlíf | 191 orð

Ljósmyndir, textar og textílar frá Afganistan

INGA Margrét Róbertsdóttir sjúkraþjálfari heldur sýningu á ljósmyndum, textum og textílum í Listasafni Árnesinga á Selfossi, dagana 12.­28. júní og verður sýningin opnuð kl. 15.30 hinn 12. Ljósmyndirnar eru frá dvöl Ingu Margrétar þar sem hún var við störf á vegum Rauða kross Íslands í Mazar-i-Sharif, Kabúl og Kandahar. Meira
11. júní 1998 | Myndlist | 1042 orð

Niður náttúrunnar

Vignir Jóhannsson. Til 15. júní. Opið alla daga frá kl. 12-18, lokað mánudaga. VIGNIR Jóhannsson hefur farið ýmsar krókaleiðir á þeim tæplega tuttugu árum sem ferill hans spannar, því þróunin í myndlist hans hefur átt það til að taka ýmsar vendingar og hliðarspor. Ekki er langt síðan Vignir var að fást við landslagsmálverkið, þ.e.a.s. Meira
11. júní 1998 | Fólk í fréttum | 134 orð

Pavarotti skeggjaða kryddið

KRYDDPÍURNAR í Spice Girls eru ef til vill fáliðaðri eftir að Geri Haliwell sagði skilið við sveitina, en það háði þeim þeim ekki á góðgerðartónleikum síðastliðinn þriðjudag. Þá hljóp stórtenórinn Luciano Pavarotti í skarðið. "Þetta er skeggjaða kryddið," hrópaði aðdáandi þegar Pavarotti söng "Viva Forever" og skyggði óneitanlega dálítið á kryddpíurnar fjórar. Meira
11. júní 1998 | Fólk í fréttum | -1 orð

Reiðhjóladagur í Borgarnesi

NÝVERIÐ stóðu slysavarnadeild Þjóðbjargar og lögreglan í Borgarnesi ásamt Kiwanismönnum fyrir skipulögðum reiðhjóladegi á gamla íþróttavellinum í Borgarnesi. Sett var upp sérstök reiðhjólabraut með tilheyrandi þrautum fyrir hjólreiðafólkið. Meira
11. júní 1998 | Fólk í fréttum | 1055 orð

Sálin hans Jóns míns svífur enn

Sálin hans Jóns míns fagnar tíu ára hljómsveitarafmæli um þessar mundir og af því tilefni er ýmislegt á döfinni hjá sveitinni. Rakel Þorbergsdóttir hitti Guðmund Jónsson gítarleikara Sálarinnar fyrir skömmu. Meira
11. júní 1998 | Menningarlíf | 114 orð

Síðasta sýning á Poppkorni

NÚ ER aðeins ein sýning á Poppkorni eftir Ben Elton, breskum spennutrylli sem sýndur hefur verið á Smíðaverkstæðinu undanfarna mánuði, föstudaginn 12. júní. "Kvikmyndaleikstjóri sem þekktur er fyrir ofbeldismyndir fær Óskarsverðlaunin fyrir nýjustu mynd sína. Meira
11. júní 1998 | Menningarlíf | 527 orð

Skólaslit Tónlistarskólans í Reykjavík

TÓNLISTARSKÓLANUM í Reykjavík var slitið 29. maí sl. í Háteigskirkju í 68. sinn. Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík, undir stjórn Marks Reedman, lék fyrsta þátt Salzburg-sinfóníu W.A. Mozarts. Skólastjórinn, Halldór Haraldsson, flutti ræðu um helstu atburði skólaársins og efstu mál á baugi nú eins og væntanlegan Listaháskóla Íslands o.fl. Meira
11. júní 1998 | Fólk í fréttum | 337 orð

Stúlka í heimi stráka Bara stelpa (Kun en pige)

Leikstjórn: Peter Schrøder. Handrit: Peter Bay og Jørgen Kastrup. Kvikmyndataka: Kirk Bruel. Tónlist: Jan Glæsel. Aðalhlutverk: Waage Sandø, Inge Sofie Skovbe, Birthe Neuman, Puk Scharbau, Amelie Dollerub og Kristian Halken. lengd 195 mín. Dönsk. Háskólabíó, júní 1998. Leyfð öllum aldurshópum. HÉR er sögð ævisaga danska rithöfundarins Lise Norregaard, sem m.a. Meira
11. júní 1998 | Fólk í fréttum | 153 orð

Villi spæta aftur á flug

VILLI spæta eða "Woody Woodpecker" kemst bráðum aftur á flug hjá Universal-kvikmyndaverinu eftir að tæplega tuttugu ár eru liðin frá því síðasta teiknimynd var gerð með fuglinum bísperrta. Til stendur að gera nýjar og "ferskar" teiknimyndir með Villa spætu, sem kominn er hátt á sextugsaldur, og verður þáttaröðin frumsýnd í bandarísku sjónvarpi í haust. Meira
11. júní 1998 | Menningarlíf | 888 orð

Þriggja daga tónlistarhátíð

Í HVERAGERÐISKIRKJU hefst tónlistarhátíðin "Bjartar sumarnætur" á morgun, föstudaginn 12. júní, kl. 20.30 og stendur hún yfir í þrjá daga með jafnmörgum tónleikum, en hátíðin er framlag bæjarins til tónlistar- og menningarmála. Meginuppistaðan fyrsta tónleikadaginn eru verk frá 17. og 18. öld eftir barokktónskáld auk Sónötu fyrir flautu og píanó eftir Poulenc. Meira
11. júní 1998 | Fólk í fréttum | 241 orð

Þriggja verka sýning Íslenska dansflokksins

Á LISTAHÁTÍÐ Reykjavíkur hefur margt góðra verka verið sýnt bæði af innlendum og erlendum uppruna, flutt af íslenskum og erlendum listamönnum. Meðal þess sem hátíðin bauð upp á er sýning Íslenska dansflokksins á verkunum "Night" eftir Jorma Outinen sem hann byggir á þjóðlagi frá 9. Meira

Umræðan

11. júní 1998 | Aðsent efni | 664 orð

Aumasta betlimál samtímans

ÚT Á bátsnafnið Hafmey SF-100 barst mér fyrir allnokkru bréf frá Þingflokki jafnaðarmanna með ávarpinu "Ágætu sjómenn", ásamt "tillögu til þingsályktunar um veiðileyfagjald". Bréf þetta mun hafa verið fjölfaldað í stórum stíl og ætlað að rata í bréfalúgur flestra sjómanna landsins. Meira
11. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 569 orð

"Au pair" í Þýskalandi Frá Birni Ólafi Hallgrímssyni: Í SUNNUDAG

Í SUNNUDAGSBLAÐI Morgunblaðsins, 7. júní sl., var auglýsing frá þýskri fjölskyldu í Bremen, sem óskaði þar eftir að ráða "au pair" til eins árs frá miðjum ágúst eða 1. september nk. Auglýsing þessi sker sig ekki úr öðrum slíkum um sama efni, sem oft má sjá á síðum fjölmiðlanna, nema þá fyrir þær sakir, að viðkomandi á að vera "reyklaus" og svo því, að upplýsingar á staðnum veitir íslensk stúlka, Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 300 orð

Baráttan mun enda með sigri almennings

Á SJÓMANNADAGINN gerðist sá fáheyrði atburður, að sjávarútvegsráðhera gerði grín að almenningi í landinu og hreytti ónotum í kjósendur í nafni sægreifaaðalsins í landinu. Satt að segja minnti leikur hans á framferði Gísla Súrssonar, en hann lék Ingjaldsfíflið forðum, nema að ráðherra vafði um sig kvótanum og lét sem æriligast í þeirri von að almenningur léti blekkjast, eins og Börkur digri. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 625 orð

Ég játa!

ÉG JÁTA að ég er flæktur í "Landsbankamálið", ég játa að ég er ein af þessum viðbjóðslegu skepnum sem hafa makað krókinn og malað gull án þess að blikna eða blána. Þessu víkur þannig við að þegar ég unglingurinn, óharðnaður, var sem mest starfandi í hermanginu fyrir allmörgum árum, og mörg ár í beit, Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 685 orð

Geta dómstólar brotið lög?

DÓMSTÓLAR hafa það hlutverk að skera úr réttarágreiningi. Í því skyni túlka þeir lögin. Lagatúlkun er oft mikið álitamál og sýnist sitt hverjum. Ef úrskurði héraðsdóms er skotið til Hæstaréttar - svo sem oft er - kann honum að vera breytt eða hann jafnvel ógiltur. En þótt svo fari kemur fæstum til hugar að segja héraðsdómarann hafa brotið lög. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 645 orð

Hugleiðingar um lýðræðið

AÐ UNDANFÖRNU hefur margt verið skrifað og skeggrætt í pólitíkinni hér á landi og kemur þar margt til enda nýlega yfirstaðnar sveitarstjórnarkosningar og óvenjuleg spillingarmál hafa verið að koma upp á yfirborðið sem tengjast ríkisstjórninni. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 692 orð

Kveðja úr Laugarnesi eftir kosningar

FÉLAG sjálfstæðismanna í Laugarnesi er eitt af mörgum öflugum félögum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar starfar grasrót flokksins að undirbúningi kosninga og kynningu á stefnumálum flokksins. Sjálfstæðismenn í Laugarnesi hófu undirbúning að borgarstjórnarkosningunum snemma. Margir fundir voru haldnir og spáð í hvernig best væri að standa að baráttunni. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 248 orð

Magnús Óskarsson Hafragrautur, skeljar og Hjörvar HEL

HELGI Hjörvar, annar aðaleigandi hins pólitíska sameignarfélags Arnarsonar & Hjörvars, sem enn er í fullum rekstri þótt óvíst sé hvort það eigi fyrir skuldum, ritar grein í Morgunblaðið 6. þ.m. Líklega hafði hann greinina stutta til þess að hún yrði frekar lesin. Það var illa ráðið. Sjálfs sín vegna hefði hann heldur átt að hafa hana svo langa að enginn nennti að lesa hana. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 1148 orð

Miðhálendið

Í VETUR hefur skipulagsnefnd miðhálendisins unnið að því að svara þeim 350 blaðsíðum af athugasemdum sem bárust um skipulagstillöguna. Mun nefndin halda fund í Reykjavík í byrjun júlí þar sem svör hennar við athugasemdunum verða kynnt. Í kjölfarið verður væntanlega gefinn frestur til að gera athugasemdir við svörin, sem, samkvæmt forminu, á að stíla á umhverfisráðherra. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 725 orð

Ný hugmynd í byggðamálum

Þar fornar súlur flutu á land við fjarðasund og eyjaband, þeir reistu Reykjavík. Hún óx um tíu alda bil naut alls sem þjóðin átti til. Þannig kvað skáldið og enn ein öld hefur bætt stöðu Reykjavíkur og fært henni fólk og fjármuni til viðbótar. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 389 orð

Ráðgjöf um getnaðarvarnir á kvennadeild Landspítalans

Á KVENNADEILD Landspítalans er starfrækt ráðgjöf um getnaðarvarnir. Þar starfa tvær ljósmæður, hjúkrunarfræðingur og læknir. Tilgangur þessarar móttöku er að veita fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir, eins og nafnið bendir til. Þarna gefst kostur á að ræða þá möguleika sem til eru og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvaða getnaðarvörn hentar best í hverju tilviki fyrir sig. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 986 orð

Skammgóður vermir Sighvats

SIGHVATUR Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, gerði efnahagsmál nýlega að opinberu umtalsefni. Við það tilefni fór hann mikinn og tortryggði sérstaklega þá stefnu stjórnvalda að vilja, nú á tímum efnahagslegs uppgangs, beita aðhaldi í ríkisfjármálum. Stór hluti hinna auknu umsvifa í landinu stafar af sjávarútvegi. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 619 orð

Stórbrotin náttúra á Ströndum

Af Kálfatindum má sjá norður allar Strandir allt að Hornbjargi, segir Haukur Jóhannesson, og til austurs sést yfir Húnaflóa og Skaga allt til Tröllaskaga. AUSTURSTRANDIR er svæðið nefnt austan Hornbjargs allt suður í Kaldbaksvík. Tiltölulega fáir ferðamenn fara um þetta svæði. Hluti þess er allerfiður yfirferðar og akfær vegur nær aðeins norður í Ingólfsfjörð. Meira
11. júní 1998 | Bréf til blaðsins | 277 orð

Sverrir er minn maður Frá Guðmundi Sigtryggssyni: ÉG undirritaðu

ÉG undirritaður er fæddur á Langanesinu og alinn upp í Þistilfirðinum á kreppuárunum. Þá var það kaupfélagið sem sá um að fólkið fengi útteknar brýnustu nauðsynjar. Árið 1934 var ég kominn í fóstur á íhaldsheimili eins og það var kallað í þá daga. Þá kom til valda vinstri stjórn með Hermann Jónasson sem forsætisráðherra. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 576 orð

VINNÍS ­ "Ég heyri bara það sem ég vil heyra"

ÞETTA hafa sumir haft sem aðalsmerki, en í nútíma þjóðfélagi heyrum við ýmislegt annað en okkur langar til að heyra hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hér er átt við þá hávaðamengun sem dynur yfir okkur úr öllum áttum og margir telja einn af stærstu mengunarvöldum dagsins í dag. Eins getur staðhæfingin í fyrirsögninni verið vegna þess að viðkomandi sé að afsaka skerta heyrn. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 1042 orð

Vímuefni og Íslendingar

Á KOSNINGADAGINN 23. maí síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu eftir undirritaðan um hinar ólíku hliðar fíkniefnaneyslunnar. Ég hélt satt að segja að greinin hefði drukknað mitt í allri greinasúpunni um verðleika hinna ýmsu framboða en svo fór nú reyndar ekki alveg. Nokkrum dögum síðar blandaði sér í umræðuna Þórhildur G. Meira
11. júní 1998 | Aðsent efni | 929 orð

Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum

RÚNAR Kristjánsson hefur tvisvar skrifað í Morgunblaðið undanfarið og vakið verðskuldaða athygli á hinum svokallaða "þjóðargrafreit" fyrir aftan kirkjuna á Þingvöllum. Spurningin er þessi: hvern á að jarða þarna í framtíðinni eða á ef til vill að flytja til bein hinna látnu eina ferðina enn og endurgrafa þá í miðjum reitnum, Meira

Minningargreinar

11. júní 1998 | Minningargreinar | 174 orð

Bjarney Sigríður Jóhannsdóttir

Elsku amma okkar er látin. Við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við geymum margar fallegar minningar um þig sem eiga eftir að fylgja okkur um ókomna tíð. Þú varst ávallt svo góð við okkur krakkana, alltaf með nýbakaðar vöfflur eða pönsur þegar við komum í heimsókn. Þú varst alvön í eldhúsinu, starfaðir sem matráðskona í mörg ár. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 54 orð

Bjarney Sigríður Jóhannsdóttir

Okkur langar til að minnast ömmu okkar. Nú legg ég augun aftur. Ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Guð blessi minningu þína. Hvíl í friði, elsku amma. Ástrídur og Hrafnhildur. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 88 orð

BJARNEY SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR

BJARNEY SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR Bjarney Sigríður Jóhannsdóttir fæddist í Arnarfirði 6. apríl 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðríður Einarsdóttir ljósmóðir og Jóhann Guðmundsson sjómaður, sem bjuggu á Dynjanda í Arnarfirði. Eignuðust þau 17 börn og náðu tíu þeirra fullorðinsaldri en eru öll látin nú. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 82 orð

Daði Björnsson

Í örfáum orðum langar okkur að minnast föðurbróður okkar Daða Björnssonar sem nú er látinn. Daði var ókvæntur og barnlaus, og var hann okkur systrunum mjög góður frændi. Það hefði verið honum mjög á móti skapi að skrifuð hefði verið löng minningargrein um hann, en okkur langar til að þakka honum fyrir alla þá góðvild og örlæti sem hann sýndi okkur og fjölskyldum okkar. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 61 orð

Daði Björnsson

Elsku frændi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 56 orð

Daði Björnsson

Elsku Daði minn. Ég sakna þín, mér finnst svo tómlegt þegar þú ert farinn til Guðs. Þú varst svo góður við okkur systurnar. Ég held að Loðbrandur, sem þú varst búinn að hæna að þér, verði aftur að villiketti. Ég held líka að hann sakni þín. Mér finnst leiðinlegt að þú ert dáinn. Kristín Hafsteinsdóttir. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 145 orð

DAÐI BJÖRNSSON

DAÐI BJÖRNSSON Daði Björnsson fæddist á Straumi á Skógarströnd 2. október 1911. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Katrín Daðadóttir og Björn Kristjánsson. Systkini Daða voru fjögur, Kristján, María og Ragnheiður, sem öll eru nú látin, en eftirlifandi er Ragnar. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 532 orð

Fanney (Stella) Jónsdóttir

Það var sunnudaginn 10. maí sl. (mæðradaginn). Ég var á námskeiði frá kl. 13­16.30. Á leiðinni heim ákvað ég að koma við í Langagerðinu en hætti snögglega við og sneri við og fór í blómabúð til að færa fósturmóður minni blóm í tilefni dagsins. Þau, þ.e. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 32 orð

FANNEY (STELLA) JÓNSDÓTTIR

FANNEY (STELLA) JÓNSDÓTTIR Fanney Jónsdóttir, Stella, fæddist í Keflavík 11. nóvember 1941. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 10. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 15. maí. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 90 orð

Grímur Aðalbjörn Grímsson

Hinsta kveðja til föður, tengdaföður og afa Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 49 orð

Grímur Aðalbjörn Grímsson

Hinsta kveðja til vinar míns Gríms A. Grímssonar. Þá aftur lykjum augum vér, og úti lífs er stundin, þá heimsins leikur liðinn er, og loks vér festum blundinn, í gröf vér hljótum hvíldarstað, þar heimsins glaumur kemst ei að, þar loks er friður fundinn. Fríða Breiðfjörð Arnardóttir. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 347 orð

Grímur Aðalbjörn Grímsson

Hve allt sem í skóla skeði skín í heillandi ljóma, andvökur, áminningar, ástir og fjárhaldsmenn. Og ýmislegt af þessu stendur ennþá í fullum blóma og jörðin er yndisleg enn. (Tómas Guðm. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 231 orð

Grímur Aðalbjörn Grímsson

Nú er hann afi minn Grímur komin til Guðs að hitta pabba sinn, langafa minn. Ég man, afi minn, þegar þú tókst mig oft með þér að þrífa og gera við rútuna þína og við tókum okkur góðan tíma í það saman, bara við tveir vinirnir. Stundum fékk hún amma mín að vera með okkur. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 295 orð

Grímur Aðalbjörn Grímsson

Vinur minn Grímur Aðalbjörn Grímsson er látinn. Hann varð aðeins 46 ára gamall. Aldurinn er sannarlega ekki hár en eigi að síður var Grímur búinn að reyna afskaplega margt á sinni stuttu ævi og síðustu árin þreyttu sálina. Einhvern veginn fór svo margt öðruvísi en það átti að gera og væntingarnar létu á sér standa. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 110 orð

Grímur Aðalbjörn Grímsson

Mig langar með fáeinum orðum að kveðja æskuvin minn Grím Aðalbjörn Grímsson. Ótal minningarbrot koma upp í huga minn er ég hugsa til baka. Við vorum ekki gömul er við lékum okkur saman í sveitinni okkar. Yfirleitt var þetta búleikur með kökum skreyttum sóleyjum og með húsdýrum sem voru leggir, horn og kjálkar. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 121 orð

GRÍMUR AÐALBJÖRN GRÍMSSON

GRÍMUR AÐALBJÖRN GRÍMSSON Grímur Aðalbjörn Grímsson fæddist á Svarfhóli í Geiradal í A-Barðastrandarsýslu 27. júlí 1951. Hann lést í Reykjavík 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Svava Þórólfsdóttir, f. 20. júlí 1921, og Grímur Grímsson, f. 16. maí 1903, d. 24. janúar 1984. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 322 orð

Hrafnhildur Brynja Flosadóttir

Tíminn er afstæður og minningarnar sem fljúga um í huga mínum eru miklu nær en árin sem þær tilheyra. Eldri börn Flosa bróður míns og yngri börnin mín eru á sama aldri, og það voru aldrei margir dagar á milli þess að þau hittust og léku sér saman. Aðalsteinn elstur og stærstur, Gulla og Kata mín jafngamlar, og Hrafnhildur og Gunnar minn jafngömul. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 28 orð

HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR

HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR Hrafnhildur Brynja Flosadóttir fæddist á Ísafirði 21. febrúar 1974. Hún lést af slysförum 1. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 9. júní. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 587 orð

Ingibjörg Indriðadóttir

Þegar það fréttist að Ingibjörg Indriðadóttir kennari frá Höfðabrekku í Kelduhverfi væri látin ákváðum við nokkrir nemendur hennar frá árunum 1955­1957 að hittast og rifja upp gamlar minningar. Sú stund var ljúf og mikilsverð fyrir okkur öll. Meira
11. júní 1998 | Minningargreinar | 31 orð

INGIBJÖRG INDRIÐADÓTTIR

INGIBJÖRG INDRIÐADÓTTIR Ingibjörg Indriðadóttir fæddist í Kelduneskoti í Kelduhverfi 19. apríl 1929. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík hinn 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garðskirkju 25. maí. Meira

Viðskipti

11. júní 1998 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Órói í Asíu styrkir stöðu skuldabréfa SKULDABRÉF styrktust aí gær vegn

SKULDABRÉF styrktust aí gær vegna nýrrar ringulreiðar í Asíu, en seigur Dow í New York hafði jákvæð áhrif á evrópskum verðbréfamörkuðum. Í gjaldeyrisviðskiptum beindist athyglin að veikleika jensins, sem vakti ugg um gengisfellingar í Kína og Hong Kong og leiddi til allt að 5% lækkunar á asískum hlutabréfamörkuðum. Meira

Daglegt líf

11. júní 1998 | Neytendur | 614 orð

Fjarðarkaup lækka verð á þúsundum vöruliða

UNDANFARNA daga hafa keppinautar Hagkaups verið að svara þeirri verðlækkun sem gerð var þegar rekstrarfyrirkomulagi Hagkaups var breytt nýlega. Verð hefur verið lækkað á 4.000-5.000 vöruliðum í Fjarðarkaupum. Hjá 10-11 verslununum hefur einnig átt sér stað mikil verðlækkun. Meira
11. júní 1998 | Neytendur | 368 orð

Gamlar vöggur varasamar

Á NÆSTA ári taka gildi evrópskir staðlar um útbúnað fyrir börn. Herdís Storgaard, barnaslysavarnafulltrúi hjá Slysavarnafélagi Íslands segir að staðlarnir eigi að tryggja neytendum að verið sé að framleiða vörurnar samkvæmt ströngum öryggiskröfum. Meira
11. júní 1998 | Neytendur | 64 orð

Húsráð

EF sá á litlum fræjum er gott að blanda sandi saman við svo þau festist ekki saman. Hafi fólk ekki tíma til að strauja þvottinn beint af snúrunni má setja hann í plastpoka og í frysti. Fyrir bragðið verður hann eins og nýtekinn af snúrunni þegar tími vinnst til að strauja. Meira
11. júní 1998 | Neytendur | 83 orð

Nikótínfrír úði

KOMINN er á markað nikótínfrír úði fyrir þá sem vilja ná tökum á tóbaksfíkninni. Úðinn er framleiddur í Noregi og hefur fengið samþykki Lyfjaeftirlits ríkisins hér á landi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu i&d segir að í úðanum séu virk efni sem eiga að draga úr tóbakslöngun og létta á fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt auk þess sem efni í úðanum er ætlað að draga úr hungurtilfinningu. Meira

Fastir þættir

11. júní 1998 | Í dag | 40 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 11. júní, verður fimmtugur Jón Gunnar Gunnarsson frá Hornafirði. Hann og sambýliskona hans Tomcsányi Zsuzsanna taka á móti vinum og ættingjum að heimili sínu Naphegy tér 4, Búdapest þegar þeir eiga leið um. Meira
11. júní 1998 | Fastir þættir | 792 orð

Fjölmiðlarnir og samtryggingin

ÞAÐ er víst að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn eina ferðina um Sverri og Landsbankann. En ef rétt er sem fullyrt er í síðasta Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að hér sé um að ræða "eitt mesta mál, Meira
11. júní 1998 | Fastir þættir | 199 orð

Hallgrímskirkja.

CARROLL Thompson verður með raðsamkomur dagana 11. til 14. júní í Fíladelfíu og hefjast þær kl. 20 hvert kvöld. Caroll Thompson hefur verið í þjónustu Drottins í rúmlega 40 ár. Hann fór ungur sem kristniboði til Brasilíu á vegum baptista þar sem hann þjónaði í um það bil sjö ár. Meira
11. júní 1998 | Í dag | 317 orð

Löng biðröð ­ léleg afgreiðsla GUÐNÝ hafði samband við Velv

GUÐNÝ hafði samband við Velvakanda og sagðist hafa mætt á skrifstofu lögreglustöðvarinnar klukkan rúmlega níu sl. þriðjudag til að endurnýja ökuskírteini. Segir hún að þegar hún kom hafi verið fjórir á undan henni en eftir smástund voru 20 manns í biðröð. Meira
11. júní 1998 | Dagbók | 716 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru út Skógarfoss, Guðbjörg ÍS, Snorri Sturluson, Viðey, Siglir og Mælifell. Hanse Duo kom inn og fór aftur út og inn komu Örfirisey og Edinburgh Castle. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær fór út Hanse Duo og Sléttbakur fór á veiðar. Meira
11. júní 1998 | Í dag | 486 orð

ÝLEGA henti það kunningja Víkverja, sem er flugmaður, a

ÝLEGA henti það kunningja Víkverja, sem er flugmaður, að hann lenti í útistöðum við tollinn, þar sem svo virðist vera sem menn hafi ekkert lært og ekkert þróazt frá því fyrir 30 árum að slökkviliðsstjórinn í Reykjavík háði harða baráttu fyrir því að öryggishjálmar slökkviliðsmanna skyldu ekki lenda í sama tollflokki og pípuhattar. Meira
11. júní 1998 | Í dag | 33 orð

ÞESSAR ungu myndarlegu stúlkur færðu Rauða krossi Íslands 1.761 kr. að gjöf, e

ÞESSAR ungu myndarlegu stúlkur færðu Rauða krossi Íslands 1.761 kr. að gjöf, en peningunum söfnuðu þær á tombólu. Þeir heita frá vinstri talið: Fjóla Kristín Guðmundsdóttir, Elísa Lífdís Malmo Óskarsdóttir og Oddný Alda Bjarnadóttir. Meira
11. júní 1998 | Í dag | 31 orð

ÞESSIR krakkar héldu fyrir skömmu hlutaveltu á Arnarhrauni í Hafnarfirði og lé

ÞESSIR krakkar héldu fyrir skömmu hlutaveltu á Arnarhrauni í Hafnarfirði og létu afraksturinn, rúmlega 2.800 kr., renna til Barnaspítala Hringsins. Á myndinni eru Sveinn Magnús, Kolbrún Fjóla, Rakel og Auður Inga fremst. Meira

Íþróttir

11. júní 1998 | Íþróttir | 245 orð

A-riðill

Brasilía - Skotland2:1 París, fyrsti leikur HM í Frakklandi, A-riðill, miðvikudaginn 10. júní 1998. Nörk Brasilíu:Cesar Sampaio 4., Tommy Boyd 73. sjálfsm. Mark Skotlands:John Collins 38. vsp. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 206 orð

Björgvin til Hameln BJ

BJÖRGVIN Þór Björgvinsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handknattleik, sem leikið hefur með KA síðustu ár er þessa dagana í samningaviðræðum við þýska 2. deildar liðið Hameln sem Alfreð Gíslason þjálfar. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 84 orð

Brasilía enn sigurstranglegast LA

LANDSLIÐ Frakklands þykir sífellt líklegra til að vinna HM að mati veðbanka í Englandi en heimsmeistarar Brasilíu eru enn taldir sigurstranglegastir. Líkurnar á því að Brasilía verði heimsmeistari eru nú ellefu á móti fjórum en sex á móti einum að Frakkland vinni. Ítalir og Þjóðverjar koma næstir með líkurnar 8-1, þá Englendingar með 9-1 og Argentína með 10-1. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 344 orð

B-riðill AUSTURRÍKI (Nr. leikmanns, nafn, fæðin

(Nr. leikmanns, nafn, fæðingard., félag.) 1 Michael Konsel06/03/62Roma (m.v) 2 Markus Schopp22/02/74Sturm Graz 3 Peter Schottel26/03/67Rapid Vín 4 Anton Pfeffer17/08/65Austria Vín 5 W. Feiersinger30/01/65Dortmund 6 W. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 80 orð

Del Piero er enn meiddur ÍTALIR v

ÍTALIR verða án framherjans snjalla Alessandro Del Piero þegar þeir mæta Chile í dag. Del Piero, sem er tognaður, hafði vonast eftir að verða tilbúinn í tæka tíð en viðurkenndi í gær að hann þarfnaðist lengri tíma. "Batinn er hægur og það er ljóst að ég leik ekki gegn Chile. Ég held áfram að æfa og vonandi verð ég tilbúinn fyrir leikinn gegn Kamerún," sagði Del Piero í gær. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 221 orð

Frjálsíþróttir

Alþjóða stigamót Braitslava, Slóvakíu KONUR Stangarstökk 1. Daniela Bartova (Tékklandi)4,51 2. Stacy Dragila (Bandar.)4,36 3. Vala Flosadottir (Íslandi)4,31 Þrístökk 1. Sarka Kasparkova (Tékklandi)14,82 2. Tatyana Lebedyeva (Rússlandi)14,45 3. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 186 orð

Golf

Opna Dilettomótið Opna Diletto var haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti 7. júní sl. Leiknar voru 18 holur ,Leikið var höggleikur m/forgjöf. Keppt var í þremur forgjafarflokkum, forgjafaflokkur A-flokkur 0-22 fgj, B-flokkur 23-27fgj, C-flokkur 28-36 fgj. Verðlaun voru veitt fyrir 3. efstu sætin í hverjum flokk fyrir sig. Næstur holu í upphafshöggi á 2. og 6. Keppendur voru 68. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 283 orð

Íslenskur sigur raunhæfur

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti landsliði Spánverja í undankeppni heimsmeistaramóts kvennalandsliða á Kópavogsvelli næstkomandi sunnudag. Þetta er seinni viðureign liðanna, en þau gerðu markalaust jafntefli á Spáni 31. maí sl. Vanda Sigurgeirsdóttir, landsliðsþjálfari, tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir leikinn í gær og er hann óbreyttur frá Spánarförinni. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 20 orð

Knattspyrna 2. deild karla:

Knattspyrna 2. deild karla: Sandgerði:Reynir - Fjölnir20 Siglufjörður:KS - Völsungur20 Þorlákshöfn:Ægir - Víðir20 3. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 77 orð

KNATTSPYRNABrasilía hóf t

CESAR Sampaio frá Brasilíu gerði fyrsta mark Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem hófst í París í gær. Giovanni, Junior Baiano og Rivaldo fögnuðu marki Sampaios, sem er annar frá hægri, en hann skoraði þegar á 4. mínútu á móti Skotum og hefur mark ekki áður verið gert svo snemma í fyrsta leik HM. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 359 orð

Nýtt miðherjapar hjá silfurliði Ítala

Ítalía mætir Chile í 2. riðli HM í Bordeaux í Frakklandi í dag og verða Roberto Baggio og Christian Vieri miðherjar saman í fyrsta sinn. Í liði mótherjanna eru Ivan Zamorano og Marcelo Salas, eitt besta miðherjapar heims, sem gerðu 23 af 32 mörkum Chile í undankeppninni. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 123 orð

Ravanelli fer heim FABRIZIO Ravanelli,

FABRIZIO Ravanelli, leikmaður ítalska landsliðsins, er með inflúensu og missir því af úrslitakeppni HM. Enrico Chiesa, leikmaður Parma, kemur í hans stað en hann hefur æft með ítalska hópnum í Frakklandi. Lið gátu breytt leikmannahópi sínum fram að fyrsta leik og því voru Ítalir á síðustu stundu að gera breytingar. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 429 orð

Sjálfsmark Skota vatn á myllu Brassa

Heimsmeistarar Brasilíu hófu titilvörnina með sigri á Skotlandi í fyrsta leik Heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi. Cesar Sampaio gerði fyrsta mark keppninnar, skallaði eða jafnvel stjakaði knettinum með öxlinni í net Skota eftir hornspyrnu Bebetos frá vinstri þegar á fjórðu mínútu. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 239 orð

SVERRIR Sverrisson skoraði eina mark

SVERRIR Sverrisson skoraði eina mark Malmö er liðið tapaði 2:1 fyrir Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Malmö er í þriðja neðsta sæti deildarinnar eftir 9 umferðir með 8 stig. Elfsborg er í 5. sæti með 14 stig. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 328 orð

Sýnd veiði en ekki gefin

Noregur og Marokkó skildu jöfn, 2:2, í frábærum knattspyrnuleik í borginni Montpellier í gærkvöldi. Marokkómenn sýndu allar sínar bestu hliðar og komu norsku víkingunum hvað eftir annað á óvart með hraða sínum og leikni. Liðin eru nú jöfn í A-riðli með eitt stig í öðru og þriðja sæti en Brasilíumenn eru efstir eftir sigurinn gegn Skotum. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 81 orð

Ungir móti gömlum AUSTURRÍKI vonar a

AUSTURRÍKI vonar að reynslan gagnist í leiknum við táningana hjá Kamerún í kvöld. 11 í leikmannahópi Austurríkis eru eldri en 30 ára en sjö menn Kamerún eru 23 ára eða yngri. "Mjög mikilvægt er að fá þrjú stig í fyrsta leik því annars verður þetta erfitt," sagði austurríski miðvörðurinn Anton Pfeffer. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 90 orð

Vernharð fær fjárstuðning

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að Akureyrarbær verði þátttakandi í fjárstuðningi til Vernharðs Þorleifssonar, júdómanns úr KA. Samkvæmt ákvörðuninni greiðir Akureyrarbær mánaðarlega 30.000 kr. í sérstakan styrktarsjóð Vernharðs. Á fundi bæjarráðs fyrir helgi var lagt fram bréf þar sem leitað var til Akureyrarbæjar og nokkurra fyrirtækja um aðild að styrktarsjóði. Meira
11. júní 1998 | Íþróttir | 128 orð

Zico segir reglurnar ganga of skammt

ZICO, aðstoðarþjálfari Brasilíu og fyrrverandi leikmaður landsliðsins, er óánægður með túlkun á reglum FIFA sem eiga að koma veg fyrir tæklingar aftan frá. Hann telur reglurnar ganga of skammt. Þegar reglurnar voru fyrst kynntar var sagt að allar tæklingar aftan frá myndu skilyrðislaust leiða til brottvísunar, jafnvel þótt leikmaður hafi verið að reyna að ná til knattarins. Meira

Sunnudagsblað

11. júní 1998 | Sunnudagsblað | 1312 orð

VALKOSTUR FYRIR LISTAHÁSKÓLA

ÉG er sannfærður um að stofnun Listaháskóla Íslands nýtur nánast samhljóma fylgis hjá þjóðinni. Sameining allra listgreina undir eitt þak við sómasamlegar aðstæður mun gjörbreyta menntunarmöguleikum og menningarumhverfi í landinu. Húsnæðisöngþveiti og skortur á skipulagi eru farin að hafa veruleg og augljós áhrif á möguleika ungs fólks til listrænnar menntunar. Meira

Úr verinu

11. júní 1998 | Úr verinu | -1 orð

Ekki er allur fengur til fjár

HAFBORG SF 116, sem er 30 tonna bátur, fékk í síðustu viku 10 metra langan hákarl í net sín í Hornafjarðardýpi. Að sögn Sigurðar Guðmundssonar skipstjóra á Hafborginni var hákarlinn nærri dauður þegar netin voru dregin en honum hafði tekist að valda töluverðu tjóni, því tvö netanna eru alveg ónýt. Hákarlinn var dreginn á land og var ætlunin að hann færi í vinnslu á Eskifirði. Meira
11. júní 1998 | Úr verinu | 629 orð

Útlit fyrir áframhaldandi hækkanir

ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI sjávarafurða hefur hækkað mun meira á þessu ári en ráð var fyrir gert í þjóhagsspá. Þannig hefur afurðaverðmæti þorskaflans aukist um 30% á fyrstu 4 mánuðum þessa árs samnborið við sama tíma í fyrra. Orsakir þessa má rekja til minnkandi framboðs á erlendum mörkuðum, sérstaklega á bolfiskafurðum, samfara samdrætti í fiskafla nágrannaþjóðanna. Meira

Viðskiptablað

11. júní 1998 | Viðskiptablað | 448 orð

12­15% hlutafjáraukning nú í sumar

ÁKVEÐIÐ hefur verið, að undangengnu lokuðu útboði meðal fimm erlendra fjármálafyrirtækja, að semja við JP Morgan-fyrirtækið um að annast virðismat á Landsbankanum og ráðgjöf vegna undirbúnings á hlutafjárútboði. Stefnt er að því að útboðið fari fram fyrir mitt sumar og gert er ráð fyrir að hlutafjáraukningin nemi 12­15%. Halldór J. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 400 orð

700 milljóna króna eigið fé

OLÍUSAMLAGI Keflavíkur og nágrennis, sem er einn af stærstu hluthöfum í Olíufélaginu hf. Esso, var breytt í einkahlutafélag í byrjun ársins. Félagið var stofnað fyrir 60 árum og hefur ávallt verið rekið í samlagsformi. Við formbreytinguna eignast 140 einstaklingar og fyrirtæki hlutafé að nafnverði 550 milljónir kr. en eigið fé þess er enn meira. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 198 orð

Belgískur sigur í bankaslag

STJÓRN Générale Bank hefur afstýrt yfirtökutilraun hollenzka risans ABN AMRO og tryggt að stærsti banki Belgíu verði áfram í eigu Belga með því að samþykkja tilboð belgísk-hollenzka fjármálafyrirtækisins Fortis AG. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 461 orð

Boða bandaríska fagmennsku í íslensku útvarpi

TALSVERÐAR áherslubreytingar eru boðaðar í rekstri útvarpsstöðva í eigu Fíns miðils ehf. á næstunni, eftir að nýr útvarpsstjóri tók þar til starfa á mánudag í stað Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, sem látið hefur af störfum. Nýi útvarpsstjórinn er Bandaríkjamaður að nafni Bruce Law. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 214 orð

Cunard hyggur á smíði risaskipa

CUNARD skemmtiferðaskipafélagið hefur skýrt frá fyrirætlunum um smíði nýs risafarþegaskips, Project Queen Mary, sem muni kalla fram "anda liðins tíma þægilegra ferðalaga á sjó". Forstjóri Cunards, Larry Pimentel, sagði að fyrirætlunin mundi leiða til smíði "stærsta og mikilfenglegasta" farþegaskips, sem smíðað hefði verið, og að það yrði "ímynd glæsileika, stíls og þokka". Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 233 orð

ÐEimskip eykur flutninga frá Nýfundnalandi

EIMSKIP hf. hefur aukið flutninga milli Nýfundnalands, Íslands og Evrópu á síðustu vikum, einkum flutninga með sjávarafurðir frá Nýfundnalandi á markaði í Evrópu, segir í frétt frá Eimskipafélagi Íslands. Fyrstu fimm mánuði þessa árs flutti Eimskip um 13% meira magn frá Nýfundnalandi en á sama tímabili í fyrra og útlit er fyrir áframhaldandi mikla flutninga á þessari leið á næstu mánuðum. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 127 orð

ÐKraftvélar fá umboð fyrir Atlet-vörulyftara

KRAFTVÉLAR ehf. tóku nýverið við umboðssölu á Atlet vörulyfturum. Atlet er sænskt fyrirtæki sem var stofnað árið 1958 af Knut Jakobsson, aðaleiganda fyrirtækisins og stjórnarformanni þess. Fyrirtækið hefur á þessum 40 árum skipað sér á meðal evrópskra fyrirtækja með ársveltu upp á nærri 8 milljarða króna. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 900 í 26 löndum. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 195 orð

ÐSól-Víking fær Carlsberg CARLSBERG A/S í Danmörku og Sól-Víking

CARLSBERG A/S í Danmörku og Sól-Víking hf. hafa gengið frá samningum um Sól-Víking taki við Carlsbergumboðinu hér á landi og jafnframt leyfi til að brugga öl undir merkjum Carlsberg. Egill Skallagrímsson hf. sem hefur verið með umboðið fyrir Carlsberg ásamt Tuborg en mun nú einbeita sér að framleiðlu og sölu á Tuborg. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 149 orð

ÐSuðurnesin semja við franskt hérað

RAMMASAMNINGUR um samvinnu milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og sendinefndar frá Charente Maritime-héraði í Frakklandi var undirritaður í samkomuhúsi hitaveitunnar við Svartsengi í gær. "Suðurnes og Charente Maritime eiga ýmislegt sameiginlegt, einkum á sviði ferðamála og sjávarútvegs. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 1008 orð

Framtíðin í Eystrasaltinu

ÁSA Einarsdóttir er nýráðinn framkvæmdastjóri á fjármálasviði hjá þýska skipaflutningafélaginu Bischoff Gruppe sem Samskip hefur keypt. Elmar Gíslason ræddi við hana á dögunum og forvitnaðist um starfsemi þessa nýja dótturfyrirtækis Samskipa sem hefur aðsetur í Bremen og hvaða augum Ása lítur möguleika þess í framtíðinni. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 755 orð

Hvað má gera til að örva hlutabréfamarkaðinn?

ÍSLENSKI hlutabréfamarkaðurinn hefur verið mjög rólegur það sem af er árinu. Úrvalsvísitala Verðbréfaþings lækkaði um 0,5% á fyrsta ársfjórðungi og hélt áfram að lækka í apríl, en í maí tók hún nokkurn kipp sem má meðal annars rekja til frétta af auknum þorsk- og loðnukvóta. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 185 orð

Íslandsbanki bauð best

LANDSSÍMI Íslands hf. hefur gert samning við Íslandsbanka hf. um að bankinn annist öll bankaviðskipti félagsins. Samningurinn var undirritaður í gær af Guðmundi Björnssyni forstjóra Landssímans og Vali Valssyni bankastjóra Íslandsbanka. Ákveðið var í lok apríl sl. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 1332 orð

Markaðsvirði áætlað 4,3 milljarðar kr.

Gengi hlutabréfa Íslenskra aðalverktaka hf. gæti orðið um 3,1, samkvæmt lauslegu mati sérfræðinga Verðbréfastofunnar hf., og markaðsvirði fyrirtækisins því 4,3 milljarðar kr. þegar hafin verður sala á hlut ríkisins og Landsbankans í haust. Í grein Helga Bjarnasonarkemur fram það álit að hagnaður síðasta árs, alls um 215 milljónir kr. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 211 orð

Mirror vill ekki vera án MacKenzie

MIRROR fjölmiðlafyrirtækið í Bretlandi kveðst ekki hafa í hyggju að leysa af hólmi hinn gamalreynda æsifréttamann Kelvin MacKenzie, sem hefur óvænt sagt upp störfum sem næstráðandi fyrirtækisins. Þegar MacKenzie sagði af sér beið Mirror enn frétta frá Axel Springer blaðaútgáfunni í Þýzkalandi, sem lét í ljós áhuga á Mirror fyrir hálfum mánuði, Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 127 orð

Murdoch maður frá Post til Sun

RUPERT Murdoch, stjórnarformaður News Corp, hefur gert vararitstjóra New York Post, David Yelland, að ritstjóra æsifréttablaðsins Sun í London. Yelland tekur við af Stuart Higgins, sem "sagði af sér" og tekur við "hárri stöðu" hjá News Corp í London samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Talið er að Murdoch vilji færa Sun upp á æðra svið. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 159 orð

Olíusamlag

Olíusamlagi Keflavíkur og nágrennis, sem er einn af stærstu hluthöfum í Olíufélaginu hf. Esso, var breytt í einkahlutafélag í byrjun ársins. Félagið var stofnað fyrir 60 árum og hefur ávallt verið rekið í samlagsformi. Við formbreytinguna eignast 140 einstaklingar og fyrirtæki hlutafé að nafnverði 550 milljónir kr. en eigið fé þess er enn meira. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 238 orð

Ríkisspítalar leigja HP tölvur

RÍKISSPÍTALAR hafa gert umfangsmikinn samning við Opin kerfi hf. um svokallaða HP Finans tæknileigu á a.m.k. 250 einkatölvum frá Hewlett-Packard fram til ársins 2001. Um er að ræða stærsta samning sinnar tegundar sem opinber stofnun hefur gert hér á landi en fyrr á árinu gerði ríkisskattstjóri sambærilegan samning við Opin kerfi, að því er fram kemur í frétt frá Opnum kerfum. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 65 orð

Sameining orkuveitukerfa

HJÖRTUR Ólafsson sem annast hefur orkureikninga og innheimtukerfi hjá Stika ehf., hefur gengið til samstarfs við Forritun ehf. Hjörtur verður starfsmaður fyrirtækisins og flyst sú þjónusta sem hann hefur áður sinnt til Forritunar sem þjónustar nú fjölda orkuveitna víða um land. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 236 orð

Stofnun hagsmunasamtaka í sjónmáli

AUKIN menntun og þjálfun starfsfólks og stjórnenda og skynsamleg nýting náttúru landsins eru á meðal þeirra markmiða sem samþykkt voru á undirbúningsfundi hagsmunasamtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu nýverið. Áslaug Alfreðsdóttir, formaður Sambands veitinga- og gistihúsa, sagði í samtali við Morgunblaðið að stofnun slíkra samtaka hafi margsinnis komið til tals á liðnum árum án árangurs. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 211 orð

Sækjum á brattann

UM 90 fyrirtæki og stofnanir taka þátt í Atvinnuvegasýningu Vestfjarða 1998 sem haldin verður um helgina í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. Yfirskrift sýningarinnar er Tindur, sækjum á brattann. Markmið Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. sem stendur fyrir sýningunni er að beina sjónum að vestfirsku atvinnulífi, spennandi vaxtarmöguleikum og uppbyggingu í fjórðungnum. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 177 orð

Umtalsverður gengishagnaður fyrirtækja

GENGI krónunnar hefur hækkað um rúm 2% á árinu, ef miðað er við gengisvísitölu Seðlabankans, segir í frétt frá Viðskiptastofu Íslandsbanka. Því hafa erlendar skuldir fyrirtækja lækkað í krónum talið og á meðfylgjandi mynd er gengishagnaður nokkurra þeirra borinn saman. Meira
11. júní 1998 | Viðskiptablað | 1080 orð

Viðskiptafyrirkomulag til endurskoðunar

Mönnum hefur verið tíðrætt um að rólegra hafi verið á hlutabréfamarkaði að undanförnu en til að mynda á sama tíma í fyrra. Ívar Páll Jónssonræddi við Stefán Halldórsson framkvæmdastjóra Verðbréfaþings Íslands og fleiri sérfræðinga á hlutabréfamarkaðnum um mögulegar aðgerðir til að bæta þar úr. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.